11.3.2012 | 17:54
Óttaðist enginn gengishrun Krónunnar - ef til fjármálakreppu kæmi ?
forseti Íslands | Peningastefnan | forseti Íslands | |||
forseti Íslands |
Óttaðist enginn gengishrun Krónunnar - ef til fjármálakreppu kæmi ?
11. marz 2012. Loftur Altice Þorsteinsson.
Það hefur sjálfsagt vakið athygli margra, að í umræðu um viðbúnað við fjármálkreppu, virðist enginn valdamaður hafa óttast gengishrun Krónunnar. Mátti ekki vera augljóst að við gengishrun myndi verðbólga fara á flug, verðtryggðar skuldir heimila og fyrirtækja hækka og tekjur almennings lækka ? Þetta er nákvæmlega það sem skeði í Hruninu, en umfangsmiklar viðlagaæfingar virðast hafa horft fram hjá þessum megin vanda.
Núna tyggur hver valdamaðurinn eftir öðrum, að EKKERT hafi verð hægt að gera í mörg ár fyrir Hrunið. Þeir sem ákæra Geir H. Haarde og ríkisstjórn hans fyrir vítavert aðgerðaleysi, virðast ekki heldur hafa vit á að nefna gengisstöðugleikann til sögunnar, sem megin vandamál. Getur verið að megin viðfangsefni peningastefnunnar (monetary policy) hafi verið að færa fjármuni frá almenningi og til hinna útvöldu ? Þá blasir líka við hvers vegna enginn í Kerfinu hafði áhyggjur af gengishruni og hvers vegna allar viðlagaæfingarnar snérust um aðra þætti.
Rannsóknarnefnd Alþingis fjallaði vissulega um peningastefnuna í rannsóknarskýrslu sinni. Hins vegar virist nefndin ekki hafa haft þekkingu til að meta hvað gæti talist hentug peningastefna fyrir lítið hagkerfi, eins og það Íslendska. Í rannsóknarskýrslunni er sögulegt yfirlit, sem gerir grein fyrir aðdraganda og ástæðum þess að hið ógæfulega verðbólgumarkmið var tekið upp: 4.5.1 Framkvæmd peningastefnunnar – verðbólgumarkmið.
Þarna skortir skilning á, að peningastefnur eru í raun einungis tvær: fastgengi eða flotgengi. Ekki dugar að Seðlabankinn gefi yfirlýsingu um að gengið sé fast, heldur verður festan að vera þannig frágengin, að einmitt Seðlabankinn geti ekki á einni nóttu ákveðið nýtt gengi. Til að ná alvöru festu á genginu eru tvær leiðir: að taka upp erlandan gjaldmiðil, eða festa Íslendskan gjaldmiðil við eina eða fleirri erlendar myntir með myntráði. Allt tímabilið sem rannsóknarnefndin fjallar um hér að framan, það er að segja 1983 – 2008, var gengið raunverulega fljótandi. Þegar horft er yfir tímabilið er eini greinanlegi munur sá að fall-ferill Krónunnar var annað hvort samfelldur eða í stökkum. Auðvitað sjá allir að gengisflot er ekki hentugt fyrir lítil hagkerfi, því að allar gengisbreytingar berast samstundis inn í hagkerfið og valda verðbólgu og annari óáran. Það er staðreynd að Ísland sker sig úr, í hópi smárra en velmegandi hagkerfa. Er ekki kominn tími til að Ísland taki upp peningastefnu sem hentar landinu ?
|
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook