Fjármálaeftirlitið tók stöðu gegn hagsmunum Íslands.

 

 Fyrst birt í Morgunblaðinu 12. marts 2015.

 

Loftur Altice Þorsteinsson

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis opinberaði, að í aðdraganda efnahagshrunsins gerðu mörg stjórnvöld landsins ófyrirgefanleg mistök við eftirlit á fjármálmarkaði.     FME (Fjármáleftirlitið) var vissuleg í hópi þeirra stofnana sem hvað mest ógagn gerðu þjóðinni, með þjónkum við eigendur stóru bankanna og getuleysi við að greina glæpaverk þeirra. Rannsóknarnefndin sýnir hógværð þegar hún segir:

»Rannsóknarnefnd Alþingis telur að skort hafi á, að í eftirlitsstörfum sínum sýndu starfsmenn Fjármálaeftirlitsins nægilega festu og ákveðni við úrlausn og eftirfylgni mála…Þess eru dæmi að mál er snerta ætluð brot á reglum um stórar áhættur hafi lengi verið í óformlegum farvegi, ýmist þar sem þau eru látin liggja óhreyfð eða bréfaskipti hafa staðið yfir við fjármálafyrirtæki þar sem af hálfu Fjármálaeftirlitsins hefur verið leitast við að færa mál til betri vegar með óformlegum hætti…Að mati rannsóknarnefndar Alþingis eru þetta ótækir stjórnsýsluhættir sem ganga í bága við lögboðna málsmeðferð
Neyðarlögin áttu að marka jákvæð tímamót, en ekki niðurlægjandi uppgjöf.
Með Neyðarlögunum (lög 125/2008) var ætlunin að endurreisa það bankakerfi sem hrunið hafði vegna glæpa bankamanna og meðvirkni stjórnvalda. Meðal annars veittu lögin FME víðtækar heimildir sem einkum fólu í sér: (a) að stofna nýgja banka á grundvelli þeirra föllnu, (b) að færa eignir og skuldir úr gömlu bönkunum yfir í þá nýgju og (c) að meta verðmæti þeirra eigna og skulda sem færðar yrðu úr gömlu bönkunum. Almenningur stóð í þeirra trú, að núna myndi FME taka hagsmuni þjóðar fram yfir hagsmuni hrægammanna sem eignast höfðu þrotabú gömlu bankanna.
Í samræmi við Neyðarlögin stofnaði FME þrjá nýgja ríkisbanka, með yfirfærslu flestra innlendra skulda gömlu bankanna og til mótvægis vænan skammt af innlendum eignum. Þessi aðferð að viðhalda starfsemi banka þótt þeir væru komir í þrot, er alþjóðlega viðurkennd. Mistök FME voru meðal annars þau, að við verðmat eignanna var eingöngu horft til fyrirsjánlegra afskrifta. Ekkert tillit var tekið til nauðsynlegra leiðréttinga útlána til almennings og fyrirtækja. Vegna forsendubrestsins sem leiddi af efnahagshruninu, var sjálfsögð krafa að nýgju bankarnir veittu almenna lána-leiðréttingu, sem innifalin yrði í afskriftunum.
Þótt fyrirséð væri að nýgju bankarnir myndu verpa gulleggjum, var glapræði að íþyngja þeim með óþarfa skuldsetningu. Þetta gerði FME samt, því algerlega af óþörfu voru yfirfærðar eignir allt of miklar og afskriftir þeirra allt of litlar. Það ótrúlega gerðist einnig, að ákveðið var að skuldir bankanna yrðu í erlendum gjaldeyri. Þessi rembihnútur var sjáanlega hnýttur til að auðvelda eftirleikinn, sem var að gefa hræggömmunum bankana og þar með einokunaraðstöðu til að blóðmjólka landsmenn.

Ríkisbankarir voru ofur-skuldsettir í erlendum gjaldeyri.
 FME stofnaði nýgju ríkisbankana þrjá haustið 2008, en skildi þá eftir í skulda-gildru hrægammanna. Óþörf ofur-skuldsetning bankanna í erlendum gjaldeyri var í nóvember 2008 áætluð af FME verða 1.153 milljarðar króna. Hins vegar skilaði ráðgjafinn Deloitte skýrslu 22. apríl 2009, þar sem kom fram að óþörf skuldsetning bankanna væri allt að 766 milljarðar króna. Til samanburðar lág alltaf fyrir að eiginfjárframlag ríkisins yrði um 385 milljarðar.
 Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við völdum 01. febrúar 2009, var fyrsta verk yfirráðherrans Steingríms Sigfússonar að hefja leynilegar viðræður um stóru bankagjöfina. Sem fjármálaráðherra fór hann með eignarhald ríkisins á bönkunum og hafa sjálfsagt flestir haldið að hann væri gætslumaður þeirra en ekki úthlutunarstjóri. Í raun var markmið viðræðnanna, að búa til umgjörð um bankagjöfina, þannig að á yfirborðinu væri ekki um gjöf að ræða, heldur samninga um aðskilnað nýgju bankanna frá þrotabúum þeirra gömlu. Lausn Steingríms var að skilja eftir opnar dyr, sem hrægammarnir gætu notað til að kaupa nýgju bankana fyrir lítið og án þess að mikla athygli vekti.
 Bæta verður fyrir mistök Fjármálaeftirlitsins og endurheimta ríkisbankana.
Stóru bankagjöfina verður að skoða í sama ljósi og Icesave-kúgunina, sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur lagði ofurkapp á að landsmenn undirgengust. Bæði þessi mál verður að rannsaka fyrir opnum tjöldum og veita þjóðsvikurum makleg málgjöld. Augljóst er að þjónkun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur við nýlenduveldin stafaði af þeirra óþjóðhollu ósk að Ísland yrði innlimað í Evrópusambandið. Minna má á, að Jóhanna og Össur Skarphéðinsson frömdu stjórnarskrárbrot, þegar þau sendu stjórnarerindi um inngöngubeiðni Íslands í ESB, án undirritunar forseta landsins. Þjóðinni tókst að hindra Icesave óværuna og innlimun landsins í Evrópusambandið er ekki lengur á dagskrá, en stóra bankagjöfin er ennþá sem fleinn í þjóðarlíkamanum. Eignir landsmanna njóta verndar Stjórnarskrárinnar og það sem ólöglega hefur verið afhent er endurkræft. Núverandi stjórnvöld verða að gyrða sig í brók og endurheimta ríkisbankana.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband