Færsluflokkur: Stjórnlagaþing
Vilja Íslendingar fremur höfðingjaveldi og þingræði, en lýðveldi og lýðræði?
Fyrst birt í Morgunblaðinu 06. febrúar 2013.
Loftur Altice Þorsteinsson.Bæði Platon og Aristóteles gerðu sér grein fyrir að stjórnarformi ríkja getur verið háttað á þrennan hátt. Stjórnarformið getur verið einveldi, höfðingjaveldi, eða lýðveldi sem áður fyrr var nefnt þjóðveldi. Svonefnd þjóðveldisöld er auðvitað rangnefni, því að góðjörðum (goðorðum) fylgdi seta á Alþingi og nafnið höfðingjaveldisöld væri eðlilegra.Stjórnarfar í ríkjum ræðst ekki endilega af hinu ritaða stjórnarformi. Sú sorglega staðreynd blasir við, að allt frá stofnun lýðveldis hafa Íslendingar búið við höfðingjaræði, þótt stjórnarskrá lýðveldisins geri auðvitað ráð fyrir lýðræði. Eftir söguleg átök um Icesave-lögin hefur vitund almennings vaknað um þá staðreynd að stjórnarform Íslands er lýðveldi. Nú er komið að almenningi að heimta sín fullveldisréttindi.Fyrsta lýðveldi heimsins var stofnað í Spörtu, með þrískiptu ríkisvaldi.Eitthvert merkasta stjórnarform allra tíma var í Spörtu og entist það í um 500 ár, allt til ársins 188 fyrir Krist þegar Sparta gafst upp fyrir Akkneska-bandalaginu. Stjórnarskrá Spörtu skilgreindi fyrsta lýðveldi sögunnar, sem komið var á fót um 200 árum fyrir lýðræði í Aþenu.Tveggja deilda löggjafarþing var í Spörtu, Almenningsdeild (Apella) þar sem almenningur átti sæti og Öldungadeild (Gerousia) þar sem sátu 28 borgarar og tveir erfða-konungar. Til Gerousia var kosið almennum kosningum og kjörgengir voru allir sem orðnir voru sextugir. Kosningin var til æviloka, en þar sem þingmenn voru orðnir rosknir við kosningu var seta þeirra ekki langvinn. Gerousia fór með dómsvald og samningu lagafrumvarpa.Apella, sem kom saman mánaðarlega, fór með fullveldisrétt í Spörtu. Þar áttu rétt til setu allir þrítugir karlar. Sem dæmi um jafnréttishugsun Spartverja, má geta þess að öllu landi var skipt jafnt á milli borgaranna. Í Apella voru lagafrumvörp tekin til umræðu og þau samþykkt eða þeim hafnað. Öll þingmál fóru því í þjóðaratkvæði. Apella hafði jafnvel rétt til að dæma konunga til útlegðar, sem staðfestir fullveldisrétt almennings.Framkvæmdavaldið var í höndum fimm ráðherra (Eforos), sem stjórnuðu utanríkismálum ekki síður en almennri stjórnsýslu ríkisins. Ráðherrar voru kosnir af Apella til eins árs og endurkosning var bönnuð. Aðkoma konunganna að stjórnkerfinu var takmörkuð við setu í Gerousia og starf hershöfðingja á stríðstímum.Aðgreining ríkisvaldsins í þrjá þætti er staðfest í stjórnarskrá Íslands.Jean Bodin (1530-1596) endurvakti hina fornu umræðu um mismunandi stjórnarform ríkja, en það var líklega Charles-Louis Montesquieu (1689-1755) sem í nútímanum var fyrstur til að setja fram kröfuna um aðgreiningu ríkisvaldsins í þrjá þætti. Þessi aðgreining er undirstaða stjórnarskrár Íslands og hefur verið með nær óbreyttu orðalagi frá 1920, en í 2. grein hennar segir:
Aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdavalds er sérstaklega undirstrikaður í 1. grein Stjórnarskrárinnar, um leið og staðfest er að Ísland er lýðveldi, en í þeirri grein segir: »Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn« . Þessi grein merkir að framkvæmdavaldið (ríkisstjórnin) er bundið af þeim ákvörðunum sem löggjafarvaldið (Alþingi) tekur í formi löggjafar. Eins og margir þekkja, hafa þingræðissinnar túlkað þessa grein á þann fráleita hátt, að Alþingi skuli lúta höfðingjaræði.Stjórnarskrá Íslands skilgreinir stjórnarform ríkisins sem lýðveldi. Án vafa byggist hún á stjórnarskrá Bandaríkjanna frá árinu 1787 og stjórnarskrá Frakklands frá árinu 1792. Báðar þessar stjórnarskrár gera ráð fyrir þrískiptu ríkisvaldi og því mikilvæga atriði, að framkvæmdavaldið er háð lagasetningu löggjafarvaldsins (þingbundin ríkisstjórn). Stutt skilgreining á skiptingu ríkisvaldsins í lýðveldum er því:
Stjórnarformi lýðveldis fylgir að fullveldið er hjá almenningi. Við stofnun lýðveldis á Íslandi 1944, færðist fullveldisrétturinn frá konungi til almennings á Íslandi. Þess vegna er 17. júní fullveldisdagur þjóðarinnar en ekki 1. desember 1918. Ísland varð sjálfstætt konungsríki 1918, með fullveldisréttinn í höndum konungs. Höfðingjastéttin á Íslandi hefur séð sér hag í að blekkja fólk varðandi eðli og inntak fullveldis. Afnám deildaskiptingar á Alþingi voru tilburðir höfðingjanna til að koma á höfðingjaveldi í landinu. Núverandi ástandi þarf að breyta, taka aftur upp deildaskipt Alþingi og auka fullveldisréttindi almennings.
Sú sorglega staðreynd blasir við, að allt frá stofnun lýðveldishafa Íslendingar búið við höfðingjaræði,þótt stjórnarskráin geri ráð fyrir lýðræði.>>>><<<< |
Stjórnlagaþing | Breytt 26.11.2016 kl. 13:32 | Slóð | Facebook