Færsluflokkur: Evrópumál

Peningastefna stjórnmálaflokkanna í aðdraganda kosninga 2013.

  
  
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.
 
 

  

   

Peningastefna stjórnmálaflokkanna í aðdraganda kosninga 2013.

 Fyrst birt 26. febrúar 2013.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

Efnahagsmál landsins hljóta að teljast mikilvægust allra mála, sem til úrlausnar koma á nærsta kjörtímabili Alþingis. Flestir stjórnmálaflokkarnir hafa haldið landsfundi sína í þessum mánuði og gert skriflega grein fyrir áherðslum sínum, hvað varðar peningastefnu og önnur málefni. Til að auðvelda lesendum samanburð, hef ég tekið saman það heldsta sem stjórnmálaflokkarnir hafa um peningastefnu sína að segja.

Fastgengi er samtímis lausn á öllum heldstu vandamálum þjóðarinnar. Spurningin sem stjórnmálaflokkarnir verða að svara er því afstaða þeirra til fastgengis. Flotgengi hefur verið reynt í nær 100 ár í landinu og gefist hörmulega. Þeir sem vilja viðhalda flotgengi, eru að ögra almenningi og reyna að hindra efnahagslega endurreisn í landinu.

Mikilvægt er að skilja, að fastgengi verður ekki komið á undir stjórn Seðlabanka, hann verður að leggja niður í núverandi mynd. Fastgengi er annað hvort fólgið í upptöku erlends gjaldmiðils, eða sett er á fót myntráð. Gott nafn á nýgjum gjaldmiðli er Ríkisdalur og síðan geta menn valið um hvaða erlendi gjaldmiðill er notaður sem stoðmynt. Eðlilegast er að hafa eina stoðmynt, en vel má athuga með að nota tvær stoðmyntir, en alls ekki fleirri.

Við sjáum að Sjálfstæðisflokkur og Hægri grænir eru á réttri leið varðandi peningastefnu, en hjá Sjálfstæðisflokki vantar ákveðnara orðalag um útfærslu og hjá Hægri grænum vantar fullan skilning á að leggja þarf Seðlabankann niður.

Framsóknarflokkur er með fráleita hugmynd um áframhald flotgengis og flaggar að auki þeirra heimskulegu hugmynd að viðskiptabankar gefi út peninga. Endurlán viðskiptabankanna á innlánum er ekki peningaprentun. Aukin veltuhraði innlána og útlána hjá bönkunum, er ekki aukin peningaprentun. Framsóknarflokkur þarf að taka sig verulega á og hefur sæmilegar forsendur til að gera það.

Samfylking er með sína áætlun um þjóðsvik, með innlimun Íslands í Evrópusambandið. Þrælslund Samfylkingar er fullkomin, með hugmyndum um að Evrópusambandið fái fullkomið efnahagslegt yfirvald með Evrunni. Vinstri grænir vita greinilega ekki hvað peningastefna er, en eitthvað hafa þeir heyrt um aflandskrónur. Þau skemmdarverk sem Vinstri grænir hafa unnið á efnahag landsins síðustu fjögur ár, verða skiljanleg í ljósi fullkominnar vanþekkingar þeirra á efnahagsmálum.

  

<<>><<>>

 

Sjálfstæðisflokkur – landsfundur 21. – 24. febrúar 2013.

  • Íslendska krónan í höftum getur ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef stefnt er að því að Íslendingar eigi kost á því að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn. Kanna þarf til þrautar alla möguleika fyrir Ísland í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar.

  • Landsfundur telur að stöðugleiki í efnahagsmálum sé nauðsynleg forsenda kraftmikillar uppbyggingar í atvinnulífinu og verðmætasköpunar. Viðvarandi hallarekstur ríkissjóðs, háir vextir, mikil verðbólga og óstöðugur gjaldmiðill hefur í för með sér mikinn kostnað fyrir atvinnulíf sem bitnar sérstaklega á nýsköpun og fjárfestingu.

  • Landsfundur telur að taka þurfi til endurskoðunar hlutverk Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara. Með forgangi almennra innstæðna ættu hagsmunir almennra innstæðueigenda að vera nægilega vel tryggðir en auk þess er óeðlilegt að kostnaði við fall stórra fjármálastofnana sé velt yfir á skattgreiðendur með aðgerðum Seðlabankans.

  

<<>><<>>

 

Framsóknarflokkur – flokksþing 08.-10. febrúar 2013.

  • Íslendsk króna verður gjaldmiðill landsins í nálægri framtíð og því brýnt að efla umgjörð hennar. Við þær aðgerðir þarf, m.a. að horfa til mögulegrar skattlagningar á skammtímafjármagnsflæði til landsins þannig að í framtíðinni verði komið í veg fyrir óeðlilega skammtíma styrkingu gjaldmiðilsins sem leitt getur af sér eignabólur, grafið undan rekstrargrundvelli útflutningsatvinnugreina og leitt af sér óeðlilegar sveiflur í gengi Íslendsku krónunnar.

  • Skoða þarf sérstaklega hvernig fjármálakerfið getur unnið með þjóðfélaginu í stað þess að margfalda peningamagn sem leiðir til þenslu. Í því samhengi verði skoðað sérstaklega að viðskiptabönkum verði óheimilt að búa til ígildi peninga í formi lausra innstæðna. Peningaútgáfa, hvort sem hún er í formi seðla, myntar eða lausra innistæðna, verði eingöngu á hendi Seðlabankans. 

     

    <<>><<>>

     

Samfylking – landsfundur 01. – 03. febrúar 2013.

  • Samfylkingin stefnir að hagstjórn sem leiðir til þess að Íslendingar geta tekið upp evru og gengið í Evrópusambandið. Ferlið sem slíkt styður við krónuna og með þátttöku í myntsamstarfinu kemst hún í langþráð og nauðsynlegt skjól. Með evru er landsmönnum tryggður traustur, alþjóðlegur gjaldmiðill til framtíðar. Vextir lækka, verðtrygging verður óþörf, viðskiptakostnaður minnkar og kostnaður við gjaldeyrisforða sparast.

  

<<>><<>>

 

Vinstri græn – landsfundur 22. – 24. febrúar 2013.

  • Verkefnin framundan í efnahagsmálum eru ærin og meðal annars þarf að losa um aflandskrónur samkvæmt þeirri áætlun sem samþykkt hefur verið og gerir ráð fyrir útgönguskatti á þá fjármuni.

  

<<>><<>>

  

Hægri grænir – tekið af vefsetri flokksins 26. febrúar 2013.

  • Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands yrði ný stofnun sett saman úr; Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlinu.

  • Tekin væri upp fastgengisstefna í stað verðbólguviðmiða. Gengi gjaldmiðils yrði strax fest við gengi bandaríkjadals.

  • Með nýjum ríkisdal sem lögeyri og fastgengisstefnu fylgir  aðhaldssöm ríkisfjármál og efnahagslegur stöðugleiki og engin gjaldeyrishöft yrðu á nýja ríkisdalnum.

  • Myntsláttu- og Þjóðhagsráð Íslands hefði einkaleyfi til útgáfu ríkisdals sem ásamt bandaríkjadal og yrði lögeyrir landsins. Eftir sem áður yrðu engar hömlur á notkun annarra gjaldmiðla.

  • Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands  skal m.a. annast myntsláttu fyrir landsmenn, gefa út bæði mynt og seðla í ríkisdölum. Myntsláttu- og Þjóðhagsráð Íslands skal tryggja að ríkisdalir séu að fullu skiptanlegir á pari fyrir bandaríkjadali.

  • Stoðmynt Myntsláttu- og Þjóðhagsráðs Íslands skal vera bandaríkjadalur og skiptihlutfall hans gagnvart ríkisdal vera einn ríkisdalur á móti einum bandaríkjadal.

  • Gengi ríkisdalsins myndi sveiflast eins og gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum.

  • Innan árs frá stofnun Myntsláttu- og Þjóðhagsráð Íslands skal verið búið að skipta öllum íslenskum krónum landsmanna, launum, lausu fé, innistæðum, skuldum, verðbréfum o.s.frv. yfir í ríkisdal.

  • Gjaldeyrishöftum yrði ekki lift af ca. 1200 milljörðum af aflandskrónum,  þær frystar og sérstaklega samið um losun hafta á þeim. Innlánsvextir á aflandskrónunum yrðu keyrðir niður í 0,0% . Þessir 1200 milljarðar aflandskróna halda íslenska hagkerfinu í gíslingu.

  • Eigendum aflandskróna yrði t.d. boðið tvær leiðir að losna úr viðjum gjaldeyrishaftanna; a) að skipta yfir í ríkisdal með 95% afföllum, eða b) skipti á aflandskrónugengi í 30 ára skuldabréf, gefnu út í bandaríkjadal með  1,5% vöxtum.

  • Þetta sparar tugi milljarða kr. á ári í vaxtakostnað sem skattgreiðendur eru að borga í vexti af aflandskrónum.

  • Þeim upphæðum af aflandskrónum sem ekki yrði skipt fyrir ríkisdalinn yrðu notaðar til uppbyggingar í íslensku þjóðfélagi til áratuga. Líta verður á 1200 milljarðana af gömlu krónunum sem hefur íslenskt efnahagslíf í gíslingu sem tækifæri, snúa borðinu við og leyfa erlendum vogunarsjóðum að njóta fjáfestingar tækifæra í landinu með þáttöku sinni.

  • Þessi leið tæki ca. 6 til 9 mánuði að koma í verk.

  • Rúsínan i pylsuendanum væri  sú, að auðveldlega er hægt að leggja verðtryggingu niður með þessum aðgerðum.

  

<<>><<>>


Sjálfstæðisflokkur setur stefnuna á fastgengi undir stjórn myntráðs

  
  
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.
 
    

Sjálfstæðisflokkur setur stefnuna á fastgengi undir stjórn myntráðs.

Fyrst birt 24. febrúar 2013.

 

 

  

Loftur Altice Þorsteinsson.

Í samræmi við tillögur Efnahags- og viðskiptanefndar, sem lagðar voru fyrir Landsfund Sjálfstæðisflokks, hefur flokkurinn sett stefnuna á fastgengi. Af tillitssemi við gamla Krónugengið, var hin nýgja stefna orðuð af varfærni en skilaboðin verða ekki misskilin. Í ályktun Landsfundar segir:

  1. Íslendska krónan í höftum getur ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef stefnt er að því að Íslendingar eigi kost á því að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn. Kanna þarf til þrautar alla möguleika fyrir Ísland í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar.

  2. Landsfundur telur að stöðugleiki í efnahagsmálum sé nauðsynleg forsenda kraftmikillar uppbyggingar í atvinnulífinu og verðmætasköpunar. Viðvarandi hallarekstur ríkissjóðs, háir vextir, mikil verðbólga og óstöðugur gjaldmiðill hefur í för með sér mikinn kostnað fyrir atvinnulíf sem bitnar sérstaklega á nýsköpun og fjárfestingu.

  3. Landsfundur telur að taka þurfi til endurskoðunar hlutverk Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara. Með forgangi almennra innstæðna ættu hagsmunir almennra innstæðueigenda að vera nægilega vel tryggðir en auk þess er óeðlilegt að kostnaði við fall stórra fjármálastofnana sé velt yfir á skattgreiðendur með aðgerðum Seðlabankans.

 

Að sumu leyti gengur Landsfundurinn lengra en tillögur Efnahags- og viðskiptanefndar gerðu ráð fyrir. Undirstrikað er mikilvægi þess að núgildandi gjaldeyrishöftum verði aflétt og þar með verði lögð niður Hafta-króna ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Ályktunin talar um könnun á möguleikum Íslands í gjaldeyrismálum og upptaka alþjóðlegrar myntar er sérstaklega nefnd.

Eins og flestir vita er upptaka erlendrar myntar möguleg með tvennu móti, það er að segja bein upptaka (Dollaravæðing) eða óbein undir stjórn myntráðs. Erlenda myntin er þá notuð sem stoðmynt nýrrar innlendrar myntar sem gæti heitið Ríkisdalur. Ef menn skoða gjaldeyrismálin af heiðarleika, er ekki hægt að komast að annari niðurstöðu, en að Ríkisdalur undir stjórn myntráðs, sé bezta fyrirkomulag fastgengis.

Ályktun Landsfundar staðfestir mikilvægi þess að komið verði á efnahagslegum stöðugleika í landinu. Stjórnvöld verða að snúast gegn háum vöxtum, mikilli verðbólgu og gengissveiflum. Þessum markmiðum verður ekki náð án upptöku erlends gjaldmiðils. Niðurstaðan er Ríkisdalur undir stjórn myntráðs.

Að lokum má benda á ályktun Landsfundar varðandi Seðlabankann. Við upptöku Ríkisdals undir stjórn myntráðs, verður Seðlabankinn óþarfur og lagt af það glæpsamlega fyrirkomulag að hann sé lánveitandi til þrautavara. Bankarnir mega sem sagt fara í gjaldþrot og ábyrgð almennings á þeim fellt niður. Til að tryggja hag innistæðueigenda, er bent á þá leið sem Neyðarlögin mörkuðu, að almennum innistæðum sé veittur forgangur við gjaldþrot banka.

Þar sem Landsfundur stærsta stjórnmálaflokks landsins hefur formað skynsamlega peningastefnu, geta landsmenn horft bjartsýnir til framtíðar. Tekin verður upp reglubundin peningastefna (rule-bound monetary policy) og hinni stór skaðlegu torgreindu peningastefnu (discretionary monitary policy) kastað á ruslahaug sögunnar.


<<>>



Sjálfstæðisflokkur vill koma á alvöru fastgengi með Kanadadal og myntráði

  
  
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.
 
 

Sjálfstæðisflokkur vill koma á alvöru fastgengi með Kanadadal og myntráði.

Birt í Morgunblaðinu 28. febrúar 2013.

 

 

  

Loftur Altice Þorsteinsson.

Telja verður til mikilla tíðinda, að Sjálfstæðisflokkur er að taka forustu um mótun þjóðhollrar peningastefnu fyrir Ísland. Í nær 100 ár hefur »torgreinda peningastefnan« (discretionary monetary policy) valdið öllum almenningi ómældum skaða. Flotgengi hefur verið notað kerfisbundið til að færa fjármuni frá almenningi til höfðingjastéttarinnar. Aukaafurðir þessarar stefnu eru reglubundnar gengisfellingar, viðvarandi verðbólga, eignabruni og hækkanir húsnæðisskulda. Að auki býr þjóðin núna við gjaldeyrishöft og yfirvofandi snjóhengju erlendra hrægamma-sjóða, sem rekja má beint til peningastefnunnar.

Til undirbúnings Landsfundar Sjálfstæðisflokks í lok febrúar 2013, var sett á fót Efnahags- og viðskiptanefnd sem nú hefur skilað tillögum sínum um peningastefnu, sem nefndin vill að Sjálfstæðisflokkur berjist fyrir að tekin verði upp á Íslandi. Nefndin færir sterk rök fyrir upptöku fastgengis, sem hagkvæmast er að innleiða með tafarlausri upptöku Kanadadals sem lögeyri og taka upp innlendan Ríkisdal undir stjórn myntráðs, til dæmis 12 mánuðum síðar.

Heldstu tillögur Efnahags- og viðskiptanefndar:

  1. Íslendska krónan í höftum getur ekki verið framatíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef stefnt er að því að Íslendingar eigi kost á því að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á alheimsmarkaði. Nú, fimm árum eftir að gjaldeyrishöft voru sett á „til bráðabirgða“ og engin trúverðug lausn hefur verið sett fram um afnám þeirra, er nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkurinn taki forystu um að kannaðir verði til þrautar allir möguleikar fyrir Ísland í gjaldeyrismálum.

  2. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn. Til þess að svo megi vera telur landsfundur rétt að hafist verði handa við undirbúning um að taka í notkun alþjóðlega mynt á Íslandi í stað Íslendsku krónunnar. Alþjóðlegar myntir sem til greina gætu komið fyrir Ísland eru meðal annars Bandaríkjadalur, evra, Sterlingspund, norsk króna og Kanadadollar.

  3. Landsfundur telur eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn kanni sérstaklega þau kjör og valkosti sem bjóðast við upptöku Kanadadollars og Bandaríkjadals. Mjög ólíklegt er að útgáfulönd þessara mynta setji sig upp á móti því að Íslendingar notist við þeirra mynt. Sérstaklega ber að kanna möguleikann á vilja Kanadamanna til samstarfs og stuðnings við slíka gjaldmiðlabreytingu.

  4. Landsfundur leggur áherslu á að með því að skipta út Íslendsku krónunni gefst Íslendskum fyrirtækjum í raun algjört frelsi um hvaða gjaldmiðill henti best miðað við rekstur þeirra. Þar með væri gríðarlega kostnaðarsamri óvissu í Íslendsku viðskiptalífi eytt.

  5. Landsfundur telur að stöðugleiki í efnahagsmálum sé nauðsynleg forsenda kraftmikillar uppbyggingar í atvinnulífinu og verðmætasköpunar. Viðvarandi hallarekstur ríkissjóðs, háir vextir og óstöðugur gjaldmiðill í höftum hefur í för með sér mikinn kostnað fyrir atvinnulíf og bitnar sérstaklega á nýsköpun og nýfjárfestingu.

  6. Landsfundurinn áréttar að verðtryggingin er afsprengi slakrar peningastefnu á Íslandi í marga undanfarna áratugi. Til þess að unnt sé að draga úr vægi hennar, án þess að vaxtastig hækki umtalsvert, þarf að vera til staðar traust á gjaldmiðlinum. Ekki verður framhjá því litið að upptaka alþjóðlegrar myntar myndi gera verðtrygginguna óþarfa og um leið lækka vaxtabyrði og óvissu lánþega á Íslandi.

Um þessar tillögur var algjör samstaða nefndarmanna í Efnahags- og viðskiptanefnd. Formaður Sjálfstæðisflokks, sá sem lagði »ískalda matið« á síðasta Icesave-samning ríkisstjórnarinnar, sá samstundis ástæðu til að mótmæla upptöku alvöru fastgengis. Þessum manni þykir fátt skemmtilegra en að vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar. Væri ekki ráð, að hann og aðrir þeir sem vildu að þjóðin beygði sig fyrir Icesave-kröfunum, létu af setu á Alþingi? Landsfundur Sjálfstæðisflokks mun fella harðan dóm yfir því fólki sem gekk til liðs við núverandi ríkisstjórn við að koma Icesave-klafanum á Íslendinga.

Bjartari tímar eru framundan ef landsmönnum ber gæfa til að taka rökrétta ákvörðun um peningastefnu til framtíðar. Alvöru gjaldmiðill er nauðsynleg undirstaða alvöru efnahagskerfis. Blekkingariðja í skjóli »torgreindrar peningastefnu« er á góðri leið með að eyðileggja hagkerfi Vesturlanda. Á sama hátt og Íslendingar afhjúpuðu Icesave-lygarnar, stendur okkur nærri að afhjúpa núgildandi peningastefnu, sem ekki verður betur lýst en sem lygum og blekkingum. Sjálfstæðisflokkur getur leyst þetta verkefni með sóma og Ísland orðið fyrirmynd annara ríkja.

<<>>



Vigdís Finnbogadóttir - gagnslaus glókollur á forsetastóli

  
  
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.
 
 

Vigdís Finnbogadóttir – gagnslaus glókollur á forsetastóli.


  

Loftur Altice Þorsteinsson.

Það kom mörgum Íslendingum á óvart, að fyrrverandi forseti Lýðveldisins Vigdís Finnbogadóttir skyldi skipa sér í sveit með þeim kjölturökkum Evrópusambandsins, sem vildu leggja Icesave-klafann á almenning. Menn hafa velt fyrir sér, hvort ferill Vigdísar sem forseti hafi gefið vísbendingar um að hún væri sérstaklega höll undir erlendt vald. Vigdís sendi út yfirlýsingu um Icesave, daginn fyrir þjóðaratkvæðið 09. apríl 2011.  Yfirlýsing hennar um Icesave-III-lögin er svohljóðandi:

Að gefnu tilefni. Ég hef ekki lagt í vana minn að lýsa afstöðu minni til umdeildra mála, en nú hefur mikill fjöldi fólks innt mig eftir skoðun minni á þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu sem nú fer í hönd. Mér er afar umhugað um framtíð þjóðarinnar og að vel athuguðu máli vil ég upplýsa að ég hef farið á kjörstað, vegna fjarveru næstu daga, og greitt atkvæði mitt með jáyrði, samningnum í vil.

Í afstöðu minni hef ég ekki síst haft í huga þau gömlu sannindi að deilur beri að leysa með samningum. Það er aðal friðsamra þjóða, en ekki að heyja langvinn stríð um óljós efni. Það er þannig sem traust myndast milli þjóða. Frá mínu sjónarmiði séð leikur enginn vafi á því að orðstír okkar Íslendinga bíður mikinn skaða af áframhaldandi deilum, átökum fyrir dómstólum og flóknum lagaþrætum. Þá er mikið í húfi að við Íslendingar snúum sem fyrst baki við sundrungu og deilum og stöndum heldur saman að því að byggja upp heildstæða og farsæla framtíð fyrir land og lýð. Þess kann ég best að óska Íslendingum.

Vigdís ber við þeirri röngu fullyrðingu »að deilur beri að leysa með samningnum« og gefur í skyn að Icesave-deilan hafi staðið um »óljós efni«. Eftir úrskurð EFTA-dómstólsins 28. janúar 2013, vita allir Íslendingar að Samstaða þjóðar gegn Icesave og aðrir andstæðingar Icesave-III-laganna fóru með rétt mál. Ef “samningaleið” ríkisstjórnarinnar hefði verið farin, hefði deilan ekki verið “leyst” með samningum, heldur hefði þjóðin gefið eftir frumburðarrétt sinn. Ísland hefði beygt sig fyrir ofveldinu. Einungis manneskja í annarlegu ástandi getur haldið því fram að “samningaleið” ríkisstjórnarinnar hafi haft eitthvað að gera með eðlilega samninga, þar sem aðilar standa jafnfætis.

Eftir að hafa hugsað um Icesave-deiluna í fjögur ár, get ég fullyrt að efnisatriði deilunnar verða ekki skilgreind sem »óljós efni«. Úrskurður EFTA-dómstólsins er á engan hátt óljós og engum innan félagsins Samstaða þjóðar gegn Icesave hefur dottið í hug að efnisatriði deilunnar væru óljós. Getur nokkur nema glókollur haft svona takmarkaðan skilning á einu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar? Jú, raunar er öfgafullum Evrópusinnum trúandi til að halda fram svo kolröngu mati.

Icesave-deilan er ekki eina málefnið þar sem Vigdís Finnbogadóttir hefur tekið sér áberandi stöðu gegn hagsmunum þjóðarinnar. Ég minni á deiluna um inngöngu Íslands í Evrópska efnahagssvæðið (EES), sem tók gildi 01. janúar 1994. Þrátt fyrir að rúmlega 34 þúsund manns, eða um 19% kjósenda, skrifuðu undir áskorun á Vigdísi að neita undirskrift laganna um EES og setja þau þar með í þjóðaratkvæði, var hún fljót að taka þátt í samsærinu. Á ríkisráðsfundi 13. janúar 1993, aðeins degi eftir samþykkt Alþingis, innsiglaði hún sigur Evrópusinna. Í tilraun til að blekkja almenning, gaf hún út eftirfarandi yfirlýsingu:

Svo sem öllum er kunnugt hafa forseta Íslands á undanförnum vikum borist áskoranir fjölda mætra Íslendinga, sem margir eru mér persónulega kunnir og nánir, þar sem þess er óskað að forseti beiti áhrifum sínum til þess að samningur um Evrópskt efnahagssvæði verði lagður fyrir þjóðaratkvæði. Það má öllum ljóst vera að við þær aðstæður er forseta mikill vandi á höndum og ber að sýna ýtrustu varkárni og kynna sér allar hliðar mála til þrautar. Það hef ég gert og til þess að geta greint ríkisstjórn skýrt og grannt frá aðstöðu minni og afstöðu hef ég boðið til þessa fundar. Árið 1946, í forsetatíð Sveins Björnssonar, bárust forseta tilmæli af þessu tagi, og nú eins og þá er boðað til ríkisráðsfundar.

Frá stofnun lýðveldis á Íslandi hefur embætti forseta Íslands verið í mótun. Þar hefur jafnt og þétt styrkst sá meginþáttur embættisins að vera óháð og hafið yfir flokkapólitík og flokkadrætti, en um leið samnefnari fyrir Íslendska þjóðmenningu, mennta- og menningarstefnu Íslendinga, tákn sameiningar en ekki sundrungar. Glöggt vitni um það eðli embættisins er að engin forseti hefur gripið fram fyrir hendur á lýðræðislega kjörnu Alþingi sem tekið hefur ákvarðanir sínar með lögmætum hætti.

Sá forseti sem nú gegnir því embætti hefur í störfum sínum alla tíð lagt áherslu á sáttmála sinn við þjóðina, við fólk úr öllum flokkum sem aðhyllist ólíkustu skoðanir. Með því hef ég viljað rækja sameiningarhlutverk forsetaembættisins og sett það öðru ofar. Í því felst að virða þær hefðir og venjur sem skapast hafa og efna þannig drengskaparheit forseta við þjóðina.

Fullveldi og sjálfstæði þjóða er ekki umfram allt háð því formi sem þær hafa á samskiptum sínum við aðrar þjóðir heimsins. Fullveldi og sjálfstæði koma innan frá, eru byggð á inntaki, menntun og menningu þjóðarinnar og færni hennar til að standa á eigin fótum, tala sinni eigin röddu.

Ég mun nú á eftir staðfesta með undirskrift minni lög þau sem Alþingi Íslendinga samþykkti 12. janúar 1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Um leið brýni ég fyrir ríkisstjórn, Alþingi og þjóðinni að sýna í verki vilja sinn til þess að hér gangi menntuð menningarþjóð á vit framtíðarinnar, sameinuð þjóð sem gengur þess ekki dulin að þekking hennar, menntun hennar til hugar og handa er forsenda þess að hennar verði um aldir getið sem fullvalda og sjálfstæðrar þjóðar.

 

Þær ástæður sem Vigdís gaf fyrir ákvörðun sinni að staðfesta EES-lögin eru léttvægar og að hluta til fjarstæðukenndar, vegna þess að hún tíndi til atriði sem ekkert höfðu með EES-málið að gera og sleppti að nefna atriði sem hefðu átt að vega þungt. Benda má á eftirfarandi: 

1.            Í upphafi yfirlýsingarinnar vísar Vigdís til þess að henni hafi borist “áskoranir fjölda mætra Íslendinga”. Með þessu orðalagi er hún að gefa í skyn að kjósendur vegi mismunandi þungt, eftir þjóðfélagsstöðu þeirra. Hún nefnir ekki að áskorendur voru yfir 34 þúsund, en hins vegar nefnir hún sérstaklega að í hópi þeirra hafi verið einhverjir sem voru henni “persónulega kunnir og nánir”. Þess vegna var Vigdísi “mikill vandi á höndum”.

2.            Áskoranir almennings vörðuðu kröfuna um að þjóðaratkvæði skyldi haldið um EES-lögin, en Vigdís virðist hafa haldið að málið snérist um hennar eigin persónu. Flestir landsmenn eru sjálfsagt þeirrar skoðunar að forsetinn sé í vinnu hjá þeim og að hann eiga að sjá til þess að almenningur verði ekki hlunnfarinn af höfðingja-stéttinni. Samkvæmt Stjórnarskránni hefur fullveldishafinn – þjóðin ákveðið, að með atbeina forsetans getur almenningur tekið fram fyrir hendurnar á gæfulausu Alþingi. Stjórnarskrárbundin fullveldisréttindi verða ekki afnumin af forsetanum, þótt hann hafi ekki nennt að kynna sér þau.

3.            Vigdís virðist hafa ímyndað sér að forsetaembættið ætti að vera »óháð og hafið yfir flokkapólitík og flokkadrætti, en um leið samnefnari fyrir Íslendska þjóðmenningu, mennta- og menningarstefnu Íslendinga«. Hún talar um lýðræðislega kjörið Alþingi, en gleymir að forsetinn er eini embættismaður landsins, sem kjörinn er beinni kosningu. Ætli Vigdís hafi lesið Stjórnarskrána ? Ætli hún hafi hugleitt eðli lýðvelda og hvaða fullveldisréttindi það stjórnarform færir borgurunum ?

4.            Hvaða sáttmála við þjóðina er Vigdís að vísa til, þegar hún segist »alla tíð hafa lagt áherslu á sáttmála sinn við þjóðina« ? Hún talar einnig um að efna »drengskaparheit forseta við þjóðina«. Þóttist hún hafa verið að efna sáttmála við þjóðina með því að hafna áskorun 19% kjósenda um að nýta stjórnarskrárbundin fullveldisréttindi sín ?

5.            Yfirlýsingin er full af undarlegum hugmyndum, eins og þeirri hugmynd að fullveldi almennings og sjálfstæði ríkisins komi innan frá. Er hún að tala um dagdrauma þrælsins, sem stynur undan ánauðinni ? Mín niðurstaða er sú að þarna hafi talað gagnslaus glókollur á forsetastóli. Í ljósi afstöðunnar til þjóðaratkvæðis um EES-samninginn, hefði afstaða Vigdísar til Icesave-kúgunarinnar ekki átt að koma á óvart.

6.            Að lokum er gagnlegt til skilnings á afstöðu Vigdísar, að skoða þá miklu þversögn sem birtist í afstöðu hennar. Þegar hún gaf yfirlýsinguna um Icesave 2011, sagði hún: “Ég hef ekki lagt í vana minn að lýsa afstöðu minni til umdeildra mála”. Hún lét sig samt hafa það, að leggja lið kjölturökkum Evrópusambandsins. Þegar hún neitaði að vísa EES-samningnum í þjóðaratkvæði 1993, var hún einnig að lýsa afstöðu sinni, í stað þess að vera hlutlaus og vísa málinu til þjóðarinnar. Vonandi verður bið á að svona gagnlaus glókollur setjist aftur í stól forseta Lýðveldisins.


<<>>



Forusta Alþýðusambands Íslands hlýtur að vera með óbragð í munni

  
  
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.
 
 

Forusta Alþýðusambands Íslands hlýtur að vera með óbragð í munni.


Kjölturakkar Evrópusambandsins hafa komið sér víða fyrir og raunar á ólíklegustu stöðum. Forusta Alþýðusambands Íslands (ASÍ) virðist undirlögð af þessari tegund fólks, eins og kom berlega í ljós í aðdraganda kosninga um Icesave-III-lögin. Þrátt fyrir fjölmargar aðvaranir, kaus forusta ASÍ að hvetja til þess landráðagernings að samþykkja Icesave-kröfurnar.

Eftir að EFTA-dómstóllinn sýknaði Ísland af öllum Icesave-kröfum nýlenduveldanna, bjuggust margir við afsökunarbeiðni frá ASÍ-forustinni.  Þvert á móti hafa engar vísbendingar komið í ljós sem benda til að þetta fólk kunni að skammast sín. Samt hlýtur forusta Alþýðusambands Íslands að vera með óbragð í munni, eftir að lagarök Samstöðu þjóðar gegn Icesave hafa unnið fullnaðar sigur.

Hér fyrir neðan er yfirlýsing sem Samstaða sendi frá sér 02. apríl 2011, viku fyrir þjóðaratkvæðið 09. apríl. Í framhaldi að yfirlýsingunni óskaði Stöð-2 eftir viðtali, sem sjónvarpsstöðin sýndi brot úr 03. apríl. Stöð-2 á heiður skilinn fyrir að opna glufu fyrir hinn rétta málstað þjóðarinnar.

Ríkisútvarpið féll hins vegar á prófinu. Það hélt uppi linnulausum áróðri gegn augljósum hagsmunum þjóðarinnar, svaraði hvorki kvörtunum um efnistök hjá Ríkisútvarpinu, né brást við leiðréttingum um falsanir staðreynda. Eitt fyrsta verk eftir nærstu kosningar til Alþingis, verður hunda-hreinsun í þessari ríkisstofnum.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Engin áhætta við að segja NEI við Icesave-kröfunum.

 Fyrst birt á visir.is  03. apríl 2011.

 Loftur Altice segir eingöngu kost í því að segja nei. 

Loftur Altice segir eingöngu kosti við að segja nei.

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar.

Forsvarsmenn Samstöðu þjóðar gegn Icesave gagnrýna málflutning Alþýðusambandsins um Icesave málið í nýlegu fréttabréfi. Ýmislegt vanti uppá þegar kemur að umfjöllun um samningana.

Loftur Altice Þorsteinsson einn forsvarsmanna hópsins segir að ASÍ megi hafa sína skoðun á Icesave eins og aðrir, hins vegar sé hægt að gagnrýna hversu einhliða samtökin fjalli um málið.

Hann segir tryggingavernd eigenda Icesave reikninganna hafi verið tvöföld fulltrygging og að þrotabú Landsbankans muni einungis eiga upp í forgangskröfur sem tryggingasjóðir Bretlands, Hollands og ríkissjóður Bretlands eigi.

Tryggingasjóði Íslands kemur þetta mál þar af leiðandi ekkert við, hvað þá síður að það komi Ríkisstjórn Íslands við eða almenningi í landinu," segir Loftur.

Hann segir því engar lagalegar eða siðferðilegar forsendur vera fyrir því að Ríkissjóðir Íslands kaupi til baka þessar kröfur.

Þetta er bara hrein kúgun, að ætlast til að almenningur á Íslandi taki á sig þessar miklu byrðar."

Hann segir að dómstólaleiðin muni viðurkenna þetta og er því ekki í vafa um atkvæði sitt á laugardaginn.

Ég sé enga áhættu í því að segja nei, ég sé bara kosti í því að segja nei." Heldur þú að þjóðin verði sammála þér? "Ég held að meirihluti þjóðarinnar verði sammála mér og ég vona að það verði mikill meirihluti, því að það mun skilja eftir óbragð í munni fólk sem greiðir þessu atkvæði, því það mun átta sig síðar á því að það hefur rangt fyrir sér," segir Loftur að lokum.


<<>>

              

VI

VII

VIII


Lagarök en ekki samningaleið leiddu til sigurs í Icesave-deilunni

  
  
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.
 
 

  

   

  Samstaða þjóðar gegn Icesave

 

 

Lagarök en ekki samningaleið leiddu til sigurs í Icesave-deilunni.

Fréttatilkynning 14. febrúar 2013.

   

Samstaða þjóðar gegn Icesave eru samtök einstaklinga, sem börðust gegn Icesave-kröfum Bretlands og Hollands. Fyrsta verkefni Samstöðu var að standa fyrir áskorun á forseta Íslands og Alþingi um að fram færi þjóðaratkvæði um Icesave-III-lögin. Undirskriftasöfnunin fór fram á vefsíðunni www.kjosum.is og réði niðurstaða hennar miklu um þá ákvörðun forsetans að neita undirskrift Icesave-III-laganna.

Næsta verkefni Samstöðu þjóðar gegn Icesave var að upplýsa almenning um staðreyndir Icesave-málsins og afhjúpa þær rangfærslur sem stundaðar voru, í aðdraganda þjóðaratkvæðisins 09. apríl 2011. Hvatti Samstaða eindregið til að Icesave-III-lögin yrðu felld úr gildi og beitti einkum lagarökum gegn samningaleið ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Með dómi EFTA-dómstólsins 28. janúar 2013, á tveggja ára afmæli Samstöðu þjóðar gegn Icesave, lauk því verkefni sem félagið var stofnað til að leysa af hendi. Íslendskur almenningur og forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, stöðvuðu áætlun um að hneppa þjóðina í skuldafjötra. Af auðmýkt er landsmönnum þakkaðar frábærar undirtektir við sameiginlegan málstað, um leið og við sendum öllum samherjum hamingjuóskir.

Samstaða þjóðar gegn Icesave hafnar þeim fullyrðingum, sem ríkisstjórnin heldur fram, að úrslit Icesave-deilunnar hafi fyrir tilviljun fallið Íslandi í vil. Úrslitin réðust ekki heldur af lögfræði-brellum í boði ríkisstjórnarinnar. Röksemdir Íslands voru fyrir hendi frá fyrstu dögum deilunnar, en ríkisstjórnin neitaði að hlusta. Sigur Íslands byggði á lagarökum sem einstaklingar og félög hafa haldið til haga. Lagarök báru sigur á samningaleið ríkisstjórnarinnar í Icesave-deilunni.

Samstaða þjóðar gegn Icesave hvetur til að strax að loknum kosningum til Alþingis, verði hafist handa við málsókn gegn Bretlandi og Hollandi. Þessi ríki brutu á lögsögu Íslands, með valdboðs-aðgerðum sem byggðu á hryðjuverkalögum í Bretlandi og bankalögum í þessum ríkjum. Með ólöglegum aðgerðum sínum brutu gömlu nýlenduveldin samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), auk alþjóðlegra sáttmála. Málssókn Íslands ber að hefja fyrir Evrópudómstólnum, sem samkvæmt samningnum um EES er réttur dómstól. Samstaða þjóðar hefur nú þegar rutt brautina, með kæru til Framkvæmdastjórnar ESB og kröfu um að brotin á sjálfstæði Íslands komi til úrskurðar hjá Evrópudómstólnum.

Samstaða þjóðar gegn Icesave hvetur þjóðina, að ganga til þessa verks með okkur og taka þessari herhvöt með sama hugarfari og herhvötinni sem Samstaða þjóðar gegn Icesave sendi frá sér 10. febrúar 2011. Við það tækifæri sendum við þjóðinni eftirfarandi hvatningu:

Samstaða þjóðar gegn Icesave hefur ákveðið að standa fyrir undiskriftarsöfnun, þar sem skorað er á Alþingi að hafna Icesave-kröfunum og á forseta lýðveldisins að neita undirskrift á öllum Icesave-ábyrgðum. Þannig kemst Icesave-málið í þjóðaratkvæði og réttur aðili fær málið til endanlegrar ákvörðunar. Við hvetjum alla landsmenn að taka þátt í átaki okkar og hvetja forseta Íslands til að staðfesta ekki þau Icesave-lög sem nú liggja fyrir Alþingi.



Hvalreki af gjaldeyri í skjóli Ríkisdals

  
  
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.
 
 

  

   

Hvalreki af gjaldeyri í skjóli Ríkisdals.

 

Fyrst birt í Morgunblaðinu 14. febrúar 2013.


   

Guðmundur Franklin Jónsson.

Fólkið í landinu fagnar niðurstöðu Icesave-dómsins og stjórnmálamenn nudda sér upp við sigurvegarana til að komast í kastljós þessarar frábæru niðurstöðu. Það var einkennilegt að sjá svipinn á sumum, þegar niðurstaðan lá fyrir og fékk maður á tilfinninguna, að þessir sömu hefðu vonað að niðurstaðan væri öðruvísi og beint lýðræði ætti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum.

Viðbrögð stjórnvalda og annarra flokka sem studdu síðasta Icesave-samninginn voru: »Það hefði getað farið verr, hvað ef við hefðum tapað?« Já, hvað ef við hefðum tapað? Lítið hefði gerst, Íslendingar hefðu allavega ekki verið dæmdir í fjársektir, en eitt er víst að stjórnmálamenn sem sumir eru á útleið, hefðu áminnt þjóðina og þ.a.l. alla þá sem tóku þátt í að kveða þennan draug niður um langa tíð um vanhæfni almennings til að taka »réttar« ákvarðanir.

Gríðarleg tækifæri.

Íslendingar verða nú að passa sig og gæta jafnræðis þegar kemur að greiðslum úr þrotabúum gömlu bankanna. Ekki megum við gera upp á milli Íslendskra kröfuhafa og erlendra, en gríðarleg tækifæri liggja í niðurstöðu Icesave-dómsins, en hún gerir m.a. Íslendingum kleift að gera upp þrotabú Landsbankans í Íslendskum krónum og skylda aðra erlenda kröfuhafa hinna bankanna til að taka við krónum, en krónan er okkar lögeyrir. Bretar og Hollendingar sem og aðrir verða að sætta sig við að fá restina af Icesave-kröfum sínum greiddar í krónum, vegna gjaldeyrishaftanna. Þeir eru í kjölfar niðurstöðu EFTA-dómstólsins í sömu stöðu og aðrir kröfuhafar bankanna. Þetta leiðir allt til þess að hér verður hvalreki af erlendum gjaldeyri, sem við þurfum ekki að greiða strax úr landi.

Gjaldeyrishöft.

Gjaldeyrishöftin valda því meðal annars, að aflandskrónur og innistæður erlendra aðila eru og verða fastar í krónum sem vaxa dag frá degi á fullum vöxtum í bankakerfinu og köllum við þetta allt saman Snjóhengju. Vextir á þessar innistæður eru að lágmarki um 60 milljarðar á ári og fara hækkandi. Við þetta bætast svo innheimtur þrotabúa föllnu bankanna og uppsöfnun á reiðufé, sem þarf að borga vexti af. Snjóhengjan er í dag talin vera um 1.200 milljarðar, en með tíð og tíma verður hún að lágmarki 2.500 milljarðar. Það þarf nú vart að taka það fram að kostnaðinn af þessu þurfa Íslendsk heimili og fyrirtæki að bera.

Ríkisdalur er lausnin.

Ef landsmenn vilja koma á efnahagslegum stöðugleika og losna við gjaldeyrishöftin og Snjóhengjuna er ein aðferðin að gera nýjan Ríkisdal að lögeyri og festa gengi hans við Bandaríkjadal. Bandaríkjadalur er aðalviðskiptamynt Íslands og mest notaði gjaldmiðill veraldar. Öllum Íslendskum krónum landsmanna, launum, lausu fé, innistæðum, skuldum, verðbréfum, o.s.frv. yrði skipt út fyrir Ríkisdal. Gengi Ríkisdalsins myndi sveiflast eins og gengi Bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Gamla krónan yrði áfram í gildi, en eignir þrotabúanna og allar aflandskrónur, þ.e. Snjóhengjan, sætu eftir í gömlu krónunni og gætum við þá samið sérstaklega við hrægammasjóðina, þrotabúin og aðra eigendur gömlu krónunnar um að losna úr prísundinni. Innlánsvextir á gömlu aflandskrónunum gætu verið 0,0% og hagkerfið leyst úr gíslingu.

Lausnargjaldið.

Þrotabúum föllnu bankanna, eigendum aflandskrónanna og erlendu hrægammasjóðunum væri hægt að bjóða tvær leiðir til að losna úr viðjum gjaldeyrishaftanna:

a) skipta yfir í Ríkisdal með 95% afföllum.

b) skipta á aflandskrónugengi í 30 ára skuldabréf, útgefið í Bandaríkjadölum á mjög lágum vöxtum.

Ef erlendu hrægammasjóðirnir vilja ekki þiggja þetta boð, þá verða þeir rukkaðir um vexti á innistæðum sínum eftir fyrsta árið fyrir allt umstangið við gömlu krónuna, en við þetta má bæta að bankar í Sviss rukka geymslugjald fyrir fé, sem þeir varðveita. Þetta sparar tugi milljarða kr. á ári í vaxtakostnað. Peningana, sem koma í ríkissjóð með útgáfu nýja skuldabréfsins, má nota til þess að borga upp það sem hægt er og skuldbreyta erlendum skuldum ríkissjóðs og fara í nauðsynlegar fjárfestingar hér á landi. Líta verður á aflandskrónurnar og niðurstöðu Icesave-dómsins sem sérstakt tækifæri, snúa verður taflinu við og veita erlendum hrægammasjóðum makleg málagjöld. 6 til 9 mánuði tæki að koma þessari leið í verk. Þetta er mitt ískalda hagsmunamat í stöðunni.                                         



Tuttugu fyrrum ráðherrar íhuguðu um Icesave og ákváðu að segja »JÁ«

  
  
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.
 
 

  

   

Tuttugu fyrrum ráðherrar íhuguðu um Icesave og ákváðu að segja »JÁ«.

 

Mikið hljóta Íslendingar að vera lánsöm þjóð, því að tuttugu fyrrum ráðherrar tóku sig til og íhuguðu um Icesave-kröfurnar. Þetta gerðu þeir óbeðnir og ólaunaðir, af einskærum kærleika til almennings í landinu. Þetta skeði í aðdraganda þjóðaratkvæðis um Icesave-kröfur nýlenduveldanna, sem fór fram 09. apríl 2011.

Hér fyrir neðan getur að líta auglýsingu þessa sómafólks, sem birtist í Fréttablaðinu 02. apríl 2011, sléttri viku fyrir þjóðaratkvæðið. Með birtingunni hefur vafalaust verið ætlunin að hafa vit fyrir þeim almúga sem árum saman kaus ráðherrana til setu á Alþingi. Mikil hljóta vonbrigðin að hafa orðið í brjóstum þeirra fyrrverandi, þegar almenningur hafnaði lögunum um Icesave.

Ennþá sárari hefur brjóstverkur þeirra fyrrverandi orðið þegar EFTA-dómstóllinn felldi þann úrskurð  28. janúar 2013, að leiðarljós ráðherraliðsins hafði verið villuljós. Engar lagalegar forsendur voru fyrir Icesave-kröfunum. Þær byggðu einungis á undirgefni og auðmýkt Íslendskra stjórnvalda gagnvart erlendu valdi.

Ég sendi öllum þessum fyrrverandi ráðherrum og aðstandendum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Vonandi munu mistök þeirra ekki endast út yfir gröf og dauða. Vonandi mun einhver Íslendingur finnast sem af miskun sinni fyrirgefur þessu fólki.

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Fyrrum ráðherrar


Íslendingar afþakka dýrkeypta lögfræðiráðgjöf um Icesave

  
  
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.
 
 

  

   

Íslendingar afþakka dýrkeypta lögfræðiráðgjöf um Icesave.

Fyrst birt 18. marz 2011.


Loftur Altice Þorsteinsson.   

Fréttablaðið birti 17. marz 2011 álit átta lögfræðinga á Icesave-lögunum, undir fyrirsögninni Dýrkeyptur glannaskapur. Ekki virðast lögfræðingarnir hafa hugsað lengi né djúpt um Icesave-kröfur Bretlands og Hollands, því að skrif þeirra einkennast af innihalds-lausum upphrópunum og fullyrðingum af sömu tegund og eru einkennandi fyrir málflutning ríkisstjórnarinnar. Ég vil andmæla málflutningi lögfræðinganna um leið og ég afþakka þeirra dýrkeyptu lögfræðiráðgjöf.


1.    Lögfræðingarnir fullyrða að ef landsmenn hafna Icesave-III í þjóðaratkvæðinu 09. apríl 2011 verði ekki lengra komist til lausnar Icesave-deilunnar með samningum. Þetta er sannanlega röng fullyrðing, því að á öllum stigum dómsmáls er hægt að taka upp samninga. Það er einungis ef Icesave-III verður samþykkt sem búið verður að loka öllum undankomuleiðum. Ísland verður þá háð mikilli efnahagslegri áhættu í marga áratugi.

2.    Lögfræðingarnir virðast telja að samninganefnd ríkisstjórnarinnar hafi verið að gæta hagsmuna almennings, þegar þeir undirgengust forsendulausar kröfur Breta og Hollendinga. Allir landsmenn vita að ríkisstjórnin hefur gengið erinda þessara tveggja ríkja og gegn því sem rétt er og sanngjarnt. Ríkisstjórnin hefur meira að segja gengið svo langt í þjónkun sinni við hið erlenda vald, að hún hefur í þrígang samþykkt að afsala lögsögu Íslands. Með Icesave-III hefur þó ríkisstjórnin sett nýtt heimsmet í flónsku. Bretlandi og Hollandi er fært sjálfdæmi í Icesave-deilunni í heild sinni, með að ríkisstjórnin samþykkti að ágreiningsmál fari fyrir gerðardóm. Gerðardómurinn mun starfa fyrir luktum dyrum, nýta sér lög Bretlands ef með þarf og rétta í London. Niðurlæging Íslands verður fullkomin ef Icesave-III verður samþykkt.

3.    Lögfræðingarnir halda fram þeirri fjarstæðukenndu fullyrðingu, að með því að landsmenn undirgangist Icesave-klafann sé endanleg niðurstaða Icesave-málsins í höndum Íslendinga. Getur verið að lögmennirnir hafi ekki litið á Icesave-samningana ? Með lögum 13/2011 er lokað öllum glufum sem kunna að finnast til sangjarnrar lausnar Icesave-deilunnar. Geirneglt er að öll áhætta og kostnaður eru lögð á herðar Íslendinga. Lögmennirnir virðast ekki bera mikla virðingu fyrir dómstólum, ef þeir halda að fullkomið afsal lögsögu hafi engar afleiðingar.

4.    Lögfræðingarnir sýna fullkominn glannaskap, þegar þeir fullyrða um mikinn kostnað atvinnulífs og samfélags af Dómstólaleiðinni. Ekki er hægt að ræða við þessa menn um heiður og sæmd, en þeir ættu að skilja að tuga eða hundraða milljarða Icesave-baggi hlýtur að sliga alla landsmenn. Samningaleiðin er tafarlaus uppgjöf en Dómstólaleiðin felur í sér möguleika til gagnsóknar. Að nefna alþjóðlegu matsfyrirtækin til stuðnings uppgjöfinni er fullkomið narr og kjánaskapur.

5.    Lögfræðingarnir eru svo illa að sér að þeir virðast ekki hafa heyrt af úrskurði ESA frá 15. desember 2010, að minnsta kosti nefna þeir hann ekki á nafn. Með þeim úrskurði ógilti ESA veigamestu hótanirnar frá 26. maí 2010. Ólíkt hótunarbréfinu frá 26. maí, sem lögfræðingarnir hampa, er álit ESA frá 15. desember vel rökstutt og niðurstaðan ótvíræð. ESA úrskurðaði sem sagt að engir samningar, lög eða tilskipanir hefðu verið brotin, varðandi mikilvægustu atriði málsins: Fullkomlega var löglegt að veita innistæðueigendum forgang. Einnig úrskurðaði ESA að framkvæmd FME á millifærslum úr gömlu bönkunum yfir í þá nýgju var fullkomlega eðlileg. Lagasetning og réttarframkvæmd Neyðarlaganna er því traust, svo framarlega sem lögsögu Íslands er ekki varpað fyrir borð með Icesave-III-samningunum. 

6.    Lögfræðingarnir fullyrða að ef ekki verður gefið eftir fyrir gömlum og úreltum hótunum Per Sanderud, muni ESA ákæra Ísland fyrir EFTA-dómstólnum. Sannleikurinn er sá að örsmáar líkur eru fyrir slíkri ákæru, enda tilefnið ekkert. Flestar stofnanir ESB og sérfræðingar á vegum Evrópuríkisins hafa gefið yfirlýsingar um afdráttarlaust bann við ríkisábyrgðum á innistæðu-trygginga-kerfum Evrópska efnahagssvæðisins. Í þessu sambandi má nefna að yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, um að allar bankainnistæður á Íslandi séu ríkistryggðar, er fullkominn þvættingur. Einungis Alþingi með samþykki fullveldishafans-almennings getur veitt slíkar tryggingar.  

7.    Lögfræðingarnir slá um sig með slagorðum eins og »kokhreysti« og »barnaskapur«. Líklega álíta þeir að þetta séu sterk lögfræðirök. Nær öruggt má telja að ESA mun ekki ákæra Ísland fyrir EFTA-dómstólnum, þar sem engar forsendur eru fyrir sektardómi. Vangaveltur lögfræðinganna um sektarlíkur út frá fyrri ákærum ESA eru því varla svara verðar. ESA hefur að sögn unnið 27 mál fyrir EFTA-dómstólnum en hvað hefur ESA fallið frá mörg hundruð ákærum ? Forseti ESA virðist vera í skítverkum fyrir hagsmuni Bretlands og Hollands. Hvernig væri að Íslandi gerði kröfu um að þessum erindreka yrði vísað úr starfi ?   

8.    Eins og flestum nema lögfræðingunum er orðið ljóst, hefur EFTA-dómstóllinn það verkefni að fjalla um brot á EES-samningnum. Svo lengi sem Ísland heldur lögsögu yfir Icesave-málinu eru það bara Íslendskir dómstólar sem geta fellt sektardóma. Þeir dómar verða að byggja á löggjöf Íslands og engin maður með réttu ráði gefur andstæðingum sínum sjálfdæmi, eins og fyrirhugað er að gera með Icesave-lögunum. Hvað gerir þessa átta lögfræðinga að algjörum kjánum ? 

   


>>>><<<<

Dýrkeyptur glannaskapur.

Fyrst birt í Fréttablaðinu 17. marz 2011.

 

Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl snýst um það hvort við ljúkum Icesavemálinu með samningum eða höfnum frekari samningum og höldum deilunni gangandi næstu ár fyrir dómstólum með tilheyrandi kostnaði og áhættu. Með þeim samningum sem þverpólitísk samninganefnd náði og aukinn meirihluti Alþingis studdi er bæði áhætta Íslands og kostnaður lágmarkaður. Gagnrýnendur samningsins benda á að endanlegur kostnaður Íslands sé háður óvissuþáttum á borð við heimtur úr þrotabúi Landsbankans, almenna efnahagsþróun og gengisþróun. Þessi atriði eiga einnig  við um dómstólaleiðina.  Órökrétt er  að halda því fram að valið í þjóðaratkvæðagreiðslunni standi á milli þess kostnaðar sem felst í samningnum með sínum óvissuþáttum og þess að enginn kostnaður  falli á Ísland.   

Aðeins annar kosturinn markar lok Icesavemálsins og þá með skilmálum og áhættu sem við áttum þátt í að semja um og lágmarka. Nei við þeirri leið þýðir að endanleg niðurstaða málsins er úr okkar höndum. Fórnarkostnaður atvinnulífs og samfélags af áframhaldandi ófriði er óþekktur. Kostnaðurinn við tapaða dómstólaleið verður aldrei minni en af þeim samningi sem búið er að ná, reyndar  örugglega miklu meiri. Jafnvel þótt Ísland ynni málið  eftir langdregin málaferli er óvíst um kostnað sem af því stafaði en alþjóðlegu matsfyrirtækin hafa metið það svo að hann yrði okkur þungbærari en fyrirliggjandi samningur.  

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), sem hefur það hlutverk að túlka og fylgja eftir lögum og reglum tengdum EES, hefur þegar gefið út það álit sitt að Ísland beri ábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta þar sem eignir sjóðsins dugðu ekki til að standa undir lögbundinni lágmarkstryggingu sparifjáreigenda í útibúum Landsbankans í Hollandi og Bretlandi. Ljúki Icesave deilunni ekki með samningum mun ESA fara með samningsbrotamál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólinn. ESA hefur hingað til unnið 27 af 29 málum sem farið hafa þessa leið og þarf alveg sérstaka tegund af kokhreysti til þess að viðurkenna ekki  að dómstólaleiðin felur í sér alvarlega áhættu fyrir Ísland.   

Það er beinlínis barnalegt að láta sér detta í hug  að Íslandi stæði til boða að greiða samkvæmt núverandi samningi ef EFTA  dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Ísland hefði brotið gegn EES samningnum að því er varðar innstæðutryggingar. Sá dómur gæti fallið sumarið 2012 og þá yrðu Íslendingar að ákveða hvort þeir sinntu niðurstöðu dómstólsins. Gerðu  þeir það ekki gæti ESA neyðst til þess að höfða annað mál til þess að fá staðfest að Ísland hefði ekki virt hina fyrri niðurstöðu. Færi nú á sömu leið, það er að EFTA dómstóllinn dæmdi með ESA, flyttist málið yfir á vettvang alþjóðastjórnmála. Afleiðingar gætu hugsanlega orðið þær að Íslandi yrði vísað af evrópska efnahagssvæðinu. Þá blasti við hætta á að lagður yrði tollur á íslenskar vörur í Evrópu sem hafa notið  tollfrelsis frá 1971 og er þá hætt við að „mörgum kotbændunum muni þykja verða þröngt fyrir dyrum“ eins og Einar þveræingur hefði orðað það, þar á meðal öllum sem lífsbjörg hafa af fiskveiðum og vinnslu, þegar 30% tollur yrði lagður á þær vörur í Evrópu.  

Væru íslensk rök og sjónarmið hin einu réttu eða viðurkenndu í þessari deilu þyrftum við ekki að hafa miklar áhyggjur. Því miður er svo ekki. Við höfum engan rétt til þess að leika okkur að efnahagslegri framtíð barna okkar með því að halda áfram að þykjast ósigrandi og geta boðið hvaða aðstæðum sem er byrginn.  Sá hugsunarháttur hefur þegar kallað yfir okkur eitt hrun og við megum ekki við öðru.  

Við undirrituð munum því segja já í væntanlegri atkvæðagreiðslu.

  

   

Reykjavík, 15. mars 2011

  

   

Garðar Garðarsson, hrl.
Gestur Jónsson, hrl.
Guðrún Björg Birgisdóttir, hrl.
Gunnar Jónsson, hrl.
Jakob R. Möller, hrl.
Lára V. Júlíusdóttir, hrl.

Ragnar H. Hall, hrl.
Sigurmar K. Albertsson, hrl.

  

   


Vilja Íslendingar fremur höfðingjaveldi og þingræði, en lýðveldi og lýðræði?

 
  
  
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.
  

 

  

 

   

Vilja Íslendingar fremur höfðingjaveldi og þingræði, en lýðveldi og lýðræði?

 

 

 

 

Fyrst birt í Morgunblaðinu 06. febrúar 2013.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

Bæði Platon og Aristóteles gerðu sér grein fyrir að stjórnarformi ríkja getur verið háttað á þrennan hátt. Stjórnarformið getur verið einveldi, höfðingjaveldi, eða lýðveldi sem áður fyrr var nefnt þjóðveldi. Svonefnd þjóðveldisöld er auðvitað rangnefni, því að góðjörðum (goðorðum) fylgdi seta á Alþingi og nafnið höfðingjaveldisöld væri eðlilegra.

 

Stjórnarfar í ríkjum ræðst ekki endilega af hinu ritaða stjórnarformi. Sú sorglega staðreynd blasir við, að allt frá stofnun lýðveldis hafa Íslendingar búið við höfðingjaræði, þótt stjórnarskrá lýðveldisins geri auðvitað ráð fyrir lýðræði. Eftir söguleg átök um Icesave-lögin hefur vitund almennings vaknað um þá staðreynd að stjórnarform Íslands er lýðveldi. Nú er komið að almenningi að heimta sín fullveldisréttindi.

 

Fyrsta lýðveldi heimsins var stofnað í Spörtu, með þrískiptu ríkisvaldi.

 

Eitthvert merkasta stjórnarform allra tíma var í Spörtu og entist það í um 500 ár, allt til ársins 188 fyrir Krist þegar Sparta gafst upp fyrir Akkneska-bandalaginu. Stjórnarskrá Spörtu skilgreindi fyrsta lýðveldi sögunnar, sem komið var á fót um 200 árum fyrir lýðræði í Aþenu.

 

Tveggja deilda löggjafarþing var í Spörtu, Almenningsdeild (Apella) þar sem almenningur átti sæti og Öldungadeild (Gerousia) þar sem sátu 28 borgarar og tveir erfða-konungar. Til Gerousia var kosið almennum kosningum og kjörgengir voru allir sem orðnir voru sextugir. Kosningin var til æviloka, en þar sem þingmenn voru orðnir rosknir við kosningu var seta þeirra ekki langvinn. Gerousia fór með dómsvald og samningu lagafrumvarpa.

 

Apella, sem kom saman mánaðarlega, fór með fullveldisrétt í Spörtu. Þar áttu rétt til setu allir þrítugir karlar. Sem dæmi um jafnréttishugsun Spartverja, má geta þess að öllu landi var skipt jafnt á milli borgaranna. Í Apella voru lagafrumvörp tekin til umræðu og þau samþykkt eða þeim hafnað. Öll þingmál fóru því í þjóðaratkvæði. Apella hafði jafnvel rétt til að dæma konunga til útlegðar, sem staðfestir fullveldisrétt almennings.

 

Framkvæmdavaldið var í höndum fimm ráðherra (Eforos), sem stjórnuðu utanríkismálum ekki síður en almennri stjórnsýslu ríkisins. Ráðherrar voru kosnir af Apella til eins árs og endurkosning var bönnuð. Aðkoma konunganna að stjórnkerfinu var takmörkuð við setu í Gerousia og starf hershöfðingja á stríðstímum.

 

Aðgreining ríkisvaldsins í þrjá þætti er staðfest í stjórnarskrá Íslands.

 

Jean Bodin (1530-1596) endurvakti hina fornu umræðu um mismunandi stjórnarform ríkja, en það var líklega Charles-Louis Montesquieu (1689-1755) sem í nútímanum var fyrstur til að setja fram kröfuna um aðgreiningu ríkisvaldsins í þrjá þætti. Þessi aðgreining er undirstaða stjórnarskrár Íslands og hefur verið með nær óbreyttu orðalagi frá 1920, en í 2. grein hennar segir:

 

Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.

 

Aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdavalds er sérstaklega undirstrikaður í 1. grein Stjórnarskrárinnar, um leið og staðfest er að Ísland er lýðveldi, en í þeirri grein segir: »Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn« . Þessi grein merkir að framkvæmdavaldið (ríkisstjórnin) er bundið af þeim ákvörðunum sem löggjafarvaldið (Alþingi) tekur í formi löggjafar. Eins og margir þekkja, hafa þingræðissinnar túlkað þessa grein á þann fráleita hátt, að Alþingi skuli lúta höfðingjaræði.

 

Stjórnarskrá Íslands skilgreinir stjórnarform ríkisins sem lýðveldi. Án vafa byggist hún á stjórnarskrá Bandaríkjanna frá árinu 1787 og stjórnarskrá Frakklands frá árinu 1792. Báðar þessar stjórnarskrár gera ráð fyrir þrískiptu ríkisvaldi og því mikilvæga atriði, að framkvæmdavaldið er háð lagasetningu löggjafarvaldsins (þingbundin ríkisstjórn). Stutt skilgreining á skiptingu ríkisvaldsins í lýðveldum er því:

 

1. Löggjafarvald, sem starfar í tveimur þingdeildum.

2. Framkvæmdavald, með ríkisstjórn undir forustu forseta lýðveldisins.

3. Dómsvald, með Hæstarétt sem æðsta dómsstig.

 

Stjórnarformi lýðveldis fylgir að fullveldið er hjá almenningi. Við stofnun lýðveldis á Íslandi 1944, færðist fullveldisrétturinn frá konungi til almennings á Íslandi. Þess vegna er 17. júní fullveldisdagur þjóðarinnar en ekki 1. desember 1918. Ísland varð sjálfstætt konungsríki 1918, með fullveldisréttinn í höndum konungs. Höfðingjastéttin á Íslandi hefur séð sér hag í að blekkja fólk varðandi eðli og inntak fullveldis. Afnám deildaskiptingar á Alþingi voru tilburðir höfðingjanna til að koma á höfðingjaveldi í landinu. Núverandi ástandi þarf að breyta, taka aftur upp deildaskipt Alþingi og auka fullveldisréttindi almennings.

 

 

 Sú sorglega staðreynd blasir við, að allt frá stofnun lýðveldis

hafa Íslendingar búið við höfðingjaræði,

þótt stjórnarskráin geri ráð fyrir lýðræði.

 

>>>><<<<


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband