14.2.2013 | 15:58
Lagarök en ekki samningaleið leiddu til sigurs í Icesave-deilunni
Samstaða þjóðar gegn Icesave
Lagarök en ekki samningaleið leiddu til sigurs í Icesave-deilunni. Fréttatilkynning 14. febrúar 2013. Samstaða þjóðar gegn Icesave eru samtök einstaklinga, sem börðust gegn Icesave-kröfum Bretlands og Hollands. Fyrsta verkefni Samstöðu var að standa fyrir áskorun á forseta Íslands og Alþingi um að fram færi þjóðaratkvæði um Icesave-III-lögin. Undirskriftasöfnunin fór fram á vefsíðunni www.kjosum.is og réði niðurstaða hennar miklu um þá ákvörðun forsetans að neita undirskrift Icesave-III-laganna.Næsta verkefni Samstöðu þjóðar gegn Icesave var að upplýsa almenning um staðreyndir Icesave-málsins og afhjúpa þær rangfærslur sem stundaðar voru, í aðdraganda þjóðaratkvæðisins 09. apríl 2011. Hvatti Samstaða eindregið til að Icesave-III-lögin yrðu felld úr gildi og beitti einkum lagarökum gegn samningaleið ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.Með dómi EFTA-dómstólsins 28. janúar 2013, á tveggja ára afmæli Samstöðu þjóðar gegn Icesave, lauk því verkefni sem félagið var stofnað til að leysa af hendi. Íslendskur almenningur og forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, stöðvuðu áætlun um að hneppa þjóðina í skuldafjötra. Af auðmýkt er landsmönnum þakkaðar frábærar undirtektir við sameiginlegan málstað, um leið og við sendum öllum samherjum hamingjuóskir.Samstaða þjóðar gegn Icesave hafnar þeim fullyrðingum, sem ríkisstjórnin heldur fram, að úrslit Icesave-deilunnar hafi fyrir tilviljun fallið Íslandi í vil. Úrslitin réðust ekki heldur af lögfræði-brellum í boði ríkisstjórnarinnar. Röksemdir Íslands voru fyrir hendi frá fyrstu dögum deilunnar, en ríkisstjórnin neitaði að hlusta. Sigur Íslands byggði á lagarökum sem einstaklingar og félög hafa haldið til haga. Lagarök báru sigur á samningaleið ríkisstjórnarinnar í Icesave-deilunni.Samstaða þjóðar gegn Icesave hvetur til að strax að loknum kosningum til Alþingis, verði hafist handa við málsókn gegn Bretlandi og Hollandi. Þessi ríki brutu á lögsögu Íslands, með valdboðs-aðgerðum sem byggðu á hryðjuverkalögum í Bretlandi og bankalögum í þessum ríkjum. Með ólöglegum aðgerðum sínum brutu gömlu nýlenduveldin samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), auk alþjóðlegra sáttmála. Málssókn Íslands ber að hefja fyrir Evrópudómstólnum, sem samkvæmt samningnum um EES er réttur dómstól. Samstaða þjóðar hefur nú þegar rutt brautina, með kæru til Framkvæmdastjórnar ESB og kröfu um að brotin á sjálfstæði Íslands komi til úrskurðar hjá Evrópudómstólnum.Samstaða þjóðar gegn Icesave hvetur þjóðina, að ganga til þessa verks með okkur og taka þessari herhvöt með sama hugarfari og herhvötinni sem Samstaða þjóðar gegn Icesave sendi frá sér 10. febrúar 2011. Við það tækifæri sendum við þjóðinni eftirfarandi hvatningu:
|
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook