| Samstaða þjóðar NATIONAL UNITY COALITION Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings. Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins. |
Loforð Framsóknar eru ekki skaðleg, heldur nauðsynleg hagsmunamál Íslands.
Fyrst birt 11. apríl 2013.
Loftur Altice Þorsteinsson.Velgengni Framsóknarflokks veldur verulegum titringi hjá þeim flokkum sem telja sig EIGA þá kjósendur sem kusu þá síðast, nærst-síðast, eða einhverntíma áður. Framsóknarflokkur hefur sett fram mjög trúverðugar hugmyndur um hvernig hægt er að nota Snjóhengjuna til að bæta hag heimilanna. Gegn þessum hugmyndum hafa afturhaldsamir stjórnmálaflokkar ákveðið að berjast, enda er hagur heimilanna ekki á þeirra stefnuskrá.
Einhverjir muna sjálfsagt eftir »þverpólitískri nefnd« sem öðru nafni gekk undir nafninu Buchheit-nefndin. Sú nefnd kom heim með Icesave-III-samningana og fekk snautlega útreið í þjóðaratkvæðinu 09. apríl 2011 og síðan hjá EFTA-dómstólnum 28. janúar 2013. Nú kemur fram á vettvanginn »þverpólitískri nefnd« sem hefur álit á hugmyndum Framsóknarflokks um aðgerðir til handa heimilunum.Þessa »þverpólitísku nefnd« skipaði efnahagsráðherra Árni Páll Árnason 17. September 2011, samhliða því að Alþingi gerði breytingu á lögum um gjaldeyrismál (Lög 87/1992). »Nefndinni var falið að leggja mat á núverandi áætlun um losun fjármagnshafta, framvindu hennar og eftir atvikum koma með ábendingar eða tillögur um breytingar jafnframt því sem henni er ætlað að veita stjórnvöldum og Seðlabanka aðhald.«Nú leið og beið og ekkert heyrist frá »þverpólitísku nefndinni« þar til bréf barst frá henni 20. desember 2012. Þessi svefntími var rúmir 15 mánuðir! Í bréfinu til formanna allra stjórnmálaflokka á Alþingi, lýsir nefndin »áhyggjum sínum af því að tveir af föllnu viðskiptabönkunum stefna að frágangi nauðasamninga og skipulagðri útgreiðslu til kröfuhafa úr þrotabúunum í kjölfarið.« Enn fremur segir nefndin:»Skoðun nefndarmanna er sú að við þessar aðstæður sé rétt að bíða átekta og meta stöðuna ítarlega áður en slíkum nauðasamningum er veitt brautargengi. Einnig er miklvægt að mati nefndarmanna að ákvörðunarrammi stjórnvalda í tengslum við jafn mikilvægt málefni og hér um ræðir sé styrktur frá því sem nú er og kæmi í því sambandi til álita að breyta núgildandi lagaákvæðum. Í því felst meðal annars að létta þrýstingi af Seðlabankanum um að setja reglur sem varða undanþágur föllnu bankanna til gjaldeyrisviðskipta.«
Á þessum tímapunkti hefur »þverpólitíska nefndin« skyndilega áttað sig á þeirri alvarlegu stöðu sem þjóðin var komin í og leggur til að þrengt verði að hrægömmunum. Nefndin lagði til að lögum um gjaldeyrismál yrði breytt, þannig að afnám gjaldeyris-hafta yrði ekki í árslok 2013. Þess í stað vill nefndin »...að losun fjármagnshafta verði tengd efnahagslegum skilyrðum sem þurfa að vera til staðar til þess að losun hafta ógni ekki fjármálalegum stöðugleika.« Síðan kemur athyglisverð málsgrein:»Hvað sem því líður er það eindregin skoðun nefndarinnar að í greinargerð með hugsanlegu frumvarpi verði að koma fram skýr ásetningur um að Ísland virði alþjóðlegar skuldbindingar sínar og að aftur verið komið á umhverfi frjálsra fjármagnsflutninga eins fljótt og auðið er, sérstaklega þeim sem snúa að heimilum og rekstrarfyrirtækjum í landinu.«
Það kemur verulega á óvart, að nefndin skuli telja ástæðu til að hvetja ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, til að virða alþjóðlegar skuldbingar Íslands. Var það ekki ríkisstjórnin sem lagði allt kapp á að Ísland beygði sig fyrir Icesave-kröfum nýlenduveldanna, vegna þess að þær væru alþjóðlegar skuldbindingar? Að lokum hvetur nefndin til að mótuð verði »heildstæð áætlun« um losun gjaldeyrishafta og segir um það hugtak:»Að lokum vill nefndin undirstrika þörfina á heildstæðri áætlun um losun fjármagnshafta, sem tekur til allra þeirra þátta sem áhrif geta haft á greiðslujöfnuð Íslands og þá samningsstöðu sem stjórnvöld hafa til lausnar þess vanda. Nefndin hvetur því stjórnvöld til að halda öllum valkostum opnum og taka til við að móta heildstæða stefnu og samningsafstöðu með samstilltu átaki.«
Þessar viðvaranir voru örugglega orð í tíma töluð, þótt seint hafi verið í rassinn gripið. Seðlabankinn var á þessum tíma búinn að sleppa hundruðum milljarða úr landi, af feng hrægammanna. Í framhaldi af áliti nefndarinnar, var lögum Lögum 87/1992 breytt og gjaldeyrishöftin framlengd um ótakmarkaðan tíma. En »þverpólitíska nefndin« hafði ekki lokið störfum, því að 05. apríl 2013 sendi hún frá sér álitsbréf sitt númer tvö. Nú var áhyggjuefnið hugmyndir Framsóknarflokks og raunar fleirri, að nota ætti Snjóhengjuna til að slökkva eignabruna heimilanna. Þar gefur nefndin sér:»...að nú ríki almenn sátt um að fjármagnshöft verði ekki losuð nema að til staðar sé heildarlausn sem taki á öllum þáttum málsins hvort sem það snýr að upphaflegu snjóhengjunni, uppgjöri allra föllnu viðskiptabankanna og þeim reglum sem hér þarf að setja til þess að tryggja fjármálstöðugleika eftir að höftunum er aflétt.«
Enginn rökstuðningur fylgir þessu tali um heildarlausn og ekki gott að vita hvað það merkir. Hins vegar má af túlkun þingmanna ríkisstjórnarinnar greina hvað býr að baki. Þannig segir Björn Valur Gíslason, sérlegur talsmaður Sigfúsar J. Sigfússonar, um hugmyndir Framsóknarflokks:»Nefndin, sem fjallar um gjaldeyrishöftin, sá ástæðu til þess að senda fjármálaráðherra bréf þar sem segir að þetta séu ótímabærar vangaveltur og það er beinlínis varað við því sem sumir flokkar (Framsókn) hafa lofað í kosningabaráttunni.«
»Þegar þeir Íslendsku stjórnmálamenn eða stjórnmálaflokkar, sem eru líklegir til að komast til áhrifa upplýsa nákvæmlega um það annars vegar hversu miklu þeir telja sig geta náð út úr samningum og hins vegar hvenær þeir ætla að gera það í síðasta lagi, þá er búið að færa viðsemjendunum vopn í hendur. Þar með eru menn búnir að mála sig út í horn í samningaviðræðum. Þess vegna sá nefndin ástæðu til þess að skrifa þetta bréf.«
Þessi ummæli Björns Vals eru hreinn þvættingur, en verið getur að »þverpólitíska nefndin« hafi sent bréf sitt til að aðstoða ríkisstjórnina í leiðangrinum gegn hugmyndum Framsóknarflokks, um að nýta Snjóhengjuna í þágu heimillanna. Raunar segir ekki í bréfi nefndarinnar »að þetta séu ótímabærara vangaveltur«. Ekki verður heldur fallist á að yfirlýst markmið Framsóknar að leiðrétta forsendubrest verðtryggðu lánanna »færi viðsemjendunum vopn í hendur«. Þetta er allt bull og vitleysu, í venjubundnum stíl Björns Vals, en eftir stendur grunurinn um að »þverpólitíska nefndin« taki þátt í pólitískum leik, sem ekki er Þjóðinni gagnlegur. Eftir stendur spurning um hvað »heildstæð áætlun« merkir í þessu sambandi og hvers vegna enginn leggur fram slíka áætlun. Í »þverpólitísku nefndinni« sitja: - Björn Rúnar Guðmundsson.
- Bolli Héðinsson, Samfylking.
- Huginn Freyr Þorsteinsson, Vinstri-grænir.
- Jón Helgi Egilsson, Hreyfingin.
- Sigurður Hannesson, Framsóknarflokkur.
- Tryggvi Þór Herbertsson, Sjálfstæðisflokkur.
|