Óttaðist enginn gengishrun Krónunnar - ef til fjármálakreppu kæmi ?

 

  
  
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi

   og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.

 
 
     

    

Óttaðist enginn gengishrun Krónunnar - ef til fjármálakreppu kæmi ?

  

  

11. marz 2012.


     
  

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

   

Það hefur sjálfsagt vakið athygli margra, að í umræðu um viðbúnað við fjármálkreppu, virðist enginn valdamaður hafa óttast gengishrun Krónunnar. Mátti ekki vera augljóst að við gengishrun myndi verðbólga fara á flug, verðtryggðar skuldir heimila og fyrirtækja hækka og tekjur almennings lækka ? Þetta er nákvæmlega það sem skeði í Hruninu, en umfangsmiklar viðlagaæfingar virðast hafa horft fram hjá þessum megin vanda.

  

Núna tyggur hver valdamaðurinn eftir öðrum, að EKKERT hafi verð hægt að gera í mörg ár fyrir Hrunið. Þeir sem ákæra Geir H. Haarde og ríkisstjórn hans fyrir vítavert aðgerðaleysi, virðast ekki heldur hafa vit á að nefna gengisstöðugleikann til sögunnar, sem megin vandamál. Getur verið að megin viðfangsefni peningastefnunnar (monetary policy) hafi verið að færa fjármuni frá almenningi og til hinna útvöldu ? Þá blasir líka við hvers vegna enginn í Kerfinu hafði áhyggjur af gengishruni og hvers vegna allar viðlagaæfingarnar snérust um aðra þætti.

  

Rannsóknarnefnd Alþingis fjallaði vissulega um peningastefnuna í rannsóknarskýrslu sinni. Hins vegar virist nefndin ekki hafa haft þekkingu til að meta hvað gæti talist hentug peningastefna fyrir lítið hagkerfi, eins og það Íslendska. Í rannsóknarskýrslunni er sögulegt yfirlit, sem gerir grein fyrir aðdraganda og ástæðum þess að hið ógæfulega verðbólgumarkmið var tekið upp:

   

4.5.1 Framkvæmd peningastefnunnar – verðbólgumarkmið.

 

Árið 1983 náði verðbólga á Íslandi hámarki og mældist í kringum 100% um mitt árið. Á meðal þeirra efnahagsráðstafana sem gripið var til árið 1983 var afnám verðtryggingar launa og tæplega 15% gengisfelling auk þess sem tilkynnt var að gengissigi yrði hætt. Þar með voru auknir tilburðir til þess að festa gengið og átti það sinn þátt í því að ná verðbólgunni niður. Gengi krónunnar var þó fellt nokkrum sinnum til viðbótar, 1984 (um 12%), 1988 (6% í febrúar, 10% í maí og 3% í september), 1992 (6%) og 1993 (7,5%).

 

Í maí 1993 var gengisfyrirkomulagið formfest en þá var gjaldeyrismarkaður stofnaður. Frá þeim tíma var við lýði sveigjanleg gengisstefna þar sem gengi krónunnar réðst á markaði. Seðlabankinn skuldbatt sig til að halda genginu innan ákveðinna vikmarka frá miðgildi vísitölu gengisskráningar. Í upphafi voru þessi vikmörk ákveðin 2,25% til hvorrar hliðar.

 

Í september 1995 voru þau víkkuð í ±6% og í febrúar 2000 í ±9%. Í upphafi árs 2001 gekk verulega á gjaldeyrisforða Seðlabankans þegar hann keypti krónur á markaði til að sporna við veikingu. Bankinn seldi Bandaríkjadali fyrir 2,06 milljarða króna 24. janúar 2001 og dagana 23. mars til 27. mars seldi Seðlabankinn Bandaríkjadali fyrir alls 6,8 milljarða króna en stærð gjaldeyrisforðans var á þessum tíma um 35 milljarðar króna. Þarna var orðið ljóst að breytinga var þörf.

 

Þann 27. mars 2001 undirrituðu bankastjórn Seðlabankans og forsætis-ráðherra viljayfirlýsingu um breytingar á fyrirkomulagi stjórnar peningamála á Íslandi. Frá og með 28. mars yrði meginhlutverk peningastefnunnar að halda verðbólgu sem næst 2,5% í stað þess að halda gengi krónunnar innan vikmarka. Seðlabankinn fékk jafnframt fullt svigrúm til að beita stjórntækjum sínum. 

Þarna skortir skilning á, að peningastefnur eru í raun einungis tvær: fastgengi eða flotgengi. Ekki dugar að Seðlabankinn gefi yfirlýsingu um að gengið sé fast, heldur verður festan að vera þannig frágengin, að einmitt Seðlabankinn geti ekki á einni nóttu ákveðið nýtt gengi. Til að ná alvöru festu á genginu eru tvær leiðir: að taka upp erlandan gjaldmiðil, eða festa Íslendskan gjaldmiðil við eina eða fleirri erlendar myntir með myntráði. 

Allt tímabilið sem rannsóknarnefndin fjallar um hér að framan, það er að segja 1983 – 2008, var gengið raunverulega fljótandi. Þegar horft er yfir tímabilið er eini greinanlegi munur sá að fall-ferill Krónunnar var annað hvort samfelldur eða í stökkum. Auðvitað sjá allir að gengisflot er ekki hentugt fyrir lítil hagkerfi, því að allar gengisbreytingar berast samstundis inn í hagkerfið og valda verðbólgu og annari óáran. Það er staðreynd að Ísland sker sig úr, í hópi smárra en velmegandi hagkerfa. Er ekki kominn tími til að Ísland taki upp peningastefnu sem hentar landinu ?

  

  

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband