Hættuleg vankunnátta á örlagatímum

  
 
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.

 

 

Hættuleg vankunnátta á örlagatímum.

Fyrst birt í Morgunblaðinu 02. apríl 2016.



Valdimar H Jóhannesson.

Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Mbl. gerir spurningu þingmanns Græningja í Þýðskalandi, Franzisku Brantner, að sinni vegna hryðjuverkanna í Brussel: »Hvers vegna hata þau okkur svona mikið?« Svar Styrmis við þessari spurningu er alveg fráleitt og byggist á hættulegri vankunnáttu. Miklu varðar að þjóðin skilji að svona svör kalla á röng viðbrögð.

Styrmir á það svo sem alveg skilið að fá að hafa á röngu að standa eins og aðrir sem leyfist að tjá sig. Hann stóð fyrir því í ritstjóratíð sinni að halda Morgunblaðinu opnu fyrir alls kyns skoðunum þó að þær gengju gegn ritstjórnarstefnu blaðsins og sýndi með því gott fordæmi. Hann er eflaust því sammála að mér beri að svara honum ef ég tel hagsmuni þjóðarinnar vera í húfi.

Útskýringar Styrmis á hegðun Múslima eru verri en gagnslausar.

Styrmir leitar skýringa á hryðjuverkunum í Brussel til nýlendutíma Belga í Kongó sérstaklega en einnig til nýlendutíma Evrópuþjóða almennt og grípur til tilvitnunar í bók sem sýnir litla hófstillingu í lýsingum á grimmd nýlenduþjóða Vesturlanda. Því er lýst m.a. að »fólk var hýtt miskunarlaust, limlest fyrir minnstu sakir og jafnvel myrt í hópum. Heilu þorpin voru brennd til grunna. Stundum var vopnuðum sveitum nýlenduherranna gert að skila inn afskornum útlim fyrir hverja byssukúlu, sem þær höfðu notað«.

Það er hneykslunartónn í grein Styrmis vegna spurningar Þýðsku þingkonunnar í ljósi ofangreindrar lýsingar því að hann ályktar að framferði fulltrúa Evrópsku menningarþjóðanna í Mið-Austurlöndum hafi verið áþekkt. Hann vekur athygli á því að seinni heimsstyrjöld hafi brotist út vegna þess að Þjóðverjar voru látnir borga svo miklar stríðsbætur eftir fyrri heimsstyrjöld og kemst svo að þeirri stórfurðulegu niðurstöðu að þess vegna eigi þær Evrópuþjóðir, sem hlut eiga að máli, að greiða fyrrverandi nýlendum sínum bætur fyrir meðferðina á fólkinu og stuld á auðlindum þessara þjóða eins og að þarna sé eitthvert sama-sem-merki á milli!

»Það er skollið á eins konar stríð í Evrópu og því mun ekki linna fyrr en nýlenduþjóðirnar horfast í augu við eigin sögu og afleiðingar hennar« skrifar Styrmir. Fyrsti hluti setningarinnar er jafn sannur eins og seinni hlutinn er fráleitur. Hann á það sameiginlegt með mörgum sem spyrja í ráðleysi sömu spurningarinnar að honum dettur ekki hug hið augljósa svar: Þeir hata okkur því að við erum ekki Múslímar og erum ekki reiðubúnir til að gefast upp fyrir Islam.

Sunni-Islam er hugmyndafræði haturs á þeim sem ekki lúta Allah.

Þetta svar hefur legið ljóst fyrir í nær 14 aldir. Þetta hatur blasir við í Kóraninum og Sunnah (fordæmi Múhameðs eins og það birtist í Hadíðum, þ.e. frásögnum af gerðum og orðum Múhameðs og nánustu liðsmanna og Sira, sem er opinberlega viðurkennd ævisaga hans). Börnum Múslíma er mörgum innrætt þetta hatur með móður-mjólkinni og því er viðhaldið í mörgum moskum. Til þess að þetta sé ljóst verður auðvitað að kynna sér Islam og sögu þess. Án þess er ályktað út í bláinn.

Þeir hata okkur af því að við erum »kuffar««, fyrirlitlegir trúleysingar, sem lútum ekki ennþá Islam með því að gerast Múslímar eða með því að taka stöðu dhimma og borga Múslímum fyrir að fá að halda lífi með sérstökum skatti, jizya, og viðurkennum lægri þjóðfélagsstöðu okkar, sem okkur leyfist ef við erum fólk Bókarinnar (þ.e. Kristnir eða Gyðingar). Annars eru aðeins möguleg trúskipti, brottflutningur eða dauði samkvæmt Bókinni.

Nýlenduveldi Evrópu bera ekki ábyrgð á hryðjuverkum Múslima.

Múslímar stunda hryðjuverk út um allan heim. Styrmir þarf að svara því hvaða nýlenduglæpi þeir þurfa að svara fyrir í Nígeríu, Mali, Burkino Faso, Kamerún, Súdan, Kenýa, Indlandi, Filippseyjum, Taílandi, Myanmar, Pakistan, Bali, svo nokkur lönd séu nefnd þar sem hryðjuverk Múslíma eru afar tíð í nútímanum. Talið er að Múslímar hafi drepið hátt í 300 milljónir manna í 14 aldir af öðrum trúarbrögðum vegna Jihad, útþenslustefnu í því sem þeir kalla »Dar al harb« (hús stríðsins þar sem Islam ríkir ekki). Nýlendusaga Vesturlanda og Múslímskra landa er eins frábrugðin og barnasaga er forhertri glæpasögu.

Það kann ekki góðri lukku að stýra að hafa að engu harðar staðreyndir um Islam, eðli þess og sögu. Undansláttur að hætti Styrmis er þjóðinni hættulegur á örlagatímum eins og nú eru uppi á Vesturlöndum og ætti að vera öllum ljós sem vilja kynna sér staðreyndir, jafnvel þó þær séu óþægilegar. Af því að mér er hlýtt til Styrmis Gunnarssonar vil ég gjarnan verða til þess að leiða hann út úr myrkrinu í þessum efnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband