3.4.2013 | 21:57
Kjölturakkar ESB hafa ekkert lært af endalokum Icesave-deilunnar
Kjölturakkar ESB hafa ekkert lært af endalokum Icesave-deilunnar.Fyrst birt 03. apríl 2013.Loftur Altice Þorsteinsson.Flestir töldu sjálfgefið, að úrskurður EFTA-dómstólsins frá 28. janúar 2013 myndi sjálfkrafa opna augu kjölturakkanna fyrir þeirri heimsku sem þeir höfðu gert sig seka um, með stuðningi við forsendulausar kröfur nýlenduveldanna. Fyrstu viðbrögð Icesave-vinanna voru raunar eðlileg og á einn veg, þeir skömmuðust sín og reyndu að þurrka burt allar heimildir um afstöðu sína. Þannig lokaði til dæmis Áfram-hópurinn vefsetri sínu.Er frá líður úrskurðinum, eru allra harð svíruðustu kjölturakkarnir aftur komnir á kreik og hafa sjánlega ekkert lært af þeirri niðurlægingu sem þeir hlutu með EFTA-dómnum. Vonbrigðin leyna sér ekki hjá þessu ótrúlega fólki, með þá niðurstöðu að almenningur á Íslandi skylda sigra ESB-þursann og fimmtu herdeildina á Íslandi. Nú veður fram á völlinn foringi Áfram-hópsins Guðmundur Gunnarsson, sá sem á tímabili þóttist bera hag verkalýðsins fyrir brjósti.Guðmundur ritar grein á Eyjunni 30. marz 2013, sem hann nefnir »Töfralausnir«. Þær töfralausnir sem fyrirsögnin vísar til eru hugmyndir um að bræða Snjóhengjuna og nota leysingavatnið til að slökkva eignabruna heimilanna. Auðvitað ber Guðmunur hag hrægammanna mjög fyrir brjósti og telur glapræði að »þjóðnýta« það sem eitt sinn er búið að gefa hinum erlendu auðjöfrum. Orðrétt segir Guðmundur:
Að mati Sossans er eignarétturinn friðhelgur og auðvitað telur hann vítavert að virða ekki alþjóðasamninga sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur gert í skjóli nætur. Sönginn um alþjóðlegar skuldbindingar lærði Guðmundur við fótskör Jóhönnu Sigurðardóttur. Þetta var kjarninn í hennar röksemdum í Icesave-deilunni.Guðmundur er ekki alveg sneiddur glettni, því að hann býður upp á ábætinn: »það er ekki hægt að nota sömu fjármuni tvisvar«. Þetta góðgæti hefur Guðmundur frá lagsbræðrum sínum í Samfylkingunni sem ekki skilja að Snjóhengjan stafar öðru fremur af gjaldeyrisskorti. Ef hrægammarnir myndi nota fjármagnið innanlands, eða þjóðin væri með alvöru gjaldmiðil í notkun, væri Snjóhengjan ekki vandamál.Auðvitað hefur þjóðin ekki skuldbundið sig, að leysa út alla sem eiga sýndarpening Seðlabankans með nesti og nýgjum Evrum. Sjálfstætt ríki eins og Ísland getur sem hægast lagt niður sinn sýndarpening (Krónur) og tekið upp nýgjan alvöru gjaldmiðil (Ríkisdal). Raunar viðurkennir Guðmundur þetta, en telur ranglega að ekki sé hægt að afnema verðtryggingu nema með gjaldmiðilskiptum. Hins vegar blasir við, að þetta er það sem Ísland verður að gera, taka upp fastgengi og losa sig við gamla óværu eins og Seðlabankann. Að auki leysast flest önnur vandamál þjóðarinnar samtímist.Guðmundur fullyrðir að afnám verðtryggingar taki mjög langan tíma, en útskýrir ekki hvers vegna í ósköpunum það ætti að vera. Það tekur eina viku að taka upp fastgengi með erlendum gjaldmiðli og eitthvað lengri tíma með Ríkisdal undir myntráði. Þar með verða skuldir, eignir, tekjur og útgjöld verðtryggð með hinum nýgja gjaldmiðli og forsendurbrestur eins og varð í gengishruninu getur ekki skeð.Svo eru auðvitað miklar líkur til að verðtrygging verði dæmd ólögleg. Verðtryggð fasteignalán eru bara afleiður, með höfuðstól sem hækkar sem afleiðing af gengisfalli. Þar sem Hæstiréttur hefur úrskurðað að gengistrygging fasteignalána séu ólögleg, geta dómstólar ekki komist að annari niðurstöðu, en að verðtrygging lána sé einnig ólögleg.Málflutningur Guðmundar verður bara fráleitari og fráleitari, þegar líður á pistilinn. Í örvæntingu sinni, reynir hann að telja sjálfum sér trú um að hann hafi haft rétt fyrir sér varðandi Icesave-kröfurnar. Þetta er aumkunar-verður málflutningur, sem einungis forheimskuðum Icesave-vinum getur dottið í hug. Guðmundur segir:
Foringi Áfram-hópsins heldur ótrauður áfram:
Þarna kemur í ljós sami málflutningur sem heyrst hefur úr ónefndri, en ólíklegri átt. Guðmundur telur að þjóðin hefði átt að standa saman, sýna sem sagt »samstöðu« um uppgjöf fyrir nýlenduveldum og sýna »samstöðu« með Guðmundi Gunnarssyni og öðrum kjölturökkum Evrópusambandsins. Getur niðurlæging þessa fyrrverandi verkalýðsforingja orðið meiri? |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 4.4.2013 kl. 14:06 | Facebook