Yfirlýsing vegna forsetakosninga á árinu 2012 !

  

 
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir fullveldisrétti almennings og sjálfstæði Íslands.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins. 

  


 

Y F I R L Ý S I N G !

                              
               

Um stuðning við framboð Ólafs Ragnars Grímssonar

til embættis forseta Íslands.

                              

 

 

Samstaða þjóðar hvetur Ólaf Ragnar Grímsson að gefa kost á sér að gegna embætti forseta Íslands hið fimmta kjörtímabil. Jafnframt lýsir Samstaða þjóðar yfir stuðningi við framboðið ef það kemur fram og mun vinna að því að Ólafur Ragnar Grímsson nái góðri kosningu.

 

Að okkar mati hefur Ólafur Ragnar sýnt og sannað hollustu sína við stjórnarskrá Íslands og vilja þjóðarinnar. Þar kemur sérstaklega við sögu 26. grein Stjórnarskrárinnar, sem Ólafur Ragnar hefur virt í hvívetna, þrátt fyrir tilraunir valdamanna að hafa fullveldisréttinn af almenningi.

 

Gerðir og orð Ólafs Ragnars endurspegla þekkingu hans á stjórnskipun landsins. Til að undirstrika þetta mikilvæga atriði, birtum við eftirfarandi tilvitnun í orð Ólafs Ragnars, sem hann mælti í viðtali hjá Ríkisútvarpinu, Rás 2 – á Sjálfstæðisdaginn 01. desember 2010:

Þegar menn eru að segja að forsetinn, með því að nýta sér málskotsréttinn og vísi málum til þjóðarinnar, að hann sé að ganga gegn þingræðinu, þá er það bara svo röng fullyrðing að það tekur því eiginlega ekki að ræða hana.

 Því að grundvöllur Íslendskrar stjórnskipunar eins og var gengið frá honum við lýðveldisstofnunina….var byggður á þeirri grunnhugsun að fullveldið - hinn endanlegi réttur, það sem á ensku er kallað “the sovereign right”  – væri hjá þjóðinni en ekki hjá þinginu.

    

Samstaða þjóðar telur að það væri mikið stjórnarfarslegt slys ef að Bessastöðum kæmi forseti með aðra sýn á skyldur þjóðarleiðtogans en Ólafur Ragnar Grímsson hefur sýnt og sannað í verki. Þess vegna hlýtur þjóðin að fylkja sér um framboð Ólafs Ragnars, sem vonandi lítur dagsins ljós um áramótin.

                              

 

 

Samstaða þjóðar 26. desember 2011.

 

 

---<<<>>>---

  

         _____________________________________________________________________
    Skrásett heimilisfang: Laugarásvegur 4, 104 Reykjavík   -   Netföng: hlutverk@simnet.is / thrastalundur@simnet.is


mbl.is Samskiptin við Ólaf alltaf verið eðlileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband