Össur og Jóhanna verði ákærð fyrir Landsdómi vegna stjórnarskrárbrots.Fyrst birt í Morgunblaðinu 06. marz 2014.Loftur Altice Þorsteinsson.Sú ánægjulega frétt hefur borist landsmönnum, að utanríkisráðherra hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að slíta viðræðum um innlimun Íslands í Evrópusambandið. Þeir sem kusu Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk í Alþingis-kosningunum 27. apríl 2013 hafa beðið þessarar tillögu í 10 mánuði!! Hvað hefur tafið stjórnarflokkana svona lengi, að efna kosningaloforð sitt ?Það vekur einnig undrun og vonbrigði, að við tillöguna um slit viðræðna hefur verið klínt óskyldri tillögu um nánara samstarf við Evrópusambandið !! Tími Jóhönnu Sigurðardóttur er liðinn í aldanna skaut, en á sínum tíma hefði hún líklega nefnt þetta hráskinnaleik. Landsmenn treysta því að þessi boðflenna í tillögu utanríkisráðherra verði gerð útlæg. Varla er víða á Íslandi að finna eftirspurn eftir undirlægju-hætti Icesave-stjórnarinnar fyrir nýlenduveldum Evrópu.Baráttumál »Samstöðu þjóðar« loks að komast í höfn.Eins og flestir landsmenn, hefur »Samstaða þjóðar« fylgst með framvindu mála og sent frá sér ályktanir sem flestir fjölmiðlar hafa af samvitskusemi þagað yfir. Fyrsta yfirlýsing félagsins um málið var send út 19. maí 2013 og er hægt að lesa hana hér: (http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1298880/). Þess var krafist að viðræðunum við ESB væri tafarlaust slitið og að það væri gert með ályktun Alþingis. Í yfirlýsingunni segir meðal annars:
Brot á stjórnarskrá þjóðarinnar leiðir til ákæru fyrir Landsdómi.Með tilraunum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að innlima Ísland í Evrópusambandið, var ekki bara rofinn trúnaður við almenning heldur var framkvæmd umsóknarinnar brot á stjórnarskrá þjóðarinnar. Umsóknin sem undirrituð var af Össuri Skarphéðinssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur var stjórnarerindi af hæstu gráðu og samkvæmt 19. grein Stjórnarskrárinnar skal forseti landsins undirrita öll stjórnarerindi. Forsetanum var haldið frá að gegna stjórnarskrár-bundnum skyldum og meinað að undirrita umsóknina. Þetta stjórnarskrárbrot kærði »Samstaða þjóðar« til Ríkissaksóknara með bréfum 23. janúar 2014 og 08. febrúar 2014, sjá hér: (http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1349610/).Ríkisstjórn Jóhönnu hlaut maklega refsingu í Alþingiskosningunum 27. apríl 2013 fyrir trúnaðarrofið gegn almenningi, en þjóðin á ennþá eftir að gera upp við þáverandi ráðherra sem brutu 19. grein Stjórnarskárinnar. Kæra »Samstöðu þjóðar« til Ríkissaksóknara varðar kröfu um: rannsókn á kæruefnum, málflutning fyrir Hæstarétti til að fá stjórnarskrárbrotin dæmd ógild og tilmæli til Alþingis um að draga Össur og Jóhönnu fyrir Landsdóm. Ríkissaksóknari er sjálfstætt stjórnvald og er »æðsti handhafi ákæruvalds« í landinu, samkvæmt lögum 88/2008 um meðferð sakamála. Ekki verður því trúað, að Ríkissaksóknari bregðist embættisskyldum sínum með því að skjóta hlífiskildi yfir hina brotlegu.Auk þess að senda frá sér stjórnarerindi, án stjórnarskrár-bundinnar undirskriftar forsetans er sérkennilegt, að samþykktar Alþingis sem heimilaði umsóknina, var að engu getið. Ástæða er til að kanna hvort ráðherrar í öðrum ríkjum sem sótt hafa um aðild að ESB, hafa sniðgengið venjulegar stjórnskipunar-reglur með hliðstæðum hætti og þau Össur og Jóhanna gerðu.Þegar kemur að því að draga umsóknina til baka, er eðlilegt að fylgja sömu háttum og þegar sótt var um. Hins vegar má núverandi ríkisstjórn ekki brjóta Stjórnarskrána og ekki gleyma að geta heimildar sinnar til að senda frá sér stjórnarerindið, með tilvísun til ályktunar Alþingis. Nú gildir að fara að lögum svo að viðræðuslitin verði ekki tilefni dómsmála fyrir Landsdómi og Hæstarétti, eins og verður með umsóknina.Einnig stjórnarskrárbrot í lögum 4/1963 um ráðherraábyrgð.Það hefur verið notað til varnar þeim Össuri og Jóhönnu, að persónuleg brot þeirra væru fyrnd vegna aðgerðarleysis Alþingis. Í þessu sambandi er vísað til fyrningarákvæðis í lögum 4/1963 um ráðherraábyrgð. Staðreyndin er hins vegar sú, að fyrningarákvæðið sjálft er brot á Stjórnarskránni! Fyrningarákvæðið byggir ekki á neinu ákvæði í Stjórnarskránni og ef Alþingi getur óhindrað sett fyrningarákvæði í lög um ráðherraábyrgð, þá getur Alþingi alveg eins afnumið 19. grein Stjórnarskrárinnar með einni alsherjar fyrningu. Það liggur því fyrir að stjórnarskrárbrot fyrnast ekki, hvorki á löngum tíma né stuttum. Núverandi Ríkissaksóknari og fyrrverandi Saksóknari Alþingis, fær væntalega fljótt að bregða sér aftur í skikkju Saksóknara Alþingis og ákæra fyrir Landsdómi þá sem sannanlega hafa gerst brotlegir gegn Stjórnarskránni.Lög 4/1963 um ráðherraábyrgð innihalda stjórnarskrárbrot,því að þar er ólöglegt ákvæði um að brot ráðherra fyrnist eftir tiltekinn tíma. |
5.3.2014 | 20:31
Íslandi bjóðast ævintýraleg tækifæri við að brjótast úr haftakerfi
Íslandi bjóðast ævintýraleg tækifæri við að brjótast úr haftakerfi.Fyrst birt í Fréttablaðinu 04. marz 2014.Heiðar Már Guðjónsson.Nú eru liðin rúm tvö ár síðan ég birti greinina hrunið 2016 í Fréttablaðinu. Þar var varað við gríðarlegu magni króna í umferð í haftakerfi, sem myndi leiða af sér eignaverðbólgu og innistæðulausan hagvöxt. Eins var varað við því að erlendir kröfuhafar fengju að komast með sína fjármuni úr landi á kostnað Íslendskra aðila sem enn væru fastir í höftum. Þegar greinin birtist var opinber umræða um þessa áhættuþætti nánast engin, enda vakti hún nokkra athygli.Seðlabankinn reyndi kerfisbundið að gera minna úr erlendum skuldum en raunin var allt þar til Alþingiskosningar voru yfirstaðnar, í maí 2013. Í vetur hefur svo raunveruleg umræða hafist um það hvort gjaldeyrir dugar fyrir erlendum skuldum.Undanfarin misseri hafa komið fram greiningar frá Seðlabankanum og greiningardeildum bankanna um að fasteignabóla sé ekki í augsýn og því ekki eignaverðbólga. Það er athyglisvert í dag þegar íbúðir í fjölbýlishúsum eiga að seljast á þriðja hundrað milljóna króna á sama tíma og verið er að reisa fjöldann allan af fjölbýlishúsum. Aðgangur að lánsfé hefur stóraukist í bankakerfinu og nálgast nú það sem var þegar best lét fyrir hrunið 2008. Bankarnir eru allir í tilvistarkreppu og keppast um að halda stærð sinni þrátt fyrir að bankakerfið sé of stórt á Íslandi en enginn bankanna vill verða sá sem minnkar og að lokum verður undir.Sömu sögu var að segja af þróun á hlutabréfamörkuðum. Greiningaraðilar töldu litlar líkur á að bóla myndi gera vart við sig. Síðan greinin birtist hefur hlutabréfaverð hækkað um helming.Ekki allt ómögulegt.Núverandi ríkisstjórn hefur snúið af braut fyrri ríkisstjórnar í samskiptum við kröfuhafa gömlu bankanna, sem þó, ótrúlegt nokk, er ekki enn búið að setja í þrot.Það jákvæða er að ytri aðstæður þjóðarbúsins til langs tíma eru einstaklega hagstæðar, en um það skrifaði ég bókina Norðurslóðasókn sem kom út í september, til að benda á öfundsverða framtíð Íslands tengda staðsetningu og auðlindum landsins.Innri þættir eru hins vegar enn í sama sorglega horfi og hefur verið um áratuga skeið. Það eru hins vegar þættir sem eru fullkomlega á okkar valdi og við þurfum að breyta, ef ekki á illa að fara.Lærum af reynslu annarra.Við höfum reynslu og þekkingu erlendis frá sem einfalt er að læra af. Af fjölmörgum dæmum má læra að oft liggur brotalömin, sem leiðir til kreppu, í uppbyggingu fjármálakerfisins og gjaldmiðlinum. Margar leiðir eru færar til að ráða bót á þessu. Til dæmis er hægt að leita eftir tvíhliða myntsamstarfi við Kanada eða festa krónuna með myntráði við alþjóðlega mynt. Einfaldasta og fljótvirkasta lausnin við gjaldeyriskreppu og höftum, þar sem minni þjóðir eiga í hlut, er að taka upp einhliða aðra mynt. Það hafa 33 þjóðir gert á síðustu áratugum allar með góðum árangri, þó aðstæður hafi verið eins ólíkar innbyrðis og hugsast getur.Við þekkjum hvernig haftakerfi þróast, bæði af eigin reynslu og annarra. Þau leiða af sér stöðnun og spillingu þar sem meiru skiptir að komast að kjötkötlunum en að stunda verðmætasköpun. Þetta er þróun sem þarf að koma í veg fyrir.Aðgerða er þörf.Bankakerfið sem hrundi var endurreist í óbreyttri mynd eins óskynsamlegt og það er. Síðan var eignarhald bankanna afhent aðilum sem FME metur ekki hæfa til að eiga bankana. Þeim sömu aðilum er í dag leyft að starfa um langan tíma í millibilsástandi nauðasamninga á kjörum sem engum öðrum Íslendskum fyrirtækjum stendur til boða og eru þeir til dæmis undanþegnir skilaskyldu gjaldeyris og voru undanþegnir sköttum þangað til nú nýlega.Það þarf hins vegar að taka nærsta skref og klára uppgjörið við hrunið. Það er ekki gert nema gömlu bankarnir, Gamli Landsbankinn, Kaupþing og Glitnir, verði settir í gjaldþrot, enda hlýtur að vera fullreynt um nauðasamninga. Síðan þarf að búa til umgjörð um bankakerfið þannig að almenningur standi ekki í ábyrgð fyrir það. Það gerist þegar ríkið er ekki lengur lánveitandi til þrautarvara. Við höfum einstakt tækifæri til þess að taka þetta skref nú þar sem bankarnir hafa aldrei í sögunni verið með eins sterk eiginfjárhlutföll til þess að standa á eigin fótum, án ábyrgðar ríkisins.Lausnin felst þannig í aukinni dreifstýringu en ekki í aukinni miðstýringu, sem fælist í því að sameina FME og Seðlabanka og gefa þannig embættismönnum meira vald til að hlutast til um útlán og frjáls viðskipti. Lausnin felst í því að hver og einn beri ábyrgð á eigin fjármálum, en geti ekki sent reikninginn á aðra.Staðreyndin er sú að Íslendingum bjóðast ævintýraleg tækifæri á næstu áratugum. Það væri synd að láta augljósa galla heimatilbúins haftakerfis hindra okkur í að nýta þau. |
4.3.2014 | 12:50
Svartstakkarnir hennar Þorgerðar K. Gunnarsdóttur
Svartstakkarnir hennar Þorgerðar K. Gunnarsdóttur.Fyrst birt í Morgunblaðinu 04. marz 2014.
|
1.3.2014 | 17:46
Að kíkja í pakkann: tálsýn sem lifir í hugskoti aðildarsinna
Að kíkja í pakkann: tálsýn sem lifir í hugskoti aðildarsinna.Fyrst birt í Morgunblaðinu 26. febrúar 2014.
|
26.2.2014 | 18:50
Lygar Steingríms J. Sigfússonar um Icesave-I eiga erindi fyrir Landsdóm.
Lygar Steingríms J. Sigfússonar um Icesave-I eiga erindi fyrir Landsdóm.Fyrst birt 26. febrúar 2014.Loftur Altice Þorsteinsson.Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem mynduð var 10. maí 2009 og tók við af minnihlutstjórn sömu flokka sem stofnuð hafði verið 01. febrúar 2009. Steingrímur hafði skipað Svavar Gestsson sem formann samninganefndar Íslands til viðræðna við Bretland og Holland um Icesave-kröfurnar, sem þessi nýlenduveldi höfðu uppi á hendur öllum Íslendingum. Svavar fekk erindisbréf sitt 24. febrúar 2009.Þrátt fyrir, að Landsbankinn var einkabanki og TIF (Tryggingarsjóður innistæðueigenda og fjárfesta) er sjálfseignarstofnun sem fjármögnuð er með iðgjöldum starfandi banka á landinu, kaus ríkisstjórn Íslands að ganga í ábyrgð fyrir forsendulausar kröfur Bretlands og Hollands. Í erindisbréfi samninganefndarinnar (Svavars-nefndarinnar), getur að líta eftirfarandi þvætting:
Raunveruleikinn er sá, að eigendur Icesave-reikninganna áttu tryggingakröfu á TIF, en einnig á FSCS í Bretlandi og DNB í Hollandi. Ábyrgð tryggingasjóðanna var sameiginleg og ótökmörkuð hvers fyrir sig, þannig að í Bretlandi stóðu TIF og FSCS til ábyrgðar, en TIF og DNB í Hollandi. Umræðan um »top-up« var því merkingarlaus og einungis haldið fram til að kúga Ísland. Þessa staðreynd er auðvelt að sanna.Í fyrirspurnartíma á Alþingi miðvikudaginn 03. júní 2009, beindi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eftirfarandi fyrirspurn til Steingríms fjármálaráðherra:
Þessari spurningu svaraði Steingrímur J. Sigfússon:
Á sama tíma og Steingrímur fullyrti, að »það standi ekki til að ganga frá einhverju samkomulagi á morgun eða einhverja næstu daga« var samninganefndin að leggja síðustu hönd á hina alræmdu Svavars-samninga. Icesave-I-samningarnir voru undirritaðir 05. júní 2009, aðeins tveimur dögum eftir að Steingrímur hafði staðhæft, að ekki væri að búst við samkomulagi á nærstu dögum.Rík ástæða er til að rannsaka hvort ráðherrann var að ljúga að Alþingi, eða hvort hann raunverulega vissi ekki betur. Fjölmargir landsmenn hafa ásakað Steingrím fyrir lygar, en enginn hefur haft dug til að kæra hinn fyrrverandi yfir-ráðherra. Í heitri umræðu 25. febrúar 2014, um hvort slíta ætti formlega viðræðum við ESB um innlimun Íslands, rifjaði utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra upp meintar lygar Steingríms. Gunnar Bragi mun hafa sagt úr þingsal: »Ég hef þó ekki logið að þinginu eins og þú.«Ofsi ESB-vinanna á Alþingi var slíkur, að þeir linntu ekki látum fyrr en Gunnar Bragi sá sig knúinn til að biðjast afsökunar á ummælum sem hann lét falla úr þingsal og sem líklega eru réttmætar ásakanir. Eftir upphlaup ESB-vinanna er ekki hægt að horfa framhjá meintum lygum Steingríms J. Sigfússonar. Rannsaka verður málið og hugsanlega að kæra hann fyrir Landsdómi. |
19.2.2014 | 13:33
Uppstokkun í Seðlabankanum er nauðsynleg: (heldst að leggja hann niður)
Uppstokkun í Seðlabankanum er nauðsynlegt: (heldst að leggja hann niður)Fyrst birt í Morgunblaðinu 19. febrúar 2014.Óli Björn Kárason.Alþingi kemst ekki hjá því að gera róttækar breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands. Reynslan síðustu ár er með þeim hætti að við óbreytt ástand verður ekki unað, ekki ef ætlunin er að ná árangri í uppbyggingu efnahagslífsins. Þó að ekki væri nema af þessum ástæðum er það rétt og lögum samkvæmt að auglýsa stöðu seðlabankastjóra, en fimm ára skipunartími Más Guðmundssonar rennur út 20. ágúst næstkomandi.Allt frá því að lögum um Seðlabankann var breytt í febrúar 2009 hefur bankinn sætt gagnrýni, ekki aðeins frá stjórnmálamönnum heldur ekki síður frá sérfræðingum og fjölmiðlum. Upplýsingaöflun bankans hefur verið sögð brothætt og gölluð. Sala eigna hefur vakið upp alvarlegar spurningar, framkvæmd hafta falið í sér óþolandi mismunun og hávaxtastefnan hefur verið harðlega gagnrýnd. Þáttur Seðlabankans í Icesave-deilunni er svo sérstakur kafli.Höft og sala eigna.Í ársbyrjun 2011 seldi Seðlabankinn meirihluta í Sjóvá en Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ) hélt um 73% hlut í tryggingafélaginu. ESÍ eignaðist hlutabréfin eftir nokkrar fjármálalegar fléttur en tryggingafélagið sigldi í strand. Bæði fyrir og eftir söluna kom fram hörð gagnrýni á vinnubrögð Seðlabankans við söluna. Þá greip bankinn til talnaleikja þar sem gefið var í skyn að tap bankans væri minna en það var í raun.Framkvæmd fjármagnshafta hefur verið harðlega gagnrýnd. Innlendir fjárfestar sitja ekki við sama borð og erlendir eða Íslendskir fjárfestar sem eiga erlent fé. Þeir síðarnefndu fá 20% forskot. Eftirlit með höftunum hefur vakið upp efasemdir um að jafnræðis sé gætt og kærum Seðlabankans vegna meintra brota hefur verið vísað frá. En einstaklingar og fyrirtæki eru varnarlaus og eiga erfitt með að standa á rétti sínum og fá upplýsingar um hvað þeim er gefið að sök.Peningastefna Seðlabankans sætir einnig stöðugt meiri gagnrýni, enda eiga margir erfitt með að skilja hávaxtastefnu bankans með krónu í höftum og litla fjárfestingu.Alvarlegar skekkjur.En hörðust hefur gagnrýnin á Seðlabankann verið vegna þess hlutverks sem forráðamenn bankans ákváðu að leika í Icesave-deilunni. Þá fór hnífurinn vart á milli bankans og vinstri ríkisstjórnarinnar í viðleitninni við að koma Icesave-skuldum Landsbankans yfir að herðar Íslendsks almennings.Alvarlegar skekkjur í mati Seðlabankans á erlendri stöðu þjóðarbúsins nýttust til að færa rök fyrir því að ríkissjóður réði ágætlega við að greiða Icesave-kröfuna, án þess að fjármálalegum stöðugleika væri stefnt í hættu. Sérfræðingar utan bankans vöruðu við og bentu á að vandinn væri stórlega vanmetinn.Í áróðursstríðinu fyrir því að samþykkja ólögvarða kröfu var Seðlabankinn í fararbroddi. Í álitsgerð sem bankinn sendi frá sér rúmlega mánuði eftir að Svavars-samningurinn var undirritaður sagði meðal annars:
Samkvæmt mati Seðlabankans var ríkissjóður að taka á sig 340 milljarða króna skuldbindingu vegna Svavars-samningsins.Sem betur fer.Seðlabankastjóri hélt áfram að berjast fyrir Icesave og á ársfundi bankans í apríl 2011 sagði Már Guðmundsson:
Almenningur féll ekki fyrir röksemdunum ríkisstjórnarinnar eða Seðlabankans og neitaði í tvígang að axla skuldir einkafyrirtækis. Sem betur fer og 28. janúar á liðnu ári hafnaði EFTA-dómstóllinn öllum kröfum í Icesave-málinu. Í lok apríl gaf Seðlabankinn síðan út skýrslu um fjármálastöðugleika en í formálsorðum sagði Már Guðmundsson:
Sem sagt:Í nær fjögur ár hafði Seðlabankinn haldið því fram að fjármálalegum stöðugleika Íslands væri ekki stefnt í hættu með Icesave-samningunum, ríkissjóður réði við byrðarnar en eftir dóminn kom bankinn fram og varaði við því að Íslendskt þjóðarbú geti ekki að óbreyttu staðið undir skuldbindingum sínum!Þegar sagan allt frá 2009 er höfð í huga er vandséð hvernig stjórnvöld komast hjá því að auglýsa stöðu seðlabankastjóra og stokka síðan upp spilin með nýjum lögum, þar sem m.a. er litið til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.Bezti kosturinn er samt að leggja Seðlabankann niður og taka upp Myntráð Íslands. (Loftur). |
NEI við ESB | |||||
Fjárframlög |
Stjórnarskrárbrot Jóhönnu Sigurðardóttur og Össurarkært til Ríkissaksóknara.Kært 23. janúar 2014. |
11.1.2014 | 13:26
Er stjórnendum Ríkisútvarpsins í nöp við forseta Íslands ?
NEI við ESB | |||||
Fjárframlög |
Er stjórnendum Ríkisútvarpsins í nöp við forseta Íslands ?Fyrst birt í Morgunblaðinu 11. janúar 2014.
|
29.12.2013 | 13:51
Utanríkisstefna Íslands í víðara samhengi - endurskoðun aðildar að EES
NEI við ESB | |||||
Fjárframlög |
Utanríkisstefna Íslands í víðara samhengi - endurskoðun aðildar að EES.Fyrst birt hjá Evrópuvaktinni 11. júlí 2011.Víglundur Þorsteinsson.Ég hef aðeins verið að velta því fyrir mér hvort ekki sé orðið meir en tímabært að víkka umræðuna um Evrópumálin út og fjalla um utanríkismálastefnu okkar Íslendinga á 21. öld í víðara samhengi. Nokkrir tilburðir hafa verið til þessa hjá ykkur með umræðum um norðurslóðastefnu okkar og nauðsyn þess að þar verði mörkuð skýr stefna. Reyndar eigið þið öflugan bandamann í þeirri umræðu sem er forseti landsins Ólafur Ragnar Grímsson . Hann og þið reyndar líka hafið vakið athygli á nauðsyn þess að efla áherslur á samskipti við hin nýju stóru viðskiptaveldi í Asíu svo sem Kína og Indland og reyndar fleiri ríki austur þar.Í því sambandi er vert að muna eftir því að þrátt fyrir að EES samningurinn hafi verið allt í öllu í okkar utanríkisviðskiptum í 20 ár hefur EFTA stoðin ekki látið deigan síga því EFTA hefur víkkað út fríverzlunarsamninga sína jafnt og þétt undir forystu Sviss þannig að í gegnum EFTA njótum við Íslendingar nú fríverzlunar við lönd utan EES svæðisins sem hafa 440 milljónir íbúa. Þá á EFTA í viðræðum í dag um fríverzlun við ýmis lönd þar á meðal Indland og Rússland. Þessi fríverzlun myndi skaðast við inngöngu í tollabandalag Evrópusambandsins og ytri tollar ESB leggjast á innflutning frá löndum utan ESB.Evrópusamband Rómarsáttmálans með neitunarvaldi einstakra ríkja er ekki lengur til eftir að Lissabon sáttmálinn tók gildi. Fyrir okkur Íslendinga skiptir það grundvallarmáli við mat á því hvort aðild komi til greina. Sérstaklega kollvarpar sú breyting þeirri vernd sem ýmsir töldu felast í reglunni um hlutfallslegan stöðugleika. Með neitunarvaldi hefðum við sem aðildarþjóð geta varið okkar hagsmuni samkvæmt reglunni en eftir staðfestingu Lissabon sáttmálans er hún ein af þeim fjölmörgu reglum sem í framtíðinni verða ráðnar með afli atkvæða.Umræðan um Evruland og þörfin á enn frekari samruna en Lissabon sáttmálinn stefndi að gerir nú ráð fyrir samræmdri og væntanlega sameiginlegri skattheimtu og fjárlögum í einhverjum búningi .Þessi stefna sem er í mótun er skýr áminning um að stjórnmálamenn stærstu og áhrifaríkustu ríkjanna stefna leynt og ljóst að Evrópsku ríkjabandalagi til að treysta grunn Evrulands sér til verndar. Við þessar aðstæður tel ég það glópsku af okkar hálfu að reyna samning um aðild að Evrópusambandinu. Sambandi sem nú er væntanlega í hraðari þróun til Evrópsks ríkis en nokkuru sinni fyrr. Því er nauðsynlegt að endurmeta okkar stöðu frá grunni.Ein af meginröksemdum aðildarsinna hefur hingað til verið kosturinn sem talinn var fólginn í því að geta tekið upp Evru. Hún átti að færa stöðugleika og lága vexti og tryggja SÆLUNA Í EVRUSKJÓLKVÍUM . Allir sem vilja sjá og heyra skilja að þessi sýn var tálsýn eins og reyndar EVRAN sjálf í núverandi búningi. Aðild okkar að Evrubandalagi sem enginn veit enn hvernig verður í framtíðinni getur því ekki með nokkru móti réttlætt aðildarsamning okkar í dag.Það sem umræðan um vandann í Evrulandi hefur afhjúpað skýrt og afdráttarlaust er að Evrópusambandið er hagsmunabandalag Frakka og Þjóðverja og þeir ráða för í öllum meginatriðum. Ágætar greinar Tómasar Inga Olrich í Mogga að undanförnu og leiðari Björns á Evrópuvaktinni frá 9.07 undirstrika þetta rækilega. Við þessar aðstæður tel ég skynsamlegt að við Íslendingar endurmetum okkar utanríkisstefnu og reynum að greina okkar framtíðahagsmuni hlutlægt og yfirvegað. Tollabandalag Evrópusambandsins er ekki endilega besti kostur okkar í viðskiptum og getur jafnvel valdið talsverðum búsifjum í innlendum iðnaði hvort heldur er útflutningsiðnaði sem heimamarkaðgreinum.Hér að ofan nefndi ég að ekkert skjól væri lengur í reglunni um hlutfallslegan stöðugleika fyrir sjávarútveginn eftir Lissabon-sáttmálann. Útgáfa Bændasamtakanna á greinargerð Stefáns Más Stefánssonar prófessors um landbúnaðarpóltík ESB undirstrikar sömuleiðis að heimskautalandbúnaðurinn þe. finnska leiðin er ekki það skjól sem reynt hefur verið að telja okkur trú um. Það er athyglisvert að virða þessi mál nú og bera saman við þá vinnu sem áður var unnin hér á landi til undirbúnings EFTA aðildar og síðar inngöngunni í EES.EFTA undirbúningnum kynntist ég ekki fyrr en eftir inngöngu sem stjórnarmaður í FIÍ við eftirfylgni hinna svokölluðu EFTA loforða sem iðnaðinum voru gefin. Undirbúninginn að EES samningnum þekki ég hinsvegar mjög vel sem þáverandi formaður FIÍ sem lengst af var það félag sem leiddi umræðuna á vettvangi atvinnulífsins. Mér þykir augljóst af kynnum mínum af báðum þessum undirbúningsferlum að vinnan nú sé miklu lakari en sú rýnivinna sem unnin var við EFTA aðildina og EES samninginn og munar þar svo miklu að jafna verður til ábyrgðarleysis.Þar tel ég að öll umræðan um kosti EVRU aðildar sé yfirborðskennd og fyrst og fremst rekin sem trúboð en ekki á miklum rökum reist. Hér á landi hefur í raun aldrei verið unnin nein alvöru greiningarvinna um það hvort hinar hagrænu stoðir Evrunnar séu eitthvað sem henti okkar atvinnuvegum. Það er það sem öllu skiptir.Vandamálin í Evrulandi í dag hafa afhjúpað stóru blekkinguna um að Evra tryggi stöðugleika og lága vexti. Hitt er eftir að rýna hverra hagsmuna Evran og hágengispólitík ECB [Seðlabanka Evrópu] gætir fyrst og fremst og af hverju? Ég hvet því til þess að opin og hlutlæg umræða um öll málin hefjist nú áður en lengra er haldið og við endurmetum okkar stöðu. Þar er rétt að skoða alla kosti . Ekki eingöngu spurninguna um ESB aðild, rétt er að skoða eins og Norðmenn hvaða kostir eru í að endurskoða EES samninginn. Eða þá að kanna kosti þess að gera tvíhliða samning líkt og Sviss hefur gert.Þá er það rétt að kanna hvort EFTA getið verið okkar framtíðarvettvangur í samskiptum við Evrópusambandið. Hugsanlega gæti aðildarlöndum EFTA fjölgað þegar flóttaríki úr Evrulandi þurfa að finna sér nýja vettvang. Úrsögn úr Schengen samstarfinu er einnig sjálfsagt að ræða vegna vandamálanna sem því hafa fylgt í skipulagðri alþjóðlegri glæpasamstarfi. Ekki yrðum við eina þjóðin um það endurmat ef marka má fréttir upp á síðkastið. Ég ætla að láta þessu skrifum lokið að sinni. Ég mun hinsvegar senda ykkur síðar í þessum mánuði pistil um mínar hugmyndir um Evruna hennar hagrænu kosti og galla og hverjum bjöllurnar klingja í Evrulandi þegar hagsmunum Þýskalands er ógnað. |
18.12.2013 | 11:44
Göngum hreint til verks - slítum formlega aðlögun að ESB
NEI við ESB | |||||
Fjárframlög |
Göngum hreint til verks slítum formlega aðlögun að ESB.Fyrst birt í Morgunblaðinu 18. desember 2013.Óli Björn Kárason.Hafi menn haft siðferðilegar efasemdir um ákvarðanir vinstri stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, nýta menn fyrsta tækifærið sem gefst til að draga ákvarðarnir til baka - leiðrétta það sem gert var rangt.Auðvitað getur það verið tímafrekt að lagfæra og bæta það sem miður hefur farið. Það er ekki einfalt að endurreisa skattkerfið eftir að það var eyðilagt. Að ná hallalausum fjárlögum - stoppa blæðinguna - er ekki vafningalaust eða létt verk, allra síst þegar tekjustofnar eru veikir og leiðrétta þarf forgangsröðun í útgjöldum ríkisins. Að skjóta styrkari stoðum undir fjárhag heimilanna er langt í frá auðvelt eftir tæp fimm ár brostinna vona og fyrirheita.En á tæpum sjö mánuðum hefur ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tekist að rétta kúrsinn í mörgu. Fjárlög komandi árs verða hallalaus og þar með er lagður grunnur að stöðugleika og það sem skiptir ekki síður miklu; við munum ekki senda reikninginn til komandi kynslóða. Búið er að stíga fyrstu skrefin í lækkun skatta og tímabil »you ain't seen nothing yet-hótunarstefnunnar« er að baki. Umfangsmiklar aðgerðir þar sem komið er til móts við heimilin hafa verið kynntar. Uppbygging heilbrigðiskerfisins er hafin með réttri forgangsröðun. Þannig má nefna fleiri dæmi.Ávísun á vandræði.Í einu hafa ríkisstjórninni verið mislagðar hendur. Og kannski ætti engan að undra. Það er yfirleitt ávísun á vandræði þegar ekki er gengið hreint til verks. Í stað þess að slíta viðræðum um aðild að Evrópusambandinu með formlegum hætti, var ákveðið að gera á þeim hlé, sem fæstir vita hvað þýðir. Þannig hefur ríkisstjórnin skapað pólitíska óvissu, sem er með ólíkindum þegar haft er í huga að stjórnarflokkarnir eru báðir andvígir aðild.Umræðan um IPA-aðlögunarstyrkina er birtingarmynd af pólitískri óvissu sem hefur verið búin til. Stjórnmálamenn sem eru andvígir ESB-aðild geta aldrei samþykkt að tekið sé við greiðslum sem eru tengdar aðildarumsókn - engu skiptir hversu góð verkefnin eru sem fjármögnuð eru með styrkjunum. Það hefði verið rétt, eðlilegt og sanngjarnt af ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að gera ráðamönnum Evrópusambandsins grein fyrir því að Íslendingar tækju ekki við IPA-styrkjum, a.m.k. ekki á meðan hlé ríkir í viðræðum. IPA-styrkirnir eru ekki aðeins dæmi um að menn geta bæði átt og sleppt, heldur ekki síður hvernig trúverðugleiki skaðast, innanlands og utan.Slitið með formlegum hætti.Stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar er að verða það æ betur ljóst hversu pólitískt mikilvægt það er að ganga hreint til verks gagnvart Evrópusambandinu. Það verður ekki gert nema aðildarviðræðunum sé slitið með formlegum hætti með samþykkt þingsályktunar. Slíkt er í takt við grunnstefnu beggja stjórnarflokkanna.Þeir þingmenn, sem eru baráttumenn fyrir aðild að Evrópusambandinu, geta í framhaldinu lagt fram tillögu um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild. Með slíkri tillögu gæti formaður Samfylkingarinnar leiðrétt það sem miður fór í júlí 2009 þegar meirihluti Alþingis samþykkti að óska eftir aðild að Evrópusambandinu. Með klækjum og hrossakaupum var málið afgreitt. Um leið var felld tillaga um að bera aðildarumsóknina undir landsmenn í þjóðaratkvæði.Þeir sem hæst höfðu talað um beint lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur í mikilvægum málum komu í veg fyrir að kjósendur væru hafðir með í ráðum. Fyrirheit og samþykktir um beint lýðræði reyndust innantóm. Merkingarleysi fallegra loforða um þjóðaratkvæðagreiðslur var staðfest í tvígang í Icesave-deilunni.Víti til varnaðar.Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur vítin að varast frá valdatíma vinstri stjórnarinnar og þá ekki síst í utanríkismálum. Þar hafði Samfylkingin algjört forræði og lagði allt undir. En leiðin til Brussel reyndist torsótt og aðildarferlið komst í ógöngur þrátt fyrir yfirlýsingar um að Ísland fengi sérstaka flýtimeðferð. Í einfeldni sinni stóðu samfylkingar í þeirri trú að raunhæft væri að Ísland yrði fullgildur aðili að Evrópusambandinu þegar árið 2012.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hélt því fram í september 2011 að alla pólitíska forystu vantaði í umsóknarferlinu, enda stæði þáverandi ríkisstjórn ekki heilshugar að umsókninni. Hún taldi rétt að draga umsóknina til baka. Rúmum tveimur árum síðar er ljóst að mat Ingibjargar Sólrúnar var rétt.Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna var sjálfri sér sundurþykk. Lagt var af stað í vegferð til Brussel án þess að raunverulegur meirihluti væri fyrir henni á þingi og komið var í veg fyrir að þjóðin væri spurð álits. Þegar lagt er í vegferð illa nestaður er ekki von að vel fari.Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks verður að taka pólitíska forystu í aðildarmálum að Evrópusambandinu. Það er ekki hægt nema stefnan sé skýr og öllum ljós. Haltu-mér-slepptu-mér-biðstefnan mun fyrr eða síðar koma ríkisstjórninni í vandræði. Þess vegna verður að ganga hreint til verks slíta verður formlega aðlögun að ESB. |
22.11.2013 | 17:07
EES-samningurinn er aðför að viðskipta-frelsi Íslendinga
NEI við ESB | |||||
Fjárframlög |
EES-samningurinn er aðför að viðskipta-frelsi Íslendinga.Fyrst birt í Morgunblaðinu 22. nóvember 2013.Birgir Örn Steingrímsson.Margar furðulegar reglugerðir frá ESB hafa runnið umræðulaust í gegnum Alþingi. Reglugerðir sem hafa ekkert með Íslendskar aðstæður að gera og hafa jafnvel mjög skaðleg áhrif á efnahag landsins. Svo til undantekningarlaust hafa þingmenn sagt að ekki sé hægt að spyrna við fótum vegna EES-samningsins og því sé ástæðulaust að ræða málin. Sumar reglugerðirnar eru svo skaðlegar að halda mætti að embættismannakerfið á Íslandi væri í stríði við eigin þjóð.Dæmi um mjög skaðlegar reglugerðir eru reglugerðir sem leggja þær kröfur á innflytjanda vöru að sækja um vottorð frá vottunarstöðvum í Evrópu svo flytja megi vöruna til landsins. Innflytjendum er bent á að hafa samband við þessar vottunarstöðvar eða biðja framleiðanda vörunnar um það. Þessar íþyngjandi kröfur eru að færast á flestallar vörur sem fluttar eru til Íslands og nú síðast á bílainnflutning frá Bandaríkjunum. Þessi reglugerð setur verulegar hömlur á innflutning á bílum frá Bandaríkjunum vegna þess kostnaðar og tíma sem fer í að sækja umrædd vottorð. Þar sem Íslendski markaðurinn er mjög lítill munu Bandarískir bílaframleiðendur ekki standa í þeirri skriffinnsku heldur neita um afgreiðslu eða benda á söluaðila í Evrópu sem millilið.Það sama gildir um aðrar vörur sem þessar viðskiptahindranir gilda um og flytja á til landsins. Milliaðilinn í Evrópu, ef til er, leggur síðan 30-40% á vöruna og afleiðingin verður sú að stór hluti hagnaðar af verzlun á Íslandi rennur til Evrópu, svipað og gerðist á einokunartímanum þegar samþykki Danakonungs þurfti ef verzla átti við Íslendinga. Vegna þessara tæknilegu viðskiptahindrana ESB mun verð hækka, vöruúrval minnka og lífskjör versna til lengri tíma. Ekki verður hægt að reka það velferðarsamfélag sem við viljum hafa á Íslandi.Endurskoðun á EES-samningnum er nauðsynleg.Það er stórhættulegt fyrir litla eyþjóð, sem hefur svo til frá upphafi byggt lífsafkomu sína á verzlun, að loka sig inni í viðskiptablokk, þar sem oftar en ekki hagsmunir stærri ríkja ráða, eða getur einhver bent á hvaða hagsmuni Íslendskir neytendur hafa af því að geta ekki keypt bíla frá Bandaríkjunum? Þýskir og franskir bílaframleiðendur gleðjast hins vegar, enda eru þeir núna í góðri aðstöðu til að hækka verð á framleiðslu sinni sem seld er á Íslandi, enda um minni samkeppni að ræða.Reglugerð sem veldur því að ekki er lengur hægt að kaupa glóperur á Íslandi er af svipuðum meiði. Íslendskir neytendur eru þvingaðir til þess að kaupa sparperur vegna þess að Evrópusambandið vill reyna að minnka notkun á rafmagni framleiddu úr kolum og öðrum mengandi jarðefnum. Engu skiptir að þessar sparperur eru uppfullar af kvikasilfri og baneitraðar umhverfinu. Í Evrópu skiptir meira máli að draga úr notkun á óhreinni raforku. Hvað það kemur Íslendingum við, sem nota svo til eingöngu umhverfisvæna orku til raforkuframleiðslu, er erfitt að átta sig á. Þó á að þvinga okkur til að skipta og nota þessar eitruðu perur. Svona má lengi telja. Reglugerðaruglið frá ESB er fyrir löngu komið langt út fyrir alla skynsemi.Frjálsar þjóðir gera fríverzlunarsamninga.Þegar svo er komið að Alþingi er farið að samþykkja umræðulaust reglugerðir frá Brussel, sem ganga mjög gegn Íslendskum hagsmunum, hlýtur að vakna sú spurning hvort EES-samningurinn sé ekki orðinn verulegur baggi á Íslendsku þjóðinni og jafnvel farinn að brjóta gegn stjórnarskrá lýðveldisins. Reglugerðir sem samþykktar eru á þeim forsendum geta varla staðist lög. Í ljósi þess, er þá ekki orðið löngu tímabært að endurskoða EES-samninginn og færa hann til dæmis í átt að EFTA-samningnum sem gerður var á sínum tíma milli nokkurra ríkja Evrópu? Sá samningur var hagfelldari Íslendskum hagsmunum en EES-samningurinn er í dag og meira í ætt við fríverzlunarsamning frjálsra þjóða.Það er orðið löngu tímabært að Alþingi fari að huga að hagsmunum Íslands í samskiptum landsins við Evrópusambandið og það má alls ekki láta drauma einhverra embættismanna um ESB-aðild ráða meiru en þjóðarhagsmuni. Getur það verið að sumir Íslendskir embættismenn, sem eiga að gæta hagsmuna landsins í samskiptum við Evrópusambandið, séu ekki vissir um hvorum megin hollusta þeirra eigi að liggja? Hver er annars ástæðan fyrir því að reglugerðir sem eru stórskaðlegar Íslendskum hagsmunum eru lagðar fyrir Alþingi Íslands og þingmenn krafðir um samþykki þótt afleiðingar liggi ljósar fyrir? |
21.11.2013 | 14:33
Þremur kennt og öðrum bent - um valdsvið forseta Íslands
NEI við ESB | |||||
Fjárframlög |
Þremur kennt og öðrum bent - um valdsvið forseta Íslands.Fyrst birt í Fréttablaðinu 21. nóvember 2013.Vigfús Geirdal.Í 47. grein Stjórnarskrárinnar segir að nýkjörnir þingmenn verði að vinna drengskaparheit að stjórnarskránni eftir að kosning þeirra hefur verið tekin gild. Því mætti ætla að alþingismenn hefðu góða þekkingu á þeim grundvallarlögum sem þeir eru eiðsvarnir að virða og fara eftir. Nýlegar staðhæfingar þriggja fyrrverandi flokksleiðtoga og ráðherra, þeirra Steingríms J. Sigfússonar, Þorsteins Pálssonar og Össurar Skarphéðinssonar, fá mann því miður til að efast um að svo sé.Saka forsetann um þríþætt stjórnarskrárbrot.Allir þrír saka þeir forseta Íslands um að fara gróflega út fyrir verksvið sitt. Séu viðhorf þeirra dregin saman hefur forsetinn gerst sekur um þríþætt brot gegn stjórnarskránni:
Þetta eru alvarlegar ásakanir. Svo alvarlegar, að þingmennirnir Steingrímur og Össur hefðu samvisku sinnar vegna átt að beita sér fyrir því að Alþingi krefðist þess, samkvæmt 11. gr. stjórnarskrárinnar, að forsetinn yrði leystur frá störfum í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu. En hver er fóturinn fyrir þessum ásökunum?Hvað er stjórnarskrá?Stjórnarskrá lýðræðisríkis er ekki eitthvað sem menn fjalla um af léttúð. Nútímastjórnarskrár eru afkvæmi lýðræðisbyltinga 18. og 19. aldar, þegar valdi sem taldi sig ríkja »af guðs náð« (konungi og kirkju) var kollvarpað og fólkið tók æðsta valdið í sínar hendur. Eðli málsins samkvæmt er stjórnarskrá því leikreglur sem samborgararnir setja þeim sem þeir veita umboð sitt til að fara með hið þrískipta ríkisvald hverju sinni.Stjórnarskrá Íslands var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1944. Það þýðir að þjóðin er löggjafinn. Það þýðir að Stjórnarskráin verður aðeins skilin og túlkuð samkvæmt því sem í henni stendur. Engir hafa meiri rétt en aðrir til að lesa milli ímyndaðra lína, toga hana og teygja í þær áttir sem óskhyggjan vill.Forseti Íslands hefur umfangsmeiri völd en víða tíðkast.Stjórnarskráin kveður svo á strax í 2. grein, að forsetinn fari bæði með löggjafarvald og framkvæmdavald, ásamt annars vegar Alþingi og hins vegar ríkisstjórn. Þegar ákvæði 29. greinar eru svo höfð í huga, þ.e. vald til að fella niður saksókn, náða menn og veita almenna sakaruppgjöf, þá verður ekki annað sagt en forsetinn fari með dómsvald líka. Þessi völd forsetans eru undirstrikuð með þeirri staðreynd að handhafar forsetavaldsins eru æðstu fulltrúar löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvalds. Það undirstrikar líka völd forseta að hann er þjóðkjörinn.Það lýsir aðeins takmörkuðum lesskilningi þegar fullyrt er að forsetinn sé valdalaus samkvæmt 11. grein stjórnarskrárinnar, þ.e. »ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum«. Þetta ákvæði segir það eitt að hann verður ekki gerður ábyrgur fyrir gjörðum ráðherra (heldur ráðherrann sjálfur). Það gerir hann heldur ekki valdalausan að hann »lætur ráðherra framkvæma vald sitt«. Síst af öllu er ráðherrum hér veitt vald yfir orðum forseta og gjörðum.»Afnám þingræðis« og »alvarlegur formgalli« ?»Þingræði« er hvergi nefnt í stjórnarskránni. Það myndi þýða að þingið réði eitt og þjóðhöfðinginn væri valdalaus. En stjórnarskráin kveður á um þingbundna stjórn og jafnframt valdamikinn forseta. Forseti skipar ráðherra, leysir þá frá störfum og ákveður fjölda þeirra, og hann einn hefur vald til að rjúfa þing (að tillögu forsætisráðherra). Vantraust þings á ríkisstjórn nægir því ekki eitt og sér til að fella hana.Forseti hefur enn fremur stjórnarskrárbundið vald til að synja frumvörpum þingsins staðfestingar og vísa til þjóðarinnar. Undir þeim kringumstæðum verður forsetinn ekki sakaður um að afnema eitthvað sem ekki er í stjórnarskránni. Hann er hins vegar að láta reyna á lýðræðið.Þess er hvergi getið í stjórnarskrá að forseta beri að tilkynna synjun sína á ríkisráðsfundi. 16. grein stjórnarskrárinnar segir það eitt um ríkisráð að forsetinn sé þar í forsæti (!) og að ríkisstjórnin eigi að bera fyrir hann lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir (ekki beinlínis vitnisburður um völd ráðherra yfir forseta).Það getur ekki talist »alvarlegur formgalli« að hann tilkynni synjun sína á opinberum vettvangi og tali til þeirra sem málið varðar, þ.e. þings og þjóðar. Alþingi væri vissulega viðeigandi svið fyrir slíkan fund. Forsetinn hefur sem sagt ekki gerst sekur um nein þau stjórnarskrárbrot eða formgalla sem stjórnmálamennirnir þrír saka hann um.Rangtúlkun leysir engan vanda.Stjórnarskrá Íslands er rammalög og sem slík afar skýr. Menn kunna hins vegar að sjá á henni alvarlegar brotalamir. Þeir vankantar verða ekki sniðnir af með rangtúlkun. Slíkt verður aðeins gert með því að þjóðin setji sér nýja og nútímalega stjórnarskrá, lausa við forna drauga konungs- og kirkjuvalds. |
18.11.2013 | 11:15
Íslendingar eru fullsaddir af Eatwell lávarði og hugmyndum hans
NEI við ESB | |||||
Fjárframlög |
Íslendingar eru fullsaddir af Eatwell lávarði og hugmyndum hans.Fyrst birt í Morgunblaðinu 18. nóvember 2013.Ragnar Önundarson.Slitastjórn Glitnis, sem vinnur samvizkusamlega fyrir erlendu kröfuhafana, fékk Eatwell lávarð nýlega til liðs við sig. Lávarðurinn telur að traust og trúverðugleiki séu þau sjónarmið, sem helst beri að hafa í huga við afléttingu gjaldeyrishafta og lausn snjóhengjunnar. Til þess telur hann farsælla að ríkið leiti samninga í máli sem það á ekki aðild að, en að láta hart mæta hörðu fyrir dómstólum. Fullkomlega óljóst er hvað hann á við með þessu því ríkið er ekki aðili að neinu deilumáli við kröfuhafana.Eatwell bar að sögn saman nokkrar skýrslur frá hagsmunaaðilum og AGS, um þjóðhagslegt jafnvægi og afléttingu gjaldeyrishafta á Íslandi. Lávarðurinn komst svo að orði, að Íslendingar hefðu ákveðið árið 2008 að komast hjá greiðslufalli ríkisins og frestað þeim vanda til betri dags, sem enn væri ekki upp runninn. Hengjan varpi skugga á umræðu um efnahagsmál og stjórnmál, kæmi í veg fyrir eðlilega markaðsþróun, takmarki viðskipti, hamli erlenda fjárfestingu og dragi úr trúverðugleika hagkerfisins. Hann virðist ekki vita að frjálsir flutningar fjármagns stóðu aðeins í einn áratug og að Ísland var eitt mesta hagvaxtarsvæði Evrópu alla síðustu öld, þrátt fyrir langvarandi hömlur á gjaldeyrisviðskipti.Úrræðalítill lávarður.Slitastjórn Glitnis keypti álit hjá Eatwell á þjóðhagslegum álitaefnum við uppgjör þrotabúa gömlu bankanna og hann hefur unnið einlæglega og samvizkusamlega fyrir launum sínum. Einn stærsti vandinn varðar þær eignir sem kröfuhafar eiga hérlendis, en bíða eftir að koma úr landi. Eatwell sá litla möguleika á lausn sjóhengjunnar. Grípa yrði til stórtækra aðgerða, svo sem eignasölu, endurskipulagningu skulda eða nota stórtæka erlenda fjárfestingu í því skyni. Einhvers konar blanda af þessu kæmi vitaskuld vel til greina, en æskilegast væri að Íslendsk stjórnvöld, sem eins og fyrr sagði eiga enga aðild og kröfuhafar kæmust að sameiginlegri niðurstöðu, sem væri báðum hagfelld og til þess fallin að viðhalda og styrkja trúverðugleika hagkerfisins og gengi Íslendsku krónunnar.Eatwell vill að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verði fenginn til að fylgjast með og veita samkomulaginu blessun sína, slíkt skapi traust á samningnum. Augljóst er, að ef ríkið fer að ráðum lávarðarins og skiptir sér af málum mun ríkisábyrgð verða efst á óskalista þeirra sem við förum bónarveginn að. Við vitum að handjárnin frá AGS eru úr rið-fríu stáli og réttum varla fram hendurnar bara af því að lávarðurinn telur það henta.Frjáls flutningur fjármagns.Með aðild að EES skrifuðum við undir »fjórfrelsið«, frjálsa flutninga vöru, þjónustu, vinnuafls og fjármagns. Sívaxandi frelsi í viðskiptum og framfarir í flutningatækni hafa gert þjóðum kleift að nýta hlutfallslega yfirburði sína og þannig verið drifhjól efnahagslegra framfara í veröldinni í meira en 200 ár. Til að þessi áhrif náist þurfa markaðir að vera vel skipulagðir, eins frjálsir og við verður komið og háðir ströngum reglum til að tryggja siðferði í viðskiptum og hindra viðleitni manna til að misnota þá. Hið síðasttalda, frjálsir flutningar fjármagns, er vandmeðfarnast. Ástæðan er sú að aldrei er jafnvægi í eftirspurn og framboði á fjármagnsmarkaði. Það eru engar náttúrulegar takmarkanir á eftirspurninni. Peningar eru hvorki »vara« né »þjónusta« heldur ávísun á vöru eða þjónustu. Allir geta endalaust bætt við sig peningum, en sama gildir ekki um vörur, þarfirnar takmarka eftirspurnina.Í veröld frjálsra flutninga fjármagns er skeytingarleysi um áhrif hagþróunar á velferð allsráðandi. Haldið er fram að hinir of ríku muni láta peningum sínum »rigna« yfir hagkerfið á ný en hið rétta er að »þangað safnast fé sem fé er fyrir«. Kapítalisminn er að ganga sér til húðar því það eru eingöngu fjársterkir neytendur sem geta knúið aflvélar hans. Niðurstaðan er sú að endurskoða verður fjórfrelsið, það er ekkert sáluhjálparatriði að koma hlutunum aftur í það fyrra far sem til ófarnaðar leiddi.Útgönguskattur.Seðlabankinn hefur nú haldið gjaldeyrisuppboð í nær þrjú ár. Reynslutölur sýna að hinir landluktu fjárfestar eru reiðubúnir að greiða 35-40% álag fyrir að fá að koma peningum úr landi. Þeir hafa kyngt þessu möglunarlaust, í ljósi þess að þeir ætluðu sér að græða vel þegar þeir færðu fjármuni sína hingað, vitandi um að ávöxtun og áhætta haldast í hendur. Fulltrúar erlendra kröfuhafa hafa lengi sagt að þeir muni sætta sig við að gefa eftir innlendar eignir sínar ef þeir fái að fara með þær erlendu. Það jafngildir þessu hlutfalli sem reynslutölur sýna að greitt hefur verið óformlega fyrir útgöngu.Íslendsk lög mæla fyrir um, að þrotabú skuli gerð upp í krónum og því hvílir skilaskylda á erlendum eignum þrotabúa. Við eigum greinilega þann kost að leggja á útgönguskatt. Að auki þarf að tryggja aðgang að verulegum fjárhæðum til viðbótar, til að tryggja gjaldeyrisstöðu landsins. Mér er kunnugt um að fjárfestar kenndir við »Private Equity«, einkum í Bandaríkjunum hafa áhuga á að koma að málum, en vilja helst gera það í samstarfi við fjárfesta með staðarþekkingu. Lífeyrissjóðirnir einir koma til greina.Allt er þegar þrennt er.Við bárum gæfu til þess með Neyðarlögunum að blanda ekki ríkisábyrgð inn í einkaréttarleg vandræði erlendra lánardrottna, sem farið höfðu offari í stjórnlausum lánveitingum sínum til Íslendskra einkabanka, fullkomlega skeytingarlausir um hag okkar. Þjóðin bar í annað sinn gæfu til að hafna hugmyndum um ríkisábyrgð á Icesave deiluna. Í bæði skiptin glampaði á rið-frítt stál með áletruninni »AGS«. Nú læðist freistarinn enn að okkur, að þess sinni klæddur kápu Eatwell lávarðar og enn erum við beðin að rétta fram hendurnar. Við erum hins vegar fullsödd af endalausum hugmyndum um ríkisábyrgðir. Hann má vel eta þær ofan í sig. Það eru önnur úrræði nærtækari fyrir stjórnvöld sjálfstæðs ríkis. |
7.11.2013 | 13:47
Byggir sveigjanleiki krónunnar á vanþekkingu um áhrif gengisfellinga?
NEI við ESB | |||||
Fjárframlög |
Byggir sveigjanleiki krónunnar á vanþekkingu um áhrif gengisfellinga?Fyrst birt í Fréttablaðinu 07. nóvember 2013.Leifur Þorbergsson.Í umræðu um framtíðarskipan peningamála á Íslandi ber iðulega á góma mikilvægi sveigjanleika Íslendsku krónunnar. Er þar átt við þann sveigjanleika sem felst í því að geta aðlagað vexti og gengi krónunnar að efnahagslegum raunveruleika með því markmiði að jafna út hagsveiflur og viðhalda ytra jafnvægi hagkerfisins.Fáir virðast draga í efa mikilvægi þessa eiginleika. Þeir sem eru fylgjandi krónunni tala um að sveigjanleiki krónunnar hafi bjargað Íslandi eftir hrun, en þeir sem kalla eftir notkun alþjóðamyntar segja sveigjanleikann of dýru verði keyptan. En hversu mikilvægur er sveigjanleikinn?Samanburður er gagnlegur.Eistland og Lettland eru smáríki í Evrópu sem líkt og Ísland lentu í miklum hremmingum í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar árið 2008. Ólíkt Íslandi þá höfðu þessar þjóðir á árunum 2004-2005 gengið í EMR II myntstarfið þar sem gjaldmiðlar landanna voru festir við evru. Þessar þjóðir gátu því ekki nýtt sér sveigjanlegt gengi til að auka útflutning og örva eftirspurn eftir innlendri framleiðslu. Gengið var blýfast.Þrátt fyrir fast gengi hefur útflutningur þessara tveggja Eystrasaltsríkja aukist talsvert umfram útflutning Íslands frá árinu 2007. Gengi Íslendsku krónunnar lækkaði um 49% miðað við Evru, milli áranna 2007 og 2009, en þrátt fyrir það voru Íslendsk útflutningsverðmæti ársins 2010 einungis 3% meiri heldur en árið 2007. Eftir það hefur útflutningur aukist nokkuð (m.a. vegna veiða á makríl), en þó verulegum mun minna en í áðurnefndum Eystrasaltsríkjum.Þá má spyrja sig hvort sveigjanleiki krónunnar hafi leitt til þess að neytendur hafi skipt innfluttum vörum út fyrir innlenda framleiðslu. Þrátt fyrir að innflutningur hafi dregist verulega saman hefur sá samdráttur í tiltölulega litlum mæli leitt til staðkvæmdaráhrifa fyrir innlenda framleiðslu. Vandfundnir eru t.d. þeir Íslendingar sem skiptu úr Íslendskum í erlendar landbúnaðarvörur þegar gengi krónunnar hækkaði á árunum 2004-2007 og jafnframt fáir sem keyptu Íslendska bíla í stað japanskra eða notuðu Íslendskt timbur við húsbyggingar á árunum þegar gengi krónunnar var lágt.Neikvæð áhrif gengisfellinga eru augljós.Staðreyndin er því sú að sveigjanleiki krónunnar hefur sögulega fyrst og fremst lýst sér í því að ytra jafnvægi hagkerfisins er aðlagað í gegnum lækkun á alþjóðlegum kaupmætti Íslendskra neytenda. Þetta er vissulega ákveðin tegund sveigjanleika, en líklega ekki sú framleiðsludrifna aðlögun sem flestir sækjast eftir með sveigjanlegu gengi. Reynsla Eistlendinga og Letta sýnir að ýmsir aðrir þættir spila inn í þá jöfnu en fyrirkomulag gjaldeyrismála.Af þessu má ætla að sveigjanleiki gjaldmiðils gegni ekki jafn mikilvægu hlutverki í litlu hagkerfi sem byggir útflutning sinn í megindráttum á nýtingu náttúruauðlinda. Á sama tíma eru neikvæðu áhrifin augljós. Í Íslandsskýrslu McKinsey um hagvaxtarmöguleika Íslands segir að alþjóðageirinn muni þjóna lykilhlutverki í útflutningsvexti næstu ára. Til þessa geira flokkast þau fyrirtæki sem eru í samkeppni á erlendum mörkuðum og eru að mestu óháð staðbundnum auðlindum landsins. Fyrirtæki eins og Össur, Marel og CCP. Sé gengið á milli þessara fyrirtækja og stjórnendur þeirra spurðir hvernig fyrirkomulag peningamála myndi helst þjóna þeirra hagsmunum væri svarið nær undantekningarlaust hið sama. Þeir biðja um stöðugleika, ekki sveigjanleika.Stjórnvöld munu því eiga erfitt með að komast hjá því að svara þeim áleitnu spurningum sem fyrir liggja um framtíðarskipan peningamála. Ef ávinningur af sveigjanleika krónunnar er takmarkaður hlýtur endanlegt markmið að felast í breyttu fyrirkomulagi gjaldmiðlamála. Stóra spurningin er þá hver sú leið eigi að vera?Svarið er augljóst: Ríkisdalur undir stjórn myntráðs. |
21.10.2013 | 11:06
Schengen-heilkenni Íslendskra embættismanna
NEI við ESB | |||||
Fjárframlög |
Schengen-helkenni Íslendskra embættismanna.Fyrst birt í Morgunblaðinu 21. október 2013.
|
6.9.2013 | 11:25
Sigurður Ingi Jóhannesson: Plenty of Fish in Iceland's Seas
NEI við ESB | |||||
Fjárframlög |
Plenty of Fish in Icelands Seas.Fyrst birt í The Wall Street Journal 08. ágúst 2013.Sigurður Ingi Jóhannsson.Icelands recently elected government has a renewed sense of purpose to resolve the international dispute over mackerel catch levels in the northeast Atlantic. Yet rather than pushing toward a fair outcome, aggressive talk of trade sanctions from Brussels is harming the effort to seal a lasting shared-quota agreement.Iceland is dealing with an unexpected explosion in the number of mackerel in our waters. Cooperation and diplomacy, not illegal sanctions, are needed to manage the stock together. Our position is clear and unchanged: We want to sit down and reach a fair, lasting solution for all of Europes coastal states. The EUs decision last week to move forward with sanctions against the Faroe Islands sets an unfortunate precedent.Since 2010, Iceland has repeatedly offered concrete proposals that would have solved the dispute, including five public requests this year to reconvene the relevant coastal statesIceland, the Faroe Islands, Norway and the European Union, which represent Scotland and Ireland, among others, in this disputefor urgent talks. These efforts were rejected.Given the lack of action from other countries, Icelands new government, which took office after Aprils election, decided to take bold action to restart negotiations. We reached out to our counterparts with the offer to host multilateral talks as soon as possible. We are pleased that the EU, Norway and the Faroe Islands have confirmed they will attend these new talks, which are scheduled for early September (7-8 September). Norways participation is especially encouraging: The Norwegian government previously stated that it was not in a position to negotiate until after Septembers elections.We hope this step removes any doubt about Icelands desire to reach a science-based solution that protects the mackerel stock. Just as important, we hope it shows that negotiations, not nasty rhetoric blaming Iceland and threatening sanctions, are the right approach. Icelanders have to wonder: Is the EU really considering sanctioning our country, a longstanding European ally and close neighbor, as if it were a pariah state? Such an extreme measure would represent a failure of diplomacy.The situation escalated last month at an EU fisheries ministers meeting in Brussels, where Maria Damanaki, the European commissioner for fisheries, said that a decision on sanctioning Iceland and the Faroe Islands would be made soon. Following her comments, Iceland reiterated that sanctions would be in breach of World Trade Organization and European Economic Area agreements. They would also be harmful to both the British and Icelandic economies, and would further block a diplomatic resolution.It is important to step back and understand how we got into this predicament. Since 2010, each of the countries involved has set a voluntary quota on the amount of mackerel caught each year. In keeping with Icelands heritage of responsible fisheries management, we lowered our 2013 catch by 15% in February, in line with advice from the International Council for the Exploration of the Sea.Because these quotas are self-imposed and there is no limit on the collective catch, however, mackerel is being overfished. This hurts everyone in the long run. But it harms Iceland disproportionately.Recent studies by marine-research organizations in Iceland, Norway and the Faroe Islands found 1.5 million tons of mackerel in Icelandic waters in 2012, compared to 1.1 million tons in 2010 and 2011. Prior to 2006, mackerel migrations into Icelandic waters were small and sporadic. The increase since then is thought to be a result of rising water temperatures, which provide favorable conditions for summer feeding. Today up to 30% of the entire mackerel population is found in Icelands waters during the summer, when the fish swarm into our harbors and fjords and put other species at risk with their voracious appetites.These facts have been ignored in setting the latest quotas. Each countrys fair share must be based on population levels recorded in 2013, not in 2003, when almost no mackerel inhabited Icelands waters. Yet this fishing season the EU and Norway unilaterally claimed 90% of the scientifically recommended total 2013 mackerel catch, leaving only a combined 10% for Iceland, the Faroe Islands and Russia (which is not a party to this dispute).Far more than a tenth of the total mackerel population is in Icelands waters. All of the coastal states need to reduce their catch, not just Iceland. Threats of EU sanctions are a roadblock standing in the way of constructive talks. In cooperation with our European neighbors, Icelands new government is committed to finding a fair, reasonable, science-based solution. Lets come together like the close friends that we are, rather than continue this harmful standoff.<><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><>04 September 2013.Sigurður Ingi Jóhannsson, Iceland's Minister of Fisheries and Agriculture, stated:
|
21.8.2013 | 16:41
John Quincy Adams forseti Bandaríkjanna fjallaði um islam
NEI við ESB | |||||
Fjárframlög |
John Quincy Adams forseti Bandaríkjanna fjallaði um islam.Fyrst birt í Morgunblaðinu 21. ágúst 2013.
|
16.8.2013 | 19:33
Evrópulestin er farin af sporinu, enda frá upphafi fullkomin draugalest
NEI við ESB | |||||
Fjárframlög |
Evrópulestin er farin af sporinu, enda frá upphafi fullkomin draugalest.Fyrst birt í Morgunblaðinu 16. ágúst 2013.
|
NEI við ESB | |||||
Fjárframlög |
Nokkur orð um IPA styrki - skaðlegt mútufé sem er kosnaðarsamt að þiggja.Fyrst birt í Morgunblaðinu 13. ágúst 2013.Hlynur J. Arndal.Undanfarna daga hefur hávær kór grátið mikið vegna missis IPA styrkja. Ríkisútvarpið reið á vaðið og hefðbundnir álitsgjafar þess gáfu til kynna að þetta gæti haft veruleg áhrif á atvinnuástand og þar með efnahag landsins. Það kemur ekki á óvart að Ríkisútvarpið sleppi að nefna framlög Íslendskra skattgreiðenda sem koma eiga á móti IPA styrkjum, en ég varð fyrir vonbrigðum með Morgunblaðið hvað þetta varðar.Morgunblaðið hafði þó eftir tollstjóra að á móti IPA styrk að fjárhæð 945 millj. til að endursmíða tollkerfið svo það passi við ESB, yrðu Íslendskir skattgreiðendur að borga 1.150 millj.kr. Sannleikurinn er sá að á móti IPA framlögum þurfa Íslendingar að borga verulegar fjárhæðir og þessu þurfa fjölmiðlar að koma á framfæri ef þeir ætla að standa undir nafni. Með öðrum orðum leiða þessi framlög Íslendskra skattgreiðenda til þess að minna fé verður aflögu í brýnni verkefni.Niðurfelling IPA styrkja er himnasending fyrir fjárvana ríkissjóð.Í annars ágætri umfjöllun Morgunblaðsins um verkefnin sem styrkirnir áttu að renna til, verður ekki annað séð en að þetta séu verkefni sem mega missa sín, þegar þjóðin getur ekki rekið spítala nema með harmkvælum, missir fjölda lækna úr landi, hefur ekki pláss fyrir aldraða og líknardeildir hafa ekki möguleika að taka við dauðvona fólki nema tryggt sé að stutt sé í andlátið.Einnig má nefna niðurskurð í löggæslu. Undanfarin ár hefur megnið af fyrirsögnum fjölmiðla snúist um yfirgripsmikla niðurskurði á opinberri þjónustu við almenning, en það virðast nægir peningar vera til að innleiða vatna- og flóðatilskipanir ESB og um líf fugla. Ég skora á fólk að lesa þetta yfirlit Morgunblaðsins. Þetta er fróðlegur lestur.IPA-styrkirnir eru skaðlegt mútufé og kostnaðarsamt fyrir Ísland.Niðurfelling IPA styrkja er ennfremur mikil ávinningur fyrir almenning ef þetta verður til þess að nýjar reglugerðir sem unnið hefur verið að, verða ekki innleiddar. Má þar nefna nýju byggingarreglugerðina sem leiða mun til hækkunar á byggingarkostnaði lítilla íbúða um allt að 1,5 millj.kr, sem aðallega bitnaði á ungu fólki sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Ef bætt er við fjármagnskostnaðinum við að taka hærri húsnæðislán, má reikna með að þessi aukakostnaður verði ekki undir 2 millj.kr á íbúð.Atvinnurekendur ættu að fagna því að ekki verði þörf á því fyrir launþega að hefja kjarabaráttu til að brúa þetta bil og taka ekki undir vælukór þeirra sem sakna styrkjanna. Ef tekst að byggja aðeins 1700 til 2000 íbúðir áður en þessi reglugerð tekur gildi, þá munu kaupendur þeirra spara um 4 milljarða sem er meira en nemur glötuðum IPA styrkjum.Mig grunar að slíkur sparnaður almennings sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Núverandi ríkisstjórn hefur skipað nefnd til að koma með tillögur til sparnaðar í ríkisrekstri. Mín tillaga er að nefndin yfirfari allar reglugerðir sem tekið hafa gildi sem liðir í aðlögunarferli ESB og bregði á þær þeirri mælistiku, hvort tilurð þeirra hafi orðið til þess að auka kostnað almennings eða ríkissjóðs. Síðan á ekki að hika við að varpa þeim reglugerðum fyrir róða sem hafa leitt til aukins kostnaðar nema þar sem ávinningur er annað hvort þegar í hendi eða hafinn yfir allan vafa. |
13.8.2013 | 13:06
Moskur í Reykjavík eru ógn við öryggi allra landsmanna
NEI við ESB | |||||
Fjárframlög |
Moskur í Reykjavík eru ógn við öryggi allra landsmanna.Fyrst birt í Morgunblaðinu 10. ágúst 2013.Ásgeir Ægisson.Borgarstjórn Reykjavíkur vinnur nú að því að afhenda einu trúfélagi múslima hér á landi lóð til byggingar mosku á einum besta stað í Reykjavík. Margir hafa tjáð sig og varað við þessari byggingu og uppgangi íslams á Íslandi. Og ekki að ástæðulausu. Annað félag múslima hefur nú þegar opnað mosku í Ýmishúsi við Skógarhlíð. Ef horft er til nágrannalanda okkar má sjá hvaða áhrif mikil fjölgun múslima þar hefur haft.Í borgum Evrópu hafa myndast gettó þar sem múslímar lifa við atvinnuleysi og fátækt og eru að miklu leyti háðir félagslegri aðstoð. Oftar en ekki byggjast hverfi múslíma upp í kringum moskurnar og svo myndi einnig verða hér. Sumstaðar í Evrópu stefnir jafnvel í að heilu borgirnar verði þar senn á valdi múslíma. Með tilkomu moska fylgja svo klerkarnir og þá harðnar allt stjórnkerfi íslams til muna. Kúgun kvenna í samfélagi múslima versnar, kröfur um sérmeðferð til handa múslimum aukast, kröfur um sérstök bænaherbergi í skólum og vinnustöðum, kröfur um sérstaka meðferð í föstumánuðinum ramadan og svo má lengi telja. Og klerkunum fylgir svo íslömsk pólitísk og trúarleg innræting með andúð á gestgjafasamfélaginu, lögleysu, óeirðum og hryðjuverkaárásum. Bretar og Frakkar hafa fengið að kynnast þessari hlið íslams ítrekað, og nú nýlega Svíar. Klerkar múslíma hafa dómaravald og geta ógnað og dæmt þá sem fylgja ekki reglum íslams eða vilja yfirgefa trúna.Ein birtingarmynd þess eru hin viðurstyggilegu »heiðursmorð« þar sem ungar stúlkur og konur eru myrtar af eigin fjölskyldumeðlimum fyrir það að fylgja ekki reglum íslams og klerkanna. Brotthvarf frá íslam er dauðasök samkvæmt sharía og morð foreldra á eigin börnum eru ekki refsiverð í sharía. Getur illskan orðið augljósari en þetta? Ef formleg moska verður byggð hér á landi mun allt þetta fylgja eins og gerst hefur í öðrum löndum. Verst verða áhrifin á þá múslima sem nú þegar búa á Íslandi, konur þeirra og börn. Íslam er einungis að litlu leyti trú, en réttara er að lýsa því sem heildstæðu kúgandi pólitísku stjórnkerfi sem tekur til allra þátta mannlífsins.Hrottinn Múhameð.Ég hef lesið Kóraninn og stóran hluta annarra trúarrita Múhameðstrúar, svo sem elstu ævisögu Múhameðs og mikið af frásögnum af atburðum í lífi hans og túlkanir á versum Kóransins. Allt þetta efni er til í enskum þýðingum og mest af því er aðgengilegt ókeypis á Netinu. Þar kemur fram svo ekki verður um villst að Múhameð var hið versta illmenni, morðingi, nauðgari, barnaníðingur, lygari, sadisti, ræningi og glæpaforingi. Ein ljótasta hlið íslams er kúgun kvenna og kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Múhameð giftist Aishu þegar hún var 6 ára og hafði kynmök við hana 9 ára (eða 8 ára í sólárum). Sem sagt, hann nauðgaði henni við 9 ára aldur og misnotaði hana reglulega uppfrá því. Þetta er ástæðan fyrir því að sharía, lögmál íslams, leyfir körlum að giftast stúlkubörnum allt niður í 6 ára gamlar. Mörg slík tilfelli er að finna í Afganistan í dag. Kóraninn líkir konum við búfénað og á mörgum stöðum í trúarritum íslams eru réttindi kvenna sett lægri en karla.Múslímar halda því oft fram að Kóraninn sé fögur og fullkomin bók og leiðarvísir í lífi þeirra, sbr. viðtal við tvær Íslendskar múslimakonur sem birtist nýverið í vikublaðinu Fréttatíminn. Um Kóraninn er það að segja að það er fáránleg bók. Enginn söguþráður kemur þar fram, atburðir eru settir fram samhengislaust og í mjög svo ruglingslegri tímaröð. Frásagnarformið skiptir stöðugt um stíl, Allah talar um sjálfan sig ýmist í eintölu eða fleirtölu, 1. persónu eða 3. persónu. Þar koma fram stöðugar endurtekningar, fáránlegar fullyrðingar, ógnanir og bjagaðar útgáfur af frásögnum úr Biblíunni. Enginn skýr siðferðisboðskapur kemur þar fram. Það sem sagt er á einni síðu er fellt niður á þeirri næstu, það sem kann að virðast friðsamlegur boðskapur í einum kafla er fellt úr gildi í öðrum kafla með ljótasta ofbeldisáróðri. o.s.frv. Að lesa þessi rit er ekki auðvelt og ég hefði líkast til kastað þessu öllu frá mér nema vegna brennandi áhuga á að skilja þá menningu sem um milljarður manna lifir nú við og við fáum stöðugt fréttar af úr löndum múslima.Samkvæmt trúartextum Múhameðstrúar er jihad (»heilagt stríð«) skylda hvers múslima og eina örugga leið hans til paradísarvistar hjá Allah. Jihad er það að drepa og vera drepinn í baráttu fyrir Allah og Múhameð eða styðja slíka baráttu fjárhagslega - og þar eru öll meðul leyfileg. Laun jihadistanna eru kynlíf og áfengi. 72 hreinar meyjar og heilu fljótin af áfengi er það sem bíður jihadistanna hjá Allah. Á tímum Múhameðs var jihad að mestu ránsferðir og leið fylgjenda hans til að ná sér í verðmæti og þræla, og Múhameð fékk ávallt sinn fimmtung af ránsfengnum. Þeir sem lofuðu að ganga í lið með Múhameð fengu þó að sleppa frá ránum hans og árásum. Jihad er órjúfanlegur hluti af íslam og ein aðalástæðan fyrir þeim stríðsátökum, hryðjuverkum og ofbeldi sem múslimar beita. Að halda að jihad muni ekki fylgja moskum á Íslandi er hreinn og beinn barnaskapur. |