16.3.2013 | 09:03
Landsfundur Sjálfstæðisflokks sem markaði tímamót - fastgengi í augsýn
Landsfundur Sjálfstæðisflokks sem markaði tímamót - fastgengi í augsýn.Fyrst birt í Morgunblaðinu 15. marz 2013.Loftur Altice Þorsteinsson.Sjálfstæðisflokkur hefur tekið afgerandi forustu, við mótun nytsamlegrar peningastefnu fyrir Ísland. Á Landsfundi flokksins í lok febrúar var samþykkt að stefna að »alvöru fastgengi« sem ekki verður framkvæmt nema með »reglu-bundinni peningastefnu«. Þessi peningastefna stöðvar verðbólguna, gerir verðtryggingu óþarfa, bræðir snjóhengjuna, slítur gjaldeyrishöftin og leysir mörg önnur vandamál.Auk Sjálfstæðisflokks, hafa einungis Hægri grænir haft dug til að leggja ærlega vinnu í mótun peningastefnu. Vinstri grænir og Framsóknarflokkur skila algerlega auðu, en Samfylking sér ekkert nema þjónkun við Evrópusambandið, þótt fyrir liggi að 70% þjóðarinnar hafnar hugmyndum hennar um feigðarflan til Brussel. Landsfundur Sjálfstæðisflokks samþykkti eftirfarandi ályktanir, varðandi peningastefnu:
Mikilvægt er að skilja, að fastgengi verður ekki komið á undir stjórn Seðlabanka, hann verður að leggja niður í núverandi mynd. Ályktun landsfundarins um það efni er því mikilvæg. Fastgengi er annað hvort fólgið í upptöku erlends gjaldmiðils, eða sett er á fót myntráð sem notar erlendan gjaldmiðil sem stoðmynt. Góð lausn er að taka fyrst upp erlendan gjaldmiðil og það er hægt að gera á einni viku og setja á fót myntráð 12 mánuðum síðar. Öll skref í þessu ferli eru þekkt og kosta hvorki mikla peninga né eru tæknilega erfið.Landsmenn eru orðnir leiðir á »torgreindri peningastefnu« .Hjá Efnahags- og viðskiptanefnd Sjálfstæðisflokks liggja fyrir nákvæmar tillögur um hvernig útfæra skal fastgengis-stefnuna. Þær tillögur nefndarinnar, sem lagðar voru fyrir landsfundinn, er hægt að lesa hér:http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1284624/Sjálfstæðismenn, nú er bara að hvetja forustu flokksins til dáða.Trúverðugar lausnir fyrir heimili og fyrirtæki verður aðalmál kosninganna og þar sem peningastefna Sjálfstæðisflokks leysir mörg vandamál samtímis, mun gengi flokksins ráðast af kynningu á henni. Mikilvægt er að andmæla af ákveðni þeim aumkunarverðu hugmyndum um peningastefnu sem ríkisstjórnar-flokkarnir bjóða uppá. Á landsfundi Samfylkingar var samþykkt:
Þetta er varla hægt að nefna peningastefnu, en samþykkt Vinstri grænna á þeirra síðasta landsfundi, er staðfesting þess að þessir flokkar mega ekki koma nálægt eflahagsmálum þjóðarinnar:
Telja verður til mikilla tíðinda, að Sjálfstæðisflokkur hefur tekið forustu um mótun þjóðhollrar peningastefnu fyrir Ísland. Í nær 100 ár hefur »torgreinda peningastefnan« valdið öllum almenningi ómældum skaða. Flotgengi hefur verið notað kerfisbundið til að færa fjármuni frá almenningi til höfðingjastéttarinnar. Aukaafurðir þessarar stefnu eru reglubundnar gengisfellingar, viðvarandi verðbólga, eignabruni og hækkanir húsnæðisskulda. Að auki býr þjóðin núna við gjaldeyrishöft og yfirvofandi snjóhengju erlendra hrægamma-sjóða, sem rekja má beint til peningastefnunnar.Upptaka fastgengis er ekki vandasamt eða kostnaðarsamt, þótt úlfar og hrægammar hamist við að hræða landslýð. Þvert á móti er auðvelt að finna sérfræðinga, sem víða um heim hafa stjórnað vel heppnaðri upptöku reglu-bundinnar peningastefnu. Kostnaður ríkissins verður ekki meiri en 10-50 milljarðar króna, eftir því hvaða útfærsla er valin. Með nýgjum gjaldmiðli, til dæmis Ríkisdal, verður hægt að hlægja að »Snjóhengjunni ógurlegu« sem ásamt »Icesave-draugnum« verða ævarandi bautasteinar vanhæfrar ríkisstjórnar.
Trúverðugar lausnir fyrir heimili og fyrirtækiverður aðalmál kosninganna ogpeningastefna Sjálfstæðisflokks leysir mörg vandamál samtímis. |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:45 | Facebook