Krafa ESB: »að Ísland taki upp sameiginlega fiskveiðistefnu Evrópu«

Jón Sigurðsson

Myntráð

Kanadadalur

Icesave-vextir

NEI við ESB

Icesave-vextir

Stjórnarskráin

Fjárframlög

Vinstrivaktin

Samtök fullveldis

Evrópuvaktin

Heimssýn

  
  
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.

  

Krafa ESB: »að Ísland taki upp sameiginlega fiskveiðistefnu Evrópu«

Fyrst birt 27. júní 2013.

  

Loftur Altice Þorsteinsson.

Í dag var haldinn 6. fundur Sameiginlegrar þingmannanefndar ESB og Íslands, sem undanfarin ár hefur haft það verkefni að reka á eftir innlimun Íslands í Evrópusambandið. Eftir að Íslendingar staðfestu andstöðu sína við ESB í Alþingiskosningunum 27. apríl 2013, vekur furðu, að innlimunar-nefndin skuli ennþá starfa. Eftir kosningar voru eftirfarandi þingmenn kosnir af Íslands hálfu til setu í Óþjóðlegu innlimunar-nefndinni:

Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Óttarr Proppé, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason, Willum Þór Þórsson.

Á fundinum í dag, fjallaði Óþjóðlega innlimunar-nefndin meðal annar um sjávarútvegsstefnur Íslands og ESB. Allt frá upphafi viðræðna, hefur verið ljóst að eitt meginmarkmið ESB hefur verið að ná tangarhaldi á  fiskimiðunum við Ísland. Sem sönnun fyrir þessu markmiði má nefna eftirfarandi setningu úr sameiginlegri ályktun, sem gerð var á 1. fundi nefndarinnar 05. október 2010:

»Sameiginleg þingmannanefnd ESB og Íslands hvetur bæði ESB og Íslendsk stjórnvöld til að ganga með jákvæðu hugarfari til samningaviðræðna um þá kröfu að Ísland taki upp sameiginlega fiskveiðistefnu Evrópu« (úr málsgrein 21).

»EU–Iceland Joint Parliamentary Committee invites both the EU and the Icelandic authorities to adopt a constructive attitude in negotiations on the requirement for Iceland to adopt the European Common Fisheries Policy

Skýrar hefði ekki verið hægt að orða kröfu ESB um yfirráð á Íslandsmiðum. Fiskveiðistefna ESB merkir, að Brussel úthlutar fiskveiðiheimildum og með samþykki sínu, voru fulltrúar Íslands að fallast á kröfu ESB. Undantekning var þó Einar K. Guðfinnsson sem var einn um að hafna ályktun nefndarinnar og vék hann af fundi þegar hún var afgreidd. Hverjir voru þessir þingmenn sem kiknuðu í hnjánum frammi fyrir mikilleika Evrópusambandsins? Þeir voru:

Árni Þór Sigurðsson, Valgerður Bjarnadóttir, Álfheiður Ingadóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Er ekki merkilegt að sjá í þessum hópi Sigmund Davíð Gunnlaugsson, núverandi formann Framsóknarflokks? Af fundargerð verður ekki séð að þessi fulltrúi Framsóknarflokks hafi á nokkurn hátt mótmælt hinni sameiginlegu ályktun. Hins vegar gerði fulltrúi Sjálfstæðisflokks það kröftuglega, eins eftirfarandi málsgrein úr fundargerð sýnir og sannar:

»Í lok fundar voru drög að sameiginlegri ályktun um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins tekin fyrir. Einar K. Guðfinnsson kvaðst hafa alvarlegar athugasemdir við svo marga þætti í drögunum að hann mundi ekki taka þátt í afgreiðslu þeirra og vék hann af fundi. Í umræðum um drögin voru gerðar á þeim tvær breytingar og var ályktunin því næst samþykkt samhljóða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband