4.6.2013 | 10:51
Ríkisstjórnin er á villigötum með efnahagsvanda heimilanna
Ríkisstjórnin er á villigötum með efnahagsvanda heimilanna.Fyrst birt í Morgunblaðinu 04. júní 2013.Loftur Altice Þorsteinsson.Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var birt 22. maí 2013. Þar er meðal annars fjallað um efnahagsvanda heimilanna, sem stafaði af gengisfalli flotkrónunnar og verðbólgu sem óhjákvæmilega fylgdi í kjölfarið. Þær hugmyndir sem fram koma í stjórnarsáttmálanum til lausnar vandanum eru ekki trúverðugar og vafasamt er að þær séu að óbreyttu nothæfar. Að minnsta kosti er ekki fjallað um þá leið sem menn munu að lokum neyðast til að fara. Þetta er leið fastgengis, fyrst upptaka erlends gjaldmiðils, sem hægt er að gera strax og síðar stofnun myntráðs með erlendan gjaldmiðil sem stoðmynt.Í stjórnarsáttmálanum er talað um tvær megin leiðir, það er að segja að »beita bæði beinni niðurfærslu höfuðstóls og skattalegum aðgerðum«. Ljóst má vera, að höfunda skortir tiltrú á að þessar tveir aðgerðir dugi, því að opnað er á þann möguleika »að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð«. Höfundar hafa fylgt sáttmálanum eftir með munnlegum útskýringum. Nokkuð ljóst er því orðið, hvaða hugmyndir þeir hafa til lausnar á efnahagsvanda heimilanna. Í sáttmálanum segir:
Flotkrónan er móðir eignabrunans.Athygli vekur, að ekki er rétt farið með ástæður skuldavandans. Gengisfalls flotkrónunnar er að engu getið, en vísað er til áhættusækni fjármála-fyrirtækja. Einnig er ekki traustvekjandi að tala um að svigrúm muni »að öllum líkindum« myndast samhliða uppgjöri þrotabúanna. Þá er fjallað rangt um tilgang Neyðarlaganna, sem höfðu tvíþættan tilgang. Annars vegar að forða erlendum innistæðutryggingasjóðum og ríkissjóði Bretlands frá tjóni. Hins vegar að heimila stofnun ríkisbanka til að viðhalda starfsemi bankakerfisins. Að lokum nefnir sáttmálinn leiðréttingarsjóðinn:
Því er haldið fram, að megin leiðirnar -niðurfærsla höfuðstóls og skattalegar aðgerðir- kunni að verða seinfarnar. Sérstakur leiðréttingarsjóður geti brúað það tímabil sem kunni að líða, þangað til megin leiðirnar skili árangri. Leiðréttingarsjóðurinn byggir á hugmynd sem nefnd hefur verið »magnbundin íhlutun« (quantitative easing) og fjallar um kaup seðlabanka á verðbréfum, án þess að hafa til þess alvöru peninga. Menn þekkja þessa aðferð frá banka-hruninu, þegar Seðlabankinn keypti af bönkunum mikið magn skuldabréfa sem ganga undir nafninu »ástarbréf«.Fyrirætlunin virðist vera að Seðlabankinn prenti flotkrónur, sem notaðar verða til að greiða Hrægömmunum fyrir stökkbreytt skuldabréf húseigenda. Hrægammarnir verða auðvitað himinlifandi, að fá í hendur flotkrónur væntanlega með ábyrgð ríkissjóðs fyrir skuldabréf sem öruggt er að munu ekki innheimtast að fullu. Eins og allir vita er flotkrónan sýndarpeningur (fiat money), en með ríkisábyrgð og hugsanlega gengistryggingu verður hún alvöru peningur (real money).Flotkrónan getur líka verið gagnlegt veiðarfæri.Það sem vantar í þær hugmyndir sem settar eru fram í stjórnarsáttmálanum er aðferð til að knýja Hrægammana til að láta af hendi þau verðmæti sem þeir hafa til umráða. Eina færa leiðin að því marki, er að taka upp fastgengi og það verður að vera alvöru fastgengi. Ekki dugar að taka upp gengis-tyllingu undir stjórn Seðlabankans. Már Guðmundsson bankastjóri notar orðið »mjúkt-fastgengi« yfir gengis-tyllingu, en hvað sem fyrirkomulagið er nefnt þá er það afbrigði af flotgengi.Samtímis því að fastgengi er tekið upp, þarf að gera öllum skylt að skila þeim gjaldeyri sem þeir ráða yfir, Hrægömmum jafnt og öðrum. Fastgengi er komið á með upptöku alþjóðlegs gjaldmiðils, til dæmis Kanadadals. Seðlabankinn annast skipti á flotkrónum og gjaldeyri, á fyrirfram ákveðnu gengi og eftir reglum sem takmarka hversu mikið hver einstaklingur fær skipt. Fyrirtæki mæta afgangi, en einungis er skipt þeim flotkrónum sem framvísað er og alls ekki er skipt á gjaldeyri og skuldabréfum.Heimilt verður að nota flotkrónuna áfram, en gengi hennar og hugsanleg skipti ríkisins á flotkrónum og gjaldeyri ráðast af efnahagsástæðum. Þann hagnað sem af þeim skiptum leiðir, er hægt að nota til margvíslegra nota, meðal annars til að lækka skuldir heimilanna. Hrægammarnir munu ekki semja um afskriftir krónueigna, nema þeir verði fastir í neti flotkrónunnar. Það er barnaskapur að halda, að þeir muni blikna við hótanir einar. Upptöku fastgengis er hægt að gera á viku og um leið er Snjóhengjan horfin sem dögg fyrir Sólu. Þarfir hagkerfisins verða að ganga fyrir og því liggur ekkert á, að öllum krónueignum verði skipt fyrir alvöru pening.Þær hugmyndir sem fram koma í stjórnarsáttmálanum til lausnar vandanumeru ekki trúverðugarog vafasamt er að þær séu að óbreyttu nothæfar. |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook