19.2.2012 | 15:50
Ólafur Arnarson: Ţýfinu skal skila ! - Hvar eru ţjófarnir ?
Peningastefnan |
Ţýfinu skal skila ! - Hvar eru ţjófarnir ? Fyrst birt á Pressunni 16. febrúar 2012. Ólafur Arnarson. Hćstiréttur hefur fellt tímamótadóm. Međ dóminum áréttar ćđsti dómstóll ţjóđarinnar ađ eignarréttur einstaklinga er líka stjórnarskrárvarinn en ekki ađeins eignarréttur fjármálafyrirtćkja, fjárfesta og kröfuhafa. Ţetta eru vćntanlega nokkur tíđindi fyrir Alţingi og ríkisstjórnina, sem fram til ţessa hafa gćtt ţess ađ ganga ekki á eignarrétt fjármálafyrirtćkja og kröfuhafa en látiđ sig eignarrétt einstaklinga og hvađ ţá skuldugra einstaklinga engu varđa. Allir sjö dómararnir eru á einu máli um ađ lög nr. 151/2010 ganga gegn 72. gr. stjórnarskrá lýđveldisins Íslands. Fyrri málsgrein ţeirrar greinar hljóđar svo:
Ţetta er ekki flókinn texti og ćtla mćtti ađ hvađa skussi sem klöngrast hefur í gegnum einhverja af fjölmörgum háskólalagadeildum ţessa lands gćti stautađ sig í gegnum hann. Jafnvel ólöglćrt fólk skilur ţennan texta. En ekki ţeir 27 ţingmenn sem samţykktu 18. desember 2010 ađ brjóta gegn ţessum helga rétti Íslendinga. Dómur Hćstaréttar skilgreinir oftekna og afturá reiknađa vexti bankanna af ólöglegum gengislánum sem ţýfi. Í ţví ljósi er óskiljanlegt ađ ţrír af sjö dómurum réttarins skildu einhvern veginn komast ađ ţeirri niđurstöđu ađ ţjófurinn (bankar og fjármálafyrirtćki) eigi ađ fá ađ halda ţýfinu en ekki skila ţví til fórnarlamba glćpsins.
Forhertir ráđamenn. Viđbrögđ ráđamanna, ţingmanna og jafnvel fjölmiđla viđ dóminum eru undarleg. Steingrímur J. Sigfússon heldur ţví fram ađ dómurinn sé óskýr og t.d. komi ekkert fram í honum um ţađ hve langt aftur í tímann eigi ađ endurreikna. Hann var hins vegar ekki í vafa um ţađ hve langt aftur ćtti ađ endurreikna ţegar hann beitti sér fyrir ţví ađ lögfest yrđi ađ seđlabankavextirnir skyldu gilda frá lántökudegi. Dómur Hćstaréttar er kristalstćr. Ţađ á ađ endurreikna á samningsvöxtum aftur til lántökudags. Ţeir vextir gilda fram til 16. september 2010 er dómur Hćstaréttar féll í máli nr. 471/2010. Allt sem tekiđ var umfram samningsvexti fram til ţess tíma er ţýfi, sem ber ađ skila. Steingrímur stendur hér enn vörđ um hagsmuni auđvaldsins og gegn hagsmunum almennings. Ţá segir Steingrímur óvíst um fordćmisgildi dómsins. Ţađ var einmitt ţađ, já! Mađurinn heldur greinilega ađ eignarrétturinn sé eitthvađ ofan á brauđ. Í hvađa tilvikum telur efnahags- og viđskiptaráđherrann ađ ţađ stangist ekki á viđ stjórnarskrá ađ ganga bótalaust á eignarétt fólks?Helgi Hjörvar, formađur efnahags- og viđskiptanefndar Alţingis sagđi í sjónvarpsfréttum í gćrkvöldi ađ tjón bankanna gćti numiđ milljarđatugum! TJÓN? Túlkar ţingmađurinn ţađ semsagt svo ţegar ţýfi er gert upptćkt hjá innbrotsţjófi og skilađ til réttra eigenda ađ innbrotsţjófurinn verđi fyrir tjóni? Fréttamađur RÚV talađi um kostnađ bankanna vegna dómsins. Ţarna er heldur betur búiđ ađ snúa hlutunum á haus. Steingrímur J. og fleiri halda ţví fram ađ lögin, sem Hćstiréttur hefur nú afgreitt sem gróft stjórnarskrárbrot, hafi faliđ í sér réttarbót til skuldara og bćtt ţeirra hag. Ţetta er vitanlega rakalaus ţvćttingur vegna ţess ađ lögin beinlínis leyfđu bönkunum ađ stela peningum af fólki. Ţađ kann ađ vera ađ mikill meirihluti ţingsins hafi viljađ ganga enn lengra í ţjónkun viđ fjármálafyrirtćkin á ţessum tíma en ţađ breytir ekki ţeirri stađreynd ađ lögin brutu stjórnarskrárvarinn rétt fólks en bćttu ekki hag ţess. Nú hefur Árni Páll Árnason greint frá ţví, sem raunar var vitađ, ađ kröfuhafar beittu hótunum gagnvart stjórnvöldum í ađdraganda lagasetningarinnar. Ţađ stendur ţví stađfest ađ íslensk stjórnvöld brutu gegn stjórnarskrárvörđum rétti almennings í ţjónkun viđ kröfuhafa. Geta stjórnvöld í einu landi lagst mikiđ lćgra? Ađeins ţrír ţingmenn á hinum háa Alţingi börđust gegn stjórnarskrárbroti ríkisstjórnar-meirihlutans. Ţađ voru ţingmenn Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Ţór Saari.
Margir međsekir. Dómur Hćstaréttar í gćr stađfestir ađ íslenskir bankar stálu af viđskiptavinum sínum og skákuđu í skjóli stjórnarskrárbrota löggjafans. Bankarnir voru ekki einir ađ verki. Strax hálfum mánuđi eftir ađ Hćstiréttur dćmdi gengisbundin lán ólögleg í júní 2010 sendu Seđlabankinn og Fjármálaeftirlitiđ tilmćli til fjármálafyrirtćkja um ađ nota seđlabankavexti í stađ samningsvaxta á hin ólöglegu gengislán. Raunar virđast ţetta fremur vera fyrirmćli til fjármálafyrirtćkja en ekki tilmćli enda fóru öll fjármálafyrirtćki landsins eftir ţessum tilmćlum. Ríkisstjórnin rćddi ţessi mál sumariđ 2010. Gylfi Magnússon, ţáverandi viđskiptaráđherra, vildi ađ ríkisstjórnin setti bráđabirgđalög um ađ seđlabankavextir skyldu reiknađir á öll gengisbundin lán allt aftur til lántökudags. Jóhanna Sigurđardóttir og Steingrímur J. Sigfússon voru fylgjandi ţessari tillögu og reyndu međ harđfylgi ađ fá hana samţykkta. Ţađ gekk ekki eftir vegna mikillar andstöđu annarra lykilráđherra. Eftir forskrift Seđlabanka og FME. Ţađ er fyrst međ dómi sínum í gćr sem Hćstiréttur tekur af öll tvímćli um ađ vitanlega má ekki skerđa kjör lántaka aftur í tímann. Fyrir utan ađ byggja dóm sinn á bjargföstum grunni stjórnarskrárinnar eru greinar í samningalögum, sem styđja viđ niđurstöđu réttarins í gćr. Konungstilskipunin frá 9. febrúar 1798 kveđur skýrt á um gildi fullnađarkvittana fyrir greiđslu. Ţá eru reglur ESB um neytendavernd, sem viđ Íslendingar erum ađilar ađ í gegnum EES samninginn, skýrar og styđja dóm Hćstaréttar.
Nú er til nóg af peningum. Viđ getum ekki treyst bönkunum til ađ endurreikna ólöglegu lánin út frá hinum nýja dómi Hćstaréttar. Ţađ er álíka skynsamlegt og ađ leyfa innbrotsţjófi ađ velja hvađa hluta ţýfis hann vill skila fórnarlambi sínu eđa hvort hann vill skila einhverju yfirleitt. Ţađ verđur ţví ađ fá óháđan utanađkomandi ađila til ađ sjá um endurútreikninginn. Bönkunum er ekki treystandi. Viđ getum heldur ekki treyst Seđlabankanum eđa FME. Hagfrćđistofnun Háskóla Íslands hefur sýnt sig ađ vera annađ hvort vanhćf, gjörspillt eđa hvort tveggja ţannig ađ ekki getum viđ treyst henni. Líklega er best ađ fá virta erlenda endurskođendur í ţessa útreikninga. Ţađ vćri svo ekki úr vegi ađ setja tilsjónarmenn inn í alla banka og slitastjórnir til ađ fylgjast međ ţví sem ţar fer fram.
Verđtryggingin nćst. Nú er einnig gríđarlega mikilvćgt ađ láta ekki deigan síga í baráttunni fyrir leiđréttingu á verđtryggđu lánunum og afnámi verđtryggingar. Dómur Hćstaréttar í gćr var áfangasigur fyrir hrjáđa skuldara ţessa lands. Verđtryggđu lánin eru nćst og ţau verđur ađ leiđrétta. Án efa mun verđtryggingarelítan reyna ađ etja saman annars vegar ţeim sem fengu leiđréttingu međ dóminum í gćr og hins vegar ţeim sem sitja uppi međ stökkbreytt verđtryggđ lán. Ţađ má ekki verđa. Nú ţarf ađ hreinsa til og losa kerfiđ viđ bubbana sem hikuđu ekki viđ ađ brjóta gegn eignarrétti íslenskrar alţýđu á sama tíma og ţeir sungu hástöfum um ađ alls ekki mćtti fara gegn eignarrétti fjármálafyrirtćkja og kröfuhafa vegna ţess ađ ţá gćtu ţeir fariđ í mál og krafist skađabóta.
Hinir seku beri ábyrgđ. Bankar hafa ólöglega gengiđ ađ eignum fólks og fyrirtćkja í skjóli ólaganna, sem kölluđ eru lög nr. 151/2010. Sumir hafa misst íbúđir sínar og ađrir bíla. Fyrirtćki hafa veriđ svipt vinnuvélum sínum og sett í gjaldţrot. Allt í skjóli stjórnarskrárbros. Fjöldi einstaklinga og fyrirtćkja á háar skađabótakröfur á banka og fjármögnunarfyrirtćki langt fram yfir ţćr vaxtaendurgreiđslur sem leiđa beint af dómi Hćstaréttar.
sem situr eins og klessa um allt íslenska stjórn- og stofnanakerfiđ. Viđ megum ekki gefa hrokanum, ósvífninni og lögleysunni griđ. Ekki nú! Aldrei meir! ---<<<>>>------<<<>>>------<<<>>>------<<<>>>------<<<>>>---
|
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alţjóđamál, Viđskipti og fjármál | Breytt 20.2.2012 kl. 20:15 | Facebook