Efnahagsvandi Kýpur og Íslands - samanburður er lærdómsríkur

 

  
  
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.

  

Efnahagsvandi Kýpur og Íslands - samanburður er lærdómsríkur.

Fyrst birt 25. marz 2013.

  

  

Loftur Altice Þorsteinsson.

Lærdómsríkt er að bera saman efnahags-vandann á Kýpur og Íslandi. Ljóst má vera að upphaf vandamálanna hefur ekkert að gera með gjaldmiðila þessara landa. Hins vegar kemur í ljós að afleiðingarnar eru mismunandi eftir peningakerfi ríkjanna. Fyrsti samanburður leiðir eftirfarandi í ljós:

  1. Bankar lenda á barmi gjaldþrots – hvernig á að bregðast við?

  2. Á Íslandi féllu bankarnir og flotgengið veldur því að gengi gjaldmiðilsins fell í kjölfar bankahrunsins. Af gengisfallinu leiddi verðbólga. Tilgátur um að gengisfall auki framleiðslu eru sannanlega rangar, vegna frumstæðrar framleiðslu (iðnaðurinn var drepinn með Evrópska efnahagssvæðinu). Eignabruni og dýrtíð eru afleiðingarnar. Landið á ekki alvöru gjaldeyrir til að standa undir útgjöldum.

  3. Á Íslandi voru stofnaðir nýgjir bankar, í eigu ríkisins. Þessir bankar fengu í heimanmund ríflegar afskriftir sem hugmyndin var að notaðar yrðu til að lækka stökkbreyttar skuldir heimila og fyrirtækja. Svo kom Steingrímur til sögunnar og gaf hrægömmum bankana. Með því móti var Snjóhengjan sköpuð, fyrirtæki og heimili eru hundelt af bönkunum.

  4. Neyðarlögin tryggðu eigendum Icesave-reikninga meiri rétt en þeir höfðu á grundvelli tilskipana Evrópusambandsins. Að auki höfðu Icesave-eigendur tvöfalda tryggingu fyrir lágmarki tilskipana ESB. Tryggingasjóðir á Íslandi og í Bretlandi/Hollandi báru ábyrgð á innistæðunum og hverjir fjármagna tryggingasjóðina nema bankar í þessum löndum.

  5. Icesave-samningarnir voru tilraun til að gera Íslendska ríkið (almenning) ábyrgt fyrir forsendulausum kröfum nýlenduveldanna. Steingrímur J. Sigfússon hótaði að Íslendingar myndu samt greiða kröfurnar og því kom hann í kring með afsali Íslandsbanka og Arion Banka, í hendur hrægammanna. Að auki setti hann ríkisbankann Landsbanka í um 300 milljarða króna skuld í alvöru gjaldmiðli.

  6. Á Kýpur hefur ESB uppi tilraunir til að bjargar bönkunum, vegna fjárhagslegra tengsla þeirra við eigendur Evrópusambandsins, Þýðskaland og Frankland. Fastgengið veldur því að gengisfall mun ekki fylgja í kjölfar bankahruns. Kýpverska ríkið mun verða gjaldþrota, því að það hefur tekið ábyrgð á bönkunum, fyrst Laiki Bank 2012 og síðan mun ESB neyða þá að taka ábyrgð á þeim öllum, þrátt fyrir að ríkisábyrgð sé bönnuð innan Evrópska efnahagssvæðisins.

  7. Kýpur hefur ríkisstjórn sem virðist gæta hags landsins, sem ekki er á Íslandi. Ef gjaldþrota bönkum verður leyft að falla, mun það ekki hafa varanleg áhrif. Gengi Evrunnar mun ekki falla og ekki mun skella yfir íbúana verðbólga, eignabruni og önnur óáran. Þetta geta Kýpverjar þakkað fastgenginu, ólíkt því sem skeði á Íslandi og er þó ekki séð fyrir endann á erfiðleikum Íslands.

  8. Ef ríkissjóður Kýpur gengst í ábyrgð fyrir hinum erlendu skuldum bankanna, mun það jafngilda ævarandi þrælkun landsmanna. Um ókomin ár munu nýlenduveldi Evrópu njóta arðs af erfiði Kýpverja. Þetta er raunar sama niðurstaða og verður á Íslandi, ef kröfur hrægammanna verða ekki afskrifaðar að fullu og öllu.

  9. Lærdómurinn er sá að fastgengi tryggir efnahagslegan stöðugleika, en leysir ekki allan vanda sem upp kann að koma. Verðbólga verður örugglega miklu minni, verðtrygging lána verður óþörf, eignabruni vegna stökkbreyttra skulda getur ekki skeð og fyrirtæki og einstaklingar geta snúið sér að sköpun verðmæta, í stað þess að stunda kapphlaup við verðbólguna.

  10. Á Kýpur eru uppi hugmyndir um að yfirgefa Evruna og þrátt fyrir umsagnir hagfræðinga um að það sé erfitt eða ómögulegt, fullyrði ég að það er auðvelt. Aðferðin er fólgin í upptöku myntráðs, sem gefur út innlenda mynt en notar Evru sem stoðmynt. Að fara úr Evru og yfir í myntráð er ekki erfiðara en að fara úr myntráði yfir í Evru. Úr myntráði yfir í Evru er raunar sú leið sem flest ríkin í Evrulandi hafa farið.

    Viðbót 26. marz 2013.

  • Neyðarlögin »TRYGGÐU EKKI« innistæður í innlendum bönkum, heldur »VEITTU FORGANG« öllum innistæðum á Icesave-reikningunum. Þetta hefði ekki nægt nema af því að Landsbankinn var fjármagnaður að stórum hluta með útgáfu skuldabréfa. Þessi hluti Neyðarlaganna hefði ekki komið að gagni, ef Landsbankinn hefði eingöngu verið fjármagnaður með innlánum, eins og Laiki Bank á Kýpur.

  • Neyðarlögin voru tvíþætt og sá hluti sem snerti innlendu útibúin snérist um að viðhalda greiðslukerfi landsins. Þetta var ekki hægt að gera nema með því að stofna nýgja banka, því að bankarnir féllu allir. Á Kýpur eru ekki allir bankarnir fallnir. Með Neyðarlögunum var ríkinu heimilað að stofna þessa nýgju banka. Nýgju bankarnir tóku skuldir og eignir úr gömlu óstarfhæfu bönkunum. Hluti  skuldanna voru innistæðurnar og hluti eignanna voru innlend útlán til heimila og fyrirtækja.

  • Fullyrðingar Steingríms J. Sigfússonar um að innistæður njóti ríkisábyrgðar eru rangar. Hann hefur raunar sjálfur viðurkennt að einungis er um pólitískar yfirlýsingar að ræða. Úrskurður EFTA-dómstólsins 28. janúar 2013 staðfestir, að á Evrópska efnahagssvæðinu eru ríkissjóðir/almenningur ekki í ábyrgð fyrir innistæðum í bönkum. Hvorki Neyðarlögin né önnur lög á Evrópska efnahagssvæðinu tryggja innistæður í bönkum. Inneignir í bönkum eru »EKKI ríkisTRYGGÐAR«.

  • Á Kýpur er beitt fullkomlega hliðstæðum aðgerðum og gert var hérlendis, þrátt fyrir áætlanir um annað. Evrópusambandið ætlar að láta almenning axla þungar byrðar af bankahruninu, en reynt er að hlýfa erlendum lánveitendum sem eru mest bankar í Þýðskalandi og Franklandi. Að kröfu Evrópusambandsins endurfjármagnaði ríkissjóður Kýpur Laiki Bank 30. júní 2012 og eignaðist við það 84% hlut í bankanum. Með þessum kaupum skuldsetti ríkissjóður Kýpur sig örugglega um háar fjárhæðir, sem núna eru að fullu glataðar.

  • Á Kýpur eru innistæður að 100.000 EUR fluttar í annan banka, sem er hliðstætt flutningi í nýgju bankana hérlendis. Þetta er ekki gert á grundvelli kerfishruns eins og hérlendis, heldur að skipun Evrópusambandsins. Útlán fylgja með innistæðunum, eins og gert var hérlendis, auk þess sem ríkissjóður Kýpur leggur bankanum til samsvarandi eiginfé. Gert er ráð fyrir að þeir sem áttu inneignir yfir 100.000 EUR muni tapa allt að 30% af þeim fjármunum, enda mest útlendingar sem Brussel-hjörðin er búið að brennimerkja sem glæpalið.

  • Staðan er því sú að Evrópusambandið heldur til streitu, að almenningur axli ábyrgð á bankakerfinu. Þrátt fyrir bann Evrópusambandsins sjálfs á ríkisábyrgðum, þá eru aðildarlöndin neidd til að veita ríkisábyrgðir. Hér heima eyðilagði ríkisstjórnin þann tilgang Neyðarlaganna að nota hagnað nýgju bankanna til að lækka byrðar almennings vegna gengishrunsins. Þess vegna er Ísland í nákvæmlega sömu stöðu og Kýpur. Tilgangur Neyðarlaganna náði ekki fram að ganga, nema gagnvart eigendum Icesave-reikninganna. Mikil blessun er að Icesave-stjórnin á einungis fáeina daga eftir ólifaða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband