Nú skal almenningur kaffærður með efnahagslegu orðagjálfi

 

  
  
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.

 

 

Nú skal almenningur kaffærður með efnahagslegu orðagjálfi.

Fyrst birt 04. apríl 2013.

 

  

Loftur Altice Þorsteinsson.

Nú keppast kerfis-karlarnir við að koma á framfæri sem flóknustum hugtökum, þannig að almenningur skilji hvorki upp né niður. Nú er talað um »peningamagn«, í stað »peninga«. Það eru þó annars vegar útgefnir peningar (Krónur) sem skipta máli fyrir trúverðugleika Seðlabankans og hins vegar geta hans til að greiða alvöru gjaldmiðil (real money) fyrir sýndarpeninginn (fiat money), Krónuna.

Peningar eru þær ávísanir sem Seðlabankinn hefur gefið út og nema núna um 45 milljörðum Króna. Peningamagn í hagkerfinu eru útgefnir peningar, auk fjárhagslegra skuldbindinga á milli aðila í samfélaginu. Þessar skuldbindingar myndu jafnast út, ef peningakerfið væri gert upp í heild.

Það sem um er að ræða og nefnt er Snjóhengjan, eru skuldbindingar einstaklinga og fyrirtækja við hrægammana. Vandamálið myndi ekki koma öðrum við en skuldurunum, nema af því að hrægammarnir vilja flytja sínar eignir úr landi. Seðlabankanum ber engin skylda til að útvega öllum gjaldeyri, sem eiga fjárhagskröfur á einhverja aðra.

Lausnin er fólgin í að gefa út nýgjan gjaldmiðil (Ríkisdal) undir myntráði, sem merkir að komið er á fastgengi með þeim mörgu kostum sem því fylgja. Seðlabankinn er þá lagður niður og Krónan látin deyja drottni sínum. Ríkið getur keypt eitthvað af Ríkisdölum og skipt þeim fyrir Krónur sem eru í eigu almennings. Hrægammarnir sitja þá eftir með Krónur sem visna eins og lauf að hausti.

Myntráð gefur ekki neinum peninga, heldur skiptir á stoðmyntinni (CAD) fyrir Ríkisdal, innlenda gjaldmiðilinn. Einnig geta menn skipt úr Ríkisdal í Kanadadal (CAD) hjá myntráðinu, án nokkurs kostnaðar. Ef ríkið leysir engar Krónur úr greipum Seðlabankans, er kostnaður þess við stofnun myntráðsins einungis tæpir 7 milljarðar Króna (45 x 15%). Þessi stofnkostnaður skilar sér fljótt til baka með myntgróða sem myntráðið mun hafa af ávöxtun varasjóðs þess. Myntráðið skilar ríkinu öllum hagnaði umfram 15% öryggismörk varasjóðsins.

Að tala um að mikið peningamagn sé í sjálfu sér vandamál, er fávísleg greining á ástandinu. Ef menn hafa ekki gleggri skilning á hinu raunverulega vandamáli, þá er ekki hægt að vænta gagnlegra ráðlegginga frá þeim, enda er tilgangurinn sjálfsagt sá að kaffæra umræðuna með torræðu orðagjálfri. Sem dæmi má taka ummæli, sem sagt er að Ásgeir Jónsson hagfræðingur hafi látið falla:

»Mikið peningamagn er megin ástæða gjaldeyrishaftanna. Mikið lausafé í umferð sem að bíður eftir því að komast burt en er fast í kerfinu. Það er ekki hægt að afnema höftin nema að ná þessu niður vegna þess að þetta magn er verulega umfram jafnvægi hagkerfisins.«

Ásgeir nefnir að þörf sé lækkunar á peningamagni um 25% og bendir á þá leið að Seðlabankinn selji hrægömmunum aftur ástarbréfin, sem keypt höfðu verið af þeim fyrir bankahrun. Í þessu sambandi segir Ásgeir: »Það þarf að taka einhver hundruð milljarða út úr fjármagnskerfinu inn í Seðlabankann aftur.« Staðreyndin er sú, að þessi ástarbréf eru ekki virði pappírsins sem þau eru rituð á. Leggur Ásgeir stund á hagfræði eða stjörnuspeki?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband