Afnám gjaldeyrishafta með upptöku Ríkisdals

 

  
  
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi

   og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.

 
 

  

   

    
Afnám gjaldeyrishafta með upptöku Ríkisdals
.

Birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. apríl 2012.


   


Guðmundur Franklín Jónsson.

Gjaldeyrisútboð og lausnir Seðlabankans við afnám gjaldeyrishafta ná ekki flugi og hafa gjörsamlega mistekist vegna vantrausts fjárfesta á bankanum og áætluninni um afnám haftanna. Með núverandi fyrirkomulagi mun taka áratugi að losa um höftin og því ljóst að finna verður nýja leið. Gjaldeyrishöft voru sett á til að hefta útflæði erlends gjaldeyris. Síðast þegar gjaldeyrishöft voru sett á entust þau í 60 ár.

Gjaldeyrishöft eru þeim eiginleikum gædd að Seðlabankinn neyðist til að þrengja þau með tímanum vegna þess að peningarnir finna alltaf leið og hefur Seðlabankinn komið sér upp gjaldeyriseftirliti sem rannsakar kreditkort einstaklinga og hefur jafnvel ráðist inn með húsleitum í fyrirtæki. Þetta er eitthvað sem engin siðmenntuð þjóð vill gera. En vandamálið er það stórt að ef gjaldeyrishöftunum yrði lyft, þá mundi allur gjaldeyrissjóður Seðlabankans tæmast á svipstundu með tilheyrandi hörmungum.

Ef landsmenn vilja losna við gjaldeyrishöftin fljótt og koma á efnahagslegum stöðugleika er aðferðin sú að gera Ríkisdal að lögeyri, samhliða gömlu krónunni með fastgengi við Bandaríkjadollar. Með nýjum lögeyri/Ríkisdal og fastgengisstefnu fylgja aðhaldssöm ríkisfjármál og efnahagslegur stöðugleiki.

Fastgengisstefna yrði sett á strax og í kjölfarið 6 til 9 mánuðum seinna upptaka nýja gjaldmiðilsins Ríkisdals (ISD), útgefins af Myntsláttu- og þjóðhagsráði Íslands sem væri ný stofnun sett saman úr Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu. Nýi Ríkisdalurinn yrði með Bandaríkjadal sem stoðmynt.

Möguleiki er að gera gjaldmiðlaskiptasamning við Seðlabanka Bandaríkjanna fyrir stuðning við nýja Ríkisdalinn. Afnám gjaldeyrishafta þarf að setja með sérstökum neyðarlögum.


Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands yrði ný stofnun sett saman úr Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu.


Tekin væri upp fastgengisstefna í stað verðbólguviðmiða. Gengi gjaldmiðils yrði strax fest við gengi Bandaríkjadollars.


Með nýjum Ríkisdal (ISD) sem lögeyri og fastgengisstefnu fylgja aðhaldssöm ríkisfjármál og efnahagslegur stöðugleiki og engin gjaldeyrishöft yrðu á nýja Ríkisdalnum.


Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands hefði einkaleyfi til útgáfu Ríkisdals sem ásamt Bandaríkjadal yrði lögeyrir landsins. Eftir sem áður yrðu engar hömlur á notkun annarra gjaldmiðla.


Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands skal m.a. annast myntsláttu fyrir landsmenn, gefa út bæði mynt og seðla í Ríkisdölum. Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands skal tryggja að Ríkisdalir séu að fullu skiptanlegir á pari fyrir Bandaríkjadali.


Stoðmynt Myntsláttu- og þjóðhagsráðs Íslands skal vera Bandaríkjadalur og skiptihlutfall hans gagnvart Ríkisdal vera einn Ríkisdalur á móti einum Bandaríkjadal.


Gengi Ríkisdalsins myndi sveiflast eins og gengi Bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum.


Innan árs frá stofnun Myntsláttu- og þjóðhagsráðs Íslands skal vera búið að skipta öllum Íslendskum krónum landsmanna, launum, lausu fé, innistæðum, skuldum, verðbréfum, samningum o.s.frv. yfir í Ríkisdal.


Gjaldeyrishöftum yrði ekki lyft af ca. 1.000 milljörðum af aflandskrónum, þær frystar og sérstaklega samið um losun hafta á þeim. Innlánsvextir á aflandskrónunum yrðu keyrðir niður í 0,0%. Þessir 1.000 milljarðar aflandskróna halda Íslendska hagkerfinu í gíslingu.


Eigendum aflandskróna yrðu t.d. boðnar tvær leiðir til að losna úr viðjum gjaldeyrishaftanna; a) að skipta yfir í Ríkisdal með 75% afföllum, eða b) skipti á aflandskrónugengi í 30 ára skuldabréf, gefin út í Bandaríkjadal með 3,5% vöxtum, fyrsta afborgun á tíunda ári.


Þetta sparar tugi milljarða kr. á ári í vaxtakostnað sem skattgreiðendur borga í vexti af aflandskrónum.


Þær upphæðir af aflandskrónum, sem ekki yrði skipt fyrir Ríkisdalinn, yrðu notaðar til uppbyggingar í Íslendsku þjóðfélagi til áratuga. Líta verður á 1.000 milljarðana af gömlu krónunum sem hafa Íslendskt efnahagslíf í gíslingu sem tækifæri, snúa borðinu við og leyfa erlendum vogunarsjóðum að njóta fjárfestingartækifæra í landinu með þátttöku sinni.


Það tæki ca. 6 til 9 mánuði að koma þessari leið í verk.


Rúsínan i pylsuendanum væri sú, að auðveldlega er hægt að leggja verðtryggingu niður með þessum aðgerðum.


Langþráð fjármálaöryggi.
Við megum ekki gleyma því að fólkið í landinu horfir til okkar sem bjóðum okkur fram til stjórnmálastarfa – með von um betri framtíð. Okkar skylda er að rísa undir þeim væntingum. Stuðla að betri framtíð, betri lífskjörum og hugsa í lausnum. En ekki leggja stein í götu alls sem til framfara horfir. Efnahagslífið er einn vefur og starfsskilyrði atvinnulífs og lífskjör fólksins eru samofin.

Ef landsmenn vilja losna við gjaldeyrishöftin fljótt

og koma á efnahagslegum stöðugleika

er aðferðin sú að gera Ríkisdal að lögeyri,

samhliða gömlu krónunni með fastgengi við Bandaríkjadollar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband