Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
7.3.2012 | 20:36
Per Christiansen lýsir sig vanhæfan að dæma um Icesave-kröfurnar
forseti Íslands | Peningastefnan | forseti Íslands | |||
forseti Íslands |
Per Christiansen lýsir sig vanhæfan að dæma um Icesave-kröfurnar
07. marz 2012. Þær fréttir voru að berast að Per Christiansen hafi lýst sig vanhæfan að dæma um Icesave-kröfurnar fyrir EFTA-dómstólnum. Samkvæmt sömu heimilarmönnum hefur Ola Mestad tekið sæti Christiansen, hvað Icesave-málið varðar. Með réttu ætti að vísa Per Christiansen frá EFTA-dómstólnum fyrir fullt og allt.
>>>---<<<>>>---<<< Vanhæfur dómari - vegna yfirlýsinga um Icesave - situr í EFTA-dómstólnum
07. marz 2012.
Loftur Altice Þorsteinsson. Norðmönnum fannst við hæfi að skipa í EFTA-dómstólinn Per Christiansen, mann sem gefið hafði yfirlýsingar um algjöra greiðsluskyldu Íslands, á Icesave-kröfum nýlenduveldanna. Íslendska ríkisstjórnin gerði engar athugasemdir við að þessi yfirlýsti andstæðingur Íslands settist í dómarasæti til að fjalla um þá miklu hagsmuni Íslands, sem eru undir í Icesave-málinu. Per Christiansen var skipaður dómari við EFTA-dómstólinn 13. janúar 2011, en 12. janúar 2010 réttum 12 mánuðum áður, hafði verið birt eftir hann ritgerð í Aftonposten um Icesave. Þar komst Christiansen að þeirra heimskulegu niðurstöðu, að almenningi á Íslandi beri skylda til að ábyrgjast Icesave-reikningana. Heimildir herma, að ríkisstjórn Íslands hafi fagnað skipun Christiansen sem dómara við EFTA-dómstólinn, enda er það staðföst fyrirætlan Jóhönnu og Steingríms, að Ísland tapi Icesave-málinu fyrir dómstólnum. Til marks um afstöðu ríkisstjórnarinnar má nefna neitun að nýta þekkingu þeirra sem barist hafa gegn Icesave-kröfunum frá haustinu 2008. Jafnframt eru sterkar grunsemdir um að Bretski lögfræðingurinn Tim Ward sé á mála hjá stjórnvöldum í Bretlandi. Eins og ríkisstjórnin, hefur Tim Ward neitað að nýta þekktar staðreyndir til varnar Íslendskum hagsmunum. Ward hefur neitað að gefa upplýsingar um fyrri dómsmál, þar sem hann hefur verið í andstöðu við stjórnvöld í Bretlandi eða Hollandi. Fyrirspurnir til erlendra aðila, styrkja þá skoðun að Ward sé ekki treystandi fyrir hagsmunum Íslands. Á meðal atriða sem hvorki ríkisstjórnin eða Tim Ward vilja nota til varnar Íslandi er sú staðreynd að Landsbankinn var með fullar (upp-í-topp) innistæðu-tryggingar í Bretlandi og Hollandi. Fjármálaeftirlitið í Bretlandi (FSA) hefur staðfest þetta skriflega. Raunar liggur þetta fyrir í reglum tryggingasjóðsins í Bretlandi (FSCS). Bankar sem veitt er aðild að FSCS eru með fullar innistæðu-tryggingar hjá sjóðnum, óháð hvaða iðgjald hefur verið greitt vegna innistæðanna. Hér fyrir neðan er birt greinin eftir Per Christiansen. Hann endurtekur mörg slagorð nýlenduveldanna og kjölturakka Evrópusambandsins. Til dæmis talar hann um »endurgreiðslur« til Breta og Hollendinga (Britene vil ha pengene sine tilbake), þótt engar forsendur séu fyrir slíkum kröfum. Hann talar um »spilareglur EES« (ikke følger spillereglene for det indre marked), sem hlýtur að merkja að Ísland skuli láta ríkin í ESB kúga sig, hvað sem líður samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Það sem er þó verst í málflutningi Christiansen er að hann afhjúpar sig fylgjandi höfðingjaveldi (þingræði) og gefur þar með yfirlýsingu um andstöðu sína við lýðveldi - stjórnarform Íslands. Hann lætur frá sér fara fullyrðingu sem er bæði röng og ögrandi við það lýðræðisform sem Íslendingar hafa kosið sér (I praksis er demokratiet representativt, selv om folkeavstemninger kan ha en plass i styringssystemet.) Með málflutningi sínum sannar Christiansen að Ísland á ekkert erindi í Evrópska efnahagssvæðinu, enda mun það verða öllum ljóst þegar EFTA-dómstóllinn hefur fellt úrskurð um Icesave-kröfurnar, nýlenduveldunum í vil.
>>>---<<<>>>---<<< Hvem skal dekke tapet ? Fyrst birt í Aftenposten 12. janúar 2010. Per Christiansen. Island, Icesave og EU. Den islandske president har nektet å undertegne et lovvedtak i Alltinget. Det er ikke ofte at et statsoverhode i et parlamentarisk demokrati hindrer gjennomføring av et lovlig fattet vedtak i nasjonalforsamlingen. Etter den islandske grunnlov skal lovvedtaket i et slikt tilfelle stadfestes ved folkeavstemning. Ellers faller det bort. Icesave er en virksomhet som Landsbanki drev bl.a. i Storbritannia. Bankens virksomhet der var regulert etter EØS-reglene som en bankfilial, underlagt islandsk banktilsyn og med en islandsk innskuddsgaranti på 20 000 euro for kundene, også de britiske.
Garantiordninger. Da Landsbanki kollapset ble det på islandsk side pekt på at garanti-ordningen var utilstrekkelig for å dekke tapene. Britiske myndigheter fant dette utilfredsstillende og dekket innskuddene selv. Penger utbetalt innenfor garantirammen krever Storbritannia tilbake fra Island. En parallell sak, med noe mindre beløp, foreligger overfor Nederland.
Forhandlinger om en ordning har skjedd I flere etapper. Den lov som blir gjenstand for folkeavstemning var et kompromiss som tilfredsstilte Storbritannia. Avtalen går ut på at utbetalingene innenfor garantibeløpet omgjøres til et lån fra den britiske stat til den islandske garantiordning. Tilbakebetalingen er garantert av den islandske stat. Statens samlede ansvar fordelt pr. innbygger kan tilsvare ca. 100 000 norske kroner, gitt at ingen verdier realiseres fra Landsbankis konkursbo. Dette er imidlertid en urealistisk forutsetning. Etter visse beregninger kan kontantverdien utgjøre rundt 30 000 norske kroner.
Folkeavstemning. Presidenten, som ved sin sanksjonsnektelse har bevirket folke-avstemningen, ber om forståelse for demokratiets virkemåte. Dette minner imidlertid mest om uttalelsen fra statsråden om folket I TV-serien «Javel, statsråd» «I am their leader. I must follow them!». I praksis er demokratiet representativt, selv om folkeavstemninger kan ha en plass i styringssystemet. Å få et flertall for økte skatter i en folkeavstemning, stiller imidlertid svært store krav til velgernes situasjonsforståelse og sinnsro. Så langt kan stemningen i Island tyde på at det blir et nei. Det kan ikke overraske noen om dette blir resultatet.
Internasjonale kreditter. Det er hevdet fra regjeringen at Island ikke motsetter seg at gjelden tilbakebetales: Det er vilkårene som ikke var akseptable for presidenten, uten en folkeavstemning. Men faller lovvedtaket bort etter en folkeavstemning, kan vel ikke en tilbakebetaling som Storbritannia ikke godtar være tjenlig? I så fall må en nok forutsette at en løsning måtte søkes ved nye forhandlinger, eller en rettsavgjørelse. Dette vil ta ytterligere tid. Det er uklart om internasjonale kreditter fra de nordiske land og Pengefondet fortsatt vil være tilgjengelige så lenge en avklaring ikke foreligger.
EU-søknad. Det er vanskelig å se at Islands EU-søknad kan komme til realitets-behandling før Storbritannia (og Nederland) sier seg fornøyd med en Icesave-ordning. Hver enkelt medlemsstat kan i Rådet forhindre at medlemskapsforhandlinger åpnes. Britene vil ha pengene sine tilbake det dreier seg om et stort beløp. Men det må ellers være vanskelig å godta både for EU-kommisjonen og Storbritannia/Nederland forhandlinger med en søkerstat som ikke følger spillereglene for det indre marked. Island er en EØS-stat. Garantiordningen for innskudd er en EØS-sak. Det er en rimelig forutsetning for EU-medlemskap at EU-retten respekteres lojalt.
Det kan være uenighet om det rettslige innhold av innskuddsgarantien. Det er imidlertid vanskelig å se at en garantiordning, som ikke faktisk dekker de innskudd som er omfattet, kan tilfredsstille kravene etter ordningen. Hvorfor har man garantiordningen da? Rimelighet kan imidlertid tale for en viss ansvarsdeling i saken (kundene fikk gode innskuddsvilkår, britiske banktilsynsmyndigheter kunne vært mer aktive mv.).
Rimelighetshensyn kan komme inn i en forhandlet løsning, men krever at Island møter velvilje hos motparten. At Island for Storbritannia er en liten nabostat, er neppe i seg selv nok. Island har store naturrikdommer og er mer velstående enn Storbritannia pr. innbygger. Briter og islendinger har dessuten hatt direkte konflikter tidligere. Torskekrigene om fiskeressursene utenfor Island medførte økonomisk tap og liten ære for Storbritannia. Dette er neppe helt glemt i London?
Islandske beslutninger. Det har oppstått et økonomisk tap som følge av Icesave-systemet. Dette tapet er i hovedsak forårsaket av islandske beslutninger, dels fra bankene og dels fra myndighetene. Det er uklart hvorstort tapet endelig vil bli, men tapet må uansett dekkes av noen. Hvis man mener at den islandske stat ikke skal dekke tapet, bør en samtidig svare på spørsmålet om hvem som da skal dekke det. Det vil være vanskelig for andre å forstå et nei-resultat, dersom dette ikke klargjøres ved folkeavstemningen. >>>---<<<>>>---<<< |
forseti Íslands | Peningastefnan | forseti Íslands | |||
forseti Íslands |
Vanhæfur dómari - vegna yfirlýsinga um Icesave - situr í EFTA-dómstólnum
07. marz 2012.
Loftur Altice Þorsteinsson. Norðmönnum fannst við hæfi að skipa í EFTA-dómstólinn Per Christiansen, mann sem gefið hafði yfirlýsingar um algjöra greiðsluskyldu Íslands, á Icesave-kröfum nýlenduveldanna. Íslendska ríkisstjórnin gerði engar athugasemdir við að þessi yfirlýsti andstæðingur Íslands settist í dómarasæti til að fjalla um þá miklu hagsmuni Íslands, sem eru undir í Icesave-málinu. Per Christiansen var skipaður dómari við EFTA-dómstólinn 13. janúar 2011, en 12. janúar 2010 réttum 12 mánuðum áður, hafði verið birt eftir hann ritgerð í Aftonposten um Icesave. Þar komst Christiansen að þeirra heimskulegu niðurstöðu, að almenningi á Íslandi beri skylda til að ábyrgjast Icesave-reikningana. Heimildir herma, að ríkisstjórn Íslands hafi fagnað skipun Christiansen sem dómara við EFTA-dómstólinn, enda er það staðföst fyrirætlan Jóhönnu og Steingríms, að Ísland tapi Icesave-málinu fyrir dómstólnum. Til marks um afstöðu ríkisstjórnarinnar má nefna neitun að nýta þekkingu þeirra sem barist hafa gegn Icesave-kröfunum frá haustinu 2008. Jafnframt eru sterkar grunsemdir um að Bretski lögfræðingurinn Tim Ward sé á mála hjá stjórnvöldum í Bretlandi. Eins og ríkisstjórnin, hefur Tim Ward neitað að nýta þekktar staðreyndir til varnar Íslendskum hagsmunum. Ward hefur neitað að gefa upplýsingar um fyrri dómsmál, þar sem hann hefur verið í andstöðu við stjórnvöld í Bretlandi eða Hollandi. Fyrirspurnir til erlendra aðila, styrkja þá skoðun að Ward sé ekki treystandi fyrir hagsmunum Íslands. Á meðal atriða sem hvorki ríkisstjórnin eða Tim Ward vilja nota til varnar Íslandi er sú staðreynd að Landsbankinn var með fullar (upp-í-topp) innistæðu-tryggingar í Bretlandi og Hollandi. Fjármálaeftirlitið í Bretlandi (FSA) hefur staðfest þetta skriflega. Raunar liggur þetta fyrir í reglum tryggingasjóðsins í Bretlandi (FSCS). Bankar sem veitt er aðild að FSCS eru með fullar innistæðu-tryggingar hjá sjóðnum, óháð hvaða iðgjald hefur verið greitt vegna innistæðanna. Hér fyrir neðan er birt greinin eftir Per Christiansen. Hann endurtekur mörg slagorð nýlenduveldanna og kjölturakka Evrópusambandsins. Til dæmis talar hann um »endurgreiðslur« til Breta og Hollendinga (Britene vil ha pengene sine tilbake), þótt engar forsendur séu fyrir slíkum kröfum. Hann talar um »spilareglur EES« (ikke følger spillereglene for det indre marked), sem hlýtur að merkja að Ísland skuli láta ríkin í ESB kúga sig, hvað sem líður samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Það sem er þó verst í málflutningi Christiansen er að hann afhjúpar sig fylgjandi höfðingjaveldi (þingræði) og gefur þar með yfirlýsingu um andstöðu sína við lýðveldi - stjórnarform Íslands. Hann lætur frá sér fara fullyrðingu sem er bæði röng og ögrandi við það lýðræðisform sem Íslendingar hafa kosið sér (I praksis er demokratiet representativt, selv om folkeavstemninger kan ha en plass i styringssystemet.) Með málflutningi sínum sannar Christiansen að Ísland á ekkert erindi í Evrópska efnahagssvæðinu, enda mun það verða öllum ljóst þegar EFTA-dómstóllinn hefur fellt úrskurð um Icesave-kröfurnar, nýlenduveldunum í vil.
>>>---<<<>>>---<<< Hvem skal dekke tapet ? Fyrst birt í Aftenposten 12. janúar 2010. Per Christiansen. Island, Icesave og EU. Den islandske president har nektet å undertegne et lovvedtak i Alltinget. Det er ikke ofte at et statsoverhode i et parlamentarisk demokrati hindrer gjennomføring av et lovlig fattet vedtak i nasjonalforsamlingen. Etter den islandske grunnlov skal lovvedtaket i et slikt tilfelle stadfestes ved folkeavstemning. Ellers faller det bort. Icesave er en virksomhet som Landsbanki drev bl.a. i Storbritannia. Bankens virksomhet der var regulert etter EØS-reglene som en bankfilial, underlagt islandsk banktilsyn og med en islandsk innskuddsgaranti på 20 000 euro for kundene, også de britiske.
Garantiordninger. Da Landsbanki kollapset ble det på islandsk side pekt på at garanti-ordningen var utilstrekkelig for å dekke tapene. Britiske myndigheter fant dette utilfredsstillende og dekket innskuddene selv. Penger utbetalt innenfor garantirammen krever Storbritannia tilbake fra Island. En parallell sak, med noe mindre beløp, foreligger overfor Nederland.
Forhandlinger om en ordning har skjedd I flere etapper. Den lov som blir gjenstand for folkeavstemning var et kompromiss som tilfredsstilte Storbritannia. Avtalen går ut på at utbetalingene innenfor garantibeløpet omgjøres til et lån fra den britiske stat til den islandske garantiordning. Tilbakebetalingen er garantert av den islandske stat. Statens samlede ansvar fordelt pr. innbygger kan tilsvare ca. 100 000 norske kroner, gitt at ingen verdier realiseres fra Landsbankis konkursbo. Dette er imidlertid en urealistisk forutsetning. Etter visse beregninger kan kontantverdien utgjøre rundt 30 000 norske kroner.
Folkeavstemning. Presidenten, som ved sin sanksjonsnektelse har bevirket folke-avstemningen, ber om forståelse for demokratiets virkemåte. Dette minner imidlertid mest om uttalelsen fra statsråden om folket I TV-serien «Javel, statsråd» «I am their leader. I must follow them!». I praksis er demokratiet representativt, selv om folkeavstemninger kan ha en plass i styringssystemet. Å få et flertall for økte skatter i en folkeavstemning, stiller imidlertid svært store krav til velgernes situasjonsforståelse og sinnsro. Så langt kan stemningen i Island tyde på at det blir et nei. Det kan ikke overraske noen om dette blir resultatet.
Internasjonale kreditter. Det er hevdet fra regjeringen at Island ikke motsetter seg at gjelden tilbakebetales: Det er vilkårene som ikke var akseptable for presidenten, uten en folkeavstemning. Men faller lovvedtaket bort etter en folkeavstemning, kan vel ikke en tilbakebetaling som Storbritannia ikke godtar være tjenlig? I så fall må en nok forutsette at en løsning måtte søkes ved nye forhandlinger, eller en rettsavgjørelse. Dette vil ta ytterligere tid. Det er uklart om internasjonale kreditter fra de nordiske land og Pengefondet fortsatt vil være tilgjengelige så lenge en avklaring ikke foreligger.
EU-søknad. Det er vanskelig å se at Islands EU-søknad kan komme til realitets-behandling før Storbritannia (og Nederland) sier seg fornøyd med en Icesave-ordning. Hver enkelt medlemsstat kan i Rådet forhindre at medlemskapsforhandlinger åpnes. Britene vil ha pengene sine tilbake det dreier seg om et stort beløp. Men det må ellers være vanskelig å godta både for EU-kommisjonen og Storbritannia/Nederland forhandlinger med en søkerstat som ikke følger spillereglene for det indre marked. Island er en EØS-stat. Garantiordningen for innskudd er en EØS-sak. Det er en rimelig forutsetning for EU-medlemskap at EU-retten respekteres lojalt.
Det kan være uenighet om det rettslige innhold av innskuddsgarantien. Det er imidlertid vanskelig å se at en garantiordning, som ikke faktisk dekker de innskudd som er omfattet, kan tilfredsstille kravene etter ordningen. Hvorfor har man garantiordningen da? Rimelighet kan imidlertid tale for en viss ansvarsdeling i saken (kundene fikk gode innskuddsvilkår, britiske banktilsynsmyndigheter kunne vært mer aktive mv.).
Rimelighetshensyn kan komme inn i en forhandlet løsning, men krever at Island møter velvilje hos motparten. At Island for Storbritannia er en liten nabostat, er neppe i seg selv nok. Island har store naturrikdommer og er mer velstående enn Storbritannia pr. innbygger. Briter og islendinger har dessuten hatt direkte konflikter tidligere. Torskekrigene om fiskeressursene utenfor Island medførte økonomisk tap og liten ære for Storbritannia. Dette er neppe helt glemt i London?
Islandske beslutninger. Det har oppstått et økonomisk tap som følge av Icesave-systemet. Dette tapet er i hovedsak forårsaket av islandske beslutninger, dels fra bankene og dels fra myndighetene. Det er uklart hvorstort tapet endelig vil bli, men tapet må uansett dekkes av noen. Hvis man mener at den islandske stat ikke skal dekke tapet, bør en samtidig svare på spørsmålet om hvem som da skal dekke det. Det vil være vanskelig for andre å forstå et nei-resultat, dersom dette ikke klargjøres ved folkeavstemningen. >>>---<<<>>>---<<< |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook
6.3.2012 | 15:43
Stórkostlegt hneyksli að gögn frá Landsdómi verða lokuð almenningi
forseti Íslands | Peningastefnan | forseti Íslands | |||
forseti Íslands |
Stórkostlegt hneyksli að gögn frá Landsdómi verða lokuð almenningi Þær ótúlegu fréttir hafa borist, að Landsdómur ætlar ekki að birta gögn frá réttarhöldunum yfir fyrrverandi forsætisráðherra. Þessar fréttir bætast við þá móðgun við almenning að sjónvarpa ekki beint úr réttarsalnum. Greinilegt er að Landsdómur ætlar að hindra megintilgang réttarhaldanna, sem er að upplýsa um orsakir Hrunsins. Ég minni á, að þeim frumgögnum sem Rannsóknarnefnd Alþingis hafði aðgang að, mun einnig ætlunin að halda leyndum í áratugi. Þetta er hrein svívirða, sem ekki má leyfa að gangi fram. Morgunblaðið segir svo frá, 06.03.2012, kl.11:03. Það er landsdómur sem tekur ákvörðunina, segir Þorsteinn Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, aðspurður um hver hafi ákveðið að ekki skuli heimilað að sjónvarpa og/eða útvarpa beint frá yfirheyrslum í landsdómi í málinu gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.Rökin eru þau að í 11. grein laga um meðferð sakamála er gert ráð fyrir því að óheimilt sé að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi, dómari geti þó veitt undanþágu frá þessu ef sérstaklega stendur á, segir Þorsteinn. Blaðamaður benti á að verið væri að lögsækja fyrrverandi forsætisráðherra og að það væri varla neitt í þessu máli sem ekki ætti fullt erindi við almenning í landinu. Ég ætla ekkert að fara í rökræður við þig um það. Það er ekki ég sem tek þessa ákvörðun en ég er bara að benda á það hver eru rök dómsins og menn óttuðust að þetta hefði truflandi áhrif á dómstörfin. Það komu nú svör í Fréttablaðinu í dag frá forseta landsdóms, sagði Þorsteinn. Veistu hvenær þessi ákvörðun var tekin? Það barst nú ekki formleg beiðni fyrr en á föstudaginn og þá frá Ríkisútvarpinu og því var synjað og síðan barst skrifleg beiðni í morgun og henni hefur verið svarað á sama veg. Aðspurður um hvort líkur væru á því að þessi ákvörðun yrði endurskoðuð sagði Þorsteinn: Ég get ekki fullyrt eitt eða neitt, en ég á ekki von á því. Ekki verður veittur aðgangur að yfirheyrslum að þinghaldi loknuEr ekki alveg öruggt að allar yfirheyrslur verða skrifaðar upp og birtar? Nei. Þær verða ekki birtar? Ég á ekki von á því. Þær eru allar teknar upp, en ég á ekki von á því að þær verði skrifaðar upp. Þannig að fjölmiðlar og almenningur munu ekki hafa aðgang að þeim? Nei, það er ekki gert ráð fyrir því í lögum að almenningur hafi aðgang að gögnum sakamála. Jafnvel ekki í svona málum? Það gilda lög um meðferð sakamála í svona málum og þar er ekki gert ráð fyrir að menn hafi aðgang að neinu öðru en ákæru og greinargerð varnaraðila, sagði Þorsteinn. Forseti landsdóms tók ákvörðunina í samráði við aðra dómaraÍ Fréttablaðinu í dag er haft eftir Markúsi Sigurbjörnssyni, forseta landsdóms að í svona málum sé gefin þröng undantekning og að ekki hafi þótt við hæfi að gera undanþágu í þessu máli. Markús segist hafa tekið ákvörðunina í samráði við aðra dómara. Þessi ákvörðun var tekin öðrum þræði út af því að umstangi við upptökur getur fylgt mikið ónæði," segir Markús í samtali við Fréttablaðið. Það er allavega keppikefli okkar að þetta gangi greiðlega fyrir sig og í friði og við viljum ekki gera úr þessu neitt annað og meira en réttarhald," segir Markús í samtali við Fréttablaðið.
>>>---<<<>>>---<<< |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 7.3.2012 kl. 20:05 | Slóð | Facebook
5.3.2012 | 11:47
Ákærur birtar í Landsdómi á hendur fyrrverandi forsætisráðherra
forseti Íslands | Peningastefnan | forseti Íslands | |||
forseti Íslands |
Ákærur birtar í Landsdómi á hendur fyrrverandi forsætisráðherra Mikilvægt er að skilja, að það er ekki orðalag ákæru sem skiptir máli fyrir framgang saksóknar, heldur hvernig færðar eru sönnur á brotum á ákveðnum lagagreinum. Hvort ákæra er sett fram í 4 eða 6 liðum skiptir því engu, svo framarlega sem brotin eru heimfærð á viðeigandi ákvæði laganna. Einnig skiptir ekki máli hvernig kærandi orðar sína kæru. Ákærandi (saksóknari) hefur torgreint vald (discretionary power) til að haga ákærum á þann hátt sem honum finnst viðeigandi, enda ber hann fulla ábyrgð á ákvörðum sínum. Alþingi hefur alls ekki ákæruvald, eins og sumir hafa haldið fram, einungis kæruvald. Þeir sem ekki skilja mun á kæru og ákæru, ættu ekki að koma nærri réttarfari. Hér eru þær lagagreinar sem ákærur gegn Geir H. Haarde eru byggðar á: Lög 4/1963 um ráðherraábyrgð. 8. gr. Í samræmi við ákvæðin hér á undan, varðar það ráðherra ábyrgð eftir lögum þessum: a. ef hann sjálfur gefur út fyrirmæli eða veitir atbeina sinn til, að út séu gefin fyrirmæli forseta um málefni, sem eftir stjórnarskránni verður aðeins skipað með lögum eða heyrir undir dómstóla;
c. ef hann annars framkvæmir sjálfur, fyrirskipar framkvæmd á eða lætur viðgangast að framkvæmt sé nokkuð það, er fer í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, eða lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð það, sem þar er fyrirskipað eða veldur því, að framkvæmd þess farist fyrir;
10. gr. Loks verður ráðherra sekur eftir lögum þessum:
a. ef hann misbeitir stórlega valdi sínu, enda þótt hann hafi ekki beinlínis farið út fyrir embættistakmörk sín;
11. gr. Brot gegn lögum þessum varða, eftir málavöxtum, embættismissi, sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Við ákvörðun refsingar skal höfð hliðsjón af 70. gr. almennra hegningarlaga.
Hafi ráðherra jafnframt brotið gegn hinum almennu hegningarlögum, skal hegning sú, sem hann hefur til unnið, tiltekin í einu lagi samkvæmt reglum 77. gr. almennra hegningarlaga. >>>---<<<>>>---<<<
Á K Æ R A SAKSÓKNARI ALÞINGIS gjörir kunnugt: Að samkvæmt ákvörðun Alþingis, á grundvelli 14. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33 17. júní, sbr. 13.gr. laga um landsdóm, nr. 3/1963, ber að höfða sakamál fyrir landsdómi á hendur fyrrverandi forsætisráðherra,
Geir Hilmari Haarde, kennitala 080451-4749, til heimilis að Granaskjóli 20, Reykjavik,
fyrir brot framin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi í embættisfærslu hans sem forsætisráðherra á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár, allt eins og hér greinir:
1. 1.1 Fyrir að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslendskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem honum var eða mátti vera kunnugt um og hefði getað brugðist við með því að beita sér fyrir aðgerðum, löggjöf, útgáfu almennra stjórnvaldsfyrirmæla eða töku stjórnvaldsákvarðana á grundvelli gildandi laga í því skyni að afstýra fyrirsjáanlegri hættu fyrir heill ríkisins. 1.2 Fyrir að hafa látið undir höfuð leggjasta að hafa frumkvæði að því, annaðhvort með eigin aðgerðum eða tillögum um þær til annarra ráðherra, að innan stjórnkerfisins væri unnin heildstæð og fagleg greining á fjárhagslegri áhættu sem ríkið stóð frammi fyrir vegna hættu á fjármálaáfalli. 1.3 Fyrir að hafa vanrækt að gæta þess að störf og áherslur samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika og viðbúnað, sem stofnað var til á árinu 2006, væru markvissar og skiluðu tilætluðum árangri. 1.4 Fyrir að hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins til að draga úr stærð íslendska bankakerfisins með því til að mynda að stuðla að því að bankanir minnkuðu efnahagsreikning sinn eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi. 1.5 Fyrir að hafa ekki fylgt þvi eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi yfir í dótturfélag og síðan leitað leiða til að stuðla að framgangi þessa með virkri aðkomu ríkisvaldsins. Framangreind háttsemi þykir varða við b-lið 10.gr., sbr. 11.gr. laga nr. 4/1963, en til vara við 141.gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.
2. Fyrir að hafa á framangreindu tímabili látið farast fyrir að framkvæma það sem fyrirskipað er í 17.gr. stjórnarskrár lýðveldisins um skyldu til að halda ráðherrafundi um mikilveg stjórnarmálefni. Á þessu tímabili var lítið fjallað á ráðherrafundum um hinn yfirvofandi háska, ekki var fjallað formlega um hann á ráðherrafundum og ekkert skráð um þau efni á fundunum. Var þó sérstök ástæða til þess, einkum eftir fund hans, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og formanns stjórnar Seðlabankans 7. febrúar 2008, eftir fund hans og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur með bankastjórn Seðlabankans 1.apríl 2008 og í kjölfar yfirlýsingar til sænsku, dönsku og norsku seðlabankanna sem undirrituð var 15. maí 2008. Forsætisráðherra átti ekki frumkvæði að formlegum ráðherrafundi um ástandið né heldur gaf hann ríkisstjórninni sérstaka skýrslu um vanda bankanna eða hugsanleg áhrif hans á íslendska ríkið. Þykir þetta varða við c-lið 8.gr., sbr.11.gr. laga nr. 4/1963, en til vara við 141.gr. almennra hegningarlaga. Saksóknari Alþingis gerir þær kröfur fyrir hönd Alþingis að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar að mati landsdóms, sbr. 46.gr. laga nr. 3/1963.
Skrifstofu saksóknara Alþingis, Reykjavik 10. maí 2011. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari Alþingis >>>---<<<>>>---<<< |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 6.3.2012 kl. 10:16 | Slóð | Facebook
4.3.2012 | 18:51
Ólafur Ragnar Grímsson mun gegna áfram embætti forseta Íslands !
Peningastefnan | |||||
Peningastefnan |
Ólafur Ragnar Grímsson mun gegna áfram embætti forseta Íslands ! Þær ánægjulegu fréttir voru að berast, að Ólafur Ragnar Grímsson mun gefa kost á að gegna áfram embætti forseta Íslands. Eftir þessari ákvörðun var Samstaða þjóðar að vonast, frá því að undirskriftasöfnunni Áskorun til forseta Íslands var hleypt af stokkunum 20. janúar 2012. Nú er verkefnið að tryggja kosningu Ólafs Ragnars, svo að slökktar verði vonir kjölturakka ESB um auðvelda innlimun Íslands og Icesave-kúgun. >>>---<<<>>>---<<<
Y F I R L Ý S I N G
Í rökstuðningi er vísað til vaxandi óvissu varðandi stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá, umróts á vettvangi þjóðmála og flokkakerfis sem og átaka um fullveldi Íslands. Þá er einnig áréttað mikilvægi þess að standa vörð um málstað þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Í ljósi alls þessa og í kjölfar samráðs okkar hjóna og fjölskyldunnar hef ég ákveðið að verða við þessum óskum og gefa kost á því að gegna áfram embætti forseta Íslands sé það vilji kjósenda í landinu. Það er einlæg ósk mín að þjóðin muni sýna því skilning þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan landsins og stjórnarfari og staða okkar í samfélagi þjóðanna hefur skýrst, ákveði ég að hverfa til annarra verkefna áður en kjörtímabilið er á enda og forsetakjör fari þá fram fyrr en ella. Bessastöðum 04. mars 2012. Ólafur Ragnar Grímsson >>>---<<<>>>---<<<
Eldri umfjöllun um framboð Ólafs Ragnars: 28.02.2012: Ólafur Ragnar Grímsson, gef kost á þér áfram sem forseti Íslands ! 01.02.2012: Framundan er harðnandi barátta um Lýðveldið og embætti forseta 24.01.2012: Áskorun á Ólaf Ragnar Grímsson forseta 22.01.2012: SAMSTAÐA ÞJÓÐAR hvetur til framboðs Ólafs Ragnars Grímssonar ! >>>---<<<>>>---<<< |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 5.3.2012 kl. 09:24 | Slóð | Facebook
3.3.2012 | 11:41
Hrunadans Evrulands er rétt að byrja
Peningastefnan | |||||
Peningastefnan |
Hrunadans Evrulands er rétt að byrja. Fyrst birt í Morgunblaðinu 03. marz 2012.
Stefnir Húni Kristjánsson. Erfiðleikum á evrusvæðinu er hvergi nærri lokið og næstu ár munu reynast erfið, ef marka má stefnumörkun Evrópusambandsins í málefnum ríkja í skuldavandræðum. Nýlega var ákveðið að veita Grikklandi björgunarlán í annað sinn og sækja því áleitnar spurningar að undirrituðum. Var fyrsta lánið ekki nóg og mun seinna lánið bjarga Grikklandi úr þeim ógöngum sem það er komið í ? Lánið er í þetta sinn 130 billjónir evra eða um 2 milljónir Íslendskra króna á hvern íbúa á Grikklandi. Er með þessu verið að greiða fjárfestum og kröfuhöfum, búa því næst til nýtt risavaxið lán sem er háð skilyrðum á borð við mikinn niðurskurð og einkavæðingu. Jú, vissulega má segja að þetta sé Grikkjum sjálfum að kenna og það var jú ríkistjórn Grikklands sem kom þjóðinni í þessa stöðu en engu að síður er áhugavert að sjá hvernig Evrópusambandið virðist taka yfir efnahagsstjórn Grikklands. Þann 11. nóvember 2011 sl. varð Lucas nokkur Papademos forsætisráðherra landsins, maður sem hefur aldrei setið á þingi og aldrei verið lýðræðislega kosinn til starfans. Sá sami og var árin 2002-2010 varaseðlabankastjóri Evrópu og hefur oft komið opinberlega fram og sagt hans meginmarkmið sé að fara í hvívetna að skipunum ESB í þeim tilgangi að halda Grikklandi í evrusamstarfinu. Margir hagfræðingar hafa bent á að vandinn sé orðinn það mikill, að það væri betra fyrir Grikkland að hætta í evru-samstarfinu. Mætti halda að Evrópski seðlabankinn tæki undir þetta því samkvæmt gögnum frá honum munu björgunaraðgerðirnar aðeins auka á skuldir Grikklands og búast hagfræðingar seðlabankans við rúmri 20% aukningu á skuldum frá 2010 til 2014, þrátt fyrir allar aðhaldsaðgerðirnar sem Evrópusambandið krefur Grikki um að fara eftir. Samkvæmt nýlegri skýrslu sem var gefin út af vefritinu Open Europe upp úr gögnum Evrópska seðlabankans eru langstærstu kröfuhafar Grikklands þýðskir og franskir bankar og munu þeir verða keyptir út að miklu leyti. Getur sú staðreynd, að stærstu kröfuhafar Grikklands eru bankar frá tveimur valdamestu ríkjum ESB, útskýrt hvers vegna engar aðrar tillögur eru uppi á borðinu ? Því miður er þetta aðeins byrjunin. Í upphafi áttu aðeins tímabundnar aðgerðir að koma til og var tímabundinn björgunarsjóður settur á laggirnar til að bjarga Grikkjum, Portúgölum og Írum en fyrirsvarsmenn Evrópusambandsins hafa komist að því að vandamálið er talsvert stærra og hefur því verið búinn til evru-björgunarsjóður sem ber nafnið European Stability Mechanism eða ESM. Þessi sjóður er kominn til að vera og mun byrja í 500 milljörðum evra. Að auki, sem er þeim mun óhugnanlegra, mun hann verða undanskilinn lögsögu aðildarríkjanna en getur stefnt hverjum sem er, þar sem hann er sjálfstæð lögpersóna. Með öðrum orðum, þá er sjóðurinn og hans eignir ósnertanlegar með lögum samkvæmt 32.gr. ESM laganna. Sáttmálinn um ESM var samþykktur 2. febrúar síðastliðinn og mun taka gildi í júlí 2012. Þessi þróun sýnir okkur að aðgerðir Evrópusambandsins í Grikklandi eru aðeins byrjunin á miklum breytingum innan Evrópusambandsins og enn eitt dæmið um skort á gagnsæi og lýðræði, sem einkennt hefur sambandið frá upphafi. Framtíð evrunnar er í besta falli óljós og stöðugleiki eitt það síðasta sem kemur upp í hugann í því sambandi. Skuldasambandið ESB er komið til að vera. Hrunadans Evrulands er rétt að byrja. Getur sú staðreynd, að stærstu kröfuhafar Grikklands eru bankar frá tveimur valdamestu ríkjum ESB, útskýrt hvers vegna engar aðrar tillögur eru uppi á borðinu ? >>><<< |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook
Peningastefnan | |||||
Peningastefnan |
Afstaða Alþingismanna til mikilvægra þingmála - hverjum ert þú sammála ?
>>><<< |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook
Peningastefnan | |||||
Peningastefnan |
Mun tefan Füle fá sama svar hjá Íslendingum og fekk Þórarinn Nefjólfsson ? Maður er nefndur Þórarinn Nefjólfsson. Hann var íslendskur maður. Hann var kynjaður norðan um land. Ekki var hann ættstór og allra manna vitrastur og orðspakastur. Hann var djarfmæltur við tigna menn. Hann var farmaður mikill og var löngum utanlendis. Þórarinn var manna ljótastur og bar það mest frá hversu illa hann var limaður. Hann hafði hendur miklar og ljótar en fæturnir voru þó miklu ljótari.
Ólafur konungur sendi þetta sumar Þórarinn Nefjólfsson til Íslands með erindum sínum og hélt Þórarinn skipi sínu þá út úr Þrándheimi er konungur fór og fylgdi honum suður á Mæri. Sigldi Þórarinn þá á haf út og fékk svo mikið hraðbyri að hann sigldi á átta dægrum til þess er hann tók Eyrar á Íslandi og fór þegar til alþingis og kom þar er menn voru að Lögbergi, gekk þegar til Lögbergs. En er menn höfðu þar mælt lögskil þá tók Þórarinn til máls Nefjólfsson:
Menn svöruðu vel máli hans. Kváðust allir það fegnir vilja að vera vinir konungs ef hann væri vinur hérlandsmanna. Þá tók Þórarinn til máls:
Og þegar er Einar hafði þetta mælt og innt allan útveg þenna þá var öll alþýða snúin með einu samþykki að þetta skyldi eigi fást. Sá Þórarinn þá erindislok sín um þetta mál. >>><<< |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook
29.2.2012 | 10:47
Lítill áhugi á þjónustustörfum hjá Evrópusambandinu !
Peningastefnan | |||||
Peningastefnan |
Lítill áhugi á þjónustustörfum hjá Evrópusambandinu ! 29. febrúar 2012. Loftur Altice Þorsteinsson.
Enn og aftur hafa skoðanakannanir staðfest að óverulegur áhugi er hjá Íslendingum að gegna þjónustu hjá Evrópusambandinu. Könnun sem Capacent-Gallup gerði í janúar 2012 sýndi að 67% þeirra sem afstöðu tóku myndu greiða atkvæði gegn aðild Íslands að hinu aumkunarverða skrímsli Evrópska valda-aðalsins. Afstaða Íslendinga til ESB (Capacent Gallup)
Meðfylgjandi tafla sýnir, að allt frá ágúst 2009 hafa 60% til 70% landsmanna hafnað aðild Íslands að ESB. Að meðaltali hafa 65% landsmanna hafnað aðild þetta 30 mánaða tímabil, með um 5% fráviki. Hvers vegna hætta kjölturakkar ESB ekki að gjamma ? Hversu lengi skal reyna langlundargeð Íslendinga ? Er ekki mál að ríkisstjórn þjóðsvikara verði send á ruslahaug sögunnar ?
>>><<< Hvers vegna hætta kjölturakkar ESB ekki að gjamma ?
Hversu lengi skal reyna langlundargeð Íslendinga ? Er ekki mál að ríkisstjórn þjóðsvikara verði send á ruslahaug sögunnar ?
>>><<< |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 12.3.2012 kl. 08:30 | Slóð | Facebook
28.2.2012 | 18:29
Ólafur Ragnar Grímsson, gef kost á þér áfram sem forseti Íslands !
Peningastefnan | |||||
Peningastefnan |
Ólafur Ragnar Grímsson, gef kost á þér áfram sem forseti Íslands ! Ávarp að Bessastöðum 27. febrúar 2012. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson ! Erindi dagsins er að færa þér undirskriftir úr rafrænni undirskriftarsöfnun sem hófst 20 janúar s.l. Áskorun til forseta Íslands. Ég færi þér þrjátíu þúsund tvö hundruð áttatíu og sjö undirskriftir ennfremur tvö hundruð áttatíu og sex nöfn sem hafa fengið á sig skekkju í innslætti en eru að öðru leyti rétt alls þrjátíu þúsund sjö hundruð sjötíu og þrír Íslendingar skora á þig til framboðs. Allir þeir einstaklingar sem hafa gengt okkar æðsta embætti að vera kjörnir forseti Íslands hafa á erfiðum tímum náð til þjóðar sinnar og gengt veigamiklu hlutverki í gleði og sorg svo ekki sé talað um í erfiðleikum fólksins í landinu. Fundið til í stormum sinnar tíðar. Talað með þeim hætti á stórum stundum að það skipti máli. Sú undirskriftasöfnun sem við færum þér í dag Ólafur Ragnar Grímsson snýst um traust reynslu og forystuhæfileika. Við höfum verið að ganga í gegnum tíma þar sem allt hefur virzt á hverfandi hveli. Ekki bara hér á Íslandi heldur um hinn vestræna heim. Mikil átök og miklar breytingar eru framundan og óvissutímar. Starf og hlutverk forseta Íslands hefur aldrei verið að sitja hjá eða vera svo hlutlaus að erfiðleikar fólksins og landsins komi ekki inná hans borð. Þegar Ísland hrundi í efnahagslegum hamförum haustið 2008 var svart yfir sorgarranni. Þá skiptu neyðarlögin sem sett voru á Alþingi miklu máli. Og nú er Ísland farið að rísa og komið í nokkurt var.
Þessi magnaða vísa lýsir best því ástandi sem hér ríkti um nokkurt skeið. En þáttur þinn forseti Íslands og í hvaða stól þú varst við þessar aðstæður skipti miklu máli. Þegar tómarúm hafði myndast og málsvörn Íslands var lítil sem engin, ekki sízt á erlendum vettvangi. Saklaus vopnlaus þjóð var beitt hryðjuverkalögum af einni stærstu þjóð Evrópusambandsins og NATÓ. Þá skipti málsvörn þín erlendis miklu máli. Og með framgöngu þinni má segja að þú hafir snúið vörn í sókn. Þetta stríð Bretanna var verra en öll landhelgisstríðin til samans. Enn meira máli skipti að okkar mati sú ákvörðun þín í Icesave-málinu að þú beittir því valdi sem forseta er falið samkvæmt stjórnarskrá að beita 26. greininni og fela þjóðinni að kjósa í tvígang um umdeildasta samning Íslandssögunnar. Sem hún hafnaði eftirminnilega. Hún neitaði að taka á sig og framtíðina skuldir einkabanka og óreiðumanna. Þessi ákvörðun var mikilvæg hún snýr bæði að lýðræði og mannréttindum um allan heim. Eftir henni var tekið og hún er leiðarljós í baráttu gegn græðgi og ósvífni. Það er af þessum ástæðum meðal annars sem stór hluti þjóðarinnar treystir þér og sá hópur er reyndar miklu stærri en skráðu nafn sitt á áskorunarlistann. Þetta er stærsta og fjölmennasta áskorun sem fram hefur farið þar sem skorað er á einstakling í landinu. Nú þurfum við Íslendingar að brúa allar brýr sem mynduðust í hruninu og róa á bæði borð. Ísland á ærinn auð og gnægð tækifæra sem forseti vor hefur talað fyrir heima og erlendis. Við þökkum einnig þær guðsgjafir sem okkur hafa borist. Bóndinn framleiðir matvæli sem aldrei fyrr í háum gæðum. Makríll gekk í landhelgina loðnan meiri en áður. Og þorskur á miðunum í stærra mæli en menn muna og við höfum ekki samstöðu til að veiða meira. Svo segja þeir að olía sé fundin á Drekasvæðinu. En verkefni dagsins hér á Bessastöðum er það eitt að færa þér nöfn um þrjátíu og eitt þúsund Íslendinga sem skora á þig í framboð í sumar. Við teljum mikilvægt traustsins vegna og starfa þinna vegna ekki síst á tímum óvissu og átaka að þú gefir kost á þér áfram sem forseti Íslands. Það er ljóst að á allra næstu árum verða umbrotatímar á Íslandi og í veröldinni. Það er því mikilvægt að reynsla þín og forystu hæfileikar nýtist íslendskri þjóð. >>><<< Heimsins brestur hjálparlið hugur skerst af ergi. Þegar mest ég þurfti við þá voru flestir hvergi.
>>><<< |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook