Kæra: Starfsemi Evrópustofu er margfalt brot á landslögum !

 

Stjórnarskráin

Áskorun til forseta  Íslands

Peningastefnan

Icesave-vextir

Áskorun til forseta  Íslands

Icesave-vextir

Stjórnarskráin

Áskorun til forseta  Íslands

Peningastefnan

Icesave-vextir

Áskorun til forseta  Íslands

Icesave-vextir

 

  
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi

   og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.



    
Kæra: Starfsemi Evrópustofu er margfalt brot á landslögum !

 


  


Ríkissaksóknari
Hverfisgata 6
150 Reykjavík
 

Reykjavík 17. febrúar 2012.



                                                                                    

Varðar kæru á brotum á eftirfarandi lögum:
 

  1. Lög 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda. 

  2. Lög 62/1978 um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslendska stjórnmálaflokka. 

  3. Lög 16/1971 um aðild Íslands að alþjóðasamningi um stjórnmála-samband (staðfesting Vínarsamningsins frá 18. apríl 1961).

 

Fyrir hönd Samstöðu þjóðar, kærum við:

  • Ríkisstjórn Íslands,
  • Utanríkisráðuneyti Íslands,
  • Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra,
  • Fjármálaráðuneyti Íslands,
  • Oddnýju Harðardóttur, fjármálaráðherra,
  • Samfylkinguna,
  • Athygli Public Relations ehf,
  • Valþór Hlöðversson framkvæmdastjóra Athygli Public Relations ehf,
  • Media Consulta International Holding AG, Wassergasse 3, 10179 Berlin, GERMANY.
  • Evrópusambandið (ESB)
  • Timo Summa sendiherra ESB á Íslandi,
  • Štefan Füle stækkunarstjóra ESB
 …….fyrir að brjóta ákvæði laga 162/2006, laga 62/1978 og laga 16/1971, með starfsemi og fjármögnun Evrópustofu, að Suðurgötu 10, 101 Reykjavík.

Að auki kærum við alla starfsmenn þeirra félaga og stofnana sem nefnd hafa verið, þar á meðal eftirtalda starfsmenn Evrópustofu: Birna Þórarinsdóttir, Árni Þórður Jónsson, Bryndís Nielsen, Guðbergur Ragnar Ægisson, Jóna Sólveig Elínardóttir.

  

A. Vísað er til: 1. og 5. málsgreina, 6. greinar, laga 162/2006, sem hljóðar svo:


III. kafli. Almenn framlög til stjórnmálastarfsemi.
 
6. gr. Móttaka framlaga.

Stjórnmálasamtökum og frambjóðendum er heimilt að taka á móti framlögum til starfsemi sinnar eða til kosningabaráttu með þeim takmörkunum sem leiðir af 2.–5. mgr. þessarar greinar og ákvæðum 7. gr.

Óheimilt er að veita viðtöku framlögum frá óþekktum gefendum.

Óheimilt er að veita viðtöku framlögum frá fyrirtækjum að meiri hluta í eigu, eða undir stjórn, ríkis eða sveitarfélaga.

Óheimilt er að veita viðtöku framlögum frá opinberum aðilum sem ekki rúmast innan ákvæða II. kafla.

Óheimilt er að veita viðtöku framlögum frá erlendum ríkisborgurum, fyrirtækjum eða öðrum aðilum sem skráðir eru í öðrum löndum. Bann þetta tekur þó ekki til framlaga frá erlendum ríkisborgurum sem njóta kosningaréttar hér á landi skv. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 5/1998, um kosningar til sveitarstjórna.


 
B. Vísað er til: 1. – 5. greina laga 62/1978 og greinargerðar með lagafrumvarpinu, þar sem meðal annars segir:

“Orsök þess, að flutningsmenn flytja nú þetta sérstaka frumvarp, sem varðar einn þátt málsins, er hins vegar sú, að upp komst nú í vetur og liggur fyrir játning eins stjórnmálaflokks, Alþýðuflokksins, að hann hafi leitað fjárframlaga erlendis frá og fái nú þaðan peninga til þess að kosta útgáfu blaðs síns og standa straum af annarri stjórnmálastarfsemi á landi hér.”

 
1. gr.
Þá er erlendum sendiráðum á Íslandi óheimilt að kosta eða styrkja blaðaútgáfu í landinu.

2. gr.
Lög þessi taka til stjórnmálaflokka og félagasamtaka þeirra, svo og til hvers konar stofnana, sem starfa á þeirra vegum, beint eða óbeint, þ. á m. blaða, og einnig til blaða og tímarita, sem út eru gefin á vegum einstaklinga eða félagasamtaka.


3. gr.

Bann það, sem felst í 1. gr. þessara laga, nær til hvers konar stuðnings, sem metinn verður til fjár, þ. á m. til greiðslu launa starfsmanna eða gjafa í formi vörusendinga.


4. gr.

Erlendir aðilar teljast í lögum þessum sérhverjar stofnanir eða einstaklingar, sem hafa erlent ríkisfang, hvort sem þeir eru búsettir hér á landi eða ekki.


5. gr.

Brot gegn lögum þessum varða sektum. Fjármagn, sem af hendi er látið í trássi við lög þessi, skal gert upptækt og rennur til ríkissjóðs.

  

  

C. Vísað er til: 1. málsgreinar, 41. greinar laga 16/1971, sem hljóðar svo:

  

41. gr.

1. Það er skylda allra þeirra, sem njóta forréttinda og friðhelgi, að virða lög og reglur móttökuríkisins, en þó þannig að forréttindi þeirra eða friðhelgi skerðist eigi. Á þeim hvílir einnig sú skylda að skipta sér ekki af innanlandsmálum þess ríkis.

2. Öll opinber erindi, sem móttökuríkið varða og falin eru sendiráðinu af sendiríkinu, skulu rekin hjá utanríkisráðuneyti móttökuríkisins eða hjá öðru ráðuneyti, sem samkomulag verður um, eða fyrir milligöngu þeirra.

3. Ekki má nota sendiráðssvæðið á nokkurn þann hátt sem ósamrýmanlegur er störfum sendiráðsins svo sem þau eru skilgreind í þessum samningi eða í öðrum reglum hins almenna þjóðaréttar eða sérsamningum milli sendiríkisins og móttökuríkisins.
 

Greinargerð: 

Evrópustofa tók til starfa 21. janúar 2012 og er til húsa að Suðurgötu 10, 101 Reykjavík. Við opnunina fluttu ávörp Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra og Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi. Nafngreindir starfsmenn eru fimm: Birna Þórarinsdóttir, Árni Þórður Jónsson, Bryndís Nielsen, Guðbergur Ragnar Ægisson, Jóna Sólveig Elínardóttir. 

Samkvæmt upplýsingum á vef Evrópustofu er Evrópustofa miðstöð kynningar og upplýsinga. Hlutverk hennar er að auka skilning og þekkingu á eðli og starfsemi ESB, þar á meðal kostum og göllum við mögulega aðild. Samkvæmt sömu heimild er Evrópustofa fjármögnuð af Evrópusambandinu. 

Samkvæmt ummælum utanríkisráðherra Össurar Skarphéðinssonar er stofnun Evrópustofu til komin vegna beiðni hans í nafni Utanríkisráðuneytis að Evrópusambandið veiti fjárstyrk til að reka Evrópustofuna. Formlega er það stækkunardeild ESB sem stjórnar fjárveitingum til starfseminnar. 

Útboð vegna starfsemi Evrópustofu var auglýst 02. September 2010, með tilboðsfresti til 22. október 2010. Í útboðinu var gert ráð fyrir að starfsemi Evrópustofu hæfist 01. janúar 2011 og lengd samningstímans væri 24 mánuðir. Af óþekktum ástæðum dróst að hefja starfsemina um 12 mánuði og því má gera ráð fyrir að lok samningsins verði 20. janúar 2014. Verkefninu er svo lýst:
 

Contract description:
  • The purpose of the contract is ultimately to assist the European Union's efforts to improve public knowledge and understanding of the European Union in Iceland and to explain the relationship between Iceland and the EU, the process of EU accession and the potential implications of accession for Iceland to its citizens.
  • The activities deployed by the future contractor should facilitate debate on all of the above and counteract misinformation and disinformation on the EU, thus contributing to giving well-informed citizens with realistic expectations a basis to form their own conclusions.
  • To achieve this, the contractor will need to ensure the delivery and increase the accessibility of objective, clearand helpful information on the EU, under the direction of the European Commission, to all segments of Icelandic society, in part by establishing and operating an EU Information Centre.
  • The contractor should assist the Commission's Directorate-General for Enlargement and the EU Delegation in Reykjavik in their implementation of the Commission's communication strategy, as well as possible multi-annual communication plans, through web and social media based communication, event management, information/publication production and dissemination, media relations and consultancy services, as well as through the setting up and management of an EU Information Centre.

Í útboðsgögnum, sem hægt er að nálgast á vefsetri “Sendinefnd ESB á Íslandi” er tilgreint að fyrirhuguð starfsemi styðjist við “EC Council Regulation No 1085/2006 of 17.7.2006 establishing an Instrument for Pre-Accession Assistance (IPA)”. Einnig kemur fram að samningupphæðin sé að upphæð EUR.700.000 fyrir fyrstu 12 mánuðina, en gefinn ádráttur um að samningurinn verði framlengdur um aðra 12 mánuði og heildarupphæð verði EUR.1.400.000, sem samsvarar tæpum IKR.250 milljónum.

Þetta fjármagn er þó bara lítill hluti þess sem Evrópusambandið er reiðubúið að leggja í áróður svo að Ísland gangist því á hönd. Þannig gerði Framkvæmdastjórn ESB þann 08. apríl 2011 samþykkt (COMMISSION DECISION of 08.04.2011 on a Multi-annual Indicative Planning Document (MIPD) 2011-2013 for Iceland), þar sem samþykktar eru fjárveitingar til Evrópustofu (EU Information Centre in Reykjavik) fyrir þrjú ár (2011: EUR 10 million, 2012: EUR 12 million, 2013: EUR 6 million). Þarna er Evrópustofu svo lýst:

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/mipd_iceland_2011_2013_en.pdf  

In the field of communication and information, an EU Information Centre will be set up in Reykjavik and communication activities such as conferences, workshops, stakeholders' visits, cultural events, exchange visits etc. will be organised, aiming at informing the general public about the EU and its policies. (bls.7)

Preparations for the establishment and operation of an EU Information Centre in Iceland in 2011, which will be central to the organisation of EU related events and public outreach, are on-going. Its activities will include web and social media based communication, information tools/publications and audio-visual material, organisation of events including visits andcultural events, media relations, networking, stakeholders and strategic partners relations. (bls.9)

Að auki má þess geta að eftirfarandi fyrirtæki sóttust eftir samningi við ESB um að starfrækja hina ólöglegu Evrópustofu:

B & S Europe, Premisa d.o.o., InWent.

College of Europe, Reykjavik University.

Congress Service Center, Albany Associates, M.C. Triton, AP PR

ECORYS, University of Iceland, God Samskipti PR.

EIR Development Partners, KOM PR, Pomilio Blumm, European Movement Latvia.

INTRASOFT, HCL Consultants Ltd.

Media Consulta International, Athygli Public Relations.

SAFEGE, European Service Network, Aspect Relations Publiques, Cecoforma. 

 

Verkefni Evrópustofu varðar mesta deiluefni Íslenskra stjórnmála, hugsanlega innlimun Íslands í Evrópusambandið. Samfylkingin er eini stjórnmálflokkur landsins sem hefur innlimun sem megin baráttumál. Utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson og fjármálaráðherra Oddný Harðardóttir, bæði Alþingismenn úr Samfylkingu standa fyrir stofnun Evrópustofu. Þess vegna er starfsemi Evrópustofu greinilega pólitísks eðlis og ber að skoða starfsemi hennar sem ólögleg afskipti af innanríkismálum Íslendinga og fyrir þessari ólöglegu starfsemi stendur Samfylkingin.

Starfsfólk Evrópustofu er einnig að brjóta landslög, með þátttöku sinni í starfsemi sem öllum ætti að vera ljóst að er ólögleg. Ætla verður að fleiri en nefndir ráðherrar séu vitorðsmenn og liggur bæði ríkisstjórnin í heild og Samfylkingin undir grun um þátttöku í lögbrotunum. Sekt starfsmanna Evrópusambandsins er augljós, bæði sendiherrans Timo Summa og stækkunarstjóra ESB Štefan Füle. Þetta fólk er að skipta sér af innanríkismálum á Íslandi. Evrópusambandinu ætti að vera ljóst að starfsemi þeirra hérlendis er brot á Vínarsamningnum.

Við beinum þeim tilmælum til Ríkissaksóknara, að kæra okkar leiði til lögreglurannsóknar og að henni lokinni verði hinir ákærðu sóttir til saka fyrir dómstólum landsins. Þeir brotamenn sem njóta friðhelgi verður að vísa tafarlaust úr landi.


 


 
Virðingarfyllst
 fyrir hönd Samstöðu þjóðar.

 
Loftur Altice Þorsteinsson                      Pétur Valdimarsson
                                                                                

   

 _____________________________________________________________________
    Skrásett heimilisfang: Laugarásvegur 4, 104 Reykjavík  -  Netföng: hlutverk@simnet.is / thrastalundur@simnet.is
 

 

   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband