17.2.2012 | 20:23
Leyniskýrsla Evrópusambandsins frá 09. desember 2010
Stjórnarskráin | Peningastefnan |
Leyniskýrsla Evrópusambandsins frá 09. desember 2010. 17. febrúar 2012. Loftur Altice Þorsteinsson.
Þeirri ranghugmynd hefur verið haldið að landsmönnum að ríkisstjórn Íslands sé hvati umsóknarinnar að Evrópusambandinu. Þessu er alls ekki svo farið, heldur er það Evrópusambandið sem sækir fast að innlima landið og kjölturakkar ESB hlýða einungis fyrirmælum frá Brussel. Skýrslur frá ESB sýna að þetta er staðreynd og verður hér getið árs-gamallar leyniskýrslu sem Samstöðu þjóðar hefur nýlega borist.
Skýrslan er dagsett 09. desember 2010 og var gerð að frumkvæði Maroš Šefčovič, sem er varaforseti Framkvæmdastjórnar ESB og Štefan Füle sem er stækkunarstjóri. Skýrslan ber heitið “Ísland sem umsóknarland” og það verður að teljast merkilegt að það eintak sem Samstaða hefur undir höndum er á Íslendsku. Staffan Nilsson er skrifaður fyrir skýrslunni sem formaður Efnahags- og félagsmálanefndar ESB (EESC).
Skýrslan hefst á tilvísun til leynifundar sem haldinn var á Hilton hótelinu í Reykjavík 08. September 2010. Til fundarins var boðið heldstu kjölturökkum ESB og ræðumenn voru fulltrúar samtaka eins og Samtaka atvinnulífsins (Róbert Trausti Árnason), Samtaka iðnaðarins (Bjarni Már Gylfason) og Alþýðusambandsins (Gylfi Arnbjörnsson), auk fulltrúa ríkisstjórnarinnar (Stefán Haukur Jóhannesson). Svo segir í skýrslunni:
Litlu verður Vöggur feginn, því að jafnvel þótt margir séu svo heimskir að vilja skoða í ESB-skjóðuna, þá munu þeir sömu ekki verða tilbúnir að fórna sjálfstæðu ríki á Íslandi, né að afsala fullveldisréttindum komandi kynslóða í hendur valda-aðals Evrópu.
Þess má geta að fyrrnefndur Stefán Haukur Jóhannesson undirritaði að sögn Brussel-samninginn frá 14. nóvember 2008. Nú kemur í ljós að hann hlýtur að hafa undirritað með ósýnilegu bleki, því að Brussel-samningurinn er bara ómerkileg nóta, án undirskrifta og án auðkenna sem gætu veitt plagginu þjóðréttarlega merkingu. Össur Skarphéðinsson laug til um gerð Brussel-samningsins, sem Alþingi síðan notaði sem forsendu fyrir gerð Icesave-samninganna. Engan þarf að undra að hvorki Bretland né Holland vildu kannast við lygasamninginn frá Brussel.
Hér fylgja á eftir nokkrar málsgreinar úr þessari ótrúlegu leyniskýrslu:
Þessi stutta útskrift úr langri skýrslu, sýnir kaldrifjaða áætlun ESB um að innlima Ísland. Öllum ráðun er beitt til að koma böndum á þá þjóð sem landið byggir. Leitað er liðsinnis allra kjölturakka í landinu, ekki bara þeirra sem er að finna í Samfylkingunni heldur einnig í hagsmunafélögum. Einnig má benda á einstengingslega afstöðu ESB varðandi forsendulausar Icesave-kröfurnar. Geta þeir talist Íslendingar sem beygja sig undir svona kröfur ? Teljast það ekki landráð að stefna af ráðnum hug, að Ísland tapi Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum ?---<<<>>>------<<<>>>------<<<>>>------<<<>>>------<<<>>>---
|
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt 18.2.2012 kl. 10:43 | Facebook