Spurning sem ekki var svarađ

  
 
null   Samstađa ţjóđar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstćđu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörđ um Stjórnarskrá Lýđveldisins.

 

 

Spurning sem ekki var svarađ.

Fyrst birt í Morgunblađinu 19. september 2015.



Ţorsteinn Sćmundsson.

Hinn 27. júlí síđastliđinn sendi ég tölvubréf ţađ sem hér fer á eftir til Eyglóar Harđardóttur félagsmálaráđherra:

»Komdu sćl Eygló. Ég leita til ţín sem félagsmálaráđherra vegna nýlegra fregna ţess efnis ađ fyrirhugađ sé ađ veita hér hćli talsverđum fjölda flóttamanna á nćstu árum. Spurning mín er sú hvort stjórnvöld hafi hugađ ađ ţví ađ velja fremur kristna hćlisleitendur en menn úr öđrum trúflokkum. Ég spyr ekki vegna ţess ađ ég sé svo sannkristinn sjálfur, heldur ţykir mér einsýnt ađ kristiđ fólk muni samlagast Íslendsku samfélagi betur en fólk úr öđrum trúarhópum. Einnig er ljóst ađ nóg ćtti ađ vera af kristnum hćlisleitendum ţar sem kristnir menn sćta nú ofsóknum víđa um heim.«

Rétt er ađ undirstrika ađ bréf ţetta var ritađ áđur en sú flóđbylgja flóttamanna skall á, sem nú er helsta fréttaefni fjölmiđla. Bréfinu var ekki svarađ. Hinn 13. ágúst sendi ég eftirfarandi tölvubréf til biskupsskrifstofu:

»Til skrifstofu biskups. Fyrir nokkru sendi ég međfylgjandi fyrirspurn til félagsmálaráđherra. Ekkert svar hefur borist. Fróđlegt vćri ađ vita hvort talsmenn Ţjóđkirkjunnar hafa látiđ ţetta mál til sín taka međ einhverjum hćtti.«

Samdćgurs fékk ég persónulegt svar frá biskupi, Agnesi Sigurđardóttur, ţar sem hún ţakkađi mér fyrir ađ taka ţetta mál upp viđ félagsmálaráđherra. Vissulega vćri ţörf á ţví ađ minna á ađ kristnir menn sćti ofsóknum víđa um heim, ekki síst í ţví landi sem flóttamenn kćmu nú frá.

Mér fannst svar biskups lofa góđu. Af síđari yfirlýsingum forsvarsmanna ţjóđkirkjunnar er hins vegar ljóst, ađ kirkjunnar menn vilja ekki gera greinarmun á hćlisleitendum eftir trúflokkum. Er ţađ í samrćmi viđ yfirlýsta stefnu Evrópusambandsins, sem Íslendingum verđur líklega sagt ađ fylgja, hvort sem ţeim er ţađ ljúft eđa leitt.

Umburđarlyndi telst til mannkosta hér á landi, og međ vísan til ţess gćti fariđ svo ađ hingađ yrđi bođiđ ýmsum sem ekkert umburđarlyndi hafa gagnvart ţeim sem ađhyllast ađra trú en ţeir sjálfir. Afleiđingarnar gćtu orđiđ býsna alvarlegar. Frćndur okkar Norđmenn hafa nokkra reynslu í ţessum efnum.

Áriđ 2007 kom út bók um innflytjendamál eftir norska blađamanninn Hege Storhaug sem býr yfir sérţekkingu á ţessum málaflokki. Bókin var ţýdd á Íslendsku og hlaut nafniđ »Dýrmćtast er frelsiđ«. Ég er ţeirrar skođunar ađ allir sem fjalla um innflytjendamál ćttu ađ kynna sér ţessa bók.

Í Morgunblađinu 13. september var ţessi spurning lögđ fyrir nokkra vegfarendur: »Hvađ finnst ţér ađ Íslendingar eigi ađ taka viđ mörgum flóttamönnum?« Eitt svariđ vakti athygli mína:

»Engum. Ég er frá Svíţjóđ. Ţetta kostar meira en viđ höldum.«

Ég hef grun um ađ konan sem svarađi hafi ekki ađeins átt viđ fjárhagslegan kostnađ. Svíar hafa meiri reynslu af ţessu en viđ.

En hver er reynsla okkar af ađlögun ţeirra sem ţegar hafa fengiđ hér hćli? Ef dćma skyldi eftir fréttum í blöđum og útvarpi er sú reynsla jákvćđ og vandrćđalaus. En manna á milli ganga sögur af öđru tagi, og sumar ţeirra hef ég frá fyrstu hendi. Ţćr benda til ţess ađ fólk sem hefur allt önnur lífsviđhorf en viđ eigum ađ venjast og lćtur stjórnast af ţröngum trúarskođunum, geti átt erfitt međ ađ ađlagast Íslendsku samfélagi eđa vilji ţađ hreinlega ekki.

Fréttir af ţessu tagi eiga ekki upp á pallborđiđ í fjölmiđlum, líklega vegna pólitísks rétttrúnađar sem í vaxandi mćli er orđinn hemill á málfrelsi hérlendis. Stjórnvöld ćttu ađ huga ađ ţessu vandamáli áđur en ţađ er um seinan.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband