Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.3.2013 | 12:57
Frumvarp ríkisstjórnarinnar gengur gegn hugmyndum Stjórnlagaráðs
Frumvarp ríkisstjórnarinnar gengur gegn hugmyndum Stjórnlagaráðs.Fyrst birt 08. marz 2013...Loftur Altice Þorsteinsson..Eins og einhverjir hugsanlega muna, boðaði ríkisstjórnin til þjóðarkönnunar 20. október 2012, um hugmyndir Stjórnlagaráðs (sem var ólöglega kosið) varðandi nýgja stjórnarskrá. Mikilvægasta spurningin sem lögð var fyrir kjósendur var: »Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?« Þessi spurning var samþykkt með minnihluta atkvæða þeirra sem atkvæðisrétt höfðu. Eftir þjóðarkönnunina gaf ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir yfirlýsingar um að Alþingi væri bundin af þessari niðurstöð..Viðurkennt er, að ákvæði stjórnarskrár um framkvæmd breytinga á henni er eitt mikilvægasta atriði sem þar er ákveðið. Öllum má vera ljóst, að góð samstaða þarf að vera með þjóðinni um breytingar og því mega þær ekki vera of auðveldar. Einungis á að vera hægt að gera þær breytingar sem varanleg sátt getur orðið um. Stjórnlagaráðið gerði eftirfarandi tillögu um hvernig breyta ætti stjórnarskránni:.
.Það vekur furðu, að einungis um fjórum mánuðum eftir þjóðarkönnunina, leggur ríkisstjórnin fram frumvarp til nýrrar stjórnarskrár, sem varla er að nokkru leyti eins og sú tillaga sem Stjórnlagaráðið hafði lagt fram. Hlutfallstölur eru allt aðrar og Stjórnlagaráðið vildi jafnvel sleppa alveg aðkomu almennings. Ekki var einu sinni gert ráð fyrir að forseti Lýðveldisins kæmi að breytingum á Stjórnarskránni. Stjórnlagaráðið vildi að höfðingja-stéttin skyldi ein setja lýðnum stjórnarskrá, þingræðið/höfðingjaræðið skyldi endanlega fest í sessi..Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um nýgja stjórnarskrá sem í veigamiklum atriðum er annarar gerðar en sú tillaga sem Stjórnlagaráð lagði fram. Ekki er því hægt að styðja frumvarpið með þeim rökum að það hafi verið samþykkt af þjóðinni í könnuninni 20. október 2012. Ekkert er hægt að gera við hugmyndir ríkisstjórnarinnar annað en henda þeim í rusladallinn. Sömu leið hlýtur allt starf Samfylkingarinnar að fara, hvort sem það snertir Stjórnarskrána eða önnur gælu-verkefni þessa óþjóðholla fólks..Til samanburðar eru hér fyrir neðan gildandi ákvæði um breytingar á Stjórnarskránni og tillögur ríkisstjórnarinnar, eins og þær birtast í frumvarpi hennar:
|
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.3.2013 kl. 07:54 | Slóð | Facebook
7.3.2013 | 12:33
Ríkisstjórnin reynir valdarán í skjóli upplausnar á Alþingi
Ríkisstjórnin reynir valdarán í skjóli upplausnar á Alþingi.Fyrst birt 07. marz 2013.Loftur Altice Þorsteinsson.Fullkomin upplausn ríkir á Alþingi og hefur ríkt allt frá áramótum. Fyrir löngu síðan varð ljóst, að ríkisstjórnin mun ekki fá nein af »stóru« málunum samþykkt og framganga stuðningsmanna Jóhönnu Sigurðardóttur einkennist af örvæntingu. Skoðanakannanir sýna, að í Alþingiskosningunum 27. apríl 2013 mun kjölturökkum Evrópusambandsins fækka um helming á Alþingi og hægt er að vænta þess að Samfylkingin muni ekki komast á ríkisspena nærstu 100 árin.Í skjóli upplausnar á Alþingi reyna stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar að láta Alþingi samþykkja breytingar á Stjórnarskránni, sem jafngilda valdaráni. Ef þessar tilraunir ganga fram, mun opnast möguleiki fyrir Samfylkinguna að breyta Stjórnarskránni með fljótvirkum hætti og aðlaga hana óskum og þörfum Evrópusinna. Bara það að fram er komin tillaga á Alþingi, um að hugsanlegt sé að breyta Stjórnarskránni með litlum fyrirvara, er skaðlegt til langframa.Flutningsmenn þessa skaðlega frumvarps eru: Árni Páll Árnason, Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Steingrímsson. Þau leggja til að 79. grein núverandi stjórnarskrár verði gerð óvirk allt til 30. apríl 2017, eða í meira en fjögur ár. Skemmdarverkið er fólgið í því, að gert er ráð fyrir að breytingar á Stjórnarskránni hljóti skemmri skírn. Eftirfarandi eru þau ákvæði sem um er að ræða:
Við fyrstu sýn virðist þessi breyting ekki vera mjög skaðleg og að einhverju leyti jafnvel til bóta. Talað er um að breytingar á Stjórnarskránni þurfi 60% greiddra atkvæða á Alþingi og síðan 60% greiddra atkvæða í þjóðaratkvæði. Með svona reglu er alls óvíst hvað hægt væri að gera breytingar með atkvæðum lítils hluta Alþingismanna og kjósenda. Hugmyndin að baki þessu fyrirkomulagi er sú að öfgamenn ríkisstjórnarinnar muni skila sér betur á kjörstað en venjulegt fólk og þannig hafa tvöföld eða þreföld áhrif.Þetta frumvarp er einnig lymskuleg atlaga að umboði forseta Lýðveldisins, því að honum er framvegis gert skylt að samþykkja frumvörp vafningalaust. Af honum hefði óformlega verið tekinn synjunarréttur samkvæmt 26. grein Stjórnarskrárinnar, sem margir vilja nefna synjunarskyldu. Forsetinn getur þá ekki brugðist við áskorunum almennings, eða boðað til þjóðaratkvæðis um breytingar á stjórnarskránni fyrir eigin frumkvæði.Ef frumvarpið verður samþykkt, yrði ekki langt að bíða tilrauna til að fella 26. greinina formlega niður og síðan yrði byrjað að skerða hlutfallstöluna sem þyrfti til að samþykkja breytingar á Stjórnarskránni. Gera verður ráð fyrir að allar tillögur Samfylkingar miði að því marki að veikja lýðveldið og koma formlega á höfðingjaveldi og þingræði.Svona breytingar þarfnast umhugsunar og mega ekki hljóta samþykki á þeim fáu þingdögum sem eftir eru fram að kosningum. Ekki má leyfa núverandi ríkisstjórn að hafa forustu um neinar breytingar á Stjórnarskránni, eftir þau skemmdarverk sem hún hefur unnið. Ekki má auðvelda breytingar á Stjórnarskránni frá því sem nú er í gildi, heldur miklu fremur torvelda að óþjóðhollir Alþingismenn geri skyndilegar breytingarMinna má á að Alþýðuflokkur forveri Samfylkingar stóð fyrir niðurfellingu deildaskiptingar Alþingis 31. maí 1991 og inngöngu landsins í Evrópska efnahagssvæðið 01. janúar 1994. Hvort tveggja var gert til að veikja lýðveldisform Íslands. Þarna eru fullveldisréttindi sem þarf að endurheimta. |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook
Áfram-hópurinn vildi láta almenning greiða Icesave-kröfur nýlenduveldanna.Fyrst birt 05. marz 2013.Loftur Altice Þorsteinsson.Í aðdraganda þjóðaratkvæðis um Icesave-III-lögin 09. apríl 2011, voru stofnuð samtök undir nafninu Áfram-hópurinn: Segjum JÁ við Icesave-kröfunum. Formlegur stofndagur þessara þjóðhollu samtaka var 24. marz 2011. Áfram-hópurinn hélt fréttamannafund á stofndeginum og sendi frá sér yfirlýsingu. Af einhverjum ástæðum virðist yfirlýsingin hafa gufað upp. Ekki er ljóst hvort uppgufunin skeði í framhaldi af þjóðaratkvæðinu 09. apríl 2011, eða í framhaldi af úrskurði EFTA-dómstólsins 28. janúar 2012.Skömmu eftir stofnun Áfram-hópsins bárust fréttir af því, að heldstu styrktaraðilar Icesave-vinanna væru Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök iðnaðarins (SI). Sem start-gjald, veittu þessi samtök Áfram-hópnum milljón krónur, hvert fyrir sig. Alls munu styrkir sem Áfram-hópurinn þáði hjá fyrirtækjum og almanna-samtökum hafa numið 20 milljónum króna. Til samanburðar fekk Samstaða þjóðar gegn Icesave um 20 þúsund krónur frá fyrirtækjum og almanna-samtökum.Sérstaka athygli vekur að Samtök fjármálfyrirtækja (SFF) skuli hafa séð ástæðu til að leggja fé til baráttu gegn hagsmunum almennings. Lang stærstu aðilar í SFF voru stóru bankarnir þrír, Landsbanki, Íslandsbanki og Kaupþing. Ef mér skjátlast ekki, þá voru það einmitt þessir bankar sem sköpuðu efnahagshrunið og það var Landsbankinn sem stofnaði til Icesave-reikninganna. Er það ekki umhugsunarefni, að það fólk sem valdið hefur þjóðinni svo gríðarlegu tjóni skuli ennþá fara með öll völd í landinu? Þetta sama fólk er núna að berjast fyrir innlimun Íslands í hið myrka nýlenduveldi Evrópu.Hér fyrir neðan eru heimildir um stofnfund þessa félagsskapar Áfram-hópurinn: Segjum JÁ við Icesave. Einnig eru birtar nokkrar auglýsingar hópsins. Þótt framtak þessa fólks sé ekki mikils metið hjá almenningi, er samt full ástæða til að varðveita einhverjar minjar um starf þess, þótt ekki sé nema til að minna á hvað Íslendingar ættu að forðast í framtíðinni.Standandi frá vinstri: Margrét Kristmannsdóttir, Dóra Sif Tynes. Sitjandi fremsta röð frá vinstri: Guðmundur Gunnarsson, Gunnar Ellert Geirsson, Heiða Kristín Helgadóttir. Sitjandi önnur röð frá vinstri: Benedikt Jóhannesson, Guðni Bergsson, Þórður Magnússon, Árni Finnsson, Hörður Torfason. Sitjandi aftasta röð frá vinstri: Sveinn Hannesson, óþekktur, óþekktur, Oddur Helgi Halldórsson, Einar Skúlason.Stöð 2 um stofnfundinn 24. marz 2011.
|
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.3.2013 kl. 23:29 | Slóð | Facebook
5.3.2013 | 14:27
Erlendir kröfuhafar mega ekki ráða ferðinni
Erlendir kröfuhafar mega ekki ráða ferðinni.Fyrst birt í Fréttablaðinu 05. marz 2013.Heiðar Már Guðjónsson.Stærsta hagsmunamál almennings næstu vikurnar er hvernig haldið verður á samningum við erlenda kröfuhafa þrotabúa gömlu bankanna. Kröfuhafarnir leggja mikið á sig til að stýra opinberri umræðu og þrýsta á um hagstæða útkomu, þannig að þeir fái sem mest greitt í erlendum gjaldeyri.Úr vasa almennings.Vandi Íslands felst í því að of lítill gjaldeyrir er í landinu til að mæta afborgunum erlendra lána. Gjaldeyrissköpun þjóðarinnar er skert vegna haftakerfis sem hamlar fjárfestingu og uppbyggingu útflutningsgreina. Það er því ljóst að Íslendingar hafa ekki efni á því að láta mikinn gjaldeyri af hendi til utanaðkomandi aðila.Ég hef ítarlega fjallað um þetta í greinum síðustu ár, svo sem fyrir ári síðan í greininni Hrunið 2016. Þar varaði ég við því að ef ekki yrði horfið af þeirri braut sem þjóðin var á yrði hætt við greiðslufalli ríkisins. Sem betur fer tókst að afstýra undirritun nauðarsamninga sl. haust, en þar mátti litlu muna, því Seðlabankinn leyfði kröfuhöfum að flytja yfir 300 milljarða, um 2.500 milljónir dollara, úr landi í september og ætlaði að hleypa margfaldri þeirri fjárhæð úr landi fyrir áramót. Þarna var komið í veg fyrir stórslys.Afsláttur eða rétt verð.Með því að hleypa ekki kröfuhöfum úr landi, og veita þeim þar með undanþágur frá gjaldeyrishöftum sem eru að sliga Íslendskt hagkerfi og heimili, var ekki verið að níðast á kröfuhöfum. Þeir eiga ekki skilið að hafa forréttindi umfram Íslendinga. Íslendingar geta ekki verið gestir í eigin landi.Nú er umræðan sú að selja eigi Arion- og Íslandsbanka, sem eru í eigu kröfuhafa að langmestu leyti, til Íslendskra fjárfesta og greitt verði í erlendum gjaldeyri. Í þeirri umræðu hefur verið nefnt að mikill afsláttur verði veittur í þeim viðskiptum. Afsláttur frá hverju, spyr ég? Það er ekkert verð á þessum bönkum. Ef horft er til öflugra banka í hagkerfum sem ekki búa við höft eða offjárfestingu í bankakerfinu sést að þeir hafa markaðsvirði langt fyrir neðan bókfært verð. Það er því fráleitt að tala um afslátt, þótt söluverð sé lægra en bókfært verð.Eins er það svo, að raunverulegt gengi krónunnar er ekki þekkt en vísbendingar eru um að það sé mun lægra en hið skráða haftagengi Seðlabanka Íslands. Gjaldeyrisútboð Seðlabankans hafa sýnt verð í kringum 240 krónur á móti evru, en besti mælikvarðinn er sá að krónan hefur verið nánast í samfelldum veikingarham frá hruni og verðbólgan étur upp verðgildi krónunnar innanlands. Það er ekki jafnvægi á utanríkisviðskiptum sem þýðir að krónan er of sterk, ef eitthvað er. Allt tal um afslátt er því einungis til að afvegaleiða umræðuna.Að hylja slóð sína.Í vikunni bárust fréttir af því, að fjárfestingarbankinn Goldman Sachs stæði í samningum um að endurfjármagna Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta er nú sérstök framsetning fyrir nokkurra hluta sakir. Goldman Sachs fjármagnar ekki fyrirtæki eins og OR, heldur miðlar hann skuldum þeirra til annarra. Þeir sem standa að baki fjármögnuninni eru erlendir kröfuhafar þrotabúanna. Enda er ákvæði í þeim samningi að klára þurfi nauðarsamninga við kröfuhafa föllnu bankanna svo af fjármögnuninni verði. Með öðrum orðum er verið að veifa tugum milljóna dollara framan í stjórnvöld, til að ná út þúsundum milljóna dollara, eða hundraðfaldri þeirri fjárhæð. Það er augljóst hve lítið vit er í slíkum viðskiptum.Þetta á ekki að koma hlutaðeigandi á óvart. Það hefur verið löngu vitað að stærstu kröfuhafarnir tengjast í gegnum Goldman Sachs, sem miðlaði í upphafi stórum hluta krafnanna, og svo eru margir í kröfuhafahópnum fyrrverandi starfsmenn bankans. Þetta var útskýrt í minnisblaði sem undirritaður sendi Seðlabanka Íslands árið 2009.Fjölmiðlatök kröfuhafa.Fjölmiðlafulltrúar kröfuhafa, lögfræðingar þeirra og bankamenn vinna að hagsmunum umbjóðenda sinna en ekki hagsmunum Íslendsku þjóðarinnar. Þeir reyna kerfisbundið að draga úr trúverðugleika þeirra sem standa á rétti þjóðarinnar og reyna að afvegaleiða umræðuna. Við verðum að standa fast á rétti okkar og ekki leyfa afglöpunum í kringum IceSave að endurtaka sig. Hvorki Seðlabankinn né ríkisstjórnin eiga að stýra viðræðum við kröfuhafa. Það þarf að fá til starfans óháða sérfræðinga. Það hefur sagan kennt okkur.Seðlabankinn leyfði kröfuhöfum að flytja yfir 300 milljarða,um 2.500 milljónir dollara, úr landi í Septemberog ætlaði að hleypa margfaldri þeirri fjárhæð úr landi fyrir áramót.
|
1.3.2013 | 12:29
Aðförin að stjórnarskrá Lýðveldisins
Aðförin að stjórnarskrá Lýðveldisins.Fyrst birt hjá Smugunni 18. október 2012.Ámundi Loftsson og Kári Þorgrímsson.Stjórnarskrá Íslands er að flestu leyti góð. Hún er mjög skýr hvað varðar skipan ríkisvalds, hlutverk forseta og Alþingis. Saman fara þessir aðilar með löggjafarvaldið, en forsetinn ásamt öðrum stjórnvöldum með framkvæmdavaldið.Löggjafarvaldið er Alþingi og forseta sameiginlegt með því að hvorugur fær vilja sínum framgengt nema báðir aðilar samþykki. Forsetinn getur rofið þing og efnt til kosninga og á sama hátt getur Alþingi lagt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu að setja forsetann af. Hvergi er hinsvegar að finna í stjórnarskránni ákvæði um vantraust á sitjandi stjórn, enda hlutverk hennar það eitt að framkvæma vilja þingsins.Löggjafarvald forsetans felst einnig í rétti til að láta leggja lagafrumvörp fyrir Alþingi en hann má þó ekki mæla fyrir þeim sjálfur eða taka þátt í störfum þess. Það mega hins vegar ráðherrarnir sem hann á án nokkurs vafa á að skipa. Hann getur vikið þeim og skipað nýja hvenær sem honum þykir tilefni til. Þetta fyrirkomulag kallast þingbundin stjórn.Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn (15. grein Stjórnarskrárinnar).Hvergi er neitt að finna í stjórnarskránni um að forseti megi framselja vald sitt til stjórnmálaflokka sem boðið hafa fram menn til setu á Alþingi til að mynda ríkisstjórn, enda er augljóst hve fráleitt það er að þjóðkjörinn forseti fái það vald í hendur aðila sem einungis deilir fylgi eins kjördæmis með fjölda annarra þingfulltrúa. Augljóst er einnig að forseti á að skipa ríkisstjórn eftir að hann hefur verið kjörinn en ekki í kjölfar Alþingiskosninga.Öllum er ljóst að þetta fyrirkomulag hefur aldrei verið virt hér á landi og mætti hafa um það langt mál hvernig það gerðist. Lýðveldið hafði vart verið stofnað þegar stjórnmálaflokkunum hafði tekist að ná forsetavaldinu undir sig, enda hafa ríkistjórnir Íslands nær eingöngu verið kenndar við formenn þeirra. Þetta var gert með því að rangtúlka og umsnúa stjórnarskránni og virða hana ekki.Grunnur spillingarinnar hafði verið lagður og sérhagsmunavarðsla flokkanna tryggð, dyggilega studd af fræðimönnum sem hafa alla tíð iðkað mikla og fjarstæðukennda þrætubókarlist um hinn afar skýra og auðskilda texta stjórnarskrárinnar. Til embættis forseta hafa svo iðulega verið kosnir menn sem engan vilja hafa sýnt til að standa vörð um völd og hlutverk hans og hafa tekið fullan og meðvitaðan þátt í að hafa það að engu.Af þessu leiddi síðan afnám aðskilnaðar framkvæmda- og löggjafarvalds. Einræði stjórnmálaflokka var orðið að veruleika og valdabaráttan innan þeirra og milli þeirra var komin í stað lýðræðis. Þessi stjórnarfarskreppa hefur varað á Íslandi um áratugi. Þær hættur sem í henni felast ættu vera öllum augljósar vegna þess að afleiðingar hennar birtust þjóðinni í áþreifanlegri mynd í hruninu 2008.Þingræðissinnar hafa frá upphafi vanvirt Stjórnarskrána.Spyrja má hve mörg þeirra óheillaspora sem stigin hafa verið í Íslendskum stjórnmálum frá lýðveldisstofnun og sem mestu ráðið til hins verra um nútímann hefðu verið látin óstigin ef stjórnarskráin hefði verið haldin.
Þetta ásamt mörgu fleiru eru spurningar sem vert er að hugleiða.Væntanleg þjóðaratkvæðagreiðsla vegna stjórnarskrárinnar er undirorpinn ömurlegum einhliða áróðri, þeim versta í Íslandssögunni og þar ber hæst spurninguna um þjóðareign á auðlindum. Með henni er látið í veðri vaka að þjóðin muni áfram hafa óskorað vald yfir auðlindum sínum þrátt fyrir inngöngu í Evrópusambandið.Áleitnasta og þarfasta spurningin sem þjóðin stendur hinsvegar frammi fyrir hvernig mál hefðu þróast í Íslendskum stjórnmálum ef stjórnarskráin hefði haldið gildi sínu og eftir henni farið? Hvort endurreisn hennar sé ekki forsenda endurreisnar samfélagsins? Sú brýna umræða hefur ekki verið tekin. Hún verður nauðsynlega að fara fram samhliða umræðum um breytingar á stjórnarskránni. Hrun bankakerfisins 2008 er þar vissulega tilefni.
|
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.3.2013 kl. 10:55 | Slóð | Facebook
26.2.2013 | 18:18
Peningastefna stjórnmálaflokkanna í aðdraganda kosninga 2013.
Peningastefna stjórnmálaflokkanna í aðdraganda kosninga 2013. Fyrst birt 26. febrúar 2013.
Loftur Altice Þorsteinsson.Efnahagsmál landsins hljóta að teljast mikilvægust allra mála, sem til úrlausnar koma á nærsta kjörtímabili Alþingis. Flestir stjórnmálaflokkarnir hafa haldið landsfundi sína í þessum mánuði og gert skriflega grein fyrir áherðslum sínum, hvað varðar peningastefnu og önnur málefni. Til að auðvelda lesendum samanburð, hef ég tekið saman það heldsta sem stjórnmálaflokkarnir hafa um peningastefnu sína að segja.Fastgengi er samtímis lausn á öllum heldstu vandamálum þjóðarinnar. Spurningin sem stjórnmálaflokkarnir verða að svara er því afstaða þeirra til fastgengis. Flotgengi hefur verið reynt í nær 100 ár í landinu og gefist hörmulega. Þeir sem vilja viðhalda flotgengi, eru að ögra almenningi og reyna að hindra efnahagslega endurreisn í landinu.Mikilvægt er að skilja, að fastgengi verður ekki komið á undir stjórn Seðlabanka, hann verður að leggja niður í núverandi mynd. Fastgengi er annað hvort fólgið í upptöku erlends gjaldmiðils, eða sett er á fót myntráð. Gott nafn á nýgjum gjaldmiðli er Ríkisdalur og síðan geta menn valið um hvaða erlendi gjaldmiðill er notaður sem stoðmynt. Eðlilegast er að hafa eina stoðmynt, en vel má athuga með að nota tvær stoðmyntir, en alls ekki fleirri.Við sjáum að Sjálfstæðisflokkur og Hægri grænir eru á réttri leið varðandi peningastefnu, en hjá Sjálfstæðisflokki vantar ákveðnara orðalag um útfærslu og hjá Hægri grænum vantar fullan skilning á að leggja þarf Seðlabankann niður.Framsóknarflokkur er með fráleita hugmynd um áframhald flotgengis og flaggar að auki þeirra heimskulegu hugmynd að viðskiptabankar gefi út peninga. Endurlán viðskiptabankanna á innlánum er ekki peningaprentun. Aukin veltuhraði innlána og útlána hjá bönkunum, er ekki aukin peningaprentun. Framsóknarflokkur þarf að taka sig verulega á og hefur sæmilegar forsendur til að gera það.Samfylking er með sína áætlun um þjóðsvik, með innlimun Íslands í Evrópusambandið. Þrælslund Samfylkingar er fullkomin, með hugmyndum um að Evrópusambandið fái fullkomið efnahagslegt yfirvald með Evrunni. Vinstri grænir vita greinilega ekki hvað peningastefna er, en eitthvað hafa þeir heyrt um aflandskrónur. Þau skemmdarverk sem Vinstri grænir hafa unnið á efnahag landsins síðustu fjögur ár, verða skiljanleg í ljósi fullkominnar vanþekkingar þeirra á efnahagsmálum.<<>><<>>Sjálfstæðisflokkur landsfundur 21. 24. febrúar 2013.
<<>><<>>Framsóknarflokkur flokksþing 08.-10. febrúar 2013.
Samfylking landsfundur 01. 03. febrúar 2013.
<<>><<>>Vinstri græn landsfundur 22. 24. febrúar 2013.
<<>><<>>Hægri grænir tekið af vefsetri flokksins 26. febrúar 2013.
<<>><<>> |
24.2.2013 | 23:12
Sjálfstæðisflokkur setur stefnuna á fastgengi undir stjórn myntráðs
Sjálfstæðisflokkur setur stefnuna á fastgengi undir stjórn myntráðs. Fyrst birt 24. febrúar 2013.
Loftur Altice Þorsteinsson.Í samræmi við tillögur Efnahags- og viðskiptanefndar, sem lagðar voru fyrir Landsfund Sjálfstæðisflokks, hefur flokkurinn sett stefnuna á fastgengi. Af tillitssemi við gamla Krónugengið, var hin nýgja stefna orðuð af varfærni en skilaboðin verða ekki misskilin. Í ályktun Landsfundar segir:
Að sumu leyti gengur Landsfundurinn lengra en tillögur Efnahags- og viðskiptanefndar gerðu ráð fyrir. Undirstrikað er mikilvægi þess að núgildandi gjaldeyrishöftum verði aflétt og þar með verði lögð niður Hafta-króna ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Ályktunin talar um könnun á möguleikum Íslands í gjaldeyrismálum og upptaka alþjóðlegrar myntar er sérstaklega nefnd.Eins og flestir vita er upptaka erlendrar myntar möguleg með tvennu móti, það er að segja bein upptaka (Dollaravæðing) eða óbein undir stjórn myntráðs. Erlenda myntin er þá notuð sem stoðmynt nýrrar innlendrar myntar sem gæti heitið Ríkisdalur. Ef menn skoða gjaldeyrismálin af heiðarleika, er ekki hægt að komast að annari niðurstöðu, en að Ríkisdalur undir stjórn myntráðs, sé bezta fyrirkomulag fastgengis.Ályktun Landsfundar staðfestir mikilvægi þess að komið verði á efnahagslegum stöðugleika í landinu. Stjórnvöld verða að snúast gegn háum vöxtum, mikilli verðbólgu og gengissveiflum. Þessum markmiðum verður ekki náð án upptöku erlends gjaldmiðils. Niðurstaðan er Ríkisdalur undir stjórn myntráðs.Að lokum má benda á ályktun Landsfundar varðandi Seðlabankann. Við upptöku Ríkisdals undir stjórn myntráðs, verður Seðlabankinn óþarfur og lagt af það glæpsamlega fyrirkomulag að hann sé lánveitandi til þrautavara. Bankarnir mega sem sagt fara í gjaldþrot og ábyrgð almennings á þeim fellt niður. Til að tryggja hag innistæðueigenda, er bent á þá leið sem Neyðarlögin mörkuðu, að almennum innistæðum sé veittur forgangur við gjaldþrot banka.Þar sem Landsfundur stærsta stjórnmálaflokks landsins hefur formað skynsamlega peningastefnu, geta landsmenn horft bjartsýnir til framtíðar. Tekin verður upp reglubundin peningastefna (rule-bound monetary policy) og hinni stór skaðlegu torgreindu peningastefnu (discretionary monitary policy) kastað á ruslahaug sögunnar.<<>> |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.3.2013 kl. 10:55 | Slóð | Facebook
|