Frumvarp ríkisstjórnarinnar gengur gegn hugmyndum Stjórnlagaráðs

  
  
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.

 

Frumvarp ríkisstjórnarinnar gengur gegn hugmyndum Stjórnlagaráðs.

Fyrst birt 08. marz 2013.

.

.

Loftur Altice Þorsteinsson.

.

Eins og einhverjir hugsanlega muna, boðaði ríkisstjórnin til þjóðarkönnunar 20. október 2012, um hugmyndir Stjórnlagaráðs (sem var ólöglega kosið) varðandi nýgja stjórnarskrá. Mikilvægasta spurningin sem lögð var fyrir kjósendur var: »Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?« Þessi spurning var samþykkt með minnihluta atkvæða þeirra sem atkvæðisrétt höfðu. Eftir þjóðarkönnunina gaf ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir yfirlýsingar um að Alþingi væri bundin af þessari niðurstöð.

.

Viðurkennt er, að ákvæði stjórnarskrár um framkvæmd breytinga á henni er eitt mikilvægasta atriði sem þar er ákveðið. Öllum má vera ljóst, að góð samstaða þarf að vera með þjóðinni um breytingar og því mega þær ekki vera of auðveldar. Einungis á að vera hægt að gera þær breytingar sem varanleg sátt getur orðið um. Stjórnlagaráðið gerði eftirfarandi tillögu um hvernig breyta ætti stjórnarskránni:

.

113. gr. Stjórnarskrárbreytingar: Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytingar á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Hafi 5/6 hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður.

.

Það vekur furðu, að einungis um fjórum mánuðum eftir þjóðarkönnunina, leggur ríkisstjórnin fram frumvarp til nýrrar stjórnarskrár, sem varla er að nokkru leyti eins og sú tillaga sem Stjórnlagaráðið hafði lagt fram. Hlutfallstölur eru allt aðrar og Stjórnlagaráðið vildi jafnvel sleppa alveg aðkomu almennings. Ekki var einu sinni gert ráð fyrir að forseti Lýðveldisins kæmi að breytingum á Stjórnarskránni. Stjórnlagaráðið vildi að höfðingja-stéttin skyldi ein setja lýðnum stjórnarskrá, þingræðið/höfðingjaræðið skyldi endanlega fest í sessi.

.

Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um nýgja stjórnarskrá sem í veigamiklum atriðum er annarar gerðar en sú tillaga sem Stjórnlagaráð lagði fram. Ekki er því hægt að styðja frumvarpið með þeim rökum að það hafi verið samþykkt af þjóðinni í könnuninni 20. október 2012. Ekkert er hægt að gera við hugmyndir ríkisstjórnarinnar annað en henda þeim í rusladallinn. Sömu leið hlýtur allt starf Samfylkingarinnar að fara, hvort sem það snertir Stjórnarskrána eða önnur gælu-verkefni þessa óþjóðholla fólks.

.

Til samanburðar eru hér fyrir neðan gildandi ákvæði um breytingar á Stjórnarskránni og tillögur ríkisstjórnarinnar, eins og þær birtast í frumvarpi hennar:

 

Núgildandi ákvæði 79. grein: Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki, skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga að nýju. Samþykki Alþingi ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu, til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg.

Frumvarp um breytingu: Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 79. gr. er heimilt, fram til 30. apríl 2017, að breyta stjórnarskránni með eftirfarandi hætti: Samþykki Alþingi frumvarp til laga um breytingu á stjórnarskrá með minnst 3/5 hlutum greiddra atkvæða skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi sex mánuðum og í síðasta lagi níu mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Sé frumvarpið samþykkt með 3/5 hlutum greiddra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni skal það staðfest af forseta Íslands innan tveggja vikna og telst þá gild stjórnarskipunarlög. Í heiti frumvarps til stjórnarskipunarlaga á þessum grundvelli skal koma fram tilvísun til ákvæðis þessa.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband