Óverjandi að aldraðir og öryrkjar þurfi að betla til að halda lífi

  
 
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.

 

 

Óverjandi að aldraðir og öryrkjar þurfi að betla til að halda lífi.

Fyrst birt hjá Samstöðu þjóðar 23. desember 2015.



Loftur Altice Þorsteinsson.

Forsetahjónin voru mætt á Suðurnesi í gær, 22. desember 2015, við afhendingu matargjafa, sem Fjölskylduhjálp Íslands stóð fyrir. Þetta var mjög þarft framtak hjá þeim Ólafi og Dorrit, sem þau eru raunar þekkt fyrir mörg undanfarandi ár. Við þetta tækifæri sagði Ólafur:

»Satt að segja er mér það óskiljanlegt að í svona litlu landi með svona öflugar og margþættar stofnanir og alla þessa umræðu um velferðina og samhjálpina skuli okkur ekki takast að skipuleggja okkur á þann hátt að það geti allir gengið að því vísu að þeir geti haldið hátíðir af þessu tagi á mannsæmandi hátt. Að þurfa að standa hérna í biðröð í kuldanum til þess að fá skyr og mjólk og brauð og kjöt og smá gjafir handa börnunum sínum. Það er mér gjörsamlega óskiljanlegt að þessari þjóð takist ekki að leysa þetta vandamál.«

»Þeir sem hafa byggt upp þetta þjóðfélag, þá velmegun sem við njótum í dag, þá innviði þess Íslands sem við þekkjum, eru hinir öldruðu. Við eigum í þakkarskuld við þetta fólk, að það geti lifað sómasamlegu lífi og hvort sem það eru aldraðir eða öryrkjar eða fólkið sem þarf að standa hérna í biðröð í kuldanum til að eiga mat fyrir sjálfan sig og börnin er auðvitað merki um það að við sem þjóð höfum ekki staðið okkur.«

Ekki er hægt annað en taka undir með forsetanum og það hljóta allir sanngjarnir menn að gera. Það er óskiljanlegt að bæði núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn skuli vera á svo lágu siðferðis-stigi, að nota ávallt þau tækifæri sem gefast til að skerða framfærslu þess fólks sem minnst hefur fjárráð.

Þjónkun ríkisstjórnarinnar við skaðlegar boðskipanir ESB.

Á sama tíma og skorin eru við nögl framlög til aldraðra og öryrkja, er nóg fjármagn tiltækt í viðskiptastríð við Rússland. Það kostar Ísland tugi milljarða króna að þóknast Evrópusambandinu og styðja þannig vopnaða byltingu í Úkraínu, þar sem löglegri ríkistjórn var bylt með atfylgi NATO.

Hundingsháttur ríkistjórnar Íslands kemur einnig fram í þjónkun við glórulausa stefnu Evrópusambandsins í veðurfarsmálum. Ekkert styður þá tilgátu að hlýnandi veðurfar á síðustu öld hafi stafað af völdum manna. Í 15 ár hefur engin hlýnun orðið, þrátt fyrir stöðugt aukinn lífsanda (CO2) í andrúminu. Árlega kostar fylgispekt ríkisstjórnarinnar við ESB milljarða króna.

Fjármálráðherra afhjúpar sinn innri mann.

Viðbrögð fjármálaráðherra (Fúll-á-móti) við réttmætri gagnrýni forsetans, bera vott um óhemjulega vanstillingu. Sagt er, að »Fúll-á-móti« hafi hótað að skerða framlög til forsetaembættisins, ef hækka ætti framlög til aldraðra og fatlaðra. Í hvaða hugarheimi lifir þessi fjármálaráðherra, að hann skuli dirfast að setja fram -að nauðsynjalausu- svona mannfjandleg ummæli ?

Fólk minnist þess, að þessi sami ráðherra snéri baki við þjóðinni í Icesave-deilunni og studdi í þess stað ríkistjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem lagði allt í sölurnar til að fórna sjálfstæði Íslands. Ráðherrann var reyndar svo ánægður með sviksamlega frammistöðu Lee C. Buchheit í samningum við ESB, að hann réði hann aftur við fyrsta tækifæri eftir að hann sjálfur varð ráðherra, til að fórna hagsmunum Íslands.

Umfjöllun Ríkisútvarpsins:

http://ruv.is/frett/forsetahjonin-adstodudu-vid-matardreifingu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband