| Samstaða þjóðar NATIONAL UNITY COALITION Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings. Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins. |
Höfði friðarstofnun - frekar en herförin gegn Rússlandi.Fyrst birt í Morgunblaðinu 03. september 2015.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Á nærsta ári verða liðin 30 ár frá leiðtogafundinum í Höfða, þar sem mættust forustumenn Bandaríkjanna og Ráðstjórnarríkjanna, þeir Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov. Eins og flestir vita var fundurinn mjög árangursríkur og Íslandi til sóma. Miklar vonir voru bundnar við að Ísland hefði með fundinum mótað sér hlutleysis- og friðarstefnu sem myndi skipta máli. Í leiðara Morgunblaðsins 01. október 1986, daginn eftir að boði Íslands um að halda fundinn hafði verið tekið, sagði:»Við skulum vera hreykin og samvinnufús og sýna umheiminum, að við verðskuldum það mikla traust, sem okkur hefur verið sýnt. Það væri í anda sögu okkar og markmiða, að fundur leiðtoga stórveldanna yrði til að bæta andrúmsloftið í heiminum og efla frið og tengsl þjóða í milli.«Íslendingar gerðu sér vonir um sjálfstæða utanríkisstefnu..Ekki er ofmælt, að mikil og góð stemming var í landinu fyrir leiðtogafundinum. Flestir landsmenn gerðu sér vonir um að Kalda stríðinu væri að ljúka og jafnframt létu margir í ljós von um að Ísland gæti í framhaldinu orðið miðstöð alþjóðlegs samstarfs, sérstaklega á vettvangi friðarviðræðna. Til dæmis sagði Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við Þjóðviljann 02. október 1986:»Mér sýnist að hugmyndin um Reykjavík sé staðfesting á þeim sjónarmiðum sem ég hef verið að benda á undanfarið, að smæð og sérstaða Íslands geti skapað okkur einstök tækifæri á sviði utanríkismála, ef við höfum manndóm og skynsemi til.«»Við eigum engra heimspólitískra hagsmuna að gæta og lega landsins mitt á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, sem sumir hafa talið að væri röksemd fyrir hernaðaruppbyggingu í landinu, er eiginleiki sem þvert á móti gæti skapað okkur lykilhlutverk í baráttu fyrir friði og bættri sambúð.«»Það er athyglisvert að auk Reykjavíkur hafa aðeins tvær borgir í Evrópu verið fundarstaðir slíks leiðtogafundar undanfarna áratugi, Genf í Svisslandi og Vínarborg í Austurríki. Báðar þessar borgir hafa að auki verið griðastaður fyrir margvíslegt alþjóðlegt starf og stofnanir og forystumenn í Austurríki og Svisslandi hafa kappkostað að gæta þess vandlega í framgöngu sinni í utanríkismálum að Genf og Vínarborg gætu áfram gegnt þessu hlutverki. Það er nú Íslendskra forystumanna að standast slíka prófraun.«Mikil vonbrigði eru með núverandi ríkisstjórn Íslands.Vert er að hafa í huga að leiðtogafundurinn 1986 var ekki fyrsti stórveldafundurinn á Íslandi. Árið 1973 hittust í Reykjavík þeir Georges Pompidou og Richard M. Nixon, forsetar Frakklands og Bandaríkjanna. Því gaf leiðtogafundurinn í Höfða ákveðin fyrirheit um, að Ísland yrði ríki sem nyti alþjóðlegrar virðingar fyrir friðarvilja.Þessa dagana, þegar Ísland gerist hins vegar taglhnýtingur ESB, spyrja menn ágengra spurninga um utanríkisstefnu Íslands. Þessar spurningar varða ekki bara fjandskap við Rússland, heldur einnig heimskulega veðurfarsstefnu og aðrar boðskipanir ESB. Hvar eru alþjóðlegu stofnanirnar sem menn gerðu sér vonir um að yrðu settar hér á stofn ? Hvert hefur framlag Íslands verið á liðnum árum til að gera heiminn friðsamari ? Hvar eru merki um sjálfstæða utanríkisstefnu Íslands ?Er niðurlæging Rússlands helsta markmið Íslands í utanríkismálum ?.Framganga NATO og ESB gagnvart Rússlandi er helstefna. Heimsfriðnum er ógnað með því að þrengja svo landfræðilega að Rússlandi að það kann að grípa til óvæntra hernaðaraðgerða. Slík merki hafa þegar komið í ljós í Georgíu og Úkraínu. Aukið samstarf Rússlands við Kína og hernaðaruppbygging á norðurslóðum eru viðbrögð sem ekki verða misskilin.Reyndur maður í alþjóðamálum eins og Henry Kissinger, sem var utanríkisráðherra 1973-1977 í ríkisstjórnum Richards M. Nixon og Geralds R. Ford, sagði nýlega í viðtali við The National Interest: »Að niðurlægja Rússland er orðið að markmiði fyrir Bandaríkin.« Ætlar Ísland að taka þátt í þeim ljóta og stórhættulega leik ?Benjamin Studebaker, sem er sérfróður um alþjóðleg stjórnmál, segir: »Bezti kostur NATO er að hefja samstundis viðræður um gerð varanlegs friðarsamnings, sem tryggir til langframa Úkraínu sem hlutlaust ríki á mörkum Rússlands og Vestur-Evrópu. Að öðrum kosti munu fleiri mannslíf glatast, án nokkurs ávinnings.« Fleiri sérfræðingar í alþjóðamálum hafa komist að sömu niðurstöðu. Rússar verða ekki hraktir frá Úkraínu nema með heimsstyrjöld. Eini vitræni kosturinn er, að Úkraína verði hlutlaust ríki á mörkum Rússlands og það ætti að vera verkefni Íslands að stuðla að þeirri lausn.Er það ekki undarleg staða að minnsta ríkinu innan NATO er ætlað að bera hæsta kostnaðinn af heimskulegum stríðsleikjum ? Nefnt hefur verið að árlegt tekjutap Íslands vegna viðskiptastríðsins við Rússland geti orðið á bilinu 30-40 milljarðar króna. Fyrir þessa upphæð væri hægt að reka öfluga friðarstofnun og væri okkur meiri sómi af. Ég legg því til að ríkisstjórnin hugsi sitt ráð og íhugi hvort stofnum Höfða friðarstofnunar er ekki leiðin til að losna án skammar úr ógöngunum. Jafnvel húsbændurnir í Brussel munu ekki hafa mikil rök gegn þessari lausn Íslands.
|
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt 5.9.2015 kl. 10:34 | Facebook
«
Síðasta færsla
|
Næsta færsla
»