Ofbeldisfól glugga í trúarrit

  
 
null   Samstađa ţjóđar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstćđu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörđ um Stjórnarskrá Lýđveldisins.

 

 

Ofbeldisfól glugga í trúarrit.

Fyrst birt í Morgunblađinu 10. janúar 2016.Kristján Jónsson.

Liđsmenn Ríkis íslams, IS, eru alrćmdir fyrir hrottaskap. Í könnun Pew-stofnunarinnar frá nóvember sl. kemur fram ađ ţorri fólks í arabalöndum er mjög andvígur samtökunum en allt ađ 20% múslíma í Pakistan og Nígeríu styđja ţau.

Fjöldi vestrćnna frammámanna hefur fullyrt ađ IS tengist ekkert íslam. En ímamar og leiđtogar múslímaríkja segja ţó aldrei ađ IS-menn séu guđleysingjar, segja engan hafa vald til ţess ađ kveđa ţann dóm yfir múslímum.

Er heimur íslams ţjakađur af ofbeldi vegna ţess ađ trúarbrögđin sjálf ýti undir slíka hegđun? Eđa eru ţađ sérstakar, sögulegar kringumstćđur, t.d. kúgun vestrćnna stórvelda á sumum ţjóđum íslams, sem hafa valdiđ ofbeldi, stöđnun, ţröngsýni og miđaldahugsunarhćtti sem engin leiđ er ađ laga ađ vestrćnum samfélögum?

Nóg er um heift og viđbjóđslegar morđhótanir í trúarritunum, ađ ekki sé minnst á stefnuskrá Hamas og annarra hryđjuverkasamtaka. Og Freedom House-stofnunin bandaríska hefur lýst ţví í skýrslu hvernig bođađ er hatur á öllum öđrum en múslímum í opinberum trúfrćđsluritum fyrir börn í Sádi-Arabíu en ţar eru ofsatrúarmenn Wahhabi-múslíma viđ völd.

„Múslímum er skipađ ađ „hata“ kristna, gyđinga, „fjölgyđistrúarmenn“ og ađra „guđleysingja“, ţar á međal múslíma sem ekki eru wahhabítar ţó ađ, svo furđulega sem ţađ hljómar, ţeim sé sagt ađ sýna ţeim „ekki óréttlćti“, segir í skýrslunni.

Víđa í Kóraninum og svonefndum hadítum (mörg ţúsund frásögnum af Múhameđ spámanni og lífi hans) er fariđ hörđum orđum um ţá sem svíkja trúna, ađ ekki sé minnst á villutrúarmenn. Ţeir eigi ekkert gott skiliđ.

En í Kóraninum er einnig lögđ ţung áhersla á mildi Allah og miskunnsemi [gagnvart Múslimum], hvatt til friđar. Kóraninn er ţví, eins og Biblían og fleiri trúarrit, fullur af mótsögnum. Stóri vandinn er ađ verulegur hluti ţeirra 1600 milljóna manna um allan heim sem ađhyllast íslam hampar fyrst og fremst herskáu ummćlunum, hatri og hroka. Milljónir ţeirra vilja stríđ og hermdarverk.

Baráttukona í hćttu.

Ayan Hirsi Ali er sómölsk ađ uppruna og alin upp í íslamstrú en hefur kastađ trúnni. Fjöldi múslíma álítur ađ ţađ sé dauđasök. Hún býr nú í Bandaríkjunum og nýtur stöđugt verndar öryggisvarđa vegna ţess ađ ofstćkismenn hóta ađ myrđa hana vegna harđrar gagnrýni hennar á íslam og kvennakúgun međal múslíma.

Menn eigi ađ taka ţađ alvarlega, segir Hirsi Ali, ţegar hryđjuverkamenn vitna orđrétt í Kóraninn. Ekki má líta svo á ađ ţeir séu bara ađ nota ţessar trúarlegu tilvitnanir sem eins konar reykjarslćđu til ađ fela raunverulegu ástćđurnar fyrir hatri sínu. Fátćkt og eymd í heimi múslíma séu auđvitađ heppilegur jarđvegur fyrir ofstćki en hryđjuverkamennirnir séu sjaldnast ađ berjast gegn félagslegu eđa efnahagslegu óréttlćti. Ţeir vilji bara framfylgja bođum spámannsins frá sjöundu öld, ná heimsyfirráđum.

Oft er talađ um pólitískt íslam [Sunni-Islam] og ţađ réttilega, trú og stjórnmál fléttast mjög saman í frćđunum. Trúin á ađ ráđa, ekki fólkiđ. Og ofstćki íslamista sem gera sjálfsmorđsárásir minnir helst á ćđi margra veraldlegra trúmanna, kommúnista og nasista um miđja síđustu öld.

Samkennd međ trúsystkinum.

Ţegar forseti Írans, klerkurinn Hassan Rouhani, gagnrýndi nýlega framferđi Ríkis íslams, IS, sagđi hann ađ múslímar vćru vanir ţví ađ ađrir trúarhópar sýndu ţeim grimmd en ekki ađ ţađ vćru „ađrir múslímar“ sem stćđu fyrir ţannig ađgerđum. Athyglisvert er ađ hann, sjálfur klerkurinn, hikađi ekki viđ ađ bendla IS viđ íslam! Og talsmenn hinnar frćgu Al-Azhar mosku og samnefnds háskóla í Kaíró treysta sér ekki til ađ útskúfa IS-mönnum, segjast ekki hafa vald til ţess. Ţeir láta nćgja ađ fordćma grimmd IS-böđlanna.

Trúin er ţví ekki saklaus. Breski sagnfrćđingurinn Robert Skidelsky og fleiri frćđimenn hafa bent á ađ flestir vesturlandamenn séu sjálfir orđnir mjög veraldlega ţenkjandi. Ţeir skilji ţví alls ekki hvađ trúin sé öflugur ţáttur í hugarheimi mikils meirihluta múslíma, einnig ţeirra sem ekki séu endilega mjög trúrćknir. Ţeir síđarnefndu haldi fast í hefđir hennar og finni flestir til mikillar samkenndar međ öđrum múslímum, hvar sem er í heiminum.

Áđurnefnd Hirsi Ali segir ađ eina leiđin út úr ţessum sögulegu ógöngum sé ađ íslam ţróist, Verđi mildari og breytist eins og kristindómurinn gerđi síđustu aldirnar. Vestrćnar ţjóđir verđi ađ skilja ađ rćtur ofbeldisins séu í sjálfri trúnni. Íslam verđi ađ segja skiliđ viđ miđaldir.

Hófsamir múslímar verđi ađ rísa upp, menn verđi ađ einbeita sér ađ ţví í trúnni sem ekki sé ósamrýmanlegt annarri menningu og nútímanum og ali á tortryggni. Ţeir geti beđiđ fimm sinnum á dag, gefiđ fátćkum ölmusur, fariđ í pílagrímsferđir til Mekka. En ţeir verđi ađ hćtta ađ hóta öđrum og drepa ţá. Hćtta ađ krefjast ţess ađ öll veröldin hlýđi bođum íslams.

Stjórnvöld í London hafa reynt ađ fá leiđtoga múslímasafnađa til ađ taka ţátt í ţví ađ reyna ađ hemja útbreiđslu trúaröfga međal breskra múslíma. Ţótt netiđ sé orđiđ áhrifamesta verkfćriđ til slíkra hluta geta herskáir ímamar líka notađ madrassakerfiđ, skóla fyrir múslímabörn, til ađ innrćta ţeim ofstćki. Stjórnvöld vilja ţví hafa eftirlit međ skólunum sem gjarnan tengjast moskum, einkum óskráđum. En samtök um 400 moska segja nei. Eftirlit vćri skerđing á trúfrelsi, segja ţau.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband