Peningastefna stjórnmálaflokkanna í aðdraganda kosninga 2013.

  
  
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.
 
 

  

   

Peningastefna stjórnmálaflokkanna í aðdraganda kosninga 2013.

 Fyrst birt 26. febrúar 2013.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

Efnahagsmál landsins hljóta að teljast mikilvægust allra mála, sem til úrlausnar koma á nærsta kjörtímabili Alþingis. Flestir stjórnmálaflokkarnir hafa haldið landsfundi sína í þessum mánuði og gert skriflega grein fyrir áherðslum sínum, hvað varðar peningastefnu og önnur málefni. Til að auðvelda lesendum samanburð, hef ég tekið saman það heldsta sem stjórnmálaflokkarnir hafa um peningastefnu sína að segja.

Fastgengi er samtímis lausn á öllum heldstu vandamálum þjóðarinnar. Spurningin sem stjórnmálaflokkarnir verða að svara er því afstaða þeirra til fastgengis. Flotgengi hefur verið reynt í nær 100 ár í landinu og gefist hörmulega. Þeir sem vilja viðhalda flotgengi, eru að ögra almenningi og reyna að hindra efnahagslega endurreisn í landinu.

Mikilvægt er að skilja, að fastgengi verður ekki komið á undir stjórn Seðlabanka, hann verður að leggja niður í núverandi mynd. Fastgengi er annað hvort fólgið í upptöku erlends gjaldmiðils, eða sett er á fót myntráð. Gott nafn á nýgjum gjaldmiðli er Ríkisdalur og síðan geta menn valið um hvaða erlendi gjaldmiðill er notaður sem stoðmynt. Eðlilegast er að hafa eina stoðmynt, en vel má athuga með að nota tvær stoðmyntir, en alls ekki fleirri.

Við sjáum að Sjálfstæðisflokkur og Hægri grænir eru á réttri leið varðandi peningastefnu, en hjá Sjálfstæðisflokki vantar ákveðnara orðalag um útfærslu og hjá Hægri grænum vantar fullan skilning á að leggja þarf Seðlabankann niður.

Framsóknarflokkur er með fráleita hugmynd um áframhald flotgengis og flaggar að auki þeirra heimskulegu hugmynd að viðskiptabankar gefi út peninga. Endurlán viðskiptabankanna á innlánum er ekki peningaprentun. Aukin veltuhraði innlána og útlána hjá bönkunum, er ekki aukin peningaprentun. Framsóknarflokkur þarf að taka sig verulega á og hefur sæmilegar forsendur til að gera það.

Samfylking er með sína áætlun um þjóðsvik, með innlimun Íslands í Evrópusambandið. Þrælslund Samfylkingar er fullkomin, með hugmyndum um að Evrópusambandið fái fullkomið efnahagslegt yfirvald með Evrunni. Vinstri grænir vita greinilega ekki hvað peningastefna er, en eitthvað hafa þeir heyrt um aflandskrónur. Þau skemmdarverk sem Vinstri grænir hafa unnið á efnahag landsins síðustu fjögur ár, verða skiljanleg í ljósi fullkominnar vanþekkingar þeirra á efnahagsmálum.

  

<<>><<>>

 

Sjálfstæðisflokkur – landsfundur 21. – 24. febrúar 2013.

  • Íslendska krónan í höftum getur ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef stefnt er að því að Íslendingar eigi kost á því að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn. Kanna þarf til þrautar alla möguleika fyrir Ísland í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar.

  • Landsfundur telur að stöðugleiki í efnahagsmálum sé nauðsynleg forsenda kraftmikillar uppbyggingar í atvinnulífinu og verðmætasköpunar. Viðvarandi hallarekstur ríkissjóðs, háir vextir, mikil verðbólga og óstöðugur gjaldmiðill hefur í för með sér mikinn kostnað fyrir atvinnulíf sem bitnar sérstaklega á nýsköpun og fjárfestingu.

  • Landsfundur telur að taka þurfi til endurskoðunar hlutverk Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara. Með forgangi almennra innstæðna ættu hagsmunir almennra innstæðueigenda að vera nægilega vel tryggðir en auk þess er óeðlilegt að kostnaði við fall stórra fjármálastofnana sé velt yfir á skattgreiðendur með aðgerðum Seðlabankans.

  

<<>><<>>

 

Framsóknarflokkur – flokksþing 08.-10. febrúar 2013.

  • Íslendsk króna verður gjaldmiðill landsins í nálægri framtíð og því brýnt að efla umgjörð hennar. Við þær aðgerðir þarf, m.a. að horfa til mögulegrar skattlagningar á skammtímafjármagnsflæði til landsins þannig að í framtíðinni verði komið í veg fyrir óeðlilega skammtíma styrkingu gjaldmiðilsins sem leitt getur af sér eignabólur, grafið undan rekstrargrundvelli útflutningsatvinnugreina og leitt af sér óeðlilegar sveiflur í gengi Íslendsku krónunnar.

  • Skoða þarf sérstaklega hvernig fjármálakerfið getur unnið með þjóðfélaginu í stað þess að margfalda peningamagn sem leiðir til þenslu. Í því samhengi verði skoðað sérstaklega að viðskiptabönkum verði óheimilt að búa til ígildi peninga í formi lausra innstæðna. Peningaútgáfa, hvort sem hún er í formi seðla, myntar eða lausra innistæðna, verði eingöngu á hendi Seðlabankans. 

     

    <<>><<>>

     

Samfylking – landsfundur 01. – 03. febrúar 2013.

  • Samfylkingin stefnir að hagstjórn sem leiðir til þess að Íslendingar geta tekið upp evru og gengið í Evrópusambandið. Ferlið sem slíkt styður við krónuna og með þátttöku í myntsamstarfinu kemst hún í langþráð og nauðsynlegt skjól. Með evru er landsmönnum tryggður traustur, alþjóðlegur gjaldmiðill til framtíðar. Vextir lækka, verðtrygging verður óþörf, viðskiptakostnaður minnkar og kostnaður við gjaldeyrisforða sparast.

  

<<>><<>>

 

Vinstri græn – landsfundur 22. – 24. febrúar 2013.

  • Verkefnin framundan í efnahagsmálum eru ærin og meðal annars þarf að losa um aflandskrónur samkvæmt þeirri áætlun sem samþykkt hefur verið og gerir ráð fyrir útgönguskatti á þá fjármuni.

  

<<>><<>>

  

Hægri grænir – tekið af vefsetri flokksins 26. febrúar 2013.

  • Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands yrði ný stofnun sett saman úr; Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlinu.

  • Tekin væri upp fastgengisstefna í stað verðbólguviðmiða. Gengi gjaldmiðils yrði strax fest við gengi bandaríkjadals.

  • Með nýjum ríkisdal sem lögeyri og fastgengisstefnu fylgir  aðhaldssöm ríkisfjármál og efnahagslegur stöðugleiki og engin gjaldeyrishöft yrðu á nýja ríkisdalnum.

  • Myntsláttu- og Þjóðhagsráð Íslands hefði einkaleyfi til útgáfu ríkisdals sem ásamt bandaríkjadal og yrði lögeyrir landsins. Eftir sem áður yrðu engar hömlur á notkun annarra gjaldmiðla.

  • Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands  skal m.a. annast myntsláttu fyrir landsmenn, gefa út bæði mynt og seðla í ríkisdölum. Myntsláttu- og Þjóðhagsráð Íslands skal tryggja að ríkisdalir séu að fullu skiptanlegir á pari fyrir bandaríkjadali.

  • Stoðmynt Myntsláttu- og Þjóðhagsráðs Íslands skal vera bandaríkjadalur og skiptihlutfall hans gagnvart ríkisdal vera einn ríkisdalur á móti einum bandaríkjadal.

  • Gengi ríkisdalsins myndi sveiflast eins og gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum.

  • Innan árs frá stofnun Myntsláttu- og Þjóðhagsráð Íslands skal verið búið að skipta öllum íslenskum krónum landsmanna, launum, lausu fé, innistæðum, skuldum, verðbréfum o.s.frv. yfir í ríkisdal.

  • Gjaldeyrishöftum yrði ekki lift af ca. 1200 milljörðum af aflandskrónum,  þær frystar og sérstaklega samið um losun hafta á þeim. Innlánsvextir á aflandskrónunum yrðu keyrðir niður í 0,0% . Þessir 1200 milljarðar aflandskróna halda íslenska hagkerfinu í gíslingu.

  • Eigendum aflandskróna yrði t.d. boðið tvær leiðir að losna úr viðjum gjaldeyrishaftanna; a) að skipta yfir í ríkisdal með 95% afföllum, eða b) skipti á aflandskrónugengi í 30 ára skuldabréf, gefnu út í bandaríkjadal með  1,5% vöxtum.

  • Þetta sparar tugi milljarða kr. á ári í vaxtakostnað sem skattgreiðendur eru að borga í vexti af aflandskrónum.

  • Þeim upphæðum af aflandskrónum sem ekki yrði skipt fyrir ríkisdalinn yrðu notaðar til uppbyggingar í íslensku þjóðfélagi til áratuga. Líta verður á 1200 milljarðana af gömlu krónunum sem hefur íslenskt efnahagslíf í gíslingu sem tækifæri, snúa borðinu við og leyfa erlendum vogunarsjóðum að njóta fjáfestingar tækifæra í landinu með þáttöku sinni.

  • Þessi leið tæki ca. 6 til 9 mánuði að koma í verk.

  • Rúsínan i pylsuendanum væri  sú, að auðveldlega er hægt að leggja verðtryggingu niður með þessum aðgerðum.

  

<<>><<>>


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband