Hugleiðingar í upphafi árs 2012 - að loknu ávarpi Ólafs Ragnars

  

 
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir fullveldisrétti almennings og sjálfstæði Íslands.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins. 

  
 


Hugleiðingar í upphafi árs 2012 - að loknu ávarpi Ólafs Ragnars.

01. janúar 2012.

                              

Loftur Altice Þorsteinsson.

  

Vonir stóðu til að áramótaávarp forsetans yrði stund bjartsýni og hvatningar, að Ólafur Ragnar tæki sér atgeirinn í hönd og gengi fremstur í liði frjálshuga Íslendinga. Það voru því mikil vonbrigði, að Ólafur Ragnar hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til embættis forseta. Óbærileg óvissa hefur því skapast varðandi samskipti forseta og þjóðar, um Evrópusamband, Icesave og gagnsókn gegn nýlenduveldunum. Samt hljótum við að virða ákvörðun Ólafs Ragnars og vona að styrkur hans komi fram á öðrum vettvangi, til góðs fyrir land og lýð.

  

Verkefnið framundan er því risavaxið, að finna frambjóðanda til forsetaembættisins sem hefur þann steinharða vilja sem þarf til að standast atlögu þingræðissinna gegn lýðræði á Íslandi. Síðan er verkefni lýðræðissinna að tryggja kjör frambjóðandans og þar með hindra að þingræðissinnar nái tökum á neyðarhemli þjóðarinnar, því valdi sem allir verða að viðurkenna að fólgið er í forsetaembættinu. Baráttan um framtíð Íslands verður hörð og óvægin. Mun Ísland halda sjálfstæði sínu ? Mun fullveldisrétturinn haldast í höndum almennings ?

  

Við þessi tímamót og með hliðsjón af þeim upplýsingum sem við búum yfir, er mikilvægt að móta framtíðarmarkmið, til nærstu mánaða jafnt sem ára. Þeir sem hyggjast halda áfram baráttunni, sem Samstaða þjóðar hefur háð síðustu ár, mega ekki láta deigan síga. Þrátt fyrir þrönga stöðu í upphafi árs 2012, er mikið á sig leggjandi fyrir lýðræðið. Enginn skildi vanmeta styrk almennings á Íslandi. Lýðræðið mun bera hærri hlut gegn undirróðri þingræðissinna og undirgefni kjölturakka Evrópusambandsins.

  

Auk afskipta Samstöðu þjóðar af nærstu forsetakosningum og þó í tengslum við þær, mun baráttan gegn ríkisstjórninni verða fyrirferðamikil. Nauðsynlegt er að nærsti forseti hafi skýra sýn á þá valdheimild forsetans að rjúfa Alþingi og stofna til Alþingiskosninga. Stjórnarskráin veitir forsetanum fulla heimild til þingrofs, eins og stendur þar skýrum stöfum:

  

24. grein. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir að það var rofið. Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.

  

Alger frumskylda nærsta forseta verður að hann rjúfi Alþingi við fyrsta tækifæri. Þetta verður prófsteinn á samband hans við þjóðina og hlýtur að verða gert öllum ljóst í kosningabaráttunni. Endurnýgja verður umboð og erindi Alþingismanna og mynda verður ríkisstjórn sem hefur stuðning meirihluta landsmanna. Ekki er hægt að búa við svika-stjórn sem tilbúin er að nota sérhvert tækifæri til að fórna sjálfstæði landsins í hendur Evrópu-sambandinu og lúffa fyrir fjárkröfum nýlenduveldanna Bretlands og Hollands.

 

  

---<<<>>>---

  

  

_____________________________________________________________________
    Skrásett heimilisfang: Laugarásvegur 4, 104 Reykjavík   -   Netföng: hlutverk@simnet.is / thrastalundur@simnet.is


mbl.is Býður sig ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband