| Samstaða þjóðar NATIONAL UNITY COALITION Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings. Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins. |
Er nokkuð mark takandi á þessum fréttamönnum ? Fyrst birt 18. september 2015.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Fyrir tilviljun rakst ég á merkilegan lista sem birtur er á vefsetri Útvarps Sögu. Listinn upplýsir um náin pólitísk tengsl hóps fréttamanna við Samfylkingar-flokkana. Vafalaust er þessi hópur ennþá stærri og til dæmis er enginn nefndur sem starfar hjá Ríkisútvarpinu.Þótt pólitísk hlutdrægni sjáist oft á Stöð 2, þá er ástandið þó ennþá verra hjá Ríkisútvarpinu. Þar eru skoðanir beinlínis gerðar útlægar, eins og gert var í Icesave-deilunni, þegar algerlega var hafnað að viðhorf »Samstöðu þjóðar gegn Icesave« fengju að koma fram.Engin svör fengust frá Samfylkingar-stóðinu við kvörtunum »Samstöðu« og gilti það jafnt um útvarpsstjórann Pál Magnússon, formann stjórnar Útvarpsins Svanhildi Kaaber, eða menntamálaráðherrann Katrínu Jakobsdóttur.Framferði þessa fólks var kært til Umboðsmanns Alþingis, en svo er búið um hnútana að Umboðsmaður hafði enga aðkomu að málinu, þótt hann hafi viljað fylgja kröfunum eftir. Ríkisútvarpið var gert að Opinberu hlutafélagi, sem engin lög ná yfir og allra síðst að Alþingi geti haft einhver áhrif á þetta »skrípafyrirtæki í almanna þágu«.Hér er listinn: 1. Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrverandi leiðtogi Vinstri Grænna í Suðurkjördæmi, nú fréttamaður hjá 365.2. Heimir Már Pétursson, fyrrverandi varaformannskandidat Samfylkingarinnar og framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, nú fréttamaður hjá 365.3. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Smugunnar - málgagns Vinstri Grænna, nú fréttamaður hjá 365.4. Sveinn Arnarsson, fyrrverandi kosningastjóri Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi, nú fréttamaður hjá 365.5. Aðalsteinn Kjartansson, fyrrverandi varaformaður ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, nú fréttamaður hjá 365.6. Kjartan Atli Kjartansson, frambjóðandi Bjartrar framtíðar í alþingiskosningum, nú fréttamaður hjá 365.7. Snærós Sindradóttir, fyrrverandi formaður Ungra vinstri grænna í Reykjavík, nú fréttamaður hjá 365.8. Heiða Kristín Helgadóttir, fyrrverandi stjórnarformaður Bjartrar Framtíðar og Besta flokksins, nú fréttamaður hjá 365.9. Eva Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri ungra jafnaðarmanna, nú fréttamaður á hjá 365. Nei, afsakið hún er víst nýráðin aðstoðarkona Samfylkingarformannsins Árna Páls Árnasonar!10. Atli Fannar Bjarkason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar og aðstoðarmaður formanns, nú eigandi og umsjónarmaður Nútímans.is.11. Jóhann Hauksson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, nú blaðamaður á DV.12. Vilhjálmur Þorsteinsson, núverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, nú eigandi Kjarnans.13. Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður, varaformaður Samfylkingarinnar og efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, nú eigandi Kjarnans.14. Valur Grettisson, fyrrverandi kosningastjóri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, nú blaðamaður á DV.15. María Lilja Þrastardóttir, fyrrverandi kosningastjóri Samfylkingarinnar í Reykjavík, nú blaðamaður á Stundinni.16. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, fyrrverandi gjaldkeri ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, nú blaðamaður á DV.17. Ingimar Karl Helgason, fyrrverandi frambjóðandi Vinstri grænna í Alþingiskosningunum 2013 og varaþingmaður, nú ritstjóri Reykjavík vikublaðs.".
|