Landsdóms-leikurinn í Þjóðmenningarhúsinu

 

  
  
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi

   og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.

 
 
  
   

    

Landsdóms-leikurinn í Þjóðmenningarhúsinu


 
Fyrst birt í Morgunblaðinu 19. marz 2012.

 
 


Hafsteinn Sigurbjörnsson.

 

Það er grátbroslegt að sjá það sem fram fer í Þjóðmenningarhúsinu.
  

Þessi skrípaleikur sem þar er leikinn er svo viðbjóðslegur að öllu sómakæru fólki er orðið flökurt. Sakborningurinn gengur um salinn skælbrosandi, heilsar öllum vitnum með handabandi, vitnin brosa og taka í hönd hans og þakka fyrir síðast.
  

Önnur vitni sem á að yfirheyra síðar fá að vera í salnum og punkta hjá sér það sem fyrri vitni segja svo að öllu beri saman sem segja má. Ekkert skal segja um annan, svo ég sjálfur fái ekki gúmorinn. Sem sagt, samtryggingin alger.

  

Saksóknari biður vitnin að segja frá aðdraganda hrunsins og þeir segja allir það sem allir vita og allir fjölmiðlar hafa sagt frá hundrað sinnum. Og ef saksóknari gerist svo djarfur að spyrja vitnið einhvers frekar, þá svara allir á sama veg:

  

Það var ekkert hægt að gera, ég vissi ekkert, ég man það ekki og hrunið var ekki mér að kenna.

  

Og saksóknari er svo hógvær að hún vogar sér ekki að láta sakborning eða vitni sverja eið að sannleiksgildi frásagna sinna eða spyrja hvort enginn þerra beri neina ábyrgð á því hvernig komið sé fyrir þessari þjóð.

  

Nei það má ekki spyrja elítu landsins óþægilegra spurninga. Það er ekki minnsti neisti þess að nokkur af þessum svokölluðu framámönnum þjóðarinnar hafi kjark eða sjái sóma sinn í því að viðurkenna að þeim hafi orðið á í verkum sínum, þótt allir viti að öllum verður einhvern tíma eitthvað á í verkum sínum.

  

Nei þessar gungur eru svo fullkomnar að það er af og frá að þeim hafi orðið á. Þetta er aðeins þróaðra en sandkassaleikur smábarna, þar sem hver kennir öðrum um óknyttina. Hér er landsdóms-leikurinn kominn á það lágkúrustig að enginn segir neitt.

  

Í grein minni um ábyrgð manna á gjörðum sínum bendi ég á að allir bera ábyrgð í einhverri mynd á gjörðum sínum brjóti þeir landslög. Dómar um fébætur, missi atvinnuréttinda og fangelsisvist vegna ábyrgðarleysis í athöfnum eru öllum kunnir, jafnvel 17 ára unglingur, sem í gáleysi brýtur umferðarlög, er dæmdur.

  

Í lögum um ráðherraábyrgð er heill lagabálkur sem útlistar nákvæmlega að það sem hér gerðist í hruninu sé á ábyrgð ráðherra.

  

En hér er um framámenn þjóðarinnar að ræða og þeir skulu vera stikkfrí í störfum sínum en alþýðan ein má byrðarnar bera. Í öllu því stóði sem stefnt hefur verið til þessa landsdóms-leiks er einn sem ægishjálm ber yfir alla aðra í siðferðisþroska, trúverðugleika og heiðarleika og hann er fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, mesti skaðvaldur sem Ísland hefur alið.

  

Ef hætt er öllu háði þá er hryggilegt að sjá hvernig komið er fyrir þessum hópi.

  

Siðferði hans er komið niður fyrir 0-flokk, trúverðugleiki hans í mínusflokk og heiðarleiki hans niður í það neðsta. Þetta er dómur 80 ára alþýðumanns og eflaust ótal margra annarra.

  

Og það er hámark hneykslunar að þessi skrípaleikur skuli háður í húsinu sem kennt er við þjóðmenningu. Er það nú þjóð-menning!

  

     

    
      
   Og það er hámark hneykslunar
 að þessi skrípaleikur skuli háður í húsinu
sem kennt er við þjóðmenningu.
Er það nú þjóð-menning!


>>><<<
     
  
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband