| Samstaða þjóðar NATIONAL UNITY COALITION Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings. Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins. |
»Söngvar Satans« sígilt efni í Múslimaheiminum.Fyrst birt í Morgunblaðinu 22. marz 2016.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samkvæmt fréttum frá Íran, hafa fjörutíu ríkisreknar fréttastofur tekið höndum saman um að leggja aukið fé til höfuðs Salman Rushdie, höfundi bókarinnar »Söngvar Satans«. Þessi bók (The Satanic Verses) var fyrst gefin út í Bretlandi árið 1988 og hlaut mikið lof um allan heim, nema auðvitað í Múslima-heiminum. Margir Múslimar töldu bókina móðgun við hina miklu menningu sem þeir nefna Islam (undirgefni) og snýst um Sharia, Jihad og Fatwa. Vegna útkomu bókarinnar í Bretlandi, urðu uppþot og manndráp víða um heim. Höfuð-klerkur Írans, Ayatollah Khomeini, lýsti yfir fatwa á hendur Rushdie og skyldi hann drepinn hvar sem til hans næðist. Samtímis því var lagt mikið fé til höfuðs honum og öllum sem kæmu nærri útgáfu á »Söngvum Satans«. Þetta «fatwa« var gefið út 14. febrúar 1989 og á 27 ára afmæli þessa óhæfuverks ákváðu ríkisfréttastofur Írans að bæta um betur. Morðféð var aukið um 75 milljónir króna og nemur heildar upphæð þess núna yfir 500 milljónum króna. Vafalaust telja ofsatrúar Múslimar, að Vesturlandamenn séu orðnir þurfandi fyrir góðan skammt af hatri úr Arabisku eyðimörkinni enda eru hryðjuverk Mújahida á Vesturlöndum að falla í gleymsku. Múslimar minnast stærsta afreks þjóðhetjunnar, Ayatollah Khomeini. Þessi 27 ár sem liðin eru frá 1989, hefur lögreglunni tekist að vernda líf Salman Rushdie, en marga aðra hafa Múslimar reynt að drepa og má nefna eftirfarandi tilræði: (1) Hitoshi Igarashi, Japanskur þýðandi - drepinn 1991; (2) Ettore Capriolo, Ítalskur þýðandi - alvarlega særður 1991; (3) William Nygaard, norskur bókaútgefandi alvarlega særður 1993; (4) Aziz Nesin, Tyrkneskur þýðandi slapp frá tilræði 1993, en 35 voru drepnir (Sivas morðin). Heiti bókarinnar »Söngvar Satans« vísar til ákveðinna versa (söngva) sem upphaflega var að finna í Kóraninum, en voru að hluta fjarlægð eins og fleirra sem ekki þótti fylgja alræðisboðskap Islam. Bókin er raunverulega þrjár sögur, sem skipt er á 9 kafla, en ekki í samhangandi röð þannig að við fyrstu sýn er bókin ákaflega ruglingsleg. Í köflum 2 og 6 birtir Rushdie sögu sem segir frá draumi um Muhammad og það er þessi saga sem fer fyrir brjóstið á bókstafs-trúar Múslimum. Kaflarnir heita Mahound (mannhundur) og Return to Jahilia (endurkoma til Mekka). Mahound er fornt Enskt heiti yfir Muhammad, sem vafalaust er til komið vegna hræðslu Múslima við hunda, sérstaklega svartra. Jahilia er nafn sem Rushdie notar yfir Mekka og er greinilega Arabiska orðið Jahiliyyah, sem merkir »fáfræði«. Orðið hefur sterka trúarlega tilvísun í Islam, sem »fáfræði um leiðsögn Allah« og sem »tímabil fáfræðinnar, áður en Allah opinberaði Kóraninn fyrir Muhammad«. Arabarnir trúðu á endurholdgun og Heilaga þrenningu, eins og Kristnir gera. Muhammad var af ættbálki kaupmanna sem nefndist Quraysh og réði fyrir Mekka og þá um leið Kubbnum (Kaaba) sem er tákn heimsmyndar sem greinilega var fyrrum mjög útbreidd og byggir á teningnum (kubbnum). Ráðamenn Quraysh voru ekki beint fúsir að varpa fyrir róða hinum fornu trúarbrögðum, en létu þó tilleiðast, með því skilyrði að þeir fengju áfram að halda einhverju af trúarlegum siðum sínum. Þeir voru vanir að ganga naktir sjö hringi andsælis umhverfis Kubbinn og hafa yfir eftirfarandi trúarjátningu: »Við lútum al-Uzzá og al-Lát auk al-Manát, sem saman mynda Heilaga þrenningu. Sannarlega eruð þið himin-verur (al-gharaniq) og fyrirbænir ykkar eru eftirsóknarverðar.« Að ganga sjö hringi naktir umhverfis heimsmynd sína (teninginn) vísaði til trúar þátttakenda á sjö endurfæðingar. Himin-verurnar þrjár ber að líta á sem þrískiptan Gvuðdóm, sem líklega hver fyrir sig táknaði ákveðið æviskeið manneskjunnar, en þrenningin táknaði upphaflega þrjár höfuð-áttir teningsins. Ennþá eru þrjár súlur í Kubbnum sem tákn fyrir hina Heilögu þrenningu og ennþá er til siðs í Islam að ganga sjö hringi andsælis umhverfis Kubbinn. Vegna blygðunarsemi Muhammads eru göngumennirnir ekki lengur naktir. Vesturlönd ættu að fordæma fatwa og banna Sunni-Islam. Hin Heilaga þrenning lifir auðvitað í Kristni og Ásatrú, en það gerir hún líka í átrúnaði Ala-verja (Alawites) í Sýrlandi. Ala-verjar eru ekki Múslimar, þótt þeir segist vera það og tali Arabisku. Þessi staða er skiljanleg í ljósi þess, að þeir hafa lengi verið fámennir og umkringdir af Sunni-Múslimum. Trúarbrögð Ala-verja hafa aldrei verið skilgreind opinberlega af trúarleiðtogum þeirra og ástæðan er aldalangar ofsóknir af hendi bæði Sunni-Múslima og Shia. Ala-verjar trúa einnig á sjö endurholdganir manna. Sunni-Múslimar hafa í 1400 ár verið álitnir geðveikir ofsatrúarmenn, en Shia-Múslimar fremur hófsamir. Viðbrögð Shia-Múslima í Íran við »Söngvum Satans« styðja ekki þá söguskoðun. Eitt er víst, að morð af þeirri ástæðu einni að Heilagrar þrenningar er getið í Kóraninum, hlýtur að teljast subbulegt siðferði. Ef alvöru leiðtogar réðu á Vesturlöndum, myndu þeir fordæma fatwa og beita sé fyrir banni á Sunni-Islam. |