Ísrael og átökin á Gaza 2014

  
 
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.

 

 

Ísrael og átökin á Gaza 2014.

Fyrst birt í Morgunblaðinu 26. júní 2015.



Irit Kohn.

Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna er því miður að mestu stjórnað af fulltrúum landa þar sem mannréttindabrot eru algeng. Með skipulögðum hætti taka þessi lönd Ísrael sérstaklega fyrir og fordæma. Mannréttindaráðið setti á fót Schabas/David-nefndina vegna átakanna í Gaza og birti hún skýrslu sína þann 22. júní 2015.

Ríkisstjórn Ísraels gat ekki átt samstarf við nefndina vegna þeirrar hlutdrægni sem gætti í umboði Mannréttindaráðsins til hennar.

Ég er forseti »International Association of Jewish Lawyers and Jurists« (Alþjóðleg samtök lögmanna og dómara gyðinga), sem eru ópólitísk samtök og viðurkennd af SÞ. Við störfuðum með Scabas/David-nefndinni þrátt fyrir hlutdrægni hennar - áform okkar voru þau að upplýsa nefndina um þjáningar ísraelskra borgara í ljósi þess að það voru eldflaugahrinur Hamas á borgir Ísraels, sem voru orsök átakanna.

Sem fyrrverandi yfirmaður alþjóðadeildar ísraelska dómsmálaráðuneytisins, þar sem ég gegndi störfum í tíu ár, sat ég marga fundi undir stjórn dómsmálaráðherra, er vörðuðu rétt Ísraels til sjálfsvarnar í samræmi við alþjóðleg lög. Umræður þessar vörðuðu ekki eingöngu hvaða hernaðarlegu aðgerðir væru leyfilegar, heldur einnig hina siðferðislegu úlfakreppu um hvernig lágmarka mætti fall venjulegra borgara beggja vegna víglínunnar.

Aðferðir Hamas flokkast undir stríðsglæpi..

Meðan á átökum stóð við Hamas, neyddist Ísrael - ennþá einu sinni - til að takast á við óvinveittan her sem barðist bókstaflega neðanjarðar, innan þess svæðis þar sem almennir borgarar bjuggu. Eins og kom fram í nýlegri skýrslu frá ísraelska utanríkisráðuneytinu: »Þjálfunar- og kennslubækur Hamas... votta að ásetningur Hamas er fyrst og fremst að draga Ísraelsher (IDF) inn í átök á fjölbýlum svæðum og nota almenna borgara til að koma í veg fyrir aðgerðir IDF.« Skýrslan sýndi enn fremur að »Hamas hvatti einnig og enn fremur neyddi almenna borgara, til að vera um kyrrt á átakasvæðum til að hindra árásir IDF og skýla hernaðaraðgerðum«.

Þessar aðferðir Hamas, þ.e. að nota borgara sem mannlega skildi, flokkast undir stríðsglæpi, og sömuleiðis það að skjóta 4.000 eldflaugum að ísraelskum borgurum. Um 250 eldflaugar Hamas drógu ekki nógu langt og lentu í Gaza og ollu frekara manntjóni. Meðlimir Hamas grófu einnig göng yfir til Ísraels með það að marki að laumast inn í ísraelsk þorp og drepa íbúa þeirra inni á heimilum þeirra.

Hlutdræg umfjöllun Sameinuðu þjóðanna er Hamas hvatning til voðaverka..

Þrátt fyrir að standa andspænis slíkum glæpsamlegum aðferðum fylgdi Ísrael í einu og öllu lögum þeim er varða stríðsátök. Í þessu samhengi er mikilvægt að ítreka að ráðgjöf lögfræðiskrifstofu Ísraelshers er háð endurskoðun frá dómsmálaráðherra Ísraels með borgaralega löggjöf til hliðsjónar. Löggjafarálit og ákvarðanir þurfa einnig að standast lagalega endurskoðun Hæstaréttar Ísraels.

Aðgerðir Ísraels til að draga úr mannfalli gengu í raun lengra en kröfur löggjafarvaldsins, eins og fram kemur í tveimur ótengdum skýrslum sem skrifaðar eru af hernaðarsérfræðingum frá lýðræðislöndum hvaðanæva úr veröldinni, sem komu til Ísraels til að rannsaka síðustu aðgerð. Til að mynda fór Ísrael fram úr þeim tilskildu kröfum sem gerðar eru til herja lýðræðisríkja, er herinn varaði íbúa Gaza við - þá sem voru í námunda við hernaðarleg skotmörk - og hvatti þá til að rýma svæðið áður en árás hæfist.

Meðan á átökunum stóð, lagði Ísrael sig einnig mjög fram um að sinna mannúðarstarfi til að draga úr þrengingum íbúa Gaza, t.d. með því að flytja inn nauðsynjavörur í mannúðarskyni (mat og sjúkrabirgðir, teppi, eldsneyti o.fl.) og bjóða upp á læknisaðstoð fyrir Gaza-búa sem særst höfðu í átökunum.

Sú staðreynd að hernaðarleg átök fela í sér mistök og ófyrirhugað tjón (ófyrirhugað fall borgara sem voru í nágrenni við lögmæt, hernaðarleg skotmörk) er svo sannarlega sorgleg, en þó engu að síður viðurkenndur möguleiki sem er innan ramma alþjóðlegra laga.

Ísrael hefur nú virkt rannsóknarferli sem gagnrýnir gaumgæfilega ákvarðanir þær sem teknar voru í síðustu átökum. Þar sem Ísrael er opið lýðræðisríki, er því unnt að rannsaka áhyggjuríka atburði til að ganga úr skugga um hvort mistök hafi átt sér stað, mannfall af óyfirlögðu ráði eða stríðsglæpi. Í dag eru yfir 100 atvik í rannsókn hjá Ísrael og hermálaráðherra hefur fyrirskipað 19 sakamálarannsóknir.

Það er mikilvægt að varpa ljósi á mismun raunveruleikans og hinna birtu frétta. Hin sífellda og hlutdræga meðferð á Ísrael hjá Sameinuðu þjóðunum stuðlar ekki að friðsamlegri lausn þessara átaka. Þvert á móti hvetur hún Hamas og aðra hryðjuverkahópa til að auka sínar ólöglegu aðgerðir.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband