Glæpur gegn rökhyggju - Árni Matthíasson er sekur um falskan málflutning

  
 
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.

 

 

Glæpur gegn rökhyggju - Árni Matthíasson er sekur um falskan málflutning.

Fyrst birt í Morgunblaðinu 17. marz 2016.



Jón Magnússon.

Það er gaman að lesa greinar Árna Matthíassonar blaðamanns um tækninýjungar. Árni er vel að sér og miðlar góðum og nauðsynlegum fróðleik til lesenda. Þegar Árni skrifar um þjóðfélagsmál þá byrgja jákvæðir fordómar hans í garð Islams honum sýn.

Í fyrrasumar hafði Árni uppi stór orð um þá sem voru ósammála því að Íslendska ríkið ræki mosku í Feneyjum. Nokkru síðar gladdist hann yfir því að landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að taka upp stefnu »opinna landamæra« með tilheyrandi skrílslátum nokkurra landsfundarfulltrúa í því skyni að koma í veg fyrir tjáningarfrelsi þeirra, sem voru á annarri skoðun.

Að afsaka það sem er óafsakanlegt og nefnist Sunni-Islam.

Þann 09. marz síðasta liðinn skrifaði Árni grein sem hann nefndi »Heilagur eignarréttur« Þar fjallar hann um réttindi kvenna í Saudi-Arabíu og tekur undir með fulltrúa rétttrúnaðarins þar í landi og setur fyrirvara um frelsi kvenna á Vesturlöndum. Blaðamaðurinn gerir engar athugasemdir við réttleysi kvenna í Saudi-Arabíu þar sem konur mega ekki keyra bíl eða fara úr húsi nema í fylgd karlmanns. Síðan samsamar Árni þessu réttleysi kvenna í Saudi-Arabíu við það að þetta sé liður í yfirráðum karla yfir konum, rótgrónasta yfirráðakerfi sögunnar sem allstaðar tíðkist.

Í yfirferð sinni um málið víkur blaðamaðurinn að heittrúuðum Gyðingi, sem vildi ekki sitja hjá konu í flugvél, Kaþólskum kverúlant sem vill ekki að konur hafi yfirráð yfir líkama sínum. Þar á blaðamaðurinn væntanlega við þá sem eru á móti fóstureyðingum. Vísað er til andstöðu trú-rækinna Íslendinga við að stúlkur væri í ástandinu og þess að gamall maður ofsæki fyrrverandi sambýliskonu sína.

Með þessari rökfærslu telur blaðamaðurinn sig sýna fram á að ekki skipti máli hvaða trúar fólk er, það sé allsstaðar sama uppi á teningnum hvað varðar að svipta konur frelsi sínu.

Rökfærsla blaðamannsins vísar til þess, að það sé allt í lagi með stöðu kvenna í Saudi-Arabíu og staða kvenna sé í grunninn ekki mikið skárri annars staðar. Svo virðist sem blaðamaðurinn telji að öll helstu trúarbrögð heims séu jafn sek hvað það varðar að viðhalda kúgun kvenna. Sennilega þess vegna sem Þjóðkirkjan á Íslandi valdi konu sem æðsta yfirmann sinn eða hvað?

Sunni-Islam boðar alræði og mismunun.

Iðulega er sett fram sú skoðun að öll trúarbrögð séu í eðli sínu eins og í kjarnanum þau sömu. Þetta er rangt. Trúarbrögð eru mjög mismunandi og þjóðfélagslegar afleiðingar þess að fólk aðhyllist ákveðin trúarbrögð eru margvíslegar. Þróun trúarbragða er síðan mismunandi til góðs eða ills. Í okkar heimshluta hefur þróunin verið sú að jafnstaða kvenna og karla er viðurkennd. Lög landsins kveða á um það.

Í Saudi-Arabíu, sem blaðamaðurinn vísar til í grein sinni, mismuna lögin konum. Konur mega ekki aka bifreiðum. Þær hafa skertan erfðarétt. Vitnisburður þeirra fyrir dómi er ekki jafngildur vitnisburði karla. Nánast ógerlegt er fyrir konur að koma viðurlögum yfir nauðgara sína. Konur mega ekki vinna nema afmörkuð störf.

Sunni-Islam boðar dauða-refsingar og kvenna-kúgun.

Í kvikmynd Theo van Gogh »Submission« þar sem hann naut leiðsagnar Ayaan Hirsi Ali eru kvennakúgun í ríkjum Islams gerð góð skil. Theo van Gogh varð að gjalda fyrir að segja satt um kvennakúgun í Islam með lífi sínu. Blaðamaðurinn á frjálslynda, borgaralega dagblaðinu Morgunblaðinu hefur hins vegar ekki fyrir því að kynna sér slíkar staðreyndir eða vandræðast með þær. Niðurstaða hans er fyrirfram mótuð. Þetta er allt í lagi miðað við hvernig það er hjá okkur.

Ekki er úr vegi að rifja það upp af þessu gefna tilefni, að fyrir nokkrum árum kviknaði í kvennaskóla í Saudi-Arabíu og siðgæðislögreglan gerði hvað hún gat til að varna stúlkunum útgöngu af því að þær voru ekki siðsamlega klæddar að þeirra mati. Fimmtán stúlkur brunnu inni af þeim sökum.

 

Árni Matthíasson - Heilagur eignarréttur – 09. marz 2016.

»Forvitnilegt fannst mér að heyra á sömu útvarpsrás rætt við sádi-arabíska stúlku sem fannst frelsi í því að þurfa ekki að hylja andlit sitt þegar hún hélt til Bretlands í skóla, fannst það eðlilega mikil viðbrigði. En, bætti hún við, hún hafði ekki frelsi til að vera með blæjuna, því þá varð hún fyrir aðkasti fólks sem hún mætti á leið sinni – ég set fyrirvara við frelsi kvenna á Vesturlöndum, sagði hún og hafði nokkuð til síns máls.«

»Ég nefndi það á þessum stað fyrir ekki svo löngu að yfirráð karla yfir konum væru rótgrónasta yfirráðakerfi mannkynssögunnar og eldra en nokkur trúarbrögð. Þau yfirráð sem birtast í ofangreindri frásögn eru einmitt ekki sprottin af trúnni sem þorri íbúa Sádi-Arabíu aðhyllist heldur af þeirri aldagömlu hefð að karlar eigi konur í orðsins fyllstu merkingu og trúarbrögðin eru síðan notuð til að rökstyðja það að karlar eigi að eiga konur. Hvort sem það er gyðingdómur, múslimatrú, kristin trú, hindúismi eða búddismi.«

 

Árni Matthíasson – Látið okkar konur í friði – 13. janúar 2016.

»Á nýársnótt í Köln gerðist það að hópar ungra karlmanna veittust að konum, rændu þær í mörgum tilfellum og beittu fjölmargar kynferðislegu ofbeldi, allt frá káfi til nauðgana. Flestir karlanna voru að sögn frá Norður-Afríku, en samkvæmt upplýsingum í þýskum fjölmiðlum var 31 handtekinn: níu Alsíringar, átta Marokkómenn, fimm Íranar, fjórir Sýrlendingar, tveir Þjóðverjar, einn Serbi og einn Bandaríkjamaður. Ekkert hefir verið gefið upp um trúarbrögð viðkomandi, en meirihlutinn væntanlega múslimar.«

»Af þessari upptalningu er þér vonandi ljóst, ljúfi lesandi, að undirrót ofangreindra ofbeldisverka er ekki trúarbrögð óþokkanna, heldur er það menningarlegt, karlamenningarlegt, og má finna í samfélögum um heim allan. Þótt vandi kvenna sé vissulega víða mun meiri en í Vestur-Evrópu og í sumum þeirra landa þar sem konur njóta minnstra réttinda sé Islam ríkistrú rekumst við alls staðar á kynjamisrétti sem birtist meðal annars í vændi, klámi og kynbundnu ofbeldi svo dæmi séu tekin – yfirráð karla yfir konum eru rótgrónasta yfirráðakerfi mannkynssögunnar og eldri en nokkur trúarbrögð.«

 

Árni Matthíasson – Bandalag hinna viljugu sóða – 02. desember 2015.

»Svo er það Afríka – óvíða brenna lofslagsbreytingar á fólki eins og þar, enda rekja menn, með rökum, ólgu og upplausn beinlínis til breytinga á veðurfari sem skila sér síðan í uppgangi öfgasamtaka. Áþekkt og gerðist reyndar í Sýrlandi þegar langvarandi óvenjulegir þurrkar urðu til þess að bændur flosnuðu upp með fjölskyldum sínum og leituðu til byggða með tilheyrandi spennu og vandræðagangi. Þegar við bættist grimmlynt yfirvald kemur ekki á óvart að upp úr hafi soðið. «

»Svo, já, Boko Haram sem er afsprengi loftslagsbreytinga að nokkru. Og ISIS líka, þó að aðalsökin þar hvíli reyndar hjá bandalagi hinna viljugu þjóða sem tóku höndum saman um að eyðileggja Írak forðum daga.«

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband