10.12.2011 | 13:28
Bréf til fulltrúa í Utanríkismálanefnd Alþingis - EKKERT SVAR !
Formaður Utanríkismálanefndar Alþingis
Til fulltrúa í Utanríkismálnefnd Alþingis. Okkur hefur borist til eyrna, að Utanríkismálanefnd fjalli þessa dagana um hugsanlegar skaðabótakröfur vegna afleiðinga efnahagsstríðs nýlenduvelda Evrópu á hendur Íslandi. Þessi umfjöllun nefndarinnar er í framhaldi af kröfu okkar frá 06. júlí 2011. Í millitíðinni hafa komið fram tvær tillögur um að Alþingi álykti um málið: 05.10.2011: Um málshöfðun á hendur breska ríkinu fyrir viðeigandi dómstól vegna beitingar hryðjuverkalaga. (Gunnar Bragi Sveinsson og fleiri). 11.10.2011: Um málshöfðun og skaðabótakröfu á hendur breska ríkinu, Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu vegna beitingar hryðjuverkalaga. (Árni Johnsen og fleirri). Við viljum aftur vekja athygli nefndarmanna á kröfugerð okkar um að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins geri rannsókn á brotum Bretlands og Hollands og reki mál Íslands gegn þessum ríkjum fyrir Evrópudómstólnum. Dagsetningar bréfaskipta okkar við Framkvæmda-stjórnina eru eftirfarandi: 25. júní 2011. Fyrsta erindi okkar. 27. júlí 2011. Fyrsta svar Framkvæmdastjórnar ESB.25. september 2011. Annað erindi okkar. 24. nóvember 2011. Annað svar framkvæmdastjórnar ESB. Fyrrnefnd þrjú bréf er hægt að lesa hér: http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1206046/ Þriðja svar Framkvæmdastjórnarinnar er merkilegt fyrir þær staðreynda-falsanir sem þar eru notaðar til varnar ESB. Meðal annars koma fram fullyrðingar um gildi Brussel samningsins frá 14. nóvember 2008, sem Ísland getur ekki leitt hjá sér. Í bréfinu frá 14. nóvember 2011 segir:
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afneitar þannig réttarfarslegu gildi Brussel samningsins frá 14. nóvember 2008 og lýsir því yfir að hann sé pólitískur ómerkingur. Evrópusambandið afneitar samningi sem gerður var af ráðherrum landanna og sem var undirstaða ályktunar Alþingis frá 05. desember 2008 og samninga Íslands við Alþjóðlega gjaldeyrissjóðinn. Frumkvæði að Brussel samningnum hafði Christine Lagarde, þáverandi fjármálaráðherra Franklands og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Í tilefni þessarar fordæmalausu afneitunar Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur Samstaða þjóðar sent frá sé yfirlýsingu, sem hægt er að lesa hér: Evrópusambandið stendur ekki við gerða samninga.
Það er tillaga okkar að Utanríkismálanefnd snúist tafarlaust gegn tilraunum Framkvæmda-stjórnarinnar að gera Brussel samninginn að ómerkingi. Heimta verður skýringar frá Framkvæmdastjórninni á ummælum hennar og að óbreyttri stöðu leita staðfestingar Alþjóða dómstólsins (International Court of Justice) á þjóðréttarlegu gildi samningsins.
Með kveðju. Félagar í Samstöðu þjóðar. Pétur Valdimarsson Borghildur Maack Loftur Altice Þorsteinsson
---<<<>>>---
Önnur bréf til Íslendskra valdhafa: 09.12.2011: Bréf til fulltrúa í Utanríkismálanefnd Alþingis - EKKERT SVAR ! 21.10.2011: Bréf til Forsætisnefndar Alþingis - EKKERT SVAR ! 28.05.2011: Bréf til menntamálaráðherra - EKKERT SVAR ! 14.04.2010: Bréf til útvarpsstjóra - EKKERT SVAR ! 07.04.2011: Bréf til Sigmars þáttastjórnanda hjá RÚV - EKKERT SVAR !
|
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt 27.12.2011 kl. 18:31 | Facebook