Kristrún Heimisdóttir gerir upp viđ ríkisstjórnina

  

 
null   Samstađa ţjóđar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir fullveldisrétti almennings og sjálfstćđi Íslands.
   Stöndum vörđ um Stjórnarskrá Lýđveldisins. 
  
 

Kristrún Heimisdóttir gerir upp viđ ríkisstjórnina.

31. desember 2011.

                              

Loftur Altice Ţorsteinsson.

  

Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar í gćr markađi tímamót á feigđarflani ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurđardóttur. Fundirinn stóđ í 6 klukkustundir og í lok hans var samţykkt tillaga frá varaformanninum Degi B. Eggertsyni og handlangaranum Hrannari B. Arnarssyni, borin fram af Jóhönnu Sigurđardóttur. Tillagan var samţykkt međ 77 atkvćđum (73%) af 105 fulltrúum flokksstjórnarinnar.

  

Tillagan felur í sér brottför beztu manna ríkisstjórnarinnar, ţeirra Árna Páls Árnasonar og Jóns Bjarnasonar. Breyting ríkisstjórnarinnar er gerđ til ađ auđvelda ađför ađ sjálfstćđi Íslands og auđvelda nýlenduveldunum ađ innheimta forsendulausar Icesave-kröfurnar. Engum getur dulist á hvađa vegferđ ţessi ríkisstjórn hefur veriđ allt frá ţví ađ hún var mynduđ voriđ 2009.

  

Kristrún Heimisdóttir, ađstođarmađur Árna Páls Árnasonar á ráđherrastóli, hefur sagt frá flokkstjórnarfundinum á mergjađan og hreinskiptinn hátt. Kristrún er líklega merkasti liđsmađur Samfylkingarinnar frá upphafi og ţess má geta ađ hún var einnig ađstođarmađur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem gegndi starfi utanríkisráđherra í bankahruninu haustiđ 2008.

  

Líklega er hćgt ađ ţakka Kristrúnu ađ gerđur var Brussel-samningurinn frá 14. nóvember 2008. Ađ stórum hluta byggir sókn okkar Péturs Valdimarssonar á hendur nýlenduveldunum, á Brussel samningnum. Viđ gerum ţá samningsbundnu kröfu ađ Framkvćmdastjórn Evrópusambandsins reki mál Íslands fyrir Evrópudómstólnum.

    

  

---<<<>>>---

  

  

Frásögn Kristrúnar Heimisdóttur

  

af Flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar 30. desember 2011.

  

  


Ráđherrakapall Jóhönnu (og Dags og Hrannars) var svo ruglingslegur, ráđalaus, óviss og órökstudd ferđ án fyrirheits ađ enginn var hrifinn og hann í raun féll í umrćđu á sögulegum flokkstjórnarfundi Sf í gćr. Ég hef veriđ á ţeim öllum frá stofnun: Aldrei áđur hefur neitt ţessu líkt gerst.

  

Klukkan hálf níu var svo komiđ ađ forysta og ríkisstjórn vćru ađ falla á fundinum líka og fór um marga föla fyrirliđa. Ţađ ţurfti rćđu Árna Páls til bjargar og höfđu ţó allar hvellandi básúnur Össurar og annarra sjálfskipađra yfirkonfrensráđa glumiđ yfir salinn og hótunum veriđ beitt á jafnt á ungliđa sem eldri borgara.

  

Tillaga um aukalandsfund í vor til kjörs á nýrri forystu hlaut afgreiđslu. Ný forysta verđur vćntanlega kosin í vor. Ţá kemur flokksstjórn aftur saman í janúar til ađ krefjast stefnu og stjórnfestu í stađ fyrirhugađs mánađa flöskustúts á Arnarhóli um á hvađa ráđherrum í hlutastörfum og hvernig ýmis helstu ţjóđarhagsmunamál lendi s.s. efnahags- atvinnu-, auđlinda- og nýsköpunarmál.

  

Á fundinum í gćr var ţví miđur ekki stađfest hver yrđi fjármálaráđherra landsins eftir 6 mánuđi. AGS, ESB, lánshćfismatsfyrirtćkin og norrćnu lánveitendur ríkissjóđs verđa "hrifnir".

 

---<<<>>>---

  

  

_____________________________________________________________________
    Skrásett heimilisfang: Laugarásvegur 4, 104 Reykjavík   -   Netföng: hlutverk@simnet.is / thrastalundur@simnet.is


mbl.is „Mér finnst ţetta rangt“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband