Vísindamenn í Kanada hafna "hlýnun veðurfars af mannavöldum"

 

 
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir fullveldisrétti almennings og sjálfstæði Íslands.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins. 

 

Vísindamenn í Kanada hafna "hlýnun veðurfars af mannavöldum"

05. janúar 2012.

  


Loftur Altice Þorsteinsson. 

Kanadíska þingið er með fastanefnd sem fjallar um orku, umhverfi og auðlindir náttúru (Canadian Senate Standing Committee on Energy, the Environment and Natural Resources). Nefndin hélt fund 15. desember 2011, þar sem fjórir vísindamenn frá Kanada fluttu erindi og andmæltu hugmyndum um hlýnun veðurfars af völdum manna. Málflutningur þeirra er í fullkomnu samræmi við það sem ég sjálfur hef árum saman haldið fram. Myndband af fundinum er að finna hér fyrir neðan.

Vísindamennirnir eru: Ross McKitrick prófessor við Guelph University, Ian Clark prófessor við University of Ottawa, Jan Veizer prófessor við University of Ottawa og Timothy Patterson prófessor við Carleton University. Ég legg til að þeir sem hafa áhuga á málinu, taki tíma í að hlusta á erindin og umræður nefndarinnar.

Mér sjálfum finnst málflutningur Ian Clark nærtækastur, vegna þess að hann notar þær einföldu og augljósu staðreyndir sem ég hef haldið til haga. Ian bendir á að engin hlýnun hefur verið mæld síðustu 10 ár. Ef lífsandinn (CO2) væri drifkraftur hlýnunar gæti þetta ekki skeð. Svona stöðugt hitafar samræmist ekki spá IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change), sem gerir ráð fyrir 0,2C gráðu hækkun hitastigs á áratug.

Ian Clark bendir á að hlýnunin á 20. öldinni var einungis eitt tímabil hlýnunar af mörgum slíkum tímabilum á síðustu 10.000 árum. Lífsandinn (carbon dioxide) í andrúminu var tiltölulega stöðugur á þessum fyrri skeiðum. Enginn möguleiki er að sanna að CO2 valdi hlýnun á þessum tímabilum. Hins vegar er hægt með fylgnigreiningu að færa mjög sterk rök fyrir að aukning á CO2 hafi á öllum þessum hlýviðrisskeiðum fylgt í kjölfar hlýnunarinnar.

Ian bendir einnig á að vatnsgufa (H2O) er lang varma-heldnasta lofttegundin í andrúminu. Magn vatnsgufu í andrúminu ræðst að mestu leyti af geislun Sólarinnar. Þeir félagar sögðu allir sömu söguna. Veðurfarsumræðan hefur verið á villigötum og líkist meira trúarbrögðum en vísindum. Ég bendi á að Veðurstofa Íslands aðhyllist þessi fáránlegu trúarbrögð og hefur tapað öllum trúverðugleika.

  

Vísindamenn hafna "hlýnun veðurfars af mannavöldum"

 .

  

   

Ég legg til að Veðurstofa Íslands verði lögð niður.

Ríkisstofnun, sem tekur trúarlega afstöðu

til vísindalegra viðfangsefna, á engan tilverurétt.

   

   

   

mbl.is Norðausturleiðin að opnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband