Áfram-hópurinn vildi láta almenning greiđa Icesave-kröfur nýlenduveldanna

  
  
null   Samstađa ţjóđar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstćđu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörđ um Stjórnarskrá Lýđveldisins.

 

Áfram-hópurinn vildi láta almenning greiđa Icesave-kröfur nýlenduveldanna.

Fyrst birt 05. marz 2013.

  

Loftur Altice Ţorsteinsson.

Í ađdraganda ţjóđaratkvćđis um Icesave-III-lögin 09. apríl 2011, voru stofnuđ samtök undir nafninu Áfram-hópurinn: Segjum JÁ viđ Icesave-kröfunum. Formlegur stofndagur ţessara “ţjóđhollu” samtaka var 24. marz 2011. Áfram-hópurinn hélt fréttamannafund á stofndeginum og sendi frá sér yfirlýsingu. Af einhverjum ástćđum virđist yfirlýsingin hafa gufađ upp. Ekki er ljóst hvort uppgufunin skeđi í framhaldi af ţjóđaratkvćđinu 09. apríl 2011, eđa í framhaldi af úrskurđi EFTA-dómstólsins 28. janúar 2012.

Skömmu eftir stofnun Áfram-hópsins bárust fréttir af ţví, ađ heldstu styrktarađilar Icesave-vinanna vćru Samtök fjármálafyrirtćkja (SFF), Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök iđnađarins (SI). Sem start-gjald, veittu ţessi samtök Áfram-hópnum milljón krónur, hvert fyrir sig. Alls munu styrkir sem Áfram-hópurinn ţáđi hjá fyrirtćkjum og almanna-samtökum hafa numiđ 20 milljónum króna. Til samanburđar fekk Samstađa ţjóđar gegn Icesave um 20 ţúsund krónur frá fyrirtćkjum og almanna-samtökum.

Sérstaka athygli vekur ađ Samtök fjármálfyrirtćkja (SFF) skuli hafa séđ ástćđu til ađ leggja fé til baráttu gegn hagsmunum almennings. Lang stćrstu ađilar í SFF voru stóru bankarnir ţrír, Landsbanki, Íslandsbanki og Kaupţing. Ef mér skjátlast ekki, ţá voru ţađ einmitt ţessir bankar sem sköpuđu efnahagshruniđ og ţađ var Landsbankinn sem stofnađi til Icesave-reikninganna. Er ţađ ekki umhugsunarefni, ađ ţađ fólk sem valdiđ hefur ţjóđinni svo gríđarlegu tjóni skuli ennţá fara međ öll völd í landinu? Ţetta sama fólk er núna ađ berjast fyrir innlimun Íslands í hiđ myrka nýlenduveldi Evrópu.

Hér fyrir neđan eru heimildir um stofnfund ţessa félagsskapar Áfram-hópurinn: Segjum JÁ viđ Icesave. Einnig eru birtar nokkrar auglýsingar hópsins. Ţótt framtak ţessa fólks sé ekki mikils metiđ hjá almenningi, er samt full ástćđa til ađ varđveita einhverjar minjar um starf ţess, ţótt ekki sé nema til ađ minna á hvađ Íslendingar ćttu ađ forđast í framtíđinni.

Áfram hópurinn 24.03.2011

Standandi frá vinstri: Margrét Kristmannsdóttir, Dóra Sif Tynes. Sitjandi fremsta röđ frá vinstri: Guđmundur Gunnarsson, Gunnar Ellert Geirsson, Heiđa Kristín Helgadóttir. Sitjandi önnur röđ frá vinstri: Benedikt Jóhannesson, Guđni Bergsson, Ţórđur Magnússon, Árni Finnsson, Hörđur Torfason. Sitjandi aftasta röđ frá vinstri: Sveinn Hannesson, óţekktur, óţekktur, Oddur Helgi Halldórsson, Einar Skúlason.

Áfram

Áfram hópur

Áfram aft

youtube

                                                         Stöđ 2 um stofnfundinn 24. marz 2011.

Hvađ kostar Icesave

Icesave hákarlinn

Áfram hóp isl

Picture4

xx

XYY

YYY

   
 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband