Magnþrungin leiksýning í Wiesbaden um »Söngva Satans«

  
 
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.

 

 

Magnþrungin leiksýning í Wiesbaden um »Söngva Satans«.

Fyrst birt í Morgunblaðinu 22. ágúst 2016.



Loftur Altice Þorsteinsson.

Metsölubókin »Söngvar Satans«, eftir Salman Rushdie, var gefin út 1988 og árið eftir kom hún út í Íslendskri þýðingu Árna Óskarssonar og Sverris Hólmarssonar. Múslima-klerkar notuðu bókina sem átyllu til að demba »fatwa« á höfundinn og hvetja til morða á öllum sem kæmu að útgáfu og sölu hennar. Sumum kom þetta ofstæki á óvart, en þeir sem þekkja sögu Islams vita, að þessi átrúnaðar hefur í 1400 ár nærst á miskunarlausum hryðjuverkum.

Jihad (morðæði Múslima) er fordæmt af öllu siðuðu fólki og í 14 aldir hefur umheimurinn verið nokkuð samtaka um baráttu gegn þessari plágu. Nú bregður svo við, að fjölmargir ráðamenn á Vesturlöndum misskilja ástandið hrapalega og varpa fram hinum fráleitustu afsökunum fyrir morðum Mujahida (þeirra sem stunda Jihad). Ástæðan virðist vera einfeldningsleg ást á fjölmenningu auk lamandi ótta við að styggja Mújahidana.

»Söngvar Satans« komin á fjalir leikhúsanna.

Eins og öll bókmenntaverk býður »Söngvar Satans« upp á margvíslega framsetningu og túlkun. Fyrir tilstilli leikhúsmannsins Uwe Eric Laufenberg hafa Þjóðverjar tekið forustu við að færa »Söngvar Satans« á leiksvið. Fyrsta leiksýning í heiminum sem byggir á bókinni, fór fram 2008 í Hans-Otto-Theater í Potsdam, undir leikstjórn Uwe og í leikgerð hans. Átta árum síðar endurtekur hann leikinn, en að þessu sinni sem leikhússtjóri í Hessischen Staatstheaters Wiesbaden. Verkið var frumsýnt 19. maí 2016, undir leikstjórn Ihsan Othmann, sem er Kúrdi frá Írak.

Þessar tvær leikgerðir af »Söngvum Satans« eru mismunandi, sú fyrri samin af Uwe en sú síðari af Anna-Sophia Güther. Leikdómar um sýninguna í Wiesbaden leiða í ljós, að þarna er á ferð magnþrungin leiksýning, sem brýnt erindi á við allt hugsandi fólk. Leikritið undirstrikar greinilega harmsögulegan fáránleika Múslima-trúarinnar. Hér er umsögn um sýninguna, sem birtist í Süddeutsche Zeitung:

»Hin rúmlega þriggja klukkustunda leiksýning býður áhorfendum upp á langt ferðalag um sögu trúarbragða heimsins, sem bæði er skemmtilegt og atburðaríkt, en fjallar þó sérstaklega um grundvallar-atriði lífsins, heimspekinnar og skáldskaparins. Leikstjórinn og átta manna leikhópur hans ná frábærum árangri í túlkun hinnar 700 blaðsíðna löngu skáldsögu, sem allir þekkja af orðspori en líklega fáir hafa lesið til enda og jafnframt að skapa áhorfendum ógleymanlega kvöldstund. Í sýningunni koma fyrir gvuðir, »Allah-u Akbar«, englar, Djöfullinn og þar að auki manneskjur sem eru einfaldlega allt of mannlegar. Fengist er við stórar spurningar um tilveruna – sem almennt er háð innri mótsögnum lífsins – og þar að auki ýmist ljúf eða leið, allt eftir upplifun og tilfinningum hverrar manneskju, með sínar efasemdir og veikleika.«

»Leikverkið »Die Satanischen Verse« ögrar vissulega áhorfendum, en er um leið hin bezta skemmtun. Hægt er að sökkva sér djúpt í boðskap verksins, en einnig er einfaldlega hægt að njóta stundarinnar og hrífast af leiknum. Sérstaklega á þetta við þegar leikurinn ólgar af lífsfjöri um leið og gert er lúmsk grin að þeim öflum í Múslima-heiminum, sem vilja einmitt banna þessa sýningu. Langvinn og kröftug fagnaðarlæti í lok sýningarinnar sagði allt um þakklæti áhorfenda, fyrir hugrekki og einbeittan vilja þeirra sem stóðu að henni og fjölluðu á leiksviðinu um eldfimt viðfangsefni á varhugaverðum tímum.«

Danir fá ekki að sjá »Söngva Satans« – hvað með Íslendinga ?

Á árinu 2015 hóf þjóðleikhús Danmerkur (Det Kongelige Teater) undirbúning að sýningu »Söngva Satans«. Gert var ráð fyrir að frumsýning yrði 2018 og þótti vel til fallið að halda með þeim hætti upp á 30 ára útgáfu-afmæli bókarinnar. Aðal hvatamaður sýningarinnar var leikstjórinn Hassan Preisler, sem er Múslimi frá Pakistan. Í vor bárust hins vegar þær fréttir, að ekkert yrði af sýningunni og Hassan fullyrðir að ráðamenn séu óttaslegnir og þori ekki að ögra Múslimum og fjölmenningunni. Að sögn Hassans er »Söngvar Satans« einstaklega vel til þess fallið að flytja á leiksviði:

»Verkið er mjög tilfinningaríkt og áhrifamikið. Er hægt að ímynda sér sterkara upphaf en flugrán sem endar með ósköpum – flugvélin ferst yfir Ermasundi og allir farast nema tveir Indverskir leikarar, sem umbreytast í Gabríel erkiengil og Satan sjálfan. Ætlunin er að tónlist skipi stóran sess í verkinu, með söng og hljómhrifum. Fyrir Danskt leikhúslíf er mikilvægt að verkið verði tekið til sýningar og þannig sköpuð leiksýning sem varðar eitt af stóru málum heimsins og skilur sig frá sjálfhverfri meðalmennsku. Við eigum að rækta leikhúslíf sem sýnir djarfleika gagnvart umheiminum, sem við öll vitum að stendur í ljósum logum. Raunar þurfum við ekki að leita að eldsvoða á hjara veraldar – heldur lítum til okkar eigin nágrennis.«

Hvar stendur Íslendskt leikhús, sem á sambærilega möguleika og það Danska ? Viljum við eiga leikhús sem þorir að eiga samræðu við landsmenn og umheiminn, með því að fjalla um erfið og tilfinninga-þrungin málefni ? Eða vilja Íslendingar halda leikhúsinu til hlés og forðast vísvitandi flókna umræðu um trúarbrögð, þjóðerni, fjölmenningu og stjórnmálalega rétthugsun ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband