Að bræða Snjóhengju og slökkva eignabruna er auðvelt með fastgengi

  
  
null   Samstaða þjóðar
   
NATIONAL UNITY COALITION                                                           
   Baráttusamtök fyrir sjálfstæðu ríki á Íslandi og fullveldisréttindum almennings.
   Stöndum vörð um Stjórnarskrá Lýðveldisins.

  

Að bræða Snóhengju og slökkva eignabruna er auðvelt með fastgengi.

Fyrst birt í Morgunblaðinu 17. apríl 2013.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

Umræða um stærstu vandamál landsmanna einkennist af varðstöðu um sérhagsmuni. Hér er vísað til þeirra vandamála sem stafa af Snjóhengju og vísitölulánum. Ísland á ekki alvöru pening (gjaldeyri) til að hleypa fram Snjóhengjunni. Þess í stað, verður að bræða hana og það viðfangsefni er auðvelt, ef menn kunna til verka og vilja leysa vandann.

Eftir að gengislán voru dæmd ólögleg, liggur fyrir að vísitölulán hljóta að vera það einnig. Augljóst samband er á milli hækkana lánavísitölunnar og gengisbreytinga Krónunnar. Þetta samband er hægt að sanna stærðfræðilega og lánavísitalan er því afleiða af flotgengi Krónunnar. Við bankahrunið stökkbreyttist höfuðstóll húsnæðislána og eignabruni fylgdi í kjölfarið.

Lánavísitölu húsnæðislána verður því að færa til baka, á sama hátt og verið er að gera með gengistryggðu lánin. Hins vegar er ekki hægt að treysta á skilvirkni ríkiskerfisins og leiðréttingar kunna að taka langan tíma. Það leysingavatn sem losnar við bræðslu Snjóhengjunnar er kærkomið tæki til að stökkva eignabruna heimilanna.

Fastgengi auðveldar bræðslu Snjóhengjunnar.

Að bræða Snjóhengjuna er auðveldast í skjóli fastgengis og upptaka fastgengis er einföld aðgerð. Fastgengi getur verið af tveimur gerðum, það er að segja upptaka erlends gjaldmiðils (Kanadadals), eða stofnun myntráðs sem annast útgáfu innlendrar myntar (Ríkisdals). Kostnaður við stofnun myntráðs verður um 50 milljarðar Króna. Lagt er til, að Seðlabankinn leggi til 45 milljarða í Kanadadölum til að innleysa þær Krónur sem hann er með í umferð og að ríkið leggi til afganginn.

Til að hraða upptöku fastgengis er einfaldast að taka fyrst upp Kanadadal, sem hægt er að gera á einni viku. Að 12 mánuðum liðnum hæfist síðan starfsemi myntráðs með útgáfu Ríkisdals. Bæði Ríkisdalur og Kanadadalur verða lögeyrir til frambúðar, en Krónan um takmarkaðan tíma. Fastgengi með fyrirkomlagi myntráðs verður að festa í Stjórnarskrána, til að það hafi trúverðugleika. Þess vegna er hyggilegt að ætla 12 mánuði í undirbúning.

Vegna rangra upplýsinga, sem að undanförnu hafa komið fram, má nefna að einungis myntsláttur (seðlabankar eða myntráð) gefa út peninga.  Fjarstæða er að halda fram, að peningavelta viðskiptabanka sé útgáfa peninga. Engir peningar verða til við að aðilar skiptist á fjárkröfum. Ef banna ætti bönkum að endurlána peninga sem þeir fá til varðveizlu, jafngilti það banni á starfsemi banka.

Seðlabanki og Samfylking standa vörð um sérhagsmuni.

Fram að þessu hefur hugmyndum um fastgengi verið vísað á bug, af Seðlabankanum og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hinum furðulegustu mótbárum hefur verið beitt, sem allar er auðvelt að hrekja. Staðreyndin er sú að þessir aðilar hafa verið að verja sérhagsmuni, sem eru í fullkominni andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar. Með röngum fullyrðingum um gjaldmiðilsmál eru Starfsmenn Seðlabankans að vernda eigið skinn. Allir vita, að þegar tekið verður upp fastgengi og Seðlabankinn lagður niður mun fjölmennt starfslið Seðlabankans verða að leita sér annara starfa.

Samfylkingin er ofstækisfullur rétttrúar-söfnuður, sem notar það sem hendi er nærst til að réttlæta innlimum Íslands í Evrópusambandið. Þótt Evran verði ekki tekin upp án aðildar að ESB, talar Samfylking um fastgengi með Evru, eins og ekki komi aðrir möguleikar til álita. Gjarnan vísa ESB-vinirnir til rangra fullyrðinga Seðlabankans. Málflutningur þessara aðila er jafn innantómur og barátta sömu aðila var í þágu Icesave-kúgunar nýlenduveldanna.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skapaði Snjóhengjuna.

Neyðarlögin frá 06. október 2008 heimiluðu ríkinu að stofna og eiga nýgju bankana. Fyrirséð var að bankarnir yrðu gullnáma, vegna dulins eiginfjár, sem stafaði af fyrirfram afskriftum og einokunar-aðstöðu á markaðnum. Án fyrirvara, afsalaði ríkisstjórnin bönkunum í hendur hrægamma og keypti síðan einn þeirra aftur, með 300 milljarða skuldabréfi í erlendum gjaldeyri. Þannig skapaði ríkisstjórnin Snjóhengjuna. Um síðustu áramót var eiginfé bankanna þriggja yfir 500 milljarðar Króna.

Hrægammarnir, sem ennþá eiga tvo bankanna, krefjast þess að Seðlabankinn breyti eignum þeirra í alvöru pening (gjaldeyri). Raunverulega á Seðlabankinn engan gjaldeyri, því að hann er allur tekinn að láni. Ríkisstjórnin hefur skuldsett ríkið svo hroðalega, að vextir af erlendum lánum nema árlega um 100 milljörðum Króna. Snjóhengjan veldur gjaldeyrishöftum og engin möguleiki er að leysa þau nema bræða Snjóhengjuna. Sú aðgerð gerir fært að leiðrétta skuldir heimilanna.

Þegar Kanadadalur/Ríkisdalur hefur verið tekinn upp verður Krónan áfram á ábyrgð Seðlabankans um tiltekinn tíma. Við gjaldmiðlaskiptin færist hagkerfið yfir á nýgja gjaldmiðilinn og þótt Krónan lækki í verði, hefur það engin önnur áhrif en að skuldbindingar í Krónum lækka að verðmæti. Hagkerfið hefur fengið langþráðan stöðugleika, er laust við gjaldeyrishöft og möguleikar opnast til að bæta stöðu heimilanna. 

 

 Snjóhengjan veldur gjaldeyrishöftum

og engin möguleiki er að leysa þau nema bræða Snjóhengjuna.

Sú aðgerð gerir fært að leiðrétta skuldir heimilanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband