Hryðjuverk - friðþæging

  
 
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.

 

 

Hryðjuverk - friðþæging.

Fyrst birt í Morgunblaðinu 30. marz 2016.



Axel Kristjánsson.

Ógnarleg hryðjuverk, sem nú eru framin af innflytjendum í Evrópu eru mjög til umfjöllunar. Öllum er ljóst, að ómögulegt er að koma í veg fyrir þau og þau munu halda áfram í mörg ár. Hryðjuverkin eru framin af öfgafullum Múslimum. Þeir vísa í Kóraninn og lýsa þeirri sælu, sem þeir muni verða aðnjótandi, en það er taumlaus kynferðisleg misnotkun barnungra kvenna í sæluríki Allah.

Það er sjálfsagt rétt, að þannig hugsi aðeins öfgafullir múslimar, en þeir skipuleggja hryðjuverkin og fremja þau síðan nánast hvar sem er. Þrátt fyrir þetta keppast stjórnmálamenn á Vesturlöndum við að segja, að ekki megi kenna Múslimum um þessi hryðjuverk; þeir séu hvorki betri né verri en menn af öðrum trúarbrögðum. Þetta er sá pólitíski rétttrúnaður, sem fjölmiðlar og stjórnmálamenn, ekki síst á vinstri væng, hafa leitt til öndvegis.

Friðþæging gagnast ekki gegn öfgafullum Múslimum.

Þegar Chamberlain forsætisráðherra Breta lét undan Hitler 1938 og fórnaði Tékkum til að kaupa frið, hét það friðþæging (á ensku appeasement), og líklega trúði maðurinn því, að nú hefði hann tryggt »peace in our time«. Svo fór, sem hlaut að fara, og þegar afleiðingar friðþægingarinnar dundu yfir með fleiri landakröfum Hitlers, var öllum ljóst, að friðþæging leysti ekki vandann. Hún leysir ekki vandann nú, þegar staðið er augliti til auglitis við öfgamenn, sem eru 700 árum á eftir Vestrænum þjóðum í siðmenningu og virðingu fyrir rétti einstaklingsins til að lifa sínu lífi.

Friðþæging stöðvar ekki ódæðisverkin á meginlandi Evrópu. Friðþæging kemur ekki í veg fyrir ódæðisverk á Íslandi.

Pólitískur rétttrúnaður ógnar Íslendsku samfélagi.

Nú er svo komið að þegar yfirvöld hér á landi reyna að fara eftir reglum og milliríkjasamningum við afgreiðslu á málum svokallaðra hælisleitenda rísa upp fámennir hópar hávaðafólks á götunni og linna ekki látum fyrr en stjórnmálamenn gefast upp og láta undan með því að fara á svig við slíkar reglur og samninga. Svo langt hefur verið gengið, að sett hafa verið lög til að lúta vilja hávaðafólksins; stundum í nafni mannúðar. Pólitískur rétttrúnaður nú felst í að tala um opið lýðræði. Þetta er opið lýðræði. Þetta er götulýðræði. Þetta er það lýðræði, sem nú á að friðþægja. Þetta er það lýðræði, sem nú á að taka upp í Stjórnarskrá Íslands.

Ég hef ekki andúð á útlendingum. Ég hef ekki andúð á Múslimum yfirleitt. Pólitískir rétttrúnaðarmenn munu kalla mig Rasista; þeir um það. Ég er fæddur og uppalinn á Íslandi. Ég vil að Íslendskt þjóðerni dafni. Ég vil að Íslendskur menningararfur lifi. Ég vil, að Íslendsk tunga lifi. Ég vil ekki, að þjóðin glati því, sem hún náði í baráttu fyrir sjálfstæði sínu. Ég vil ekki, að þjóðin glati auðlindum sínum í hendur annarra þjóða.

Ég vil ekki, að þjóðin missi stjórn á fiskveiðilögsögu sinni eftir grimma baráttu vopnlausrar þjóðar við eitt mesta herveldi heims. Ég á þann draum, að Íslendingar búi í friði við þær allsnægtir, sem landið og fiskimiðin bjóða upp á. Ég vil að ungu fólki sé kennd sagan af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga bæði í skólum og á heimilum. Ég vil, að því sé sagt frá 1. desember 1918. Ég vil, að ungu fólki sé kennd sagan af baráttunni um fiskveiðilögsöguna.

Fjölmenningarstefnan er friðþæging við öfgamenn.

Ég vil ekki, að Íslendsk þjóð glati sjálfstæðri tilveru sinni í mannhafi því, sem nú býr á jörðinni og telur yfir 6 milljarða. Á Íslandi búa 330-340 þúsund manns, flestir við allsnægtir, og er mikill fjöldi þeirra innflytjendur frá mörgum löndum. Íslendsk þjóð og Íslendsk menning mun ekki blandast í mannhafið á jörðinni. Íslendsk þjóð og Íslendsk menning mun hverfa sporlaust í það mannhaf, ef ekki er spyrnt við fæti strax af alefli og hætt að lofsyngja friðþæginguna.

Ég vil ekki, að Íslendsku þjóðerni, Íslendskri menningu né þeim friði og velmegun, sem hér er, verði fórnað á altari friðþægingar við öfgamenn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband