Ólöglegum viðræðum við Evrópusambandið hefur verið slitið löglega

  
 
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.

 

 

 

Ólöglegum viðræðum við Evrópusambandið hefur verið slitið löglega.

Fyrst birt í Morgunblaðinu 25. marts 2015.



Loftur Altice Þorsteinsson.

Loks er lokið tímabili niðurlægingar í sögu þjóðarinnar. Ólöglegri beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar, um að Evrópusambandið innlimi Ísland, hefur verið kastað á ruslahaug sögunnar, enda óþefurinn af þessari druslu orðinn óþolandi. Fyrir liggur, að meirihluti landsmanna er andvígur fyrirætlunum Samfylkingar-flokkanna um afsal á sjálfstæði Íslands. Fyrir liggur, að meirihluti Alþingismanna er andvígur áframhaldi viðræðna við Evrópusambandið. Fyrir liggur, að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur engin áform um að halda áfram óþurftarverkum ríkistjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Stjórnarskrárbrot þeirra Jóhönnu og Össurar var kært til Ríkissaksóknara, en í ljós kom að þessi embættismaður þjóðarinnar lætur sig litlu skipta þótt stjórnarskrá Lýðveldisins sé vanvirt. Um starf Ríkissaksóknara segir þó í fyrstu málgrein 20. greinar laga 88/2008 um meðferð sakamála: »Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds og ber ábyrgð á ákvörðunum þeirra sem við embætti hans starfa.« Þarfnast ekki rannsóknar, að æðsti handhafi ákæruvald í landinu hefur engan áhuga á stjórnarskrárbrotum ?

Ólögleg umsókn send til Evrópusambandsins og framið stjórnarskrárbrot..

Umsóknin um innlimun Íslands var send 16. júlí 2009, en sama dag hafði Alþingi samþykkt ályktun um »að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning«. Staðreynd málsins er, að ríkisstjórn Jóhönnu rembdist lengi við staurinn og lauk viðræðum við ESB 14. janúar 2013. Samkvæmt þingsályktuninni bar ríkisstjórninni að leggja aðildarsamning í dóm þjóðarinnar, að viðræðum loknum. Eins og allir vita, var þetta ekki gert, ríkisstjórn Jóhönnu hljóp frá óloknu verki.

Núna hafa viðræður legið niðri í meira en tvö ár og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson hefur ekki haft neinn áhuga á að halda áfram kattasmölun Jóhönnu. Alþingi veitti ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur umboð, sem eðlilega rann út þegar ríkisstjórn hennar hrökklaðist með sneypt frá völdum, eftir kosningarnar 27. apríl 2013. Þingsályktanir sem beina tilmælum til ákveðinnar ríkisstjórnar gilda alls ekki fyrir aðrar ríkistjórnir. Það er ótrúleg vanþekking og ósvífni hjá Samfylkingar-flokkunum, að krefjast þess að núverandi ríkisstjórn hefji vinnu við verkefni sem þá sjálfa skorti þrek til að ljúka.

Það skal undirstrikað, að stöðvun viðræðnanna 14. janúar 2013 var ekki í samræmi við umboðið sem Alþingi veitti ríkisstjórn Jóhönnu 16. júlí 2009. Skýrt var tekið fram, að þjóðaratkvæði skyldi haldið að loknum viðræðum og engin heimild var veitt til að gera hlé á þeim. Hvers vegna leitaði Jóhanna ekki eftir heimild Alþingis, að hætta skrafinu við Brussel ? Hvers vegna var ekki haldið þjóðaratkvæði að loknum viðræðum ? Þegar við bætist, að umsóknin var brot á Stjórnarskránni, er jarmið í Samfylkingar-flokkunum aumkunarverður söngur.

Eins og félagið Samstaða þjóðar gerði ýtarlega grein fyrir í kærum til Ríkissaksóknara, var umsókn þeirra Jóhönnu og Össurar brot á Stjórnarskránni. Umsóknin um aðild Íslands að Evrópusambandinu var stjórnarerindi af stærstu gráðu og hún var ekki »umsókn um aðildarviðræður«, eins og einn lagaprófessor hefur opinberlega haldið fram. Um stjórnarerindi gildir skýrt ákvæði í Stjórnarskránni. Svo segir í 19. grein: »Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.« Stjórnarerindi sem ekki eru undirrituð af forseta landsins eru því ógild og að engu hafandi. Auk þess sem umsóknin var ólögleg, var gerningurinn refsivert stjónarskrárbrot.

Bænaskrá til Brussel sýnir yfirgengilega undirgefni við erlendt vald..

Fyrr á öldum þegar þjóðin stundi undir oki aðalsins í Danmörku og landsmenn féllu úr hungri, var oft gripið til þess úrræðis að senda konungnum í Kaupmannahöfn bænaskrá. Reynt var að höfða beint til samvitsku konungs, en bar sjaldnast nokkurn árangur. Bænarskrár hafa ávallt verið taldar vera neyðarúrræði. Núna birtist undirlægjuháttur Samfylkingar-flokkanna með þeim hætti, að send er bænaskrá til Brussel og venju samkvæmt er um mikla neyð að ræða, en að þessu sinni er þó einungis um að ræða neyð þeirra sem afnema vilja sjálfstæði Íslands.

Hversu lágt getur þetta fólk lagst í viðleitni sinni til að valda Íslandi tjóni ? Þeir sem núna senda bænaskrá til Brussel er sama fólkið og í þrígang gerði tilraun til að koma Icesave-klafanum á þjóðina. Þetta er sama fólk og færði hrægömmunum stóru bankagjöfina. Megum við frekar biðja um forna hungursneið, en að þurfa að ala þennan óþjóðarlýð við brjóst okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband