Þórarinn Þórarinsson: Þjóðin er æðri Alþingi !

 

 
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir fullveldisrétti almennings og sjálfstæði Íslands.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins. 
                           Áskorun til forseta Íslands

  


Þjóðin er æðri Alþingi !

 

Fyrst birt í Tímanum 15. desember 1992.

Þórarinn Þórarinsson (1914 – 1996), Alþingismaður 1959 – 1978.

 


  
Dagana 20.-23. maí 1944 fór fram tvíþætt þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi.

  • Í fyrsta lagi voru greidd atkvæði um niðurfellingu sambandslagasamningsins við Dani.

  • Í öðru lagi voru greidd atkvæði um nýja stjórnarskrá, sem fól í sér að konungssambandinu við Dani yrði slitið og í staðinn yrði Ísland lýðveldi og kosinn forseti í stað konungs.

Báðar tillögurnar voru samþykktar nær samhljóða. Meginefni þessara atkvæðagreiðslna var það að færa æðsta valdið inn í landið. Síðan hefur engin breyting verið gerð á þeirri skipan.

  

Nú liggur hins vegar fyrir Alþingi frumvarp um róttæka breytingu á þessari skipan. Samkvæmt því á að færa umtalsverðan hluta æðsta valdsins úr landi, eða verulegan hluta löggjafarvaldsins og talsverðan hluta framkvæmdavaldsins og dómsvaldsins.

  
  • Hér er átt við frumvarpið um Evrópskt efnahagssvæði. Það er tvímælalaust stærsta og örlagaríkasta mál, sem hefur legið fyrir Alþingi síðan 1944.

  

Eins og nú horfir getur forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, staðið frammi fyrir þeim vanda innan fárra daga að ákveða hvort hún á að veita því endanlegt samþykki eða vísa því til þjóðarinnar.

  

Þetta er tvímælalaust stærsta ákvörðun sem Íslendskur þjóðhöfðingi hefur þurft að taka. En hvers vegna hefur forsetanum verið fært þetta vald ?

  

Það er vegna þess, höfundar stjórnarskrárinnar hafa talið, þegar mest reyndi á væri vald þjóðarinnar æðra en vald þingsins, og þess vegna ætti forsetinn að hafa vald til þess að skjóta málum til hennar.

 


 


Vigdís Finnbogadóttir brást vonum þjóðarinnar 1994.

 Í stað þess að gæta fullveldisréttinda almennings

fórnaði hún þeim fyrir vinsælir hjá valda-aðlinum.

 Þegar þjóðin stóð frammi fyrir Icesave-kúguninni 2011,

sýndi Vigdís aftur sitt rétta andlit

með stuðningi við kjölturakka Evrópusambandsins.

  

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband