1.3.2013 | 12:29
Aðförin að stjórnarskrá Lýðveldisins
Aðförin að stjórnarskrá Lýðveldisins.Fyrst birt hjá Smugunni 18. október 2012.Ámundi Loftsson og Kári Þorgrímsson.Stjórnarskrá Íslands er að flestu leyti góð. Hún er mjög skýr hvað varðar skipan ríkisvalds, hlutverk forseta og Alþingis. Saman fara þessir aðilar með löggjafarvaldið, en forsetinn ásamt öðrum stjórnvöldum með framkvæmdavaldið.Löggjafarvaldið er Alþingi og forseta sameiginlegt með því að hvorugur fær vilja sínum framgengt nema báðir aðilar samþykki. Forsetinn getur rofið þing og efnt til kosninga og á sama hátt getur Alþingi lagt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu að setja forsetann af. Hvergi er hinsvegar að finna í stjórnarskránni ákvæði um vantraust á sitjandi stjórn, enda hlutverk hennar það eitt að framkvæma vilja þingsins.Löggjafarvald forsetans felst einnig í rétti til að láta leggja lagafrumvörp fyrir Alþingi en hann má þó ekki mæla fyrir þeim sjálfur eða taka þátt í störfum þess. Það mega hins vegar ráðherrarnir sem hann á án nokkurs vafa á að skipa. Hann getur vikið þeim og skipað nýja hvenær sem honum þykir tilefni til. Þetta fyrirkomulag kallast þingbundin stjórn.Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn (15. grein Stjórnarskrárinnar).Hvergi er neitt að finna í stjórnarskránni um að forseti megi framselja vald sitt til stjórnmálaflokka sem boðið hafa fram menn til setu á Alþingi til að mynda ríkisstjórn, enda er augljóst hve fráleitt það er að þjóðkjörinn forseti fái það vald í hendur aðila sem einungis deilir fylgi eins kjördæmis með fjölda annarra þingfulltrúa. Augljóst er einnig að forseti á að skipa ríkisstjórn eftir að hann hefur verið kjörinn en ekki í kjölfar Alþingiskosninga.Öllum er ljóst að þetta fyrirkomulag hefur aldrei verið virt hér á landi og mætti hafa um það langt mál hvernig það gerðist. Lýðveldið hafði vart verið stofnað þegar stjórnmálaflokkunum hafði tekist að ná forsetavaldinu undir sig, enda hafa ríkistjórnir Íslands nær eingöngu verið kenndar við formenn þeirra. Þetta var gert með því að rangtúlka og umsnúa stjórnarskránni og virða hana ekki.Grunnur spillingarinnar hafði verið lagður og sérhagsmunavarðsla flokkanna tryggð, dyggilega studd af fræðimönnum sem hafa alla tíð iðkað mikla og fjarstæðukennda þrætubókarlist um hinn afar skýra og auðskilda texta stjórnarskrárinnar. Til embættis forseta hafa svo iðulega verið kosnir menn sem engan vilja hafa sýnt til að standa vörð um völd og hlutverk hans og hafa tekið fullan og meðvitaðan þátt í að hafa það að engu.Af þessu leiddi síðan afnám aðskilnaðar framkvæmda- og löggjafarvalds. Einræði stjórnmálaflokka var orðið að veruleika og valdabaráttan innan þeirra og milli þeirra var komin í stað lýðræðis. Þessi stjórnarfarskreppa hefur varað á Íslandi um áratugi. Þær hættur sem í henni felast ættu vera öllum augljósar vegna þess að afleiðingar hennar birtust þjóðinni í áþreifanlegri mynd í hruninu 2008.Þingræðissinnar hafa frá upphafi vanvirt Stjórnarskrána.Spyrja má hve mörg þeirra óheillaspora sem stigin hafa verið í Íslendskum stjórnmálum frá lýðveldisstofnun og sem mestu ráðið til hins verra um nútímann hefðu verið látin óstigin ef stjórnarskráin hefði verið haldin.
Þetta ásamt mörgu fleiru eru spurningar sem vert er að hugleiða.Væntanleg þjóðaratkvæðagreiðsla vegna stjórnarskrárinnar er undirorpinn ömurlegum einhliða áróðri, þeim versta í Íslandssögunni og þar ber hæst spurninguna um þjóðareign á auðlindum. Með henni er látið í veðri vaka að þjóðin muni áfram hafa óskorað vald yfir auðlindum sínum þrátt fyrir inngöngu í Evrópusambandið.Áleitnasta og þarfasta spurningin sem þjóðin stendur hinsvegar frammi fyrir hvernig mál hefðu þróast í Íslendskum stjórnmálum ef stjórnarskráin hefði haldið gildi sínu og eftir henni farið? Hvort endurreisn hennar sé ekki forsenda endurreisnar samfélagsins? Sú brýna umræða hefur ekki verið tekin. Hún verður nauðsynlega að fara fram samhliða umræðum um breytingar á stjórnarskránni. Hrun bankakerfisins 2008 er þar vissulega tilefni.
|
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt 11.3.2013 kl. 10:55 | Facebook