Vilja Íslendingar stjórnarform »sem ekki ætti sinn líka á Vesturlöndum«

  
  
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.

 

 

Vilja Íslendingar stjórnarform »sem ekki ætti sinn líka á Vesturlöndum«

 

Fyrst birt í Morgunblaðinu 11. marz 2013.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

Eitt heldsta áhugamál Samfylkingar er að afnema lýðveldi/þjóðveldi á Íslandi og formfesta höfðingjaveldi í þess stað, til að þóknast hagsmunum Evrópskra nýlenduvelda. Þessir kjölturakkar Evrópusambandsins virða hvorki lög landsins né almennar siðareglur í samskiptum manna. Samfylkingin hefur komið þessu áhugamáli það langt áleiðis, að fyrir Alþingi liggur lagafrumvarp um nýgja stjórnarskrá, sem er svo illa unnið að er flutningsmönnum til háðungar. Það er þó miklu verra, að þessi drög að nýrri stjórnarskrá formfesta höfðingjaveldi í landinu og gera þannig ráð fyrir að almenningur afsali sér fullveldisréttindum sínum.

 

Þótt Charles-Louis Montesquieu (1689-1755) sé tvisvar nefndur á nafn í greinargerð með lagafrumvarpinu, er ljóst að hans er einungis getið til að varpa ryki í auga almennings.  Raunar er mikilvægum þáttum lýðveldisins varpað fyrir róða með tali um »að samfélagið hafi þróast mjög mikið frá dögum Montesquieu og fjölmiðlar um árabil verið nefndir fjórða valdið, auk þess sem fjármagni fylgi einnig óneitanlegt vald«. Svona umræða um stjórnarform ríkisins bendir annað hvort til geðveilu flutningsmanna, eða eindregins vilja til að afvegaleiða umræðuna. Varla hefur hið ólöglega stjórnlagaráð hugleitt að fjölmiðlum og fjármagnseigendum væri veitt stjórnarskrárbundin aðkoma að ríkisvaldinu.

 

Hugmyndir um þingræði er ógn við fullveldisréttindi þjóðarinnar.

 

Annars er Samfylkingin ekkert að fela fyrirætlanir sínar, um að koma á höfðingjaveldi. Í greinargerðinni kemur orðið »þingræði« fyrir 90 sinnum, en eins og menn vita er þetta dulnefni notað fyrir höfðingjaveldi. Lykórgos, sem samdi stjórnarskrá Spörtu fyrir um 2900 árum, hefði gefið þessu frumvarpi lága einkun. Höfðingjaveldi (óligarxía) var stærsta ógnin við hugsjónir Spartverja um jafnrétti og lýðræði. Þetta skildu líka þeir sem sömdu stjórnarskrár Bandaríkjanna 1787 og Franklands 1792. Þeim sem beygðu sig í duftið fyrir Icesave-kúguninni, er auðvitað trúandi til allra óþrifaverka.

 

Sú umræða sem farið hefur fram um frumvarpið, gefur almenningi innsýn í fátæklegan hugarheim Samfylkingarinnar. Stjórnarskrá er fyrst og síðast forskrift að stjórnkerfi ríkisins, fyrirmæli um það hvaða stofnanir fara með löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Mikilvægast er þó að skýrt komi fram hver fer með fullveldi ríkisins og varla getur það farið fram hjá nokkrum manni, að í lýðveldi fer almenningur með fullveldisréttinn, hvorki einvaldur né einhver hópur höfðingja. Stjórnarská lýðveldis verður einnig að svara því, hvaða fullveldisréttindi almenningur ætlar að fara með sjálfur og hvaða réttindi eru af hagkvæmni-ástæðum falin öðrum aðilum. 

 

Stjórnarskrá Samfylkingar er atlaga að lýðveldi á Íslandi.

 

Yfirstandandi atlaga að Lýðveldinu hófst á árinu 2010 með svonefndum þjóðfundi. Á fundinum leituðust handvaldir fulltrúar við að skilja handvalin hugtök í Íslendskri tungu. Þetta starf gekk alveg bærilega, nema hvað þau hugtök sem varða mismunandi stjórnarform ríkja voru ekki til umræðu. Þrjú þúsund ára saga lýðvelda og annara stjórnarforma var ekki til umræðu og þá ekki heldur tilurð og þróun lýðvelda síðustu 200 árin. Sannast sagna var þjóðfundurinn 2010 gagnlaus samkvæmisleikur. Sú frumvinna sem breyting stjórnarskrár krefst, hefur ekki ennþá verið framkvæmd.

 

Þjóðfundurinn var þó einungis inngangur að leikhúsi fáránleikans. Á árinu 2010 var einnig kosið til svonefnds Stjórnlagaþings. Ágallar á skipulagi og framkvæmd kosninganna voru slíkir að Hæstiréttur taldi þær ógildar. Auk þeirra atriða sem kærð voru til Hæstiréttar, var jafnréttisákvæði Stjórnarskrárinnar (65.grein) einnig brotið og ólýðræðislega staðið að kosningunni, því að Samfylkingin rak kosningabaráttu eins og um listakosningu væri að ræða. Á daginn kom, að nær allir sem hlutu kosningu voru stuðningsmenn Samfylkingarinnar.

 

Forseti Lýðveldisins og fræðimenn fordæmda tilraun Samfylkingar.

 

Til að bíta höfuðið af skömminni, var niðurstaða Hæstaréttar að engu virt, heldur skipaði Samfylkingin sitt fólk í svonefnt Stjórnlagaráð, með atkvæðum minnihluta Alþingismanna. Fræðimenn hafa fordæmt þau óvönduðu vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við samningu fyrirliggjandi stjórnarskrár Samfylkingarinnar. Þetta aumkunarverða plagg mun hljóta sinn sess á ruslahaug sögunnar.

 

Í nýársávarpi sínu fjallaði forseti Lýðveldisins um frumvarp Samfylkingar að nýrri stjornarskrá. Þar benti hann á, að frumvarpið myndi skapa: »allt annað stjórnkerfi en við höfum búið að frá lýðveldisstofnun; yrði tilraun um stjórnkerfi sem ætti sér engan líka á Vesturlöndum«. Þetta er rétt mat hjá forsetanum. Samfylkingin er vitfirrtur flokkur, sem ekki er á vetur setjandi. Samfylkingin lagðist hundflöt fyrir Icesave-kúgun nýlenduveldanna og hefur forgöngu um að Ísland verði innlimað í Evrópusambandið. Allur ferill Samfylkingar og forvera hennar Alþýðuflokks, er varðaður þjóðsvikum.

 

 

 

 

 

Sannast sagna var þjóðfundurinn 2010 gagnlaus samkvæmisleikur.

Sú frumvinna sem breyting stjórnarskrár krefst,

hefur ekki ennþá verið framkvæmd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband