Össur og Jóhanna verði ákærð fyrir Landsdómi vegna stjórnarskrárbrots.

 
  
  
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.

 

 

 

 

 

Össur og Jóhanna verði ákærð fyrir Landsdómi vegna stjórnarskrárbrots.

Fyrst birt í Morgunblaðinu 06. marz 2014.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

Sú ánægjulega frétt hefur borist landsmönnum, að utanríkisráðherra hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að slíta viðræðum um innlimun Íslands í Evrópusambandið. Þeir sem kusu Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk í Alþingis-kosningunum 27. apríl 2013 hafa beðið þessarar tillögu í 10 mánuði!! Hvað hefur tafið stjórnarflokkana svona lengi, að efna kosningaloforð sitt ?

Það vekur einnig undrun og vonbrigði, að við tillöguna um slit viðræðna hefur verið klínt óskyldri tillögu um nánara samstarf við Evrópusambandið !! Tími Jóhönnu Sigurðardóttur er liðinn í aldanna skaut, en á sínum tíma hefði hún líklega nefnt þetta hráskinnaleik. Landsmenn treysta því að þessi boðflenna í tillögu utanríkisráðherra verði gerð útlæg. Varla er víða á Íslandi að finna eftirspurn eftir undirlægju-hætti Icesave-stjórnarinnar fyrir nýlenduveldum Evrópu.

Baráttumál »Samstöðu þjóðar« loks að komast í höfn.

Eins og flestir landsmenn, hefur »Samstaða þjóðar« fylgst með framvindu mála og sent frá sér ályktanir sem flestir fjölmiðlar hafa af samvitskusemi þagað yfir. Fyrsta yfirlýsing félagsins um málið var send út 19. maí 2013 og er hægt að lesa hana hér: (http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1298880/). Þess var krafist að viðræðunum við ESB væri tafarlaust slitið og að það væri gert með ályktun Alþingis. Í yfirlýsingunni segir meðal annars:

»Samstaða þjóðar skorar á forustu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að setja skýr ákvæði um formleg slit viðræðna við ESB, í sáttmála þessara flokka um nýja ríkisstjórn. Viðræðunum þarf að slíta með yfirlýsingu frá Alþingi, strax eftir að Alþingi hefur hafið störf. Alþingi hóf viðræður um aðild án samþykkis þjóðarinnar og Alþingi ber skylda til að ljúka þeim strax, án kostnaðarsamrar þjóðarkönnunar

Brot á stjórnarskrá þjóðarinnar leiðir til ákæru fyrir Landsdómi.

Með tilraunum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að innlima Ísland í Evrópusambandið, var ekki bara rofinn trúnaður við almenning heldur var framkvæmd umsóknarinnar brot á stjórnarskrá þjóðarinnar. Umsóknin sem undirrituð var af Össuri Skarphéðinssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur var stjórnarerindi af hæstu gráðu og samkvæmt 19. grein Stjórnarskrárinnar skal forseti landsins undirrita öll stjórnarerindi. Forsetanum var haldið frá að gegna stjórnarskrár-bundnum skyldum og meinað að undirrita umsóknina. Þetta stjórnarskrárbrot kærði »Samstaða þjóðar« til Ríkissaksóknara með bréfum 23. janúar 2014 og 08. febrúar 2014, sjá hér: (http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1349610/).

Ríkisstjórn Jóhönnu hlaut maklega refsingu í Alþingiskosningunum 27. apríl 2013 fyrir trúnaðarrofið gegn almenningi, en þjóðin á ennþá eftir að gera upp við þáverandi ráðherra sem brutu 19. grein Stjórnarskárinnar. Kæra »Samstöðu þjóðar« til Ríkissaksóknara varðar kröfu um: rannsókn á kæruefnum, málflutning fyrir Hæstarétti til að fá stjórnarskrárbrotin dæmd ógild og tilmæli til Alþingis um að draga Össur og Jóhönnu fyrir Landsdóm. Ríkissaksóknari er sjálfstætt stjórnvald og er »æðsti handhafi ákæruvalds« í landinu, samkvæmt lögum 88/2008 um meðferð sakamála. Ekki verður því trúað, að Ríkissaksóknari bregðist embættisskyldum sínum með því að skjóta hlífiskildi yfir hina brotlegu.

Auk þess að senda frá sér stjórnarerindi, án stjórnarskrár-bundinnar undirskriftar forsetans er sérkennilegt, að samþykktar Alþingis sem heimilaði umsóknina, var að engu getið. Ástæða er til að kanna hvort ráðherrar í öðrum ríkjum sem sótt hafa um aðild að ESB, hafa sniðgengið venjulegar stjórnskipunar-reglur með hliðstæðum hætti og þau Össur og Jóhanna gerðu.

Þegar kemur að því að draga umsóknina til baka, er eðlilegt að fylgja sömu háttum og þegar sótt var um. Hins vegar má núverandi ríkisstjórn ekki brjóta Stjórnarskrána og ekki gleyma að geta heimildar sinnar til að senda frá sér stjórnarerindið, með tilvísun til ályktunar Alþingis. Nú gildir að fara að lögum svo að viðræðuslitin verði ekki tilefni dómsmála fyrir Landsdómi og Hæstarétti, eins og verður með umsóknina.

Einnig stjórnarskrárbrot í lögum 4/1963 um ráðherraábyrgð.

Það hefur verið notað til varnar þeim Össuri og Jóhönnu, að persónuleg brot þeirra væru fyrnd vegna aðgerðarleysis Alþingis. Í þessu sambandi er vísað til fyrningarákvæðis í lögum 4/1963 um ráðherraábyrgð. Staðreyndin er hins vegar sú, að fyrningarákvæðið sjálft er brot á Stjórnarskránni! Fyrningarákvæðið byggir ekki á neinu ákvæði í Stjórnarskránni og ef Alþingi getur óhindrað sett fyrningarákvæði í lög um ráðherraábyrgð, þá getur Alþingi alveg eins afnumið 19. grein Stjórnarskrárinnar með einni alsherjar fyrningu. Það liggur því fyrir að stjórnarskrárbrot fyrnast ekki, hvorki á löngum tíma né stuttum. Núverandi Ríkissaksóknari og fyrrverandi Saksóknari Alþingis, fær væntalega fljótt að bregða sér aftur í skikkju Saksóknara Alþingis og ákæra fyrir Landsdómi þá sem sannanlega hafa gerst brotlegir gegn Stjórnarskránni.

 

Lög 4/1963 um ráðherraábyrgð innihalda stjórnarskrárbrot,

því að þar er ólöglegt ákvæði um að brot ráðherra fyrnist eftir tiltekinn tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband