12.1.2012 | 08:52
Leyniskýrsla Evrópusambandsins um innlimun Íslands
Leyniskýrsla Evrópusambandsins um innlimun Íslands. 12. janúar 2012.
Samstaða þjóðar hefur undir höndum leyniskýrslu Evrópusambandsins, þar sem fjallað er um innlimun Íslands. Umræða um skýrsluna fór fram í Utanríkismálanefnd Evrópuþingsins 20. desember 2011. Þar gaf einn þingmanna Jóni Bjarnasyni nafngiftina Stalínisti vegna þess að Jón stendur gegn áformum ESB um innlimun Íslands. Stöðugt er að verða ljósara eftir hverju Evrópusambandið er að sækjast með tilraunum sínum til að leggja Ísland undir sig. Hér verða birt nokkur atriði úr leyniskýrslunni. Áróðurssjóður ESB - tileinkaður Íslandi. Þess er getið í skýrslunni að í fjárlögum ESB, sem samþykkt voru í október 2011, hafi Áróðurssjóður ESB tileinkaður Íslandi (National IPA Programme for Iceland) fengið sem nemur kr.2,0 milljörðum ( 12 million). Sannleikurinn er sá að Áróðurssjóðnum er ætlað að fá um kr.5,0 milljarðar. Að auki hefur ESB sett kr.120 milljarða í almennan áróðurssjóð, sem fyrirvaralaust er hægt að nota til verkefnisins Innlimun Íslands. Evrópsambandið og stjórnarskrá Íslands. Merkilegt er að sjá hversu mikinn áhuga ESB hefur á áformum ríkisstjórnarinnar að veikja lýðræði í landinu með breytingum á Stjórnarskránni. Áhugi ESB á lýðræði er sveipaður skinhelgi og blekkingum. Í skýrslunni er talað um lýðræðis-úrbætur á Íslandi, sem að mati ESB er auðvitað fólgið í minna lýðræði. Allir vita að Evrópusambandið er rekið með hagsmuni valda-aðalsins fyrir augum. Höfðingjaveldið stendur með blóma í ESB og er fyrirmynd þingræðissinna á Íslandi. Evrópusambandið telur ánægju á Íslandi með viðræðurnar. Það kemur undarlega fyrir sjónir, að ESB virðist halda að ríkisstjórnin stuðli að málefnalegri umræðu um ESB-aðild landsins. Við í Samstöðu þjóðar höfum ekki orðið vör við þennan stuðning við rökræna umræðu. Ekki fengum við styrk frá Alþingi sem talað var um með fögrum fyrirheitum. Ekki er erindum okkar svarað og gögnum er haldið leyndum fyrir okkur. Evrópusambandið virðist einnig halda að meirihluti landsmanna vilji sjá hvað er í ESB-skjóðunni. Varla hafa margir Íslendingar áhuga á að líta Sálina-hans-Jóns-míns. ESB vill allar náttúru-auðlindir á Íslandi úr opinberri eigu. Ekki kemur á óvart, að Evrópusambandinu er umhugað um að öll opinber stjórntæki á náttúru-auðlindum verði gerð óvirk. Það er auðvitað ætlunin að Evrópsk stórfyrirtæki gleypi það sem nýtilegt er á Íslandi. Í skýrslunni eru nefnd svið eins og bankar, orkufyrirtæki, flugfélög, landflutningatæki og fiskveiðar. Gerð er krafa um að á öllum þessum sviðum verði opnað enn meira en nú er fyrir Evrópska eignaraðild. Evrópusambandið gerir kröfu um gengisflot Krónunnar. Til að stórfyrirtæki ESB-landanna eiga greiðan aðgang að eignum í landinu, er lögð áherðsla á að gjaldeyrishöft verði afnumin. Við vitum að ríkisstjórnin ætlar að afnema gjaldeyrishöftin undir stjórn Seðlabankans, með torgreindri peningastefnu og flotgengi. Framsetning þessa atriðis í skýrslunni bendir til að þetta sé ófrávíkjanleg krafa Evrópusambandsins. ESB gerir Icesave-kröfur nýlenduveldanna að sínum kröfum. Skýrslan sannar að ESB-inngangan er háð undirgefni við Icesave-kröfur Bretlands og Hollands. Ekki getur orðið ljósara, að ákefð ríkisstjórnarinnar að lúffa fyrir Icesave-kúguninni stafaði af vilja hennar til að afnema sjálfstæði Íslands og innlima það í ESB. Málsgrein skýrslunnar um þessa kröfu er þess virði að birta:
ESB gerir kröfu um sameiningu ráðuneyta og samþjöppun valds. Talað er um styrkingu hins pólitíska vilja ríkisstjórnarinnar með sameiningu ráðuneyta. Við sjáum svart á hvítu, að brottvikning Jóns Bjarnasonar og Árna Páls Árnasonar stafaði af vilja þessara manna að gæta hagsmuna Íslands. Hvernig þeir Jón og Árni geta haldið áfram að styðja ríkisstjórnina er eitt af undrum náttúrunnar. Krafist er samstöðu Íslands með ESB á alþjóðlegum vettvangi. Þess er krafist að Ísland hagi utanríkisstefnu landsins í samræmi við hagsmuni Evrópusambandsins. Hvað er að finna skýrari merki um að svonefndar samninga-viðræður við ESB eru í raun aðlögun Íslands ? Utanríkishagsmunum Íslands skal fórnað algerlega og það nú þegar. Þetta er orðað óvenju skýrt og ekkert verið að dylja:
Löngun ESB er mikil til áhrifa á Norðurhjara. Að lokum er áhugavert að sjá hvert er líklega stærsta herfangið sem ESB ásælist. Í eftirfarandi málsgrein er fjallað um ávinning Evrópusambandsins af að ná tangarhaldi á Íslandi. Heimskautasvæðið og auðlindir þess eru undir, auk sterkrar stöðu á Norður-Atlantshafi. Talað er um Ísland sem stökkpalli (bridgehead) til norður-svæðanna. Gefum Evrópusambandinu sjálfu orðið:
|
Til Túnis vegna Icesave | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:14 | Facebook