24.1.2012 | 10:46
Áskorun á Ólaf Ragnar Grímsson forseta
Fyrst birt í Morgunblađinu 24. janúar 2012. Guđni Ágústsson Aldrei hefur undirskriftasöfnun eđa áskorun fariđ jafnvel af stađ og nú hvađ varđar ađ Ólafur Ragnar Grímsson gefi kost á sér í eitt kjörtímabil í viđbót sem forseti Íslands. Ástćđur ţessa eru margar en fyrst og fremst ţćr ađ hann hefur reynst mikilvćgur málsvari ţjóđar sinnar veitt öryggi og traust á tímum sundrungar og reiđi hér innanlands. Málflutningur hans hefur reynst mikilvćgur bćđi innanlands og ekki síđur erlendis og ţá sérstaklega í Evrópu. Viđ höfum átt í illvígum deilum viđ Breta og Hollendinga og nú Evrópusambandiđ út af Icesave-skuldum sem okkur sem ţjóđ bar aldrei ađ borga. Ég biđ ţig ađ fara inn á Áskorun til forseta Íslands og styđja ţúsundir manna í grasrót samfélagsins um ađ skora á forsetann ađ gefa kost á sér í eitt kjörtímabil enn. Ólafur Ragnar ţorir. Ólafur Ragnar Grímsson hefur veriđ forseti sem hefur ţorađ ađ taka ákvarđanir og tala máli Íslendinga á erlendri grundu í erfiđustu málum samtímans. Viđ skulum viđurkenna ađ ţar fyllti hann upp í tómarúm ţar sem stjórnmálamennirnir og forystumenn landsins hikuđu.
Enginn gleymir hvernig hann tókst á viđ Bretana út af hryđjuverkalögunum sem ţeir settu á Ísland. Hann virkjađi síđan 26. gr. stjórnarskrárinnar á neyđarstundu í Icesave-málinu. Og ţjóđin fékk tćkifćri til ađ hafna ađ borga skuldir óreiđumanna og einkabanka í tvígang. Lýđrćđislegt afrek sem margar ađrar ţjóđir virđa og ţakka íslensku ţjóđinni fyrir í dag. Yfirgangur og frekja fjármálamannanna geisar víđar en hér. Hún er harđvítug um allan hinn vestrćnaheim. Ţeir vilja grćđa ţegar vel gengur en alţýđan skal taka viđ ósómanum ţegar allt hrynur af ţeirra völdum.
Lýđrćđisleg átök eru framundan. Ólafur Ragnar Grímsson er lýđrćđissinni, góđur málsvari ţjóđar sinnar inn á viđ og ekki síđur út á viđ. Á tímum óvissu og pólitískrar upplausnar bćđi hér og um veröld alla, er mikilvćgt ađ hann gegni forsetaembćttinu áfram.
Framundan eru átök um stjórnarskrá, ţjóđaratkvćđagreiđslur um stöđu Alţingis og hlutverk forsetaembćttisins. Átök um ađild ađ Evrópusambandinu - glímunni viđ yfirţjóđlegt vald. Ţví skora ég á alla Íslendinga ađ skrifa undir áskorun á forsetann ađ gefa kost á sér til starfa á Bessastöđum nćsta kjörtímabil.
Viđ ţurfum mann í forsetaembćttiđ sem ţorir ađ grípa til öryggis-ventilsins og tala máli ţjóđarinnar nú sem aldrei fyrr.
Óskum ţess ađ Ólafur Ragnar Grímsson verđi forseti Íslands áfram.
ađ taka ákvarđanir og tala máli Íslendinga á erlendri grundu í erfiđustu málum samtímans.
|
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alţjóđamál, Viđskipti og fjármál | Facebook