Færsluflokkur: Evrópumál
26.2.2013 | 18:18
Peningastefna stjórnmálaflokkanna í aðdraganda kosninga 2013.
Peningastefna stjórnmálaflokkanna í aðdraganda kosninga 2013. Fyrst birt 26. febrúar 2013.
Loftur Altice Þorsteinsson.Efnahagsmál landsins hljóta að teljast mikilvægust allra mála, sem til úrlausnar koma á nærsta kjörtímabili Alþingis. Flestir stjórnmálaflokkarnir hafa haldið landsfundi sína í þessum mánuði og gert skriflega grein fyrir áherðslum sínum, hvað varðar peningastefnu og önnur málefni. Til að auðvelda lesendum samanburð, hef ég tekið saman það heldsta sem stjórnmálaflokkarnir hafa um peningastefnu sína að segja.Fastgengi er samtímis lausn á öllum heldstu vandamálum þjóðarinnar. Spurningin sem stjórnmálaflokkarnir verða að svara er því afstaða þeirra til fastgengis. Flotgengi hefur verið reynt í nær 100 ár í landinu og gefist hörmulega. Þeir sem vilja viðhalda flotgengi, eru að ögra almenningi og reyna að hindra efnahagslega endurreisn í landinu.Mikilvægt er að skilja, að fastgengi verður ekki komið á undir stjórn Seðlabanka, hann verður að leggja niður í núverandi mynd. Fastgengi er annað hvort fólgið í upptöku erlends gjaldmiðils, eða sett er á fót myntráð. Gott nafn á nýgjum gjaldmiðli er Ríkisdalur og síðan geta menn valið um hvaða erlendi gjaldmiðill er notaður sem stoðmynt. Eðlilegast er að hafa eina stoðmynt, en vel má athuga með að nota tvær stoðmyntir, en alls ekki fleirri.Við sjáum að Sjálfstæðisflokkur og Hægri grænir eru á réttri leið varðandi peningastefnu, en hjá Sjálfstæðisflokki vantar ákveðnara orðalag um útfærslu og hjá Hægri grænum vantar fullan skilning á að leggja þarf Seðlabankann niður.Framsóknarflokkur er með fráleita hugmynd um áframhald flotgengis og flaggar að auki þeirra heimskulegu hugmynd að viðskiptabankar gefi út peninga. Endurlán viðskiptabankanna á innlánum er ekki peningaprentun. Aukin veltuhraði innlána og útlána hjá bönkunum, er ekki aukin peningaprentun. Framsóknarflokkur þarf að taka sig verulega á og hefur sæmilegar forsendur til að gera það.Samfylking er með sína áætlun um þjóðsvik, með innlimun Íslands í Evrópusambandið. Þrælslund Samfylkingar er fullkomin, með hugmyndum um að Evrópusambandið fái fullkomið efnahagslegt yfirvald með Evrunni. Vinstri grænir vita greinilega ekki hvað peningastefna er, en eitthvað hafa þeir heyrt um aflandskrónur. Þau skemmdarverk sem Vinstri grænir hafa unnið á efnahag landsins síðustu fjögur ár, verða skiljanleg í ljósi fullkominnar vanþekkingar þeirra á efnahagsmálum.<<>><<>>Sjálfstæðisflokkur landsfundur 21. 24. febrúar 2013.
<<>><<>>Framsóknarflokkur flokksþing 08.-10. febrúar 2013.
Samfylking landsfundur 01. 03. febrúar 2013.
<<>><<>>Vinstri græn landsfundur 22. 24. febrúar 2013.
<<>><<>>Hægri grænir tekið af vefsetri flokksins 26. febrúar 2013.
<<>><<>> |
24.2.2013 | 23:12
Sjálfstæðisflokkur setur stefnuna á fastgengi undir stjórn myntráðs
Sjálfstæðisflokkur setur stefnuna á fastgengi undir stjórn myntráðs. Fyrst birt 24. febrúar 2013.
Loftur Altice Þorsteinsson.Í samræmi við tillögur Efnahags- og viðskiptanefndar, sem lagðar voru fyrir Landsfund Sjálfstæðisflokks, hefur flokkurinn sett stefnuna á fastgengi. Af tillitssemi við gamla Krónugengið, var hin nýgja stefna orðuð af varfærni en skilaboðin verða ekki misskilin. Í ályktun Landsfundar segir:
Að sumu leyti gengur Landsfundurinn lengra en tillögur Efnahags- og viðskiptanefndar gerðu ráð fyrir. Undirstrikað er mikilvægi þess að núgildandi gjaldeyrishöftum verði aflétt og þar með verði lögð niður Hafta-króna ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Ályktunin talar um könnun á möguleikum Íslands í gjaldeyrismálum og upptaka alþjóðlegrar myntar er sérstaklega nefnd.Eins og flestir vita er upptaka erlendrar myntar möguleg með tvennu móti, það er að segja bein upptaka (Dollaravæðing) eða óbein undir stjórn myntráðs. Erlenda myntin er þá notuð sem stoðmynt nýrrar innlendrar myntar sem gæti heitið Ríkisdalur. Ef menn skoða gjaldeyrismálin af heiðarleika, er ekki hægt að komast að annari niðurstöðu, en að Ríkisdalur undir stjórn myntráðs, sé bezta fyrirkomulag fastgengis.Ályktun Landsfundar staðfestir mikilvægi þess að komið verði á efnahagslegum stöðugleika í landinu. Stjórnvöld verða að snúast gegn háum vöxtum, mikilli verðbólgu og gengissveiflum. Þessum markmiðum verður ekki náð án upptöku erlends gjaldmiðils. Niðurstaðan er Ríkisdalur undir stjórn myntráðs.Að lokum má benda á ályktun Landsfundar varðandi Seðlabankann. Við upptöku Ríkisdals undir stjórn myntráðs, verður Seðlabankinn óþarfur og lagt af það glæpsamlega fyrirkomulag að hann sé lánveitandi til þrautavara. Bankarnir mega sem sagt fara í gjaldþrot og ábyrgð almennings á þeim fellt niður. Til að tryggja hag innistæðueigenda, er bent á þá leið sem Neyðarlögin mörkuðu, að almennum innistæðum sé veittur forgangur við gjaldþrot banka.Þar sem Landsfundur stærsta stjórnmálaflokks landsins hefur formað skynsamlega peningastefnu, geta landsmenn horft bjartsýnir til framtíðar. Tekin verður upp reglubundin peningastefna (rule-bound monetary policy) og hinni stór skaðlegu torgreindu peningastefnu (discretionary monitary policy) kastað á ruslahaug sögunnar.<<>> |
|