Ríkisstjórnin reynir valdarán í skjóli upplausnar á Alþingi

  
  
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.

 

Ríkisstjórnin reynir valdarán í skjóli upplausnar á Alþingi.

Fyrst birt 07. marz 2013.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Fullkomin upplausn ríkir á Alþingi og hefur ríkt allt frá áramótum. Fyrir löngu síðan varð ljóst, að ríkisstjórnin mun ekki fá nein af »stóru« málunum samþykkt og framganga stuðningsmanna Jóhönnu Sigurðardóttur einkennist af örvæntingu. Skoðanakannanir sýna, að í Alþingiskosningunum 27. apríl 2013 mun kjölturökkum Evrópusambandsins fækka um helming á Alþingi og hægt er að vænta þess að Samfylkingin muni ekki komast á ríkisspena nærstu 100 árin.

Í skjóli upplausnar á Alþingi reyna stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar að láta Alþingi samþykkja breytingar á Stjórnarskránni, sem jafngilda valdaráni. Ef þessar tilraunir ganga fram, mun opnast möguleiki fyrir Samfylkinguna að breyta Stjórnarskránni með fljótvirkum hætti og aðlaga hana óskum og þörfum Evrópusinna. Bara það að fram er komin tillaga á Alþingi, um að hugsanlegt sé að breyta Stjórnarskránni með litlum fyrirvara, er skaðlegt til langframa.

Flutningsmenn þessa skaðlega frumvarps eru: Árni Páll Árnason, Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Steingrímsson. Þau leggja til að 79. grein núverandi stjórnarskrár verði gerð óvirk allt til 30. apríl 2017, eða í meira en fjögur ár. Skemmdarverkið er fólgið í því, að gert er ráð fyrir að breytingar á Stjórnarskránni hljóti skemmri skírn. Eftirfarandi eru þau ákvæði sem um er að ræða:

Núgildandi ákvæði 79. grein: Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki, skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga að nýju. Samþykki Alþingi ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu, til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg.

Frumvarp um breytingu: Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 79. gr. er heimilt, fram til 30. apríl 2017, að breyta stjórnarskránni með eftirfarandi hætti: Samþykki Alþingi frumvarp til laga um breytingu á stjórnarskrá með minnst 3/5 hlutum greiddra atkvæða skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi sex mánuðum og í síðasta lagi níu mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Sé frumvarpið samþykkt með 3/5 hlutum greiddra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni skal það staðfest af forseta Íslands innan tveggja vikna og telst þá gild stjórnarskipunarlög. Í heiti frumvarps til stjórnarskipunarlaga á þessum grundvelli skal koma fram tilvísun til ákvæðis þessa.

Við fyrstu sýn virðist þessi breyting ekki vera mjög skaðleg og að einhverju leyti jafnvel til bóta. Talað er um að breytingar á Stjórnarskránni þurfi 60% greiddra atkvæða á Alþingi og síðan 60% greiddra atkvæða í þjóðaratkvæði. Með svona reglu er alls óvíst hvað hægt væri að gera breytingar með atkvæðum lítils hluta Alþingismanna og kjósenda. Hugmyndin að baki þessu fyrirkomulagi er sú að öfgamenn ríkisstjórnarinnar muni skila sér betur á kjörstað en venjulegt fólk og þannig hafa tvöföld eða þreföld áhrif.

Þetta frumvarp er einnig lymskuleg atlaga að umboði forseta Lýðveldisins, því að honum er framvegis gert skylt að samþykkja frumvörp vafningalaust. Af honum hefði óformlega verið tekinn synjunarréttur samkvæmt 26. grein Stjórnarskrárinnar, sem margir vilja nefna synjunarskyldu. Forsetinn getur þá ekki brugðist við áskorunum almennings, eða boðað til þjóðaratkvæðis um breytingar á stjórnarskránni fyrir eigin frumkvæði.

Ef frumvarpið verður samþykkt, yrði ekki langt að bíða tilrauna til að fella 26. greinina formlega niður og síðan yrði byrjað að skerða hlutfallstöluna sem þyrfti til að samþykkja breytingar á Stjórnarskránni. Gera verður ráð fyrir að allar tillögur Samfylkingar miði að því marki að veikja lýðveldið og koma formlega á höfðingjaveldi og þingræði.

Svona breytingar þarfnast umhugsunar og mega ekki hljóta samþykki á þeim fáu þingdögum sem eftir eru fram að kosningum. Ekki má leyfa núverandi ríkisstjórn að hafa forustu um neinar breytingar á Stjórnarskránni, eftir þau skemmdarverk sem hún hefur unnið. Ekki má auðvelda breytingar á Stjórnarskránni frá því sem nú er í gildi, heldur miklu fremur torvelda að óþjóðhollir Alþingismenn geri skyndilegar breytingar

Minna má á að Alþýðuflokkur forveri Samfylkingar stóð fyrir niðurfellingu deildaskiptingar Alþingis 31. maí 1991 og inngöngu landsins í Evrópska efnahagssvæðið 01. janúar 1994. Hvort tveggja var gert til að veikja lýðveldisform Íslands. Þarna eru fullveldisréttindi sem þarf að endurheimta.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband