»Fatwa« á hendur Salman Rushdie – leiđari á fjögurra ára afmćli

  
 
null   Samstađa ţjóđar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstćđu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörđ um Stjórnarskrá Lýđveldisins.

 

 

»Fatwa« á hendur Salman Rushdie – leiđari á fjögurra ára afmćli.

Fyrst birt í Alţýđublađinu 04. marz 1993.



Ingólfur Margeirsson (líklega).

Nú eru rétt fjögur ár liđin frá ţví öfgamenn úr röđum íranska klerkaveldisins lýstu breska rithöfundinn Salman Rushdie réttdrćpan vegna skáldsögunnar Söngvar Satans. írönsku múllarnir bćttu um betur; ţeir lýstu ţví yfir ađ ţađ vćri skylda sérhvers múslims ađ myrđa Rushdie ef tök vćru á. Síđan hafa samtök og einstaklingar sem tengjast múslimum lagt fé honum til höfuđs, - og rithöfundurinn snjalli hefur veriđ á stöđugum flótta síđan, hvergi óhultur. Ofsóknirnar hafa raunar ekki beinst ađ honum einum; forlög sem gáfu bókina út sćttu líka ofsóknum og sprengjuhótunum, og víđa var ráđist á ţýđendur bókarinnar. Japanski ţýđandinn var ţannig myrtur, og sá ítalski sćrđur illilega.

Salman Rushdie er af indversku foreldri; fremstur međal jafningja í ţeirri vösku sveit breskra rithöfunda sem rekja uppruna sinn til hinna gömlu nýlenda heimsveldisins, en ţeir bera nú uppi bókmenntasköpun í landinu. Hann vakti fyrst verulega athygli međ bók sinni Miđnćturbörnin, sem fćrđi honum hin ţekktu Booker verđlaun í Bretlandi; í kjölfar hennar komu nokkrar bćkur, uns Söngvar Satans reyttu klerkaveldiđ í Íran til reiđi. Ofsóknir múslima á hendur Rushdie tćttu sundur feril hins efnilega höfundar, sem margir spáđu Nóbelsverđlaunum fyrr en seinna, - enda erfitt ađ skrifa meistaraverk á stöđugum flótta. Söngvar Satans komu út hjá Máli og Menningu fyrir jólin 1989 í snjallri ţýđingu Árna Óskarssonar og Sverris Hómarssonar.

Bókin er einstakt listaverk, ţar sem höfundurinn nýtti sér ţekkingu sína og uppeldi í hinni múslímsku veröld, og spann ţráđ, sem laut hinum hefđbundnu lögmálum skáldsögunnar. I henni er fjallađ frjálslega um Spámanninn, en hvergi fariđ út fyrir ţau mörk sem skáldsagan setur sjálfri sér. Hinn látni höfuđklerkur, Ajatolla Kómeini, taldi ađ sjálfum sér vegiđ í líkingamáli bókarinnar, en átylla hans fyrir dauđadóminum var meint guđlast Rushdie, ţegar hann lćtur ađra af ađalpersónum bókarinnar dreyma för Spámannsins á vit gjafmildra kvenna.

Ofsóknirnar gegn Rushdie voru líka notađar í hreinum pólitískum tilgangi í sumum löndum múslima. Stjórnvöld, ekki ađeins í Íran heldur líka löndum á borđ viđ Pakistan, gengu fram fyrir skjöldu og mögnuđu upp gerningaveđur á hendur honum til ađ beina sjónum óánćgđs almennings frá lélegum kjörum. Ţannig bjuggu ţau til ódýrt skotmark úr Salman Rushdie til ađ lćgja öldur heimafyrir; stóđu fyrir miklum mótmćlum, og veittu ólgu fólksins í farveg, sem ţeim var hagfelldur. Ríkisstjórnir Vesturlanda stóđu hins vegar álengdar hjá, settu lengi vel kíkinn fyrir blinda augađ, - og viđskiptahagsmuni sína gagnvart löndum múslima ofar virđingunni fyrir tjáningarfrelsinu.

Skáldverk er skáldverk, - og ekkert annađ. Sök Rushdie var sú ein, ađ voga sér ađ nýta ţau mannréttindi, sem í dag liggja til grundvallar vestrćnu Iýđrćđi: tjáningarfrelsiđ. Fyrir ţađ er hann hundeltur, og fram á síđustu mánuđi hefur hann hlotiđ skammarlega lítinn stuđning ţeirra ríkisstjórna Vesturlanda, sem í orđi kveđnu líta á frelsi einstaklingsins til ađ tjá sig innan ramma samţykktra laga, sem helgan rétt.

Bresk stjómvöld ćttu sérstaklega ađ skammast sín. Í landi, sem státar af traustasta lýđrćđiskerfi heimsins, hefur Rushdie einungis notiđ ţeirrar lágmarksverndar, sem ofsóttum manni ber. Hann fćr ađ vísu lögregluvernd og yfirvöld ađstođa hann viđ ađ fara huldu höfđi. Ađ öđru leyti hafa bresk stjórnvöld litiđ á hann sem ţorn í eigin holdi.

Rithöfundar um allan heim hafa veriđ duglegir viđ ađ halda máli Rushdies á lofti; í síđasta tímariti Máls og Menningar birtist ţannig ţýdd grein eftir skáldiđ Milan Kundera. Ţar gagnrýnir Kundera bresku stjórnina harđlega fyrir ađgerđaleysi, og kveđur hana í raun hafa gengist inn á forsendur írönsku heittrúarklerkanna, í stađinn fyrir ađ verja rétt Rushdies - og ţar međ allra rithöfunda - til ađ tjá sig innan hefđar skáldsögunnar. Ásakanir klerkaveldisins hafi í raun hlotiđ hljómgrunn stjórnarinnar, menn greindi einungis á um stig refsingarinnar. Kundera vísar til ummćla ţáverandi forsćtisráđherra Breta, Margrétar Thatcher, sem lýsti yfir ađ henni fyndist bók Rushdie „verulega hneykslanleg" og minnir á ótrúlegan undirlćgjuhátt utanríkisráđherra hennar, Geoffrey Howe. En Howe lét hafa eftir sér:

Ríkisstjórninni og hinni bresku ţjóđ finnst ţetta vond bók. Hún er ákaflega gagnrýnin og dónaleg í okkar garđ. Hún líkir Stóra Bretlandi viđ Ţýskaland Hitlers. Okkur finnst ţetta jafn slćmt og múslimum, sem sárnar ađ ráđist sé gegn trú ţeirra."

Ţessi ummćli breska utanríkisráđherrans eru rugl, ekkert í bókinni réttlćtir ţau. Ţví miđur gáfu ţau klerkaveldi múslimanna nánast grćnt Ijós á ađ halda áfram tilraunum sínum til ađ koma rithöfundinum fyrir kattarnef.

Nú hafa bresk stjómvöld ađ vísu lítillega tekiđ viđ sér, en alltof seint. Ţau hafa vísađ máli hans til mannréttindanefndar Sameinuđu Ţjóđanna; Norđurlandaráđ hefur samţykkt ályktun honum til stuđnings, Kanadamenn og Ţjóđverjar stöđvađ lánafyrirgreiđslu til írana, og á ţýska ţinginu var samţykkt ályktun allra flokka sem lýsti ábyrgđ á hendur írönum, ef eitthvađ kćmi fyrir Rushdie.

Mál Salman Rushdie kemur öllum viđ. Ţađ snýst ekki um einn mann, heldur um rétt listamanna til sköpunar, - um tjáningarfrelsi. Íslendsk stjórnvöld ćttu ađ láta máliđ til sín taka, og ţađ vćri viđ hćfi ađ utanríkisráđherra bókaţjóđarinnar byđi Salman Rushdie í heimsókn til Íslands, til ađ sýna öllum heiminum hvar afstađa okkar liggur.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband